Tíminn - 08.03.1962, Page 11

Tíminn - 08.03.1962, Page 11
fVBintiingarorð: Ragnheiður Pétursdóttir Sveitungar mínir hafa nú á síð- ustu vikum orðið að horfast í augu við hin óvéfengjanlegu sannindi, að: Vel er, að fauskar fúnir klofni felli þeir ei 'hinn nýja skóg. Kn hér féll grein af góðum stofni grisjaði dauði meir en nóg. (S. S.). Nýlega hefur þar verið kvaddur öldungur, sem beðið hafði hvíld- arinnar um nokkurt skeið, þr'otinn að allri getu. Og í dag þurfa þeir að sjá „grein af góðum stofni“ lagða á líkan beð, og þó í fhllu iaufskrúði. Ragnheiður Solveig var fædd 14. sept. 1940 á Blönduósi og því að- eins rúmlega 21 árs, er 'hún féll í valinn. Foreldrar hennar voru Pétur Einarsson, áður hóndi í Fremstagili og víðar, og Ingibjörg Þórarinsdóttir kona hans. Foreldr ar Pétijirs voru Einar bóndi í Hóla bæ PétursSonar bónda á Grund í Svínadal og kona hans Guðný Frí- mannsdóttir bónda í Hvammi - í Langadal. Foreldrar Ingibjargar voru Þórarinn bóndi Þorleifsson á Skúfi og Neðstabæ í Norðurár- dal, og kona hans Sigurbjörg Jó- hannesdóttir. Ragn-heiður var því tengd ættarböndum við umhverfi sitt í næstu liði, enda átti hún þar öll sín spor nema helgönguna. Hana sté hún á Landsspítalanum unz yfir lauk. Ragniheiður var flutt þriggja missera gömul, föðurlaus og fé- vana til þeirra hjóna Ragnhildar Þórarinsdóttur og Bjarna Ó. Frí- mannssonar á Efri-Mýrum, og þá í slíkar foreldrahendur, að trauðla hefði betur gefizt, þótt hún hefði verið þaðan skorin. Þar dvaldi hún unz hún fór þaðan gefin kona og tveggja barna móðir haust ið 1958 og þá til Blönduóss. Það kann að bregða nokkurri birtu yfir bönd þau, er tengdu hana þeim Efri-Mýrahjónum, ag þau gætt.u elztu dóttur hennar auk annars styrks, meðan hún lauk námi í húsmæðraskólanum á Blönduósi veturinn 1957—’58. Mun þar hafa mest k«mig við sögu móðurhugur og — hendur Ragnhildar, sem Ragnheiður hafði áður notið í svo ríkum mæli. — Eiginmaður hennar var Sigurð ur Sigurðsson frá Brekkukoti í Þingi, vaskleikamaður og vel gerð ur. Síðastliðið vor reistu þau bú á Æsustöðum, vonglöð og í vorhug, sem bezt má verða. Heil mun Ragn heiður ekki hafa gengið til skóg- ar, en bjargföst trú á heilsu og getu hafði þann ugg að engu. Fjögurra barna móðir, þrungin ólgandi lífsþrá aðeins 20 ára, ger ir ekki ráð fyrir svo válegum vetrum. Hún gleymir að gá til þeirra fyrir móðurönn og móður- skyldum. Þær eiga hug hennar allan. En hinu kaldræna kalli varg hún að hlýða, þó trúlegt sé, áð hún hafi gert það meg hugsun sr. Björns á Melstað: „Æ, börnin mín svo ung og mörg.“ Til þeirra stefndi hugur hennar, enda trúði hún ejj’ki öðru, en henni myndi auðnast ag heimsækja þau með hækkandi sól, til að verma þar og vernda. En sú trú er í þeim skilningi að engu orðin. Æn Ragn heiður átti „söguna stutta en göf uga.“ Sorg þeirra, er um sárast eiga að binda, verður ekki mæld eða vegiin. En ég sendi þeim og sveit- inni, sem bauð hana velkomna í vor, innilegustu isamúðarkveðjur og big þann, sem gaf henni lífið og lífsþrána, að draga sviðann úr sárunum. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum. JarSarför Sigþórs H. Guðnasonar, skipstjóra hefur farið fram. Við þökkum öllum fjær og nær, okkur sýnda samúð og vinar- hug í tilefni af burtför hans. Oddný Jónsdóttir og börnin ' Jóhanna Þors'teinsdóttir Guðni Jóhannsson K Fréttir frá landsbyggðinni Öllum þeím frændum og vinum, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við hið sviplega fráfall okkar elskulega sonar, dóttursonar, hálfbróður og systursonar Björgvins Hlíðars Guðmundssonar sendum víð hjartanlegasta þakklætl og biðjum þeim guðs bless. unar. Vandamenn. KjörræðismaSur ísafirði, 2. marz. í fyrrakvöld kom sendiherra Vestur-Þjóðverja á íslandi, Hirsch feld, til ísafjarðar með eftirlits- skipinu Poseidon. Sendiherrann skoðaði staöiinn í gær, en kl. 5 hafði hann boð inni fyrir blaðamenn og ýmsa fleiri um borð í Poseidon. Aðalerindi sendi- Frá Alþingi (Fiamnaia al ö slðu; búnaðarsjóðunum, þar sem svo sjálfsagt hlýtur að virðast öllum réttsýnum mönnum, að létta hefði átt gengistöpunum af landbúnað- inum um leið og þeim var létt af öðrum. Eysteinn sagði, að eitt höfuð- verkefni „viðreisTiarinnar“ hafi verið talið, að bæta stöðu landsins út á við. Frá árslokum 1958 til ársloka 1961 hafa skuldir lands- ins út á við vaxið um 1200 millj- ónir króna — um meira en millj- arð. Þetta er óhrekjandi stað- reynd. Svo er alltaf verið að telja gjaldeyriskrónurnar í bönkunum og gumað mikið af því að þeim fjölgi, en það er eins og maður, sem væri að gera úttekt á hag sínum og teldi bara krónurnar í buddunni og tæki ekkert tillit til skulda, sem hann hefði stofnað til. Þessar gjaldeyriskrónur í bönkun- um eru þó svo dýru verði keyptar, að nú er svo komið i þjóðfélaginu, að enginn launamaður getur lifað mannsæmandi lífi af þeim laun- um, sem venjulegur vinnudagur gefur og enginn getur búið í ibúð, sem hann þarf að byggja frá grunni af launum venjulegs vinnu dags. Halldór E. Sigurðsson sagði, að landbúnaðarráðherra skyidi ekki halda það, að hann gæti losnað undan ábyrgð með því einu að halda stóryrtar ræður af blöðum og leyfa sér óviðurkvæmilegt orða val um andstæðinga sína. í stjórn- málayfirliti ráðherrans h’efði sagn- fræðin ekki verið upp á marga fiska, en athyglisvert var, að hann gat ekkert um afrek sín í ráðherra embættinu, heldur taldi upp, það sem hann áliti að Eysteinn Jóns- son hefði átt vangert í ráðherratið sinni, en því hefur ráðherrann þá ekki bætt þarna úr? Framsóknar- fl. hefði lagt fjárfestingarsjóðun- um fé þegar hann var við völd, en mlvernndi sttjórn ekki lítið til bráðabirgða. — Svo blæs hann sig út með stóryrðum vegna frekj- unnar í Framsóknarmönnum að krefjast þess að bændur landsins sitji við sama borð og aðrir, og gengistöpin tekin af sjóðum þeirra, þar sem gengistii(p allra hinna hefðu verið tekin umyrðalaust. Já, hvílík frekja í Framsóknarmönn- um! Ingólfur Jónsson kemst ekki fram hjá þeirri ömurlegu stað- reynd, að nú er mjög að landbún- aðinum vegið með stóryrðum ein- um, því að eitt af afrckum Ingólfs Jónssonar er það, að hann er bú- inn að koma málum þannig, að það er ókleift fyrir ungt fólk að 'hefja búskap í landinu. herrans til ISafjarðar var að setja Úlf Gunnarsson lækni inn í em- ætti sem kjörræðismann Vestur- Þýzlcalánds á ísafirði. Eftirlitsskipið Poseidon, sem sendiherrann kom á, er eftirlits- skip fyrir þýzka togara, sem eru á veiðum hér í kringum landið. Það er búið fullkomnum veðurat- hugunartækjum, og auk þess er það útbúið sem sjúkraski.p. Einnig sér Poseidon um Viðgerð togar- anna, svo að þeir þurfi ekki að leita hafnar, ef aðeins er um smá- bilanir að ræða. G. Sæmilegur afli ísafirði, 2. marz. Afli báta á Vestfjörðum hefur verið sæmilegur í febrúar, þegar gefið hefur á sjó. Aflahæstu bátarnir á ýmsum yerstöðum vestra eru þessir: Á ísafirði Guðbjörg með 160 lestir í 16 róðrum, Straumnes með 122,5 í 16 róðrum, og Vikingur II. með 114 lestir í 17 róðrum. í Bolungar vík voru aílahæstir Einar Hálfdáns með 119 lestir í 18 róðrum, Þor- lákur með 116 í 18 róðrum og Heið; rún með 96 lestir í 16 róðrum. f í ensku, fiýzku, frönsku sænsku, dönsku, bék- haldi og reikningi. Muniö vorpréfin Pantií tilsögn tímanlega Harry Vilhelmsson Haðarstíg 22 — Sími 18128 ÚTSALAN Tveir dagar eftir. MikiS vöruval fyrir hálf- virði. Drengjaföt fyrir kr. 650.00. Ávallt fyrirliggjandi æðar- dúnssængur, æðardúnn, dúnhelt léreft, koddar og sængur. Vesturgötu 12 Sími 13570. Hnífsdal fékk Mímir 97 lestir í 15 róðrum, í Súðavík fékk Svanur 98 lestir í 16, á Þingeyri var Hrafn- kell með 100 lestir úr 13 veiðiferð- um, á Suðureyri varð Friðbert Guðmunds'son aflahæstur með 110 lestir í 17 róðrum og á Flateyri var það Ásgeir Torfason með 89 lestir í 15 veiðiferðum. G. Horfi á laxa Framhald ai 5. síðu. Ái'nessýslu, Leirvogsá, sem rennur á mörkum Kjalarness og Mosfellssveitar, og úr Elliða- ánum. En bleikjan er úr Kleif- arvatni, og er það því athyglis- verðara ef þess er miflnzt, að skammt er síðan að Kleifar- vatn var fisklaust eða því sem næst. Uppeldisstöðin er hin fyrsta sinnar tegundar hérlendis, en þegar fram í sækir mun þeim örugglega fjölga. Hvað væri t.d. eðlilegra en það, að félög veiði- eigenda kæmu sér saman um stöð til þess að ala sér stangar- lax í? SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Herðubreið vestur um land í hringferð hinn 12. þ.m. Vörumóttaka í dag til Kópaskers, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar, Mjóafjarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur, Djúpavogs og Hornafjarðar. — Farseðlar seldir á Iaugardag. Atvinna Vantar mann, vanan fiskver'k- un. — Tveggja herbergja íbúð fyrir hendi. — Upplýsingar í síma 7038. „Fjallfoss“ fer frá Reykjavík um næstu helgi til Norðurlands. Viðkomustaðir: Siglufjörður Akureyri Vörumóttaka á föstudag. H.f. Eimskipafél. íslands. Guðlaugur Einarsson Freyiugptu 37. sími 19740 Málflutningsstofa. APPDRÆTTI HáSKÓLA ÍSLANDS 3. fl. Dregið á laugardag í 3. flokkL 1,000 vinningar aft fjárhætJ 1,840,000 krónur. Á morgun eru seinustu forvöí aí endurnýja. 1 á 200.000 kr. . 200.000 kr. 1 - 100.000 — . 100.000 — 20 - 10.000 — . . 200.000 — 86- 5.000 — . . 430.000 — 890 - 1.000 — . 890.000 — Aukavinningar: 2 á 10.000 kr. APPDRÆTTI H ÁS KÓLA ÉSLANDS 1000 20.000 kr. 1.840.000 kr. TÍMINN, fimmtudaginn 8. marz 1962 11

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.