Tíminn - 08.03.1962, Síða 10

Tíminn - 08.03.1962, Síða 10
ast okkur enn í þrjá daga, en naumast lengur. í kvöld eru Þjóð verjar sagðir á hraðri sókn til Béthune og frá St. Omer, og stefna beint á hægri hlið aftur- liðs okkar.“ Eg lau:k dagbók minni þetta kvöld með svohljóðandi orðum: „Það er hálfur mánuður síðan Þjóðverjar hófu sóknina, og ár- angurinn, sem þei.r hafa náð, er blátt áfram undraverður. Þeir eru án efa alveg frábærir hermenn." Þann 24. maí skrifaði Brooke: „Dagurinn hófst með ráðstefnu í aðalstöðvunum M. 9 f.h., þar sem við ræddum hina fyrirhuguðu áætlun um árás suður á bóginn til að ganga þar í lið með franskri árásarsveit • að sunnan. Þetta á- form virtist ckki sérlega vænlegt, og ég held, að enginn okkar hafi gert ráð fyrir góðum árangri. Að ráðstefnunni lokinni fór Gart til fundar við Dill, sem hafði flogig yfir til Toperinghe. Eg var kyrr til að ræða um framtíðar- áætlanirnar við Townall og Ad- am, þegar Blanchard kom. Við vorum nýbúnir að fá þær fréttir, að Billotte hefði látizt af völdum bifreiðaslyssins. Átti nú hlutverk hans að flytjast yfir á Blanehard? Sennilegt var, að svo myndi fara og þess vegna beið ég þes1.* óþreyju fullur að sjá, hvernig hann liti út. Hann stóð og athugaði landa- kortið, meðan ég virti hann vand lega fyrir mér og ég fékk óljóst hugboð um, að hann hefði eins vel getað verig að stara á auðan vegg . . . Hann kom mér fyrir sjónir sem maður með heila, er hefur hætt að starfa. Hann var aðeins til og vissi naumast, hvað var að gerast í kringutm hann. Áföllin, sem á okkur höfðu dun- ið, hvert af öðru, höfðu gert hann „púns-drukkinn“ og óhæfan til að fylgjast með atburðarásinni. Eg varð ag sjálfsögðu mjög vonsvik- inn og fann, ag ef hann átti að taka við stýrinu í því ofviðri, sem nú geisaði, þá yrði þess ekki langt ag bíða, að okkur ræki upp á sker, þar sem engrar björgunar væri framai'*- von. Meðan' ég var þarna i aðalstöðv unum, kom frétt um áhlaup Þjóð- veria á Hazebrouck, og önnur gleðilegri þess efnis, að árásar- her Frakka að sunnan. hefði náð Bapaume, en því miður reyndist hún röng. Síðast um kvöldið bárust mér þær illu upplýsingar að Þjóðverj- ar hefðu brotizt í gegnum bel- gísku víglínuna, milli Menin og Courtrai. Eina vonin var, ag frétt- in væri orðum aukin ...“ En fréttin reyndist rétt í öllum helztu atriðum og þann 25. maí — s'em var dagur örlagaríkrar á- kvörðunar — skrifar Brooke í d^gbók sína: „í nótt kl. 2 e.m. bárust mér þær fréttir, ag Þjóðverjar héldu enn áfram að brjótast í gegnum belglsku víglínuna og að belgíski herinn veitti ekki mikig viðnám. Eg komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri byrjun á síðustu sókn Þjóðverja, seni stefnt væri beint á vinstri fylkingarhlið okkar. Eg fór því til aðalstöðvanna til þess að fá liðsauika, sem svaraði einu stórfylki. Hafði þá þegar sent eitt véibyssu-herfylki til varn ar vinstri fylkingarhlið okkar. Eg man vel, hvað mér reyndist þag erfitt ag gera Gart ljóst, í hve mikilli hættu vinstri fylking arhlið okkar var, og þá staðreynd, að hér eftir væri allt öryggi BEF fbrezka leiðangursliðsins) undir þessari fvlkingarhlið komið. Eg gerði mér bá engar glæsivonir um herstyrk Belga. Þaðan fór ég svo til aðalstöðva 4. herdeildarinnar til að ræða við Johnson. Meðan ég var þar, kom liðsforingi úr fyrstu belgísku her- deildinni. Lýsing hans á vörn belgísku hersveitanna var þann- ig að ég skrifaði í dagbók mína: „Persónulega er ég sannfærður um það, að belgíski herinn sé að taka síðasta andvarpið og verði búinn að leggja niður vopnin um þetta leyti á morgun. Slíkt skilur auðvitað vinstri fylkingarhlið okk ar eftir algerlega óvarða. Frá 4. herdeildinni fór ég rak- leitt til aðalstöðvar 3. herdeildar til þess að hitta Monty og fræða hann urn ástandið. Hann hafði aðalstöðvar sínar í lítilli villu, og þegar ég gekk í gegnrrn borð- stofuna til dagstofunnar, þar sem hann var, veitti ég því eftirtekt, ag herforingjaráðsmenn hans s'átu umhverfis borðstofuborðið og skoðuðu ei.nhver skjöl með mikilli athygli. Er ég hafði talað við Monty og gekk aftur í gegnum borðstofuna, sagði ég vig þá: „Þið virðist vera mjög önnum kafnir þarna við borðið.“ „0, já,“ svar- aði einn þeirra, „vig erum hér með mjög merkileg skjöl." Við frekari eftirgrennslan fékk ég að vita, að einn af varðliðsbílum okk- ar, sem hafði varðsvæði hinum rnegin við Lys River hefði rekizt á þýzka herforingjaráðsbifreið. Bifreiðastjórinn hafði verig drep- inn, en þýzki herforinginn kom- izt undan. Þegar bifreiðin var rannsökuð hafði fundizt leður- taska með mörgum skjölum og litl u.m stígvélaþræl . . Eg spurði þá, hvort þeir hefðu nokkurn þýzkan túlk sín á meðai og fékk það svar, að einn þeirra kynni lítið eitt í þýzku. Þeim til sárra vonbrigða sagði ég þeim ag láta öll skjölin niður i töskuna aftur og fá mér hana, svo að ég gæti farig með hana heim til höfuð- stöðvanna, til nánari athugunar. Á leiðinni til höfuðstöðvanna minntist ég pappíranna, sem Meinertzhagen hafði svikið í hend ur Tyrkjum með því að ríða inn á einskis-manns-land, láta skjóta á si.g og þykjast vera særður Þeg ar hann þeysti í burtu, með hand- leggina vafða utan um háls hests ins, lét hann vasabók detta niður, sem hafði verið listilega útfyllt með röngum upplýsingum. Eg velti því fyrir mér, hvort Þjóð- verjar væru nú að beita sama bragðinu, en mundi þá eftir stíg- vélaþrælnum í töskunni. Mér fannst það í fyllsta máta ótrúlegt, að Þjóðverjum hefði dottið í hug að láta stígvélaþræH töskuna, þar sem hitt var hins vegar mjög lík- legt, að þýzkur herráðsforingi gengi í þröngum stígvélum og þyrfti að nota stígvélaþræl tii að ko'ina sér í þau. Þegar ég kom til höfuðstöðv- anna, fékk ég Whitefoard töskuna, en hann var yfirmaður upplýsinga þjónustu herforingjaráðsins, og bað hann að fá þessi skjöl þýdd eins fljótt og mögulegt væri. Því næst sat ég á ráðstefnu í höfuð- stöðvunum .. Jafnskjótt og ráð- stefnunni var lokið, náði ég í Whitefoard til að vita, hvað hann áliti um þessi þýzku skjöl. Hann kvaðst aðeins hafa haft tíma til ag renna augunum yfir þau, en þau innihéldu skipun um árás á hina vörðu vigíinu fyrir austan Lille og áhlaup tveggja eða fleiri herdeilda á Ypres-Camines víg- stöðvunum. Auk þess var þar mik ilvægt skjai viðvíkjandi almennri niðurskipun þýzku herjanna. Eg sagði Whitefoard ag til- kynna Gart nákvæmlega efni skjalanna og skýrði honum sjálf- ur frá því mikilvægasta. Eftir þetta var ekki jafnerfitt fyrir mig að fá liðsauka á þessar vígstöðv- ar!“ Á ráðstefnunni í höfuðstöðvun- um, sem Brooke sat, meðan verið var að rannsaka herteknu skjöl- in, var hættan, sem ógnaði vinstri fylkingararmi Breta fullkomlega viðurkennd í fyrsta skipti. „Ég fann“, skrifaði Brooke þá um kvöldið, „að andrúmsloftið var algerlega breytt og mér var sam- stundis boðin 5. herdeildin til varnar Ypers-Comines. Þeir hafa nú gert sér grein fyrir hættunni, sem ég varaði þá við í morgun." minn eigin riffil og stolnu skóna, kvað við ofboðslegur dynkur. Andartak birti í lofti af Ijósgulum bjarma. Þegar ég ók upp að húsi Lúters eftir örskamma stund, stóð hann sjálfur úti á svöl um. „Hvað í ósköpunum var þetta?“ spurði hann. „Eg veit það ekki. Þú varst einu sinni að hafa orð, að fangelsið hérna myndi springa í loft upp, ef reynt yrði að setja mig í það. Kannski það hafi orðið sann mæli.“ Það var ekki fyrr en daginn eftir, ag ég fékk staðfestingu á því, ag spá min hafi reynzt rétt. Morðingi Folletts hafði gert eina tilraun enn til þess að ráða mig af dögum. 23. kafli. Það var óskaplegur hávaöi og gauragangur á aðalskrif stofunni, þegar við West kom um þangað klukkan rúmlega átta morguninn ,eftir. Eg hafði meðferðis skóira, sem ég stal um nóttina. D.Cudding- ton Jones umdæmisstjóri sat í biðstofunni og ræddi við I Reinó Forbes, hann var sýni lega í mjög æstu skapi. Þeirj litu forvitnislega til mín,' þegar ég kom inn. Herra, Hþ,r mon var ókominn enn. Við 'fengum að vita, af hverju þetta uppnám stafaði. Um nóttina hafði fanga- geymsla Jones umdæmis stjóra verið sprengd í loft upp með dýnamíti. Höfðu níu inn fæddir fangar farizt í spreng ingunni, en enginn hafði hug mynd urn, hver tilræðismaður inn var Sem við stóðum þarna og ræddum illvirkið, kom Har mon forstjóri. Hann vpx mjög alvarlegur. Hann hafði ein- mitt verið að líta yfir tjónið, og hið fyrsta sem hann gerði, þegar hann kom inn, var, að halda fund með Farbes og Jones. 'Þetta hafði fengið dálítið á mig. Hér var engum blöðum um það að fletta, að morðingi Folletts hafði ætlað sér að gera út af við mig, meðan hann hélt að ég sæti í fangels inu. Mér var víst nauðugur einn kostur, að fara varlega meðan morðinginn lék laus- um hala. Egvvarð að tala viö herra Harmon. Skóna, sem ég var með, hafði ég borið saman við teikningarnar af bleytu- sporunum, er stóðu eftir í húsi mínu, nóttina sem riffl inum mínum var stolið. Stærð in var nákvæmlega sú sama. Þegar þeir Jones og Forbes komu loksins út frá forstjór- anum, spurði ég Jones með mínu vingjarnlegasta brosi: „Jæja, uriidæmisstjóri á þá að vera réttarhald í dag klukkan þrjú?“ Jones glápti á mig, en Reinó varð fyrir svörum, eins og fyrri daginn: „Mér finnst þú hafa valið afskaplega ó- viðurkvæmilegt tækifæri til þess, Leigh, að móðga um- dæmisstjórann.“ „Haltu kjafti fitukeppur,“ anzaði ég og fann, að bræðin sauð í mér. Forbes varö eldrauður í framan og svo blár. Það hefur allt verið á öðrum endanum hér, síðan þú komst úr ferða laginu. Eg held að maður ætti að taka til athugunar, hvort félagið getur ekki komizt af án binnar aðstoðar. I „Viljir þú hafa uppistand, 1 skaltu sannarlega fá það,“ : sagði ég og gaf honum um | leið hnefahögg á kjálkann, svo fast, að hann hneig niður á gólfið, án þess að til hans heyröist minnsta hljóð. Því næst greip ég í jakkakraga hans, hratt upp hurðinni að skrifstofu herra Harmons og dró meðvitundarlausan mann inn þangað inn. Jones stóð eins og steinrunninn og horfði á aðfarirnar. „Hvað er þetta, Leigh?“ spurði herra Harmon forviða. „Það er maðurinn, sem drap Follett. Maðurinn sem er að reyna að svæla undir sig embætti yðar. Maðurinn, sem hefur þrisvar reynt að myrða mig. Er þetta nóg?“ „Það er það vafalaust. Get ið þér sannað það?“ spurði herra Harmon og leit ósköp rólega til mín. „Ag mestu leyti.“ Mér datt í hug, að heppi- legra værx að leita á 'Forbes. Hann myndi ekki hika við að beita skotvopni gegn okkur, ef svo bæri undir. Jú, mikið rétt, ég fann Colt-skamm- byssu í leðui-hylki innan á honum. „Eg geri ráð fyrir, að þessi sé skrásett," sagði ég hirðu leysislega og rétti herra Har mon byssuna. „Eg skal komast að raun um það,“ mælti hann og hringdi bjöllu. Skömmu sið- ar gekk West Lúter inn. Hann renndi augum forvitnis lega til mín og holdahrúg- unnar á gólfinu. „Hann er varla eins boru brattur núna,“ varð honum að orði og benti á Forbes. „Hvað vitið þér um þetta, Lúter?“ spurði forstjórinn og var svo að heyra sem hann væri reiður. West yppti öxlum, tók upp pípu sína. kveikti í henni og mælti: „Eg sá einu sinni bréf snepil, skrifaðan n^eð rithönd Forbes. Nafn Leighs stóð á honum, ásamt orðinu eitur. Eg sá Forbes sækja Leigh í gær til þess að fá honum varp að í fangelsi. Eg sá fangahús ið sprengt í loft upp. Eg hef séð Forbes stunda undirróður gegn yður á bak, síðastliðin tvö ár til þess að ná í embætti yðar svo fljótt sem unnt væri. Þetta er mér nóg.“ „Gjörið svo vel að grennsl ast eftir, hvort þessi skamm byssa er skrásett." Herra Har mon kveikti sér í vindli. Hann lét ekki á því bera, að það ylli honum óróa, þótt reynt væri að grafa undan embætti hans. „Jæja, Leigh. Látið mig heyra, hverjar sannanir þér hafið gegn Forbes." 10 T í M li N N . finimtmiaeinn Sl maw iflfi?.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.