Tíminn - 09.03.1962, Side 12

Tíminn - 09.03.1962, Side 12
 •. ■ * ' . f . m \ . M i ÞRC m 'IR IÞF ?uTTII -3 j:« liii IISÍ RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Var Árm. ógild? Mjög er nú rætt um það meðal glímumanna, að fimm- tugasta Skjaldarglíma Ár- manns, sem glímd var fyrir nokkrum vikum hafi verið ólöglega framkvæmd. Ástæð- an er sú, að fy'rir glímuna hafði glímudeild Ármanns sett nýja reglugerð um þátttöku- rétt í giímunni, og auglýsti glímuna eftir þeirri reglugerð. Nú er það upplýst, að sú reglu- gerð var aldrei samþykkt af íþróttasamtökunum, og hefur það ekki verið gert enn. Einn af forustumönnum íþróttasam- takanna hefur látið þá skoðun Handbolti kvöld s í kvöld fer fram að Há- logalandi leikur í hahdknatt leik milli Unglingaliðsins og A-landsliðsins og má búast við skemmtilegum leik. — Drengirnir, sem skipa ung- lingalandsliðið, hafa sýnt mikla framför að undan- förnu, og er ekki óliklegt, að þeir geti staðið sig vel á Norðurlandamótinu í Dan mörku. Landsliðið heldur ut an á miðvikudaginn og leik ur við unglingalandslið Nor egs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands. Keppnin í kvöld hefst kl. 8,15 með leik í f jórða flokki, en síðan taka landsliðin við. í ljós við blaðið, að skilyrðis- laust hefði átt að glíma eftir þeirri reglugerð, sem gilt hef- ur undanfarin ár og glímu- menn úr öðrum félögum en Reykjavíkurfélögunum hefðu átt að hafa þátttökurétt. Það gefur að skilja að mót, sem ei auglýst undir reglum, sem ekki hafa hlotið staðfestingu getur varla talizt löglegt — og svo í öðru lagi kom reglugerð frá deild félags en ekki aðalstjóni, en þær reglur munu gilda að deildir félaga megi ekki setja lög, og einnig hafa margir það fyrir satt, áð hin nýja reglugerð, sem auglýst var sé and- stæð reglum um Reykjavíkurmót. Ekki skal lagður dómur á þessi mál hér, en vonandi fást þessi mál betur upplýst. Skjaldarglíma Ar- manns var upphaflega hugsuð sem Reykjavíkurmót, en það breyttist fljótt. í fyrstu máttu glímumenn, sem dvalið höfðu ákveðinn vikufjölda í Reykjavík taka þátt í henni, en sjaldan var strangt gengið eftir þessu. Allt frá 1920 hafa menn víða af landinu tekið þátt i Skjaldarglímunni og til gamans má geta þess að þetta ár voru fimmtán þátttakendur. en aðeins fimm þeirra úr Reykjavík. Þorgeir Jónsson sigraði árin 1925 og 1926 sem keppandi fyrir Kjal- nesinga. Guðmundur Agústsson vann fyrir Vöku 1943 og Sigurjón Guðmundsson fyrir sama félag 1947. Fjöldi þekktra glímumanna hafa keppt fyiir félög úti á landi í Skjaldarglímunni. sem of langt yrði upp að telja hér, en þó má nefna Guðmund Guðmundsson og Rúnar Guðmundsson, sem í fyrstu Skjaldarglímum sínum glímdu fyr- ir félög sín, Trausta og Vöku. Talsveröur úlfaþytur hefur verið í sambandi við Skjaldarglímu Ármanns undanfarin ár. í fyrra kærði Ungmennafélagið Breiðablik í Kópavogi glímuna, en eftir því sem bezt er vitað hefur úrskurður í því máli ekki fallið enn. Armann J Lárusson, Breiðabliki, sem oft- ast hefur orðið Skjaldarhafi allra fékk þá ekki að taka þátt í glím- unni sökum einhverra formgalla á tilkynningatskyldu, og samkvæmt hinni nýju reglugerð, sem sett var fyrir þessa glímu, og hefur ekki hlotið staðfestingu — var Armanni J. Lárussyni einnig meinuð þátt- taka í glímunni nú, þar sem hann er félagi i Breiðabliki, þótt hann hafi hins vegar stundað fasta at- vinnu í Reykjavík um langt árabil. Og þannig mur um fleiri glímu- menn, þótt það sé mest áberandi í sambandi við Ármann J. Lárusson, þar sem hann hefur verið fremsti glímumaður landsins um langt ára- bil. Óvenju hörð keppni í Vasagöngunni í Svíþjóð Vasagangan í Svíþjóð er ein | fór fram s.l. sunnudag og varð merkasta skíðaganga, sem fer hörkukeppni milli hinna þekktu fram þar á hverju ári. Gangan er gönguigarpa, Sixten Jernborg og mjög erfið, því gengnir eru 85]janne Stefansson, en sá síðar- kflómetrar. Gangan að þessu sinni nefndi bar sigur úr býtum. Skákmótinu í Stokkhóir>-; lauk í fyrrakvöld og vann Bobby Fischer mikinn sigur á mótinu, og það svo, að hann verður nú talinn sigurstrang- legastur á kandidatamótinu. Fischer hlaut 17V2 vinning á mótinu af 22 mögulegum. Aðrir, sem komust á kandidata- mótið voru Geller og Petrosjan frá Sovétríkjunum með 15 vinninga hvor, dr. Filip frá Tékkóslóvakíu og Kortsnoj frá Sovétríkjunum með 14 vinninga. Þá er eitt sæti eftir í' kandídatamótið og verða þeir Benkö, Bandaríkjunum, Gligoric, Júgóslavíu og Stein, Sovétríkjunum, að tefla um þaðv en þeir urðu jafnir að vinningum með 13% vinning hver. í 9.—10. sæti á mótinu urðu Uhlman, Austur-Þýzkalandi og Portisch, Ungverjalandi, með 12% vinning. Friðrik Ólafsson og Pom- ar, Spáni, urðu í 11.—12. sæti með 12 vinninga. Þótt Friðrik væri afar óheppinn BOBBY FISCHER Yfirburðasigur Bobby Fischer í Stokkhólmi Friðrik hiaut 12 vinninga á mótinu i þessu móti skortir hann aðeins tvo vinninga til að komast í kandi- datamótið. Er sennilegt, að skák lians við Petrosjan í fyrstu um- ferð hafi naft þar úrslitaáhrif, en Friðrik átti þar unna skák, þegar hann lék sig í mát, auk þess, sem það hlýtur að teljast mjög óhag- stætt að tefla með svörtu gegn öll- Jernberg var fyrstur mest alla gönguna, en á síðustu kílómetrun um komst Stefansson fram úr og varð átta sekúndum á undan í mark, og er það óvenjulítill mun- ur í þessari erfiðu göngu. Stefans son var 5 klst. sjö mínútur og 46 sek. í göngunni. í þriðja sæti var „skíðakóngprinsinn“ Assar Rönn- lund, sem varð heimsmeistari í 15 km. skíðagöngu í Zakopane. Hann var um fjórum mínútum á eftir fyrsta manni. Fjórði varð Lenn- art Olsson og fimmti Svein Jern- berg, yngri bróðir Sixten. Alls tóku 2100 göngumenn þátt í göngunni og voru þeir frá 550 félögum. Bezti útlendingurinn var Norðmaðurinn Arne Jensen, sem varð 14., tuttugu og einni mínútu á eftir sigurvegaranum. um efstu mönnunum á mótinu, nema einum, Geller. í 13. sæti á mótinu var Bolboch- an, Argentir.u, með 11% vinning. 14.—15. voru Bilek, Ungverja- landi og Barcza, Ungverjalandi, með 11 vinninga. 16. varð Bisguier, Bandaríkjunum, með 9% vinning. Þá komu Yanofsky, Kanada og Bertok, Júgóslavíu, í 17.—18. sæti með 7% vinning. 19.—20. urðu Schweber, Argentínu, og German, Brazilíu, með 7 vinninga. 21. var Teschner, Vestur-Þýzkalandi, með 6% vinning. 22. Cuellar, Kolombíu, með 5% vinning, og Aaron, Ind- landi, rak lestina með 4 vinninga. Byrne til West Ham LNDON, 8/3—NTB. — Johnny Byrne, miðherji enska landsliðs- ins og miðherji þriðju deildar liðs ins Crystal Palace var í dag seld ur til West Ham, annars Lundúna félags, sern er í 1. deild. Sagt er að West Hám hafi greitt 60.000 sterlingspund fyrir Byrne, sem er það mesta, sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir knattspyrnumann á Englandi. Fyrra metið átti Skot inn Dennis Law. Þegar hann var seldur frá Huddersfield til Manc. City greiddi Manchester City 55 þúsund sterlingspund fyrir hann. Hér sést viðbragðið i 100 m. skriðsundi kVenna á sundmóti ÍR. Fremst á myndinni er Margrét Óskarsdóttir, ísafirði; þá Kristín Larsson, Sviþjóð, og á þriðju braut Hrafnhildur Guðmundsdótt, ir, ÍR. Hrafnhildur sigraði með yfirburðum í sundinu, 1:06,2 min. sem er hennar beztl árangur — en viðbragðið hjá henni er samt greinilega lakast. — Ljósmynd TÍMINN — GE. n TÍMINN, föstudaginn 9. marz l963j

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.