Tíminn - 09.03.1962, Qupperneq 7

Tíminn - 09.03.1962, Qupperneq 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón I-Ielgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulitrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu. afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsirigasími 19523 Afgreiðslusími 12323. Áskriftargj kr 55 á mán innanl. í lausasölu kr. 3 emt — Prentsmiðjan Edda h.f. — Hættulegt fordæmi í stiórnarskrá íslands er greiniiega kveðið svo að orði, að ríkisstjórnin megi ekki taka lán, er skuldbinda ríkið, nema hún hafi til þess lagaheimild. Að sjálfsögðu hefur þess verið vandlega gætt að brjóta ekki gegn þessu ákvæði. Nú hefur það þó gerzt, að ríkisstjórnin heíur ótvírætt sniðgengið þetta ákvæði. í tilefni af fyrirspurn frá Ey- steini Jónssyni um ríkislántökur á árinu 1961, upplýsti fjármálaráðherra á Alþingi í fyrradag, að tekið hefði verið 10 millj. kr. lán vegna Keflavíkurvegar, en engin laga- heimild er fyrir þessari lántöku. Stjórnin telur sér það sennilega hér til réttlætingar, að Alþingi myndi einróma hafa veitt henni slíka heimild, ef hún hefði farið fram á slíkt. Það má líka telja nokkurn veginn víst. Þetta er þó í rauninni ekki nein afsökun. Með því að taka þetta lán, án lagaheimildar, er stjórnin búin að skapa fordæmi, sem hún eða þær stjórnir, sem síðar koma, geta notfært sér, þegar öðruvísi stendur á, t. d. til að taka lán, sem ósamkomulag er um. Hvernig, sem á þetta er litið, verður því ekki neitað, að hér hefur stjórnarskráin verið sniðgengin og með því skapað fordæmi, sem reynzt getur háskasamlegt síðar. Úr því, sem komið er, getur stjórnin helzt bætt úr þessu með því að leita samþykkis þingsins fyrir þessari ráðstöfun sinni, þótt seint sé. Þótt slíkt fullnægi að vísu ekki alveg bókstaf stjórnarskrárinnar, er þó útilokað með þvi, að hér sé skapað fordæmi á þann veg, að Alþingi komi hvergi nálægt slíkum málum. Þess ber að vænta, að ríkisstjórnin velji þessa leið, og sýni með því, að ekki hafi verið ætlun hennar að skapa hér fordæmi, sem er andstætt stjórnarskránni og gæti reynzt hið hættulegasta í framtíðinni. „Níð, um Reykjavík“ Morgunblaðið heldur áfram þeim áróðri, að það sé sama og níð um Reykvíkinga, ef það er eitthvað gagnrýnt, sem miður fer í stjórn Reykjavíkurbæjar. Hér í blaðinu var nýlega sýnt fram á, að gatnagerðin í bænum væri í ófremdarástandi, bærinn ætti ekkert ráð- hús, ekkert heildarskipulag væri til af bænum og höfnin hefði lengi verið of lítil og ófullnægjandi, án þess að haf- izt hefði verið handa til að bæta úr því. Mbl. reynir ekki hið minnsta til þess að hnekkja þess- ari gagnrýni. En það er samt ekki af baki dottið. Það dregur fram stærsta letur sitt og lætur það æpa dag eftir dag á útsíðum sínum, að Tíminn sé með þessari gagnrýni að níða Reykjavík og Reykvíkinga! Það er bersýnilegt, að peð þessum hætti ætlar Sjálf- stæðisflokkurinn að heyja' bæjarstjórnarkosningarnar. sem framundan eru. Það á ekki að svara gagnrýni þeirri, sem fram kemur. Það á bara að hrópa nógu hátt og kæfa þannig allt annað niður, að þeir, sem eitthvað séu að gagnrýna bæjarstjórnarmeirihlutann, séu að níða Reykia- vík og Reykvíkinga! Svipaða aðferð reyndi Nixon hinn ameríski í seinuslu forsetakosningum i Bandaríkjunum. Hann svaraði því. er Kennedy var að gagnrýna stjórn Eisenhowers, að með því væri hann að gera lítið úr Bandaríkjunum og ófrægja þau út á við i þágu kommúnista. Þannig átti alveg að kveða gagnrýni Kennedys í kútinn. Bandaríkiamenn létu hins vegar ekki blekkjast af þessum áróðri Nixons og Reykvíkingar ættu enn síður að láta blekkjast af hliðstæð um áróðri Mbl. iæða Jéns Skaffasonar í éfvarpsumræðunum um slánvarpsmálið Herra forseti. Góðir áheyr- endur. Hæstv. utanríkisráðh. hélt því fram hér áðan, að íslenzikum ráðamönnum hafi verið um það kunnugt, áður en sjónvarpsleyf ið var veitt 1955, að ekki væri * hægt ag hindra að það sæist í nærsveitum vallai'ins. Mér er kunnugt um, að í bréfi yfir- manns varnarliðsins frá 24. ág 1954 til utanríkisráðh. var það fullyrt, að engir tæknilegir erfið leikar væru á því að fyrir- byggja, að sjónvarp vallarins sæist í nærsveitum Keflavíkur- flugvallar og voru þar sérstak- lega tilnefnd sem dæmi Kefla- víkurkaupstaður og Grindavík. Þá hélt hæstv. utanrrh. því fram, að meginástæðan fyrir því, að leyft var ag fimmfalda sendiorku Keflavíkursjónvarps- ins sé sú, að endurnýja hafi þurft sjónvarpstækin og ekki hafi verið hægt ag fá keypt minni tæki en 250 watta, sem þó hafi ekki, að hans sögn, meiri sendikraft en 50 watta, 7 ára gömlu tækin höfðu. Mér virðist því vera hér dæmi um tæknilega afturför í gerð sjón- varpstækja að ræða. enda þótt almenningur hafi til þessa trú- ag því, að framfarir í gerð þeirra væru mjög stórstígar á öllum sviðum. Hv. 3. þingm. Reykn. (MM). tókst hér áðan ag verja mestöll um ræðutíma sínum, án þess að koma inn á það umræðuefni sem er hér á dagskrá. Flutti hann eina af þessum ofstækis fullu andkommúnistaræðum, sem höfða frekar til tilfinninga en greindar hv. hluslenda. Eg tel slíkan ræðuflutning móðgun við hlustendur á íslandi. Sú tillaga til þál., sem hér er til umræðu, felur í sér tvö efnis atriði. Hið fyrra er um aftur- köllun á sjónvarpsleyfi Banda ríkjahers á íslandi, hig síðara er hógvær viljayfirlýsing flm. um að ríkisútvarpið haldi áfram athugunum á möguleikum á rekstri íslenzks sjónvarps, þótt ræða hv. 1. flm. hér áðan virt- ist benda eindregið til þess, að hann væri andvígur innlendu sjónvarpi. Eg mun hér á eftir víkja að báðum þessum atriðum eftir því, sem tíminn leyfir Sjónvarpsleyfið 1955 Á árunum 1954 og 1955, þeg ar sámstjórn Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna fór með völd í landinu, var sú stefna upp tekin af íslenzkum stjórnvöld um, ag heppilegast og eðlilegast væri að araga úr ónauðsynleg- um samskiptum landsmanna og varnarliðsmanna. Var sú stefna í samræmi við afstöðu flestra þjóða og þá ekki sízt fámennra þjóða. sem af illri nauðsyn þurftu að heimila dvöl fjöl- menns, erlends herliðs í lönd um sínum um tíma. Vig þessar aðstæður og eftir að settar höfðu verið strangar reglur um bæjarleyfi hermanna af Kefla- víkurflugvelli. báru foringjar varnarliðsins fram óskir um að islenzk stjórnvöld veittu Ieyfi til. þess ag reisa og reka sjón varpsstöð á Keflavíkurflugvelli í þeim tilgangi að búa betur að varnarliðsmönnum gefa þeim kost á fræðslu og skemmtiefm á dvalarsvæðum sínum. Á þessum árum sótti varnar liðig ítrekað um þetta sjón JÓN SKAFTASON varpsleyfi og kom það víða fram í umsóknum þessum, að það hugðist eingöngu reisa litla sjónvarpsstöð til afnota fyrir sína memi, enda var leyfisveit- ingin, þegar hún loks var af greidd 1955, bundin því megin- skilyrði. Þannig fór á þessum tíma saman skilningur forsvars- manna varnarliðsins og íslenzkra st.jórnvalda á því, hvers eðlis Keflavíkursjónvarpið ætti að vera og hvaða tilgangi það ætti að þjóna Mvia leyfið Á sl. vori gerðist hins vegar það, að forustumenn varnarliðs- ins sóttu um leyfi' utanrrh. til þess að fimmfalda sendikraft Keflavíkursjónvarpsins, og gera því þannig mögulegt að ná til alls þéttbýlissvæðisins við Faxa flóa, þótt á ófullkominn hótt væri. Utanrrh., Guðmundur í Guðmundsson. veitti þetta leyfi skömmu síðar. Með þessari leyf isveitingu er hið svonefnda sión varpsmál sveigt inn á allt aðrar brautir en það var árið 1955 Forustumönnum varnarliðsins virðist ekki lengur nægja, að Keflavíkursjónvarpið nái til samningssvæða hersins einna. eins og áður var, af hverju, sem sú afstöðubreyting kann að st.afa og íslenzk stjómvöld virð ast nú geta sætt sig við, að eina sjónvarpið, sem Vekið er í land inu, nái til meginþorra þjóðar innar, enda þótt íslendingar ráði engu um rekstur þess og efnis val. Þessa stefnubreytingu tel ég varhugaverða Eg hef ávallt lit ið þannig á. að dvöl erlends varnarliðs hér á landi helgaðist af því einu, að hún væri nauð synleg, til þess að forða frá öðru verra og enn þungbærara hlut- skipti. Eg trúi því a.m.k. þar til ég verg með rökum sannfærður um annað. að samstaða lýðræðis þjóða, m. a. á sviði sameiginlegra varna sé nauðsynleg forsend; þess, að knýja megi árásaröflin til samninga um allsherjaraf- vopnun undir ströngu. alþjóð legu eftirliti og þannig tryggja haldgóðan frið í heiminum. sem íslendingar eiga ekki minna undir en aðrir Dvöl erlends her liðs hér hefur verið og á ein ungis að vera í þessu skyni og ekki vara degi lengur en slíkt verður talið nauðsynlegt af dómbærum mönnurn. Að ætla erlendu herliði að ráða yfir sterkri sjónvarpsstöð í landinu, er nái til meginþorra landsfólks- ins,- er bæði rangt og getur ver ið stórhættulegt. Sjónvarpið er langöflugasta áróðurstækið, sem þekkist og þeir, sem því ráða, hafa aðstöðu til þess að s-kapa almenningsálit, sem getur verið bæði rangt og skaðlegt. íslesizkf sjénvarp Það, sem íslendingar eiga að gera í sjónvarpsmálum, er, að hefja ftú þegar undirbúning að því ag reisa innlenda sjónvarps stöð, sem þeir ráði sjálfir re'kstr inum á. Þetta er vel framkvæm- anlegt og sýna þær athuganir, sem Ríkisútvarpið hefur látið gera í þessum málum, það ljós- lega. Samkvæmt u.pplýsingum, sem ég hef aflað mér, hefur yf- irverkfræðingur European Broad casting Comp. og Eurevovision, Belgíumaðurinn C. Hansen, at- hivgað aðstæður ti.l sjónvarps- reksturs hér á landi. Hann hef- ur komizt að þeirri niðurstöðu, að vel sé framkvæmanlegt að reka sjálfstætt sjónvarp á fs- landi þrátt fyrir mannfæðina. Sjónvarpsstöð, sem byggð yrði í Reykjavík, mundi geta nág til á annað hundrag þúsund manna. Sárfræðingurinn telur, að sam '3/æipt reynslu annarra þjóða megi ætla, að eftir fimm ár verði sjónvarpsnotendur það margir hér á landi. að þeir á- samt auglýsihgatekjum sjón- varpsins gæfu um 10 milljónir króna árlega í tekjur fyrir sjón varpið, en það telur hann, að myndi nægja til þess að starf- rækja hér sjónvarpsstöð í tvær og hálfa til þrjár klukkustundir á dag. Stult en góð sjónvarps- dagskrá er líka æskilegri en löng og léleg. Ag þessu eigum við að keppa sem allra fyrst, og veruleg út- breiðsla á Vallarsjónvarpinu mundi að mínu viti lorvelda og seinka því, að hér kæmist upp innlent sjónvarp, þar sem það mundi veikja fjárhagslegan rekst ursgrundvöll þess og gera því samkeppnina fyrstu og erfið- ustu árin mjög erfiða Auk þessa ætti íslenzkt sjónvarp að geta boðið upp á skemmtilegra. menn ingarlegra og fróðlegra sjón- varpsefni og meira við . hæfi þjóðarinnar heldur en Vallar- sjónvarpig undir stjórn útlend- inga getur gert. með eigin sjón varpssendingum og með því að velja hlig bezta sjónvarpsefni frá öðrum þjóðum. eftir ag geim- sjónvarpið er orðið að veru- leika og útbreitt. en. fróðir menn telja. að bað verði eftir örfá. ár. ^Wes: Hréun Menn deila hér á íslandi sem annars staðar um gildi sjón- varps og sýnist einum hvítt það sem annar telur svart Menn ættu ekki að eyða mjög miklum tíma í slíkar deilur Þær eru ófrjóar. því að það er augljóst að sjónvarpið verður almenn- ingseign hérlendis sem erlend- is, fyrr en siðar Hitt skiptir meiru, að á skynsamlegan og raunhæfan hátt sé bvriað á und irbúningi að innreig sjónvarps (Framh S 13 sfðu. T í MIN N, föstudaginn 9. marz 1963 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.