Tíminn - 08.03.1962, Síða 2

Tíminn - 08.03.1962, Síða 2
V VORUGJOLD H4KKA FRÁ 50 UPP í 800% Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný ákvæði um gjöld þau af vörum, sem fara í gegnum höfnina hér í Reykjavík. Hafa vörugjöld með þessu hækkað gífurlega í einstökum liðum, eða allt að því um 800%, en minnsta hækkun er fimmtíu prósent. Þessar hækkanir eru gerðar á sama tíma og því er heitið að halda kaupgjaldi og verðlagi stöðugu. Hins vegar liggur í augum uppi, að þessi gífurlega hækkun vöru- gjalda hefur bein áhrif á verð- lagið og hækkar framfærslukostn- aðinn. Það var hafnarstjórn, sem gerði tillögu um hækkanir á vörugjöld- um, með það fyrir augum, að féð, sem þannig fengist, yrði notað til hafnargerða. Þegar það er haft í huga, að aíkoma almennings er ekki með miklum blóma um þessar mundir, vekur það fuiðu, að hleypt skuli allt að 800% vörugjaldahækkun inn í verðlagið, eins og þarna hef- ur verið gert. Hafnarstjórn hefur sjálfsagt verið mikið í mun að fá sem mest fé til framkvæmdanna, cn ákvörðunina um þessa hækkun tekur samgöngumálaráðherra, sem er Emil Jónsson, og hefði hann getað dregið úr þessum hækkun- um, hefði hann viljað. Til að fólk geti gert sér nokkra grein fyrir því, hve hækkanir þess- ar eru stórfelldar, birtir Tíminn hér á eftir nokkur almennustu atriðin. Gjöld af skipum hafa hækkað frá 25%—70%, og jafnframt hefur gjaldaútreikningi verið breytt þannig, að nú er reiknað út frá brúttólestatölu, en áður var stuðzt við nettólestatölu skipa. Vörugjaldahækkunin á tóbaki og áfengi memur 566%. Gjald af járnvörum, svo sem þakplötum, pípum, keðjum, miðstöðvarofnum Dagskrá menn- ingarvikunnar í sa-mbandi við menningarviku samtaka hernámsandstæðinga verð ur kvöldvaka í Listamannaskálan- um í kvöld, og hefst hún klukkan 9. Þar munu skáld lesa úr verkum sínum og Kristinn Hallsson syngja með undirleik Fritz Weisshappel. Þessir rithöfundar munu lesa úr verkum sínum: Ásta Sigurðardótt- ir, Geir Kristjánsson, Baldur Osk ar’sson, Böðvar Böðvarsson, Hann- es Sigfússon, Jóhannes úr Kötlum, Jón Óskar, Jón úr Vör og Þórberg ur Þórðarson. Horfur verkfalli Á samningafundi sáttasemj- ara með fulltrúum togarasjó- manna á mánudagskvöld tók- ust ekki samningar og ekkert sérstakt gerðist. Náist ekki samningur fyrir miðnætti að- faranótt laugardagsins 10. þ. m., kemur vinnustöðvun á öll- um íslenzka togaraflotanum til framkvæmda, en að þeirri vinnustöðvun standa 8 sjó- mannafélög víðs végar að á landinu. Þessi félög eru: Sjómannafélag Reykjavíkur, Sjóm.félag Hafnar- fjarðar, Verkalýðsfél. Akraness, Verkalýðsfél. Patreksfjarðar, Sjó- mannafélag ísafjarðar, Sjómanna- félag Akureyrar, Verkamannafélag ið Þróttur, Siglufirði, og Matsveina félag S.S.I., en í því eru matsvein- ar á öllum fiskiskipunum. Þessi átta félög eiga öll samningsrétt um kaup og kjör sjómanna á togurun- um og standa að þessari verkfalls- boðun. Hærra kaup og fiskverð Snemma í haust var látin fara fram atkvæðagreiðsla meðal tog- arasjómanna um heimild til vinnu stöðvunar, og hafa þeir því beðið með trompið á hendinni nokkuð lengi. Síðan hafa samningaumleyt anir staðið yfir alltaf annað slagið, þó að samkomulag hafi ekki náðst en málið var komið í hendur sátta semjara þegar fyrir áramót. Aðal- krafa sjómanna er sú, að skipverj- um verði greitt fullt verð fyrir fisk inn, þegar landað er til vinnslu hér heima eða hið sama og útgerð armenn fá í sinn hlut. Auk þess fara sjómenn fram á 12—13% fastakaupshækkun og fleiri smá- vægilegar leiðréttingar. Yfir 30 togarar geta stöðvazt A fundinum með sáttasemjara á mánudagskvöld gerðist ekkert sér stakt, og hafði ekki verið boðaður annar fundur, þegar blaðið spurð ist fyrir um það hjá sáttasemjara í gær. Hins vegar kvað hann full- víst, að boðaður yrði fundur áður en verkfall hefst. Fundurinn á mánudagskvöldið stóð til kl. 11.30. Þess má geta í sambandi við samn ingana, að sami samningur hefur gilt fyrir togara, hvaðan sem þeir eru af landinu, og hversu margir togarar, sem heyra undir hvert hinna átta sjómannafélaga, eiga þau aðeins einn fulltrúa í þeirri samninganefnd, sem nú situr á rökstólum. I eigu landsmanna munu nú vera 46 togarar, en 12 eða 13 þeiira hafa legið óhreyfðir að undan- förnu. Ef ekki takast samningar á næstunni, munu yfir þrjátíu togar ar stöðvast. Það verður þó mis- jafnlega fljótt, því að þeir, sem farnir eru á veiðar, þegar verkfall skellur á, mega ljúka bæði veiði- ferð og sölutúr. En þeir, sem verða í höfn um miðnætti- aðfara nótt laugardags, munu verða kyrr settir, ef samningar takast ekki fyrir þann tíma. og stálvír, hækkar um 300%. Gjald af bifreiðum, húsgögnum og hljóð- færum, hækkar heldur meira. Hækkun á bifreiðavarahlutum nemur 123%, og í sama flokki er raflagnaefni, eldhúsáhöld og hjól- barðar. Aðrar vörur eru svo ýmist fyrir ofan eða neðan þetta. Slegizt á Siglufirði (Framhald at 1 síðu). viðtals. Neitaði hflnn því. Fóru þá mennirnir-þrír niður til hans, og bæjarfógetinn tilkynnti honum, að hann yrði að koma í land til viðtals út af því, sem skeð hafði. Virtist skipstjóiinn ætla að gegna því, og fór þá annar lögregluþjónn inn upp auk bæjarfógetans. Þegar skipstjórinn var orðinn einn með lögreglumanninum, gerði hann sig líklegan til þess að ráðast á hann og neitaði algerlega að koma með honum í land. Lögregluþjónninn hélt ijyí manninum, þar til honum barst hjálp, og var hann hand- járnaður og fluttur í land með valdi. Var farið með hann á lög- regluvarðstofuna, og hann síðan settur í fangaklefa. Nú var klukkan orðin 1 eftir miðnætti. Tveir af skipsmönnum tógarans voru fluttir í land, þeir, sem álitið var að staðið hefðu fyr ir árásinni á piltana. Þeir voru úrskurðaðir í gæzluvarðhald og settir inn. í gær kl. 14.30 hófust svo réttar- höld í máli skipstjórans og mann- anna. Stóðu þau enn yfir um kl. 20 í gærkvöldi. Þá höfðu 5 skips- menn verið teknir fyrir rétt, og hafði einn þeirra kannast við að hafa annaðhvort kastað flösku eða barið einn íslendinginn með henni. Ekki hafði skipstjórinn enn verið kallaður fyrir, en réttarhöld unum var lialdið áfram í gær- kvöldi. PiJturinn, sem játaði að hafa kastað flöskunni, heitir Geoffeny Roberts, og er hann aðeins 19 ára gamall. Skipstjórinn heitir Albert Triderich Halltrith, og er hann 34 Togarinn er frá Grimsby, eins og fyrr segir, og er áhöfn hans £0 menn. Sex hnífstungur (Framhald af 1. siðu). hans aðalhljóðfæri. Margir eídri Reykvikingar og Hafnfirðingar kannast vel við Júlíus síðan hann lék á skemmtistöðum í þessum bæjum. Fyrir nokkrum árum kom hann í heimsókn til Reykjavíkur og var þá vel fagnað af hinum mörgu kunningjum sínum. Júlíus er tvíkvæntur. Fyrst kvæntist hann íslenzkri konu, en þau slitu samvistum. Hann kvænt ist aftur í Kaupmannahöfn, danskri konu, sem hann býr nú mseð. Hann er barnlaus. KR0LL ER STÖÐUG RÁÐGÁTA Bonn, 7. marz Þótt fjöldi blaðamanna kepp ist við að reyna að grafa upp, hvað liggur raunverulega á bak við hið harðorða skeyti Adenauers kanzlara til Krolls ambassadors í Moskvu, er hann skipaði honum umsvifa- laust að koma heim og svara til saka, hefur ekkert lekið út um málið frá opinberri hálfu. Eins og kunnugt er, var Kroll ákærður af tveimur blöðum fyrir að hafa gerzt málsvari mikilla eft irgjafa Vestur-Þjóðverja við Rússa. Hann átti að vera fylgjandi viður- kenningu Oder-Neisse línunnar, að skilnaði Vestur-Bei'línar og Vestur- Þýzkalands. viðurkenningu á stjórn Austur-Þýzkalands og loks, að Vestur-Þýzkaland lánaði Sovét- ríkjunum yfir 100 milljarða ísl. króna. Kroll er nú kominn til Bonn og hefur setið á löngum fundum með Schröder utanríkisráðherra. Ekk- ert er vitað um, hvað hefur farið á milli þeirra, en Kroll hefur ver ið harðlega bannað að opna munn inn opinberlega. Keflavík — Suður* nesjamenn. Spiluð verður Frnmsóknarvist í Ungmennaíélagshúsinu annað kvöld kl. 9 s.d. Húsið verður opnað kl. 8.30. — Góð verðlaun. — Ókeypis að- gangur. F.U.F. Keflavík. Koparsaltið kc^ii Hin dómkvadda nefnd, sem Kol og salt fékk sér til aðstoð- ar í saltmálinu, var að kanna saltbirgðir í Keflavík og senni lega víðar á Suðurnesjum í gær. 24 aðilar víðs vegar á Suðurnesjum fengu eitthvað af salti, sem skipað var upp í Keflavík um miðjan febrúar, og tóku strax að nota það. Gula er nú komin fram i salt- fiski allvíða þar syðra. 13. og 14. febrúar losaði danska leiguskipið Axel Sif 910 tonn af salti, sem Kol og salt flutti inn, í Keflavík. Margir aðilar af Suður- nesjum tóku salt strax og sumir við skipshlið. Var saltið flutt til Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs, Njarðvíkur og inn á Vatnsleysu- iströnd, auk þess sem það var not- jað í Keflavík. jGulan kom fyrst fram í jGrindavík Þeir, sem keyptu þetta salt, áttu mismiklar birgðir fyrir, og settu þeir nýja saltið saman við fyrning arnar, sem til voru í saltskemm- unum. Saltið var stiax farið að nota við fisksöltun, og bar ekki á neinu óeðlilegu fyrst í stað. En brátt kom í Ijós, -að mikil gula var komin í nýsaltaðan fisk hjá tveim ur söltunarstöðvum í Grindavík, Arnarvík og Gjögri. Þess sama varð vart í allríkum mæli í Kefla- vík, einkum hjá þremur aðilum. Þegar farið var að athuga málið hjá Kol og salt og fyrirtækið hafði gert sínar ráðstafanir, kom í ljós, að skipið hafði flutt kopar rétt áð- ur en það tók saltfarminn, eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Mun það ekki hafa verið nógu vel hreinsað eftir þann túr, einkum lestarbotninn, en það var botnsalt ið, sem Grindvíkingar fengu. Stórfjón Nú er unnið að því' að kanna saltið og hversu víðtækar afleiðing ar þessi skemmd hefur haft, og var dómkvödd nefnd að rannsaka málið í Keflavík í gær, en í henni er m. a. Geir Arnesen, efnaverk- fræðingur. Útgerðarmenn munu hafa falið L.Í.Ú. að annast málið að einhverju leyti fyrir sig. Ekki er þó að búast við því, að öll kurl verði komin til grafar fyrr en eftir hálfan mánuð til mánuð að því er kunnugir telja. Ekki verður neins staðar saltað með salti, sem koparsalt hefur lent saman við, og hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að fleygjr öllu því salti, sem ekki er örugglega hreint. I gær var Laxá að losa nýtt salt í Kefla- vík, en samtímis var verið að aka ónýtu salti þar í sjóinn, en hætt er við, að fleygja verði um 2000 tonnum af salti, sem geymt er í Reykjavík. Ekki er heldur enn hægt að fullyrða neitt um það, hve mikið af fiski hefur skemmzt, en tjónið er tilfinnanlegt, því að fisk urinn sem saltaður var með þessu salti, var stór úrvalslínufiskur, sá bezti saltfiskui, sem íslendingar geta framleitt. Hann verður þó sennilega ekki gerónýtur, því að með því að þvo hann vandlega og salta hann aftur með nýju salti og herða hann síðan mikið og þurrka ætti að vera hægt að selja hann til Brazilíu eða Kúbu sem fjórða flokks fisk En í 1. flokk kemst hann aldrei og verðmunur 1. og 4. flokks er geysimikill. 2 T f M I N N , finimtudaginn 8. inarz 1962

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.