Tíminn - 08.03.1962, Side 12

Tíminn - 08.03.1962, Side 12
Hörður Finnsson kemur í mark tveimur metrum á undan Lundin í 100 m. bringusundi á 1:11,8 min. — bezta tíma, sem náSst hefur á Norðurlöndum. Fimmtudagur 8. marz, 1962 56. tbl. 46. árg. Norskt met og ís- lenzkt í Höllinni Þrennt af bezta sundfólki Norðurlanda keppti í Sund höllinni ■ Reykjavík í gær- kvöldi ,en íslenzka sund- fólkið vann nær algjöran sigur, og það þurfti norskt met til að fá sigur í grein. Christer Bjarne, hinn 22 ára Norðmaður, synti 100 m. flugsund á 1:04.3 mín., og bætti hið norska met sitt í greininni um 2/10. Guðmundur Gíslason var 2/10. frá meti sínu á vega- lengdinni. Afimælismót ÍR í sundi hófst í gærkvöldi með keppni í 100 m. bringusundi og þar sigraði Hörður B. Finnsson, ÍR, með miklum glæsibrag og setti nýtt íslenzkt met. Tími hans var 1:11,8 min., sem sennilega er bezti tími, sem náðst hefur á Norðurlöndum. Eldra íslands- metið var 1:13,0 mín., og átti Hörður það. Annar í sundinu var Svíinn Roland Lundin á 1:13,5 mín., sem er jafnt hans bezta árangri. Þriðji var Ámi Kristjánsson, Hafnarfirði á Hrafnhildur Guðmundsdóttir eftir hlnn glæsilega sigur sinn í 100 m. skriðsundi. Til hægri er Margrét, til vinstri Larsson. 1:15,0, sem einnig er jafnt hans bezta árangri. Guðmundur Gíslason hafði mikla yfirburði í 100 m. skrið- sundi karla eins og við var búizt. Hann synti vegalengdina á 57,8 sek. eða rúmri hálfri sek. frá íslandsmeti sínu. Ann- ar varð Christer Bjarne á 58,8 sek. og þriðji Guðmundur Sig- urðsson frá Keflavík, á 1:03,0 mín. Það var athyglisvert í sam bandi við unglingasundin í þess ari grein, að Guðmun,dur Harð arson, Ægi, synti á 1:02,5 sek., sem er hans bezti árangur. — Davíð Valgarðsson, Keflavík, varð rétt eftir á 1:03,0 mín. Hrafnhildur Guðmundsdóttir ÍR, bætti mjög tíma sinn í 100 m. skriðsundi kvenna, synti á 1:06,2 mín., og var aðeins sek- úndu frá íslandsmeti Ágústu Þorsteinsdóttur. Hrafnhildur sigraði Larssön frá Svíþjóð með miklum yfirburðum, en hún varð önnur á 1:09,2 mín. Þriðja var hin efnilega sund- kona frá ísafirði, Margrét Ósk- arsdóttir, á 1:10,6 mín., sem er bezti árangur hennar í þessu sundi. í 50 m. bringusundi jafnaði Hörður Finnsson íslandsmet sitt á vegalengdinni, 33,1 sek., þrátt fyrir slæman snúning, en Hörður sýndi með þessu sundi sínu hvers má búast við af hon- um. Svíinn Lundin var talsvert langt á eftir, synti á 33,7 sek. og Árni Kristjánsson frá Hafn- arfirði náði sínum bezta tíma á vegalengdinni, synti á 34,4 sek. Áður en mótið hófst í gær- kvöldi kynnti Sigurjón Þórðar- son, formaður ÍR, hina crlendu gesti og minntist jafnframt stofnanda ÍR, A.J. Bertelsson, sem látinn er fyrir nokkrum dögum. Var hans minnst á mjög virðingarverðan hátt. Afmælissundmót ÍR heldur áfram í kvöld í Sundhöllinni og verður þá keppt í mörgum, mjög skemmtilegum greinum. Þeir Hörður Finnsson og Sví- inn Lundin keppa þá aftur í bringusundi og Guðmundur Gíslason og Christer Bjarne í skriðsundi og flugsundi. CHRISTER BJARNE nýtt norskt met i 100 flugsundi. Sigurjón Þórðarson, formaður ÍR, kynnir hina erlendu gesti. Ljósmyndirnar á síðunni tók Guðjón Einarsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.