Tíminn - 08.03.1962, Qupperneq 7

Tíminn - 08.03.1962, Qupperneq 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Bankastræti 7 Símar: 18300—18305. Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími 12323 Áskriftargj kr 55 á mán. innanl í lausasölu kr. 3 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Kjör hjúkninarkvenna Viðtöl Sigríðar Thorlacius við fjórar sjúkrunarkonur, sem birtust hér í blaðinu í fyrradag, hafa v'akið mikla og almenna athygli. Viðtöl þessi leiddu glöggt í ljós, að hjúkrunarkonur búa við óviðunandi launakjör, enda blas- ir við sú staðreynd, að fleiri og fieiri þeirra ráðast til starfa erlendis og fyrirsjáanlegur er hér mikill skortur á hiúkrunarkonum, ef ekki verður bætt úr hið bráðasta. Hér þarf áreiðanlega ekki að rekja það. hve mikilvægt starf hjúkrunarkvenna er og því áríðandi, að þar veljist fyrst og fremst þær konur til starfa sem vilja gegna því af áhuga og alúð. Þetta getur þó vitanlega því aðeins orð- ið. að launakjör og starfskjör hjúkrunarkvenna verði eftirsóknarverð. Hér þarf ekki aðeins að taka tillit tii launakjaranna, heldur einnig þess, að margar hjúkrunar- konur eru giftar og hafa um heimili að sjá. og að búa þarf þeim, þegar svo stendur á, hentuga aðstöðu. Hér er vissulega ekki um mál að ræða, sem snertir hjúkrunarkonurnar fyrst og fremst. Þær munu geta séð sér farborða, þótt þær neyðist til að taka upp önnur störf. En þjóðfélagið getur ekki án þeirra verið. Þjóðfélagið þarf jafnframt að tryggja, að hér veljist hinar hæfustu konur til starfa. Þess vegna er það mál samfélagsins fyrst og fremst, að þessi mál verði tekin til gaumgæfilegrar athugunar og endurbóta. í viðtölunum við hjúkrunarkonurnar kom það í Ijós að launakjör hjúkrunarkvenna hefðu verið tiltölulega mun betri, samanborið við aðra, fyrir nokkrum árum og áratugum síðan. Þær hafa dregizt aftur úr í samkeppninm síðustu árin. Þetta gildir vissulega ekki þær einar, heldur raunar alla þá, sem vinna hjá hinu opinbera. Opinberir starfsmenn hafa mjög dregizt aftur úr í launakapphlaupi síðustu ára. Víða blasir þvi við hjá ríki og bæjarfélögum sú staðreynd, að skortur er að verða á hæfum starfskröft- um. Þetta blasir ekki sízt við á sviði uppeldismálanna. þar sem þörfin er þó vaxandi fyrir góða starfskrafta. Það verður því ekki lengur dregið, að ekki aðeins mál hjúkr unarkvenna, heldur opinberra starfsmanna almennt verði tekin til gagngerðra endurbóta og kjör þeirra a. m. k. færð til samræmis við það, sem aðrir hafa þegar fengið Fjársöfnunin vegna sjóslysanna Miklir mannskaðar hafa orðið hét við land á undan- förnum vikum. Er þess skemmst að minnast, að vélskipið Stuðlaberg frá Seyðisfirði fórst með allri áhöfn, ellefu manns. Þar var stórt skarð höggvið í sveit íslenzkra sjómanna og þungur harmur kveðinn að mörgum heimilum í senn. Önnur áföll og manntjón eru einnig í fersku minni. Slíkir atburðir minna alþjóð á það, hve sameiginleg lífsbarátta þjóðarinnar kemur þungt niður á þeim, sem stöðugt hætta lífi sinu við störf i allra þágu. Þeir eiga vandamenn skyldulið og ástvini. Þeirra raun er þungbær þegar hafið heimtar sín gjöld. Vegna sjóslysanna, sem orðið hafa á tæpum mánuði. hafa 30 börn orðið föður- laus og mörg heimili misst fyrirvinnu sína. Þegar slík tíðindi hafa gerzt, hefur þjóðin jafnan sýnl það, að hana skortir ekki samhug né hjálparvilja. í trausti þess, að svo muni einnig revnast nú hafa nokkrir menn með biskup landsins i fararbroddi beitt séi fyrir fjársöfnun til styrktar bágstöddum skjólstæðingum þeirra. sem farizt hafa Meðal þeirra aðila sem veita sam skotum móttöku, eru skrifstofa biskups, sóknarprestar og dagblöðin. FliÁ VETmN®! SAMESNUÐU ÞJÖPANNA: Ísiísn á Su5ur heimskautinu eykst en þó minnkar sjálft ísasvæðið AlþjoSasáifmálinii um suðurskautssvæðiö — Sérfræimgar spá engi- spreitufaraldri í sumar — Þjóðvegur um þvera Asíu — Nsff um efna- hagsleg og félagsleg áhrif afvopnunar. Frá upplýsingaskrifstofu S.Þ. í Kaupmannahöfn. Yfir 90 hundraðshlutar þeirra svæSa heimsins, sem alltaf eru ísi þakin, eru við suðurheimskautið, seqir í grein i síðasta hefti „UNESCO Courier", sem er mánaðarrit Menninqar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það er forseti deildarinnar, er hefur á hendi rannsóknir við suður- skautið Georges Leclavere. sem skrifar umrædda grein, Segir hann. að ísinn við suð- urskautið virðist vera i stöð- ugum vexti, og kom það fram í sambsndi við rann- sóknir alþióðleqa jarðeðlis- fræðiársins Þrá»t fyrir betta er sjálft íssvæðið að skreppa ssman, í greinni er m.a. að finna eftir taldar upplýsingar: Iísasvæðið við suðurpólinn er 1295 milljónir hektara að flatar- máli og því að svipaðri stærð og Evrópa og Bandaríkin. t.ekin sem heild. Loftslagíð við suðurpólinn er kaldara en á nokkrum öðrurr stað á hnettinum. Mesti kuldi — 88.3 gráður undir frostmarki á Celsíus, — mældist á visindastöð Sovétríkjanna. Vostok, sem ligg- ur kringum 1280 kílómetra frá ströndinni og 4000 metra yfir sjávarmál. Af kolalögum á svæðinu má sjá, að loftslagið við suðurpólinn hefur verið hlýtt og rakt á fyrri skeiðum jai'ðsögunnar. Hin raunverulegu auðæfi við suðurheimskautið eru fólgin í hinum lifandi auðlindum hafsins umhverfis það. Það er engan veg inn fjarstæð' tilgáta, að þetta geysimikla jurtahvítumagn muni einhvern tíma í náinni framtíð gegna mikiivæ.gu hlutverki, þeg- ar leysa skal matvælavandamál iarðarinnar v Konur hafa einnig farið til suðurpólssvæðanna og nokkrar þeirra hafa haft þar vetursetu Búast má við sívaxandi hópi kvenna þangað suður eftir. ann- aðhvort í fylgd með eiginmönn- um sínum eða til að starfa þar að rannsóknum Eldsvoðar á afskekktum stöðv um eru ef til vill stærstu hætt urnar, sem steðja að vísindamönn unum við suðurpólinn. Eldsvoð ar koma að jafnaði upp, þegar kaldast er í veðri eða hvassast Alþ.ióðasáttmálinn um suður pólssvæðið. sem nú hefur verið undirritaður af 12 ríkjum (Arg entínu, Ástralíu. Bandar.. Bretl., Belgíu, Chile, Frakklandi, Jap- an, Noregi, Nýja Sjálandi. Sov- étríkjunum og Suður-Afríku), hefur m. a. að markmiði að koma í veg fyrir pólitísk afskipti af rannsóknunum þar syðra f sátt- málanum er vísindarannsóknun- um tryggt 30 ára frelsi. Ríkin. ssm hafa undirritað sá.ttmálann, skuldbinda sig til að nýta svæðið, sem takmarkast af 60. breiddar- gráðu. í friðsamlegum til.sangi Þau heita að framkvæma þar ekki tilraunir með kjarnavopn og nota það ekki fyrir geisla- virk úrgangsefni, og þau lofa að skiptast á upplýsingum um rann sóknaráætlanir sínar og niður stöður þeirra faraldrl«Indiandi ®g f maí eða júní í ár má gera ráð fyrir stórkostlegum engi- sprettufaraldri í Indlandi og Pak istan, og er hér um eyðimerkur- engisprettur að ræða. Þessi spá- dómur kom fram á fundi Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar S Þ. í Rómaborg, þegar ráðgjafa nefndin um eftirlit með eyði merkur-engisprettum hélt tíundu ráðstefnu sína. Nefndin, sem er skipuð fulltrúum 10 ríkja. fékk vitneskju urn, að viðkoma engi- sprettanna yrði óvenju mikil á Árabíu-skaga og nærliggjandi svæðum, og að í ár mundu engi sprettuhóparnir hafa tilhneig ingu til að halda í átt til Ind iands og Pakistans, sem urðu fyr ir miklum búsifjum af völdum þeirra í fyrra Hins vegar hefði Norður- og Vestur-Afríka sloppið tiltölulega vel i fyrra, og svo mundi sennilega einnig fara í ár. Nefndin samþykkti að koma upp til reynslu sjálfstæðri flug-. sveit, sem hin nýstofnaða rann- sóknarsveit á svæðinu hafi til umráða. Flugsveitin á að tryggja rannsóknarsveitinni aukið at- hafnafrelsi og meiri árangur í viðureigninni við hinn forna vá- gest. Þetta er einn liður f miklu verkefni, sem Sérsjóður S. þ. styður með 3.75 millj. dollara framlagi. Það eru 23 ríki, sem starfa saman að þessu verkefni. sem er í þvi fólgið að hafa hem, il á eyðimerkur-engisprettunum. Yfirumsjónarmaður þessa verk efnis, M. J Bredo, skýrði frá því. að þrjár flugvélar yrðu til taks. og mun hver þeirra geta flutt þrjú tonn af matvælum. og ým- iss konar útbúnaði. Það á að vera hægt að sends þessar flug véiar á loft með mjög stuttum fyrirvara. þannig að þær geti flogið með skordýraeitur þegar í st'að til beirra svæða, sem en,gi spretturnar ráðast á. Flugsveit- irnar munu hafa náið samstarí við þá hópa. sem vinna á jörðu niðri. Bredo skýrði enn fremur frá því, að rúmlega 300 milljón- ir manna, eða áttundi hluti mann kynsins. yrðu stöðugt fyrir barð- inu á eyðileggingu af völdum engi sprettu-f aral dra. ÞiéðveGruB* um Asíu verSi fulSgsrfur Efnahagsnefnd Asíu (ECAFE) hélt fund á aðalstöðvum sínum í Bangkok nýlega og samþykkti þá nokkrar ályktanir þess efnis, að hraðað verði sem mest að ljúka við að leggja þjöðveg um Asíu þvera — frá Teheran í vestri til Singapore og Saigon í austri. Þrír hópar sérfræðinga héldu fundi samtímis, og hafði hver hópur til umræðu afmarkað svæði hins víðáttumikla land- flæmis, sem vegurinn á að liggja um. Áætlunin, sem er samin af ECSFE í nóvember 1958, stefn- ir að því að koma upp alþjóðlegu vegakerfi í Asíu. sem stuðli að efnahagsþróuninni og örvi við- skipti og ferðalög. Á fundinum kom fram, að enn vantar 500 kílómetra í aðalveg- inn. Ein tillagan, sem samþykkt var. fól í sér þá hugmynd, að tengja veginn þjóðveginum í rndónesíu, sem liggur þvert yfir Java frá Djakarta til austurodda eyjarinnar, og að koma vegakerf inu á Bali einnig í samband við hinn mikla þjóðveg. -fcýrsla iiiri Éirff afvspn- wsiar efeiréma samþykki Nefnd tíu sérfræðinga frá jafn mörgum ríkjum hefur nýlokið ráðstefnu. sem haldin var fyrir luktum dyrum í New York og hófst 23. janúar. Lauk henni með þvi, að nefndin samþykkti ein- róma að samþykkja skýrslu til U Thants framkvæmdastjóra um efnahagslegan og félagslegan ár- angur afvopnunar. Búizt er við að skýrslan verði birt í náinni framtíð. Á síðasta fundi nefndarinnar lagði formaðurinn, Jacob Mosak, áherzlu á. að á þeim fjórum vik- um, sem nefndin sat á rökstólum, hefði ævinlega ríkt andi ein- drægni og samvinnu. Mosak er forstjóri einnar deildar í efna- hags- og félagsmáladeild Samein- uðu þjóðanna Að endingu sagði hann í ræðu sinni. að það hlyti að vera öllum viðstöddum sérstakt gleðiefni, að sérfræðingum frá ólíkum löndum með sundurleit efnahagskerfi og á ólíku þróunarstigi, hefði tek- izt að komast að algeru samkomu lagi í niðurstöðum sínum um jafn viðkvæmt efni og hér hefði verið til umræðu. Sérfræðingarnir komu sarnan samkvæmt ályktun Allsherjar- þingsins frá 15. desember 1960. f ályktuninni var framkvæmda- stjórn S.Þ. falið að framkvæma rannsókn á efnahagsle.gum og fé- lagslegum áhrifum afvopnunar og útnefna hóp sérfræðinga, sem væri honum til hjálpar við rann- sóknina Sérfræðingarnir tíu voru frá eftirtöldum löndum: Bandaríkj- unum, Bretlandi, Frakklandi, Ind landi, Pakistan, Póllandi, Sovét- ríkjunum, Súdan, Tékkóslðvakíu og Venezuela. T í MIN N, fimmtudaginn 8. marz 1962 7

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.