Tíminn - 09.03.1962, Qupperneq 8
Morguttblaðig hefur birt ræðu
þá, er Ingólfur Jónsson ráðherra
flutti við setningu búnaðarþings
fyriT fáum dögum.
f ræðu þessari minnist hann á,
ag Áburðarverksmiðjunni hafi
verið „falið að annast innflutning
á eriendum áburði og sjá um dreif
ingu hans og leysa áburðareinka-
söluna af hólmi.“
Þetta sem ráðherrann segir
iþarna, er ekki í samræmi við það
sem hann segir í bréfi til Áburð-
arverks'miðjunnar h.f. hinn 30.
október fyrra árs. Þar segir ráð-
herrann, að hann vilji fela verk-
smiðjunni að reka Áburðarsölu
ríkisins", sem hlýtur að merkja
það, að, verksmiðjan reki hana
sem sjálfstæða stofnun, geri sér-
stök reikniugsskil fyrir hana og
blandi fjárreiðum hennar á eng-
an hátt saman við fjárreiður verk
smiðjunnar.
Á meðan lög þau, sem gilt hafa
um einkainnflutning og verzlun
með tilbúinn áburð eru ekki af-
numin, getur ráðherra ekki leyst
„einkasöluna af hölmi“ né falið
neinum hlutverk hennar ‘ og sem
kunnugt er, getur Alþihgi eitt
bæði sett lög og afnumið þau. Að
vísu getur ríkisstjórnin gefið út
bráðabirgðalög milli þinga, en
þag gerði ráðherrann ekki. Lög-
gjöfin er enn óbreytt um þau atr-
iði, sem hér um ræðir.
Ráðherrann segir um breytingu
áburðarverzlunarinnar: „Þessi ráð
stöfun var gerð vegna þess að
verksvið áburðareinkasölunnar er
of litið til þess að halda henni
uppi sem sérstöku fyrirtæki." Út
Jón ívarsson:
Áburðarverzlunin og „rök
landbúnaðarráðherra
af þessari staðhæfingu ráðherr-
ans er ástæða til að gera þess
nokkra grein, hvert hefur verið
verksvið Áburðarsölu ríkisins.
Hún hefufr á fjórða tug ára
annazt kaup og innflutning alls
þess áburðar, sem fluttur hefur
verið til landsins. Hún hefur á
sama tíma haft á hendi alla heild-
sölu hans og einnig á öllum þeim
áburði., sem unninn er í Áburðar-
verksmiðjunni síðan hún tók til
starfa, ag undanskildum tveimur
síðustu árunum. Áburðarmagnið,
sem flutt hefur verig til lands-
ins og sá áburður, sem unninn hef
ur verið í Gufunesi, hefur num-
ig samtals 30—40 þúsund smálest
um og að verðmæti 80—90 millj.
króna alls.
Þá hefur Áburðarsalan orðið
að fylgjast vel meg og kynna sér
gaumgæfilega, hve mikinn áburð
þyrfti til notkunar á hverju vori
og sjá um að hann sé kominn
nógu snemma um allt land. Þarf
oft fyrirhyggju til ..ag hvergi
verði mistök.
Er ekki þctta, sem hér hefur
verið nefnt, nægt verkefni fyrir
sérstaka stofnun? Sennilega munu
fáir, sem kynna sér þessi mál ó-
hlutdrægt, svara þeirri spurningu
neitandi.
Ráðherrann segir enn fremur;
„Ráðstöfunin var einnig og ekki
síður gerð vegna þess að með
þessum hætti er unnt að spara
talsverða fjárhæð, sem getur kom
ið bændum til góða.“
f hverju mundi sparnaðurinn
fólginn? Það nefnir itiðherrann
ekki á nafn. Þess er heldur ekki
að vænta, því að sparnaðurinn er
enginn og verður enginn.
Breytingin með áburðarverzlun
ina mun valda stórhækkuðum
kostnaði í verzlunarrekstrinum,
sem kemur fram í hækkuðu áburð
arverði. Vitanlega stendur þó
Áburðarverksmiðjan við sitt til-
boð, en það gilti aðeins fyrir inn
fluttan áburð á þessu ári. Kjarna-
áburðurinn var ekki nefndur í til
boðinu.
Mönnum er kunnugt, að reist
hefur verið núna í haust og í
svartasta skammdeginu, stórhýsi í
Gufunesi vegna þess að ráðherr
ann fól verksmiðjunni að reka
Áburðarsölu ríkisins og vegna
þess, að þeir sem hana tóku til
reksturs (meirihluti verksmiðju-
stjórnarinnar) létu þá firru henda
sig, ag ákveða að flytja nær all-
an útlenda áburðinn til Gufuness
í vetur og vor, lausan og til sekkj
unar þar. Vegna þess varð að
reisa hið stóra hús á þeim tíma
er verst gegndi og með því ofur-
kappi, sem virtist brjóta í bága
vig alla fyrirhyggju og forsjálni.
Auk þess varð að kaupa útbúnað
til sekkjunar, vélar, færibönd og
önnur tæki til að nota í húsið
og úti á bryggju. Þó er vafalaust
mikið ógert af því sem óhjákvæmi
legt er hig allra fyrsta, þar á með
al stækkun bryggjunnar.
Það hafa áður verið birtir út-
reikningar yfir líklegan kostnað
af þessum söjium, sem nema nokk
uð á annan tug milljóna króna.
Kostnaður þessi 'getur ekki lent
annars staðar en á verði áburðar-
ins. Sú hækkun getur varla num-
ið minnu en 200 krónum á smá-
lest þegar öll kurl koma til graf-
ar. Hins vegar er hægðarleikur
fyrir svo fjárhagslega sterka stofn
„Siálfstæðishornlð" á Austurvelli, þar sem Vallarstræti var lokað.
„Forystuskip Reykvík-
inga fúið í naustum"
„Forys'tusklp Reykvíkinga er
fúnað í naustum og maSksmogið.
Borgararnir hafa of lengl lagt
blessun sína yfir það uppsátur
í sömu skorSum. Sé reynt að
ýta nökkvanum I flot í einhverj
um framfaramálum llggur kjöl-
urinn eftir I sora þeirra spilltu
sérgæðings- og fjárgróSaafla,
sem grafið hafa um sig við ræt
ur borgarmeiðsins í fjörutíu
ár".
Þetta voru niðúrlagsorð í for-
ystugrein I Tímanum s.l. sunnu-
dag, þar sem sýnt var fram á það
með skýrum dæmum, hvemig
Sjálfstæðisflokkurinn, sem verið
hefur einráður um forystu og for
sjá höfuðborgarinnar í 40 ár, og
Mýtur eftir það langa og óvenju-
lega tækifæri til góðra forráða
að fá þann óvilhalla dóm, að'
hann hafi fallið á því mikla prófi
að veita þá framsýnu málafor-
ystu, sem verðandi höfuðborg
landsins var lífsnauðsyn. Var
bent á talandi dæmi um þetta
eins og skipulagsleysið, ráðhús-
leysið, hafnarleysið og gatnaleys-
ið — fjóra af meginþáttum í
stjóm borgar.
Morgunblaðið hefur orðið svo
ókvæða við þessar ábendingar,
sem hver borgari í bænum veit
þó og viðurkennir, að það veit
naumast sitt rjúkandi ráð. í stað
þess að verja málstað sinn og
hrekja rök og dæmi þau, sem
nefnd vom, er gripið til gamal-
kunnugs ráðs, sem Framsóknar-
menn þekkja harla vel — reyna
að stimpla þá sem fjandmenn
Reykjavíkur og telja niðurlags-
orð þau, sem að framan getur,
f jandskap við Reykjavík og Reyk-
víkinga. Menn kannast svo sem
við kleppstóninn.
Allir þeir, sem grein Timans
Iásu s.l. sunnudag, vita, að þar
var ekki eitt einasta óvildarorð
í garð Reykjavíkur eða reyk-
vískra borgara almennt, heldur
aðeins rætt um stjóm Sjálfstæð-
isflokksins á borginni og sýnt
fram á, hvemig það „forystuskip
Reykvíkinga er fúnað í naustum“
og hvemig „spillt scrgæðings- og
fjárgróðaöfl hafa grafið um sig
við rætur borgarmeiðsins" og
eyðilagt t. d. skipulagsmál borg-
arinnar, eins og skýr dæmi voru
nefnd m
Og þarna var einmitt komið
við kaunin, og þá fór eins og ein
att á sér stað, að hið rétta andlit
hinnar langsætnu fhaldsstjómar í
Reykjavík kom í ljós. Þessir
herrar þykjast orðnir svo grónir
í stjórn í borginni, að þeir hugsa
og segja: Reykjavík, það er ég.
alveg eins og einræðisherrann.
sem sagði: Ríkið, það er ég. Og
sé blakað við þessum stjórnar-
herrum borgarinnar og forysta
þeirra gagnrýnd, sýnt fram á,
hvemig „forystuskipið er fúnað í
naustum", þá umhverfast þeir og
kaUa þetta fjandskap við Reyk-
víkinga og borgina.
Slík viðhorf em allkunn úr sög
unni og hafa jafnan verið talin
skýrasta dæmið um þá stjómar
spillingu og einræðishneigð, sem
leiðir af of löngu alræðisvaldi
sömu manna og sama flokks.
Á síðustu ámm eru tvö dæmi
kunnugust um eðli þessa stjórnar
arfars — í ríki Hitlers og ríki
kommúnista í Rússlandi. Þar var
og er hver maður, sem dirfðist að
gagnrýna stjórn ríkisins eða
stjórnarherrana umsvifalaust kall
aður fjandmaður rikisins, var að
níða ríkið, landið og þjóðina.
Þetta eru ætíð haldreipi einræð-
isstjómar en þykja svívirða í
sæmilegu lýðræði.
Forysta Sjálfstæðisflokksins >
Reykjavík telur sannarlega „að
allt sé fertugum fært“, líka að
beita þessum einræðistökum.
Reykjavík, það er ég, og hver.
sem dirfist að gagnrýna það „for
ystuskip Reykvíkinga", hann er
fjandmaður Reykvíkinga og höf-
uðborgarinnar, og frekar þarf
alls ekki að rökræða málin!!
Sjálfstæðisflokknum i Reykja-
vík er velkomið að lúta svona
lágt, enda sýnir fátt betur, hvert
eðli þessarar borgarstjórnar er
orðið.
Skipulagsöngþveitið í höfuð-
borginni er eitt skýrasta dæmið
um það, hvernig „kjölurinn ligg-
ur eftir í sora þeirra spilltu sér-
gæðings- og fjárgróðafla, sem
grafið hafa um sig við rætur
borgarmeiðsins!“ f hvert sinn.
sem reynt hefur verið „að ýta
þeim nökkva á flot“ til framfara.
þá strandar á skerjum þessara
un og Áburðarverksmiðjuna, að
fresta um sinn endurheimt fjár-
ins.
1 Með óbreyttri áburðarverzlun,
þ. e. að flytja áburðinn beint frá
útlöndum til allra islenzkra hafna,
þurfíi nýjar framkvæmdir hans
vegna, — enga nýja fjárfestingu
og því enga hækkaða álagningu á
liann. Um þetta er óþarfi að hafa
mörg orð. Svo augljóst mál er þag
hverjum þeim manni. sem vill
beita skynseminni.
Það er áreiðanlega sjaldgæft,
sem betur fer, að slíkar firrur
séu sagðar í heyranda hljóði, eins
og sú. að breytingin á áburðar-
verzluninni, sem ráðherrann fylg
ir, séu til sparnaðar. Og það er
án alls efa til of mikils mælzt,
að fulltrúar bændanna á búnaðar
þingi taki slíku öðruvisi en með
þeirri ákvörðun, að hafa hana að
engu.
Hvernig ætti þetta svo að koma
bændunum til góða? Ráðherrann
reynir ekki að færa nein rök fyr-
ir því, enda mun fáum takast það.
Reksturskostnaður áburðarverzl-
unarinnar í Gufunesi verður að
öllum líkindum meiri, en ekki
minni, heldur en hann hefur ver-
ið. Eða hver röik ættu að vera til
annars? Til þess yrðu laun starfs-
liðs þar ag vera lægri en Áburð-
arsalan greiddi, eða betur unnið.
meiri vinnuafköst á sama tíma
eða minna starfslið. — Mundi al-
mannarómur staðfesta það? Eða
staðreyndirnar?
Eftirtektarvert er, að tveir
stjórnarmenn Áburðarverksmiðj-
unnar báru fram till. hálfum mán
uði síðar en ráðherra fól verk-
smiðjunni rekstur áburðarsölunn
ar. um að ráða nýjan framkvæmda
stjóra með þeim, sem nú er, þann
ig, að tveir skyldu þeir vera f
stað eins áður. Nýi framkvæmda-
stjórinn hefði að sjálfsögðu orðið
að hafa sína aðstoðarmenn eins og
hinn framkv.stjórinn. „Sparnaður
inn“ átti ag koma fram á þennan
hátt meðal annars.
Hvernig er svo reynslan af hin-
um dáðu flutningum á lausum
áburði til Gufuness? Hvemig er
reynslan af hinum „ýtarlegu" á-
(Framh á 13 siðu >
pólitisku fjárgróðaafla. Skipulag
miðbæjarins verður að vera á
hverfandi hveli svo að unnt sé
að braska nógu frjálslega með
Ióðir og hús og breyta þar göt-
um og húsaskipán eins og flokks-
eðá einkahagsmunir beztu gæð-
inga krefjast hverju sinni. Eitt
lítið dæmi er afar táknrænt um
þetta.
1 AusturvöIIur er í hjarta borg-
arinnar, líklega fegursti blettur-
inn og helgastur. Fegurð hans og
samræmi fólst að verulegu leyti
í því, að opið væri út í göt-
ur úr öllum hornum hans, og
þannig var skipulag hans ákveð-
ið í öndverðu. En viti menn. Sjálf
stæðisflokkurinn þurfti að byggja
veitingahús við eitt hornið, og
þar var svo þröngt um, að ekki
var rúm fyrir eldhús og geymsl-
ur. En ráðið var nærtækt — bara
að loka leið úr einu homi Aust-
urvallar, loka Vallarstræti, og
/eftir það var þessi unaðsblcttur
Reykvíkinga stórskemmdur og
upprunalegt skipulag eyðilagt.
Þetta er þó ef til vill ekki stærsta
skemmdarverkið í skipulagsleys-
ismálum höfuðborgarinnar, því
að þau eru mörg og ill, en það
er afar táknrænt dæmi um það,
og fjárgróðaöfl hafa grafið um
sig við rætur borgarmeiðsins“ og
grafa þar enn.
Sé hægt að tala um að nokkur
„hati“ Reykjavík og borgara
hennar, þá eru það þeir menn,
sem svona misbeita því valdi o«
þeim trúnaði, sem borgararnir
hafa fengið þeim í hendur.
Hinir mörgu og dugmikl’i horg
arar Reykjavíkur eru of góðir til
þess að hafa svona fúið og maðk-
smogið forustuskip.
TÍMINN, föstudaginn 9.