Tíminn - 28.03.1962, Page 2

Tíminn - 28.03.1962, Page 2
LEIKFELAG HAFNARFJARÐAR SYNIR RKA KLfPU Síðast liðið laugardags- kvöld frumsýndi Leikfélag Hafnarfjarðar gamanleikinn Klerkar í klípu, eftir Philip King. Sýningarstaður var Bæjarbíó. Var það þéttskip- að, og virtust sýningargest- ir skemmta sér prýðilega. Leikurinn er í þremur þátt- um, og gerist allt á isama sviði. ■PhJlip King er sá sami og samdi gamanleikina um tengda- mömmu, sem Leikfélag Reykja- víkur hefur séð um kynningu á. Þar að auki hefur hann samið fjöldann allan af leikjum, sem hafa notið talsverðra vinsælda í hans heimalandi, Englandi, bæði gamanleiki og leiki alvarlegs eðlis. í leikskrá er þess getið, að vandfýsnasti og harðskeyttasti leikdómarinn í London hafi far ið lofsamlegum orðum um King, og talið höfuðkosti hans vera tæknikunnáttu, smekkvísi og hóf stillingu. Ég er ekki sammála leikdóm- aranum í London um síðast talda atriðíð, hófstillinguna. Mér finnst Klerkar í klípu vera mjög óhófsamur farsi, svo gassalegur, að ég var orðinn dauðþreyttur, þegar leiknum lauk. Frá upphafi til enda eru leikendur þjótandi — eða veltandi — fram og aft- ur um sviðið, kallandi og hróp- andS, og allt gep ist með svo miklum hraða og hávaða, að fá- dæmi má teljast. Víst hefur þetta sína kosti, svo sem þá, að á meðan skortir ekki spennu og gang í leikinn, en einhvern veginn var það svo, að mér fannst hann of lang- dreginn, þegar allt kom til alls. Ég er hræddur um, að leikstjór- inn, Steindór Hjörleifsson, hafi ekki alveg ráðið við sína menn, þeir hafi tekið af honum ráðin og farið að ofleika, enda ber einna minnst á honum af leik- endum, en jafnhliða leikstjórn fer hann einnig með hlutverk í leiknum. Ofleikur er vandamál, sem oft rís í sambandi við óvana leikendur, og er því nauðsynlegt fyrir leikstjóra að gæta þess vandlega, að draga úr ofleiknum eins og framast er hægt. Um efni leiksins er lítið að segja. Það er hin vanalega farsa saga um misskilning á misskiln ing ofan, þegar einn ætlar öðr- ída vinnustúlka og biskupinn frá Lax. um allt annað en ástæða er til, og alltaf verður eitthvað til þess, að misskilningurinn leysist ekki, þangað til í lokin, að allt greið- ist á augabragði eins og kippt sé í spotta. Og hvað sem að öðru leyta má finna leiknum til foráttu, geiist margt spaugilegt í honum og mörg tilsvörin eru hnyttin og góð, og virðist þýð- andinn hafa unnið vel að sínu verki, þótt nokkuð bæri á rit- máli í stað lipurs talmáls í upp- hafi, en úr því greiddist um leið og æsingurinn jóks't. Ég gat hvergi fundið í leikskránni, hver þýðandinn er, en mig mimnir að ég hafi einhvers staðar heyrt, að það væri Ævar Kvaran. Sé það ekki rétt, bið ég hlutaðeig- andi velvirðingar. Steindór Hjörleifsson, leik- stjórf,, fer með hlutverk séra Linoel Toop. í leikskránni stend ur, að hann hafi hlaupið undir bagga í veikindaforföllum Karls Sigurðssonar, sem upphaflega var ráðinn í hlutverkið, og er þá skiljamlegt, að hann kunni hlutverkið ekki upp á hár enn þá, ef fyriivarinn hefur verið stuttur. Steindór var nánast sá eini, sem ekki oflék, og fyrir bragðið varð hann hálf dauf- ingjalegur á svipinn, borið sam- an við hina. Konu hans, frú Penelopu Toop, leikur Auður Guðmunds- dóttir. Þetta er einna veigamesta hlutverkið í leiknum, og verður tæpast sagt annað en að hún leysi það allvel af hendi. Það sem sagt hefur verið um ofleik- inn á við hana eins og aðra, en hún var sjálfri sér samkvæm og kunni sjáanlega vel við s'ig á sviðinu. Sviðsmynd úr síðasta þætti, talið frá vinstri: Biskupinn, Humphrey, Clive og ída vinnustúlka. liðþiálfinn, „maðurinn", Toop, Toop, TIMANUM hefur borizt eftirfarandi bréf: — Síðastliðinn sunnudag hafði Véladeild SÍS sýnlngu á nokkrum landbúnaðarvélum í vöru skemmum Kaupfélags Árneslnga á Selfossi, sem og víðar. Meðal þess er sýnt var, voru McCormick International, Farmal Dlesel-dráttarvélar, öflugur sláttu- tætari, Bradford rakstrar. og snún ingsvél, sex garða, og ámoksturs- tæki. — Á sýningunni voru og gefnar greinagóðar uppiýsingar um starfs hæfni vélanna og meðferð í notk- un. Sýning þessi var mjög athygl isverð og ánægjuleg nýjung, sem við bændur ættum að gefa góðan gaum að og notfæra okkur vel ef áfram verður haldið með þessa kynningarstarfsemi, sem vafalaust verður. Á síðustu tímum hefur orðið s'tórkostleg tæknlleg þróun i gerð dráttarvéla, svo og öðrum búvél- um, þannlg að vinnuafköst og nota- gfldl þeirra hefur aukizt og marg- faldazt með fjölbreyttari tengidrif- um og margbrotnari girskiptingu, sem gerir véiarnar hæfari og hent ugarl til hinna fjölbreyttustu nota vlð ýmlss konar störf. Það er því mikil nauðsyn fyrir okkur bænd- urna að geta fengið aðstöðu til að sjá vélarnar og kynnast hæfni þeirra áður en við festum kaup á þeim svo að við getum áttað okkur á, hvað vlð |rum að kaupa, þegar um jafnmikil verðmæti er að ræða og, sem við eigum jafnmikið undir, að fullnægi þeim kröfum og þörf. um er við gerum til vélanna. Það er óhætt að segja, að það verður vart á betri dráttarvélar kosið, eins og nú stendur, en Far- mal diesel, enda fer sala á þetm ört vaxandi, t.d. hefur þriðjl hver bóndi i Gnúpverjahreppf keypt þá vél nú á síðasta ári, menn, sem hafa langa reynsiu í notkun drátt. arvéla. Þá var og eigi síður fróðlegt að sjá hinn öfluga sláttutæfara, sem henta mun vei á stórbýlum, eða þar sem tún jarða eru samliggj- andi, tveggja eða fleiri, væri mjög hentugt, þar sem þannig hagar til, að hafa samvinnu og sameign um svo afkastamikið verkfæri. — Sama má segja um ámoksturstæk- in. — Bamford vélarnar eru mikil afkastaverkfæri og nauðsynleg eign hverjum bónda. — Við bændur þurfum að notfæra okkur tækifæri, sem þessi, til að kynnast því bezta, sem völ er á á vélamarkaðinum hverju sinni. Bú- reksturinn hvíiir nú orðlð svo mik ið á vélakostinum, að við verðum að vera varkárir og vandlátir með val á þeim og nota aðeins hið bezta, það verður notadrýgst þegar til lengdar lætur. — Sambandið og kaupfélögin, sem að þessum sýningum standa, eiga þakkir skiiið fyrir framtakið og láta væntanlega ekki hér staðar numið, heldur auka þessa starfsemi eftir því sem efni standa til. — Bóndi. Svana Einarsdóttir leikur Idu vinnustúlku. Hún var stundum dálítið í vandræðum með sjálfa sig, en gerði’ hlutverki sínu góð skil á köflum. Margrét Magnúsdóttir lék ung- frú Skillon, hneykslisberann og nöldurskjóðuna, sem nauðsyn- legt er að hafa í svona leik. — Sé eitthvað að marka myndina af henni í leikskránni, er geiVi hennar afbragðsgptt, því aldrei varð annað séð, en hún væri af- gömul kerling. Hún oflék veltur og slagsíðu, þegar hún átti að verða kófdrukkin, en var skýr- mælt og sagði margt gott. Corporal Clive Winton lék Ragnar Magnússon. Hlutverk eins og hans eru ekkert alltof vinsæl, og hann var nokkuð þvingaður framan af, en það rjátlaðist af honum. Hann oflék ekki til muna og var bara nokk- uð góður, þegar á heildina er litið. „Manninn1 lék Sverrir Guð- mundsson. Mér kom nokkuð á óvart að sjá hann á leiksviði, en hann kunni hlutverk sitt vel (Framhald á 15. síðu) Sengisiækkun éjmrf í nefndaráliti Skúla Guð- niundssonar um gengislækkun ina, sefti birt var hér í blaðinu á sunnudaginn er sýnt fram á það með skýrum rökum, að gengislækkunin á sl. sumri var með öllu óþörf, hennar var engin þörf fyrir atvinnuvegina. HeiIdarafJinn á sl. ári var 23% meiri en ártð áður og að auki steig verð á ísl. sjávarafurðum á erlendum mörkuðum Iðinaðar fyrirtæki gætu undantekninga lítið greitt þær kauphækkanir, sem samig var um í frjálsum samningum, án þess að hækka verð á framleiðsluvörunum. Togaraútgerðin hefur átt við erfiðleika að etj-a, en þeir verða ekki leystir með gengis lækkun. Það er öllum ljóst — ríkisstjórninni líka, enda hefur hún lagt fyrir þingið tillögur um það vandamál. Ekki var gengislækkunin gerg fyrir landbúnaðinn. Með þeirri ráðstöfun eru emi lagð- ar auknar byrðar á þann at- vinnuveg. Hefndaraðgerig Það ber því allt að þeim brunni, að genigislækkunin hafi verið hefndaraðgerð ríkis stjórnarinnar gegn almenningi og verkalýðsfél., vegna þess, að kaupgjaldsdeilurnar leyst ust ekki eins og ríkisstjórnin vildi. Það er óhagganlegt, að ríkisstjórnin taldi atvinnuveg ina geta borið 6% kauphækk un og 4% að ári, þ.e. tillaga sáttasemjara — Þess vegna verða engin rök fundin fyrir því, að nauðsynlegt hafi verið að hækka verg á erlendum gjaldeyri um 13,1%, hvag þá að brýna nauðsyn hafi borið til að brjóta stjórnarskrána og gengisskráningarvaldið úr hönd um Alþingis til Seðlabankans með bráðabirgðalögúm. „Lausnin” Lausn Ingólfs Jónssonar landbúnaðarráðherra á erfið- leikum landbúnaðaríns nú er sú, að láta bændur hafa háa vexti í stað þess að þeir höfðu áður lága vexti. Lána þeim út til styttri tíma en áður að auki. — Lausnin var kórónuð með viðbótarskatti á tekjur bænda sem memur 2% kaup- lækkun hjá meðalbónda. — Þetta er Iausnin á lánamálum bænda, þetta eru svörin við tilmælum og óskum stéttar- samtaka bænda um vextir verði hafðir lágir. lánað til langs tíma og verðlagsgrund- völlurinn leiðréttur. 4 bjárga áBiti Búnaðarþings Vegna þess að Búnaðarþing mótmælir þessari „lausn“ skrif ar Mbl: „Meiri hluti búnaðar þings mun ekki njóta trausts bæmda“ og enn fremur: Meiri hluti búnaðarþings hefur orðið sér til minnkunar, ályktun frá slíkum meirihluta verður tæp lega tekin alvarlega... Þeir, sem björguðu áliti Bún aðarþings í gær voru: Einar Ólafsson, Jón S'igurðsson, Egill Jónsson og Siggeir Björnsson" — Þannig ritar Mdl. rnn hagsmunasamtök og hagsmunabaráttu bætida. Bænd ur verða sér til minnkunar, ef þeir hneigja sig ekki og segja takk við þessum „kræs ingum“, sem verið er að bjóða þeim. Mbl. segir, að það hafi 4 verið á móti því að mótmælt var 1% gjaldi á búvörur og telja töggur í þessum fjórum. Rétt er að geta þess til að (Framhald á 15. síðu) T f M I N N, miðvikudagur 28. marz 1962.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.