Tíminn - 28.03.1962, Page 9

Tíminn - 28.03.1962, Page 9
UER T í M I N N, miðvikudagur 28. marz. 1962. sannfærðist um gæði framleiðslu þeirra. Eftir að hafa heimsótt verksmiðj urnar var ég á námskeiði hjá IH og fór þar yfir ýmsa liluta belta- vélanna og enn fremur sótti ég námskeið um hjóladráttarvélar þeirra. Mánudaginn 5. febrúar flugu héðan 13 menn á vegum Véladeild ar SÍS til Bretlands, þar sem þeir sóttu viðgerðarnámskeið hjá Vaux hall-Bedford og International Har vester verksmiðjunum auk þess sem tveir fóru síðan til Opal verk- smiðjanna í Þýzkalandi. Menn þessir eru nú allir komnir heim og áttum við þess kost að ræða við nokkra þeirra á skrif- stofu Hjalta Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Véladeildar SÍS. Tildrög fararinnar. — Segðu mér, Hjalti. Hver voru tildrög þessarar farar? — Tildrögin voru þau að inn- flutningur Véladeildarinnar hefur farið ört vaxandi á síðustu árum, svo að hún er nú einn stærsti inn- flytjandi bifreiða, ýmiss konar landbúnaðarvéla og verkfæra svo og heimilistækja. Við eigum þvi láni að fagna að hafa á boðstólum tæki frá ýmsum þekktustu verk- smiðjum veraldarinnar s.s. General Motors, Intemational Harvester og Westinghouse, svo nokkur séu nefnd. Öll þessi fyrirtæki kapp- kosta að endurbæta og betrum- bæta framleiðslu sína og verða því alla jafna mjög örar breyting- ar á þeim vélum sem fluttar eru inn. Veldur þetta oft erfiðleikum hjá þeim er sjá eiga um þjónustu og viðhald vélanna nema að þei^r fái tækifæri til að kynna sér breyt ingarnar við góð skilyrði. Ný Bedford-vörubifreið Á síðasta ári hóf Bíladeildin inn flutning á nýrri gerð Bedford-vöru bifreiða sem voru að ýmsu leyti með nýju sniðí.' Reyndust vinsæld ir þessa bíls slíkar, að á einu ári höfum við flutt inn tæplega tvö-. hundruð bíla og eigum auk þess fjölmarga í pöntun. Varð nú enn brýnni sú nauðsyn, að sem bezt þjónusta væri fyrir hendi og á- kváðum við því að senda hóp manna til Bedford. Hópurinn varð reyndar ekki eins stór og við höfð um vonað, ýmissa hluta vegna, en fjórtán mönnum náðum við saman. Nokkrir þessara manna sjá einn- ig um viðhald International Harv ester belta- og hjóladráttarvéla og heppnaðist okkur að koma þeim á námskeið hjá þeirri verksmiðju. Einnig fóru tveir til Opel verk- smiðjanna í Þýzkalandi til að kynna sér nýjungar hjá þeim. Nutum við mikillar og góðrar fyrirgreiðslu hjá forráðamönnum allra verksmiðjanna, sem greiddu götu okkar sem frekast mátti verða. Gísli Theódórsson, forstöðu- maður Bifreiðadeildar sá um und- irbúning ferðarinnar með mér og var fararstjóri. Auk hans var Gunnar Gunnarsson, fulltrúi í Landbúnaðardeild, með í förinni, en hann hafði dvalið um skeið í Skotlandi hjá International Harv- ester umboðsmönnunum þar. 850 bflar á dag —;Hvað getur þú sagt mér um Bedford verksmiðjurnar, Gísli, eins og t. d. um staðsetningu, stærð og framleiðslu? — Mestan hluta tímans, eða 2 vikur, dvöldum við í bæjunum Dun stable og Luton, sem eru 32 mílur frá London, en þar eru Bedford verksmiðjurnar staðsettar, fólks-. bílaverksmiðjan í Luton og vöru- bifreiðaverksmiðjan í Dunstable. Fjarlægðin milli bæjanna er um 5 mílur. Þetta eru ákaflega vina- legir bæir með samtals um 150 þúsund íbúa. Flestir byggja tilveru sína á verksmiðjunum, sem hafa um 30 þúsund manns í vinnu, ef með er talin General Motors AC- Delco verksmiðjan, sem einnig er í Dunstable. — Hvað framleiða þessar verk- smiðjur marga bíla á dag? — Meðalframleiðsla á dag eru 300 Bedford vörubílar og 550 Vauxhall fólksbílar. Nú um þessi áramót kom út nýr Vauxhall Vict- or, sem vekur geysihrifningu alls staðar, þannig a^auka hefur þurft framleiðsluna. Til gamans get ég sagt þér frá því, að ég var stadd- ur á skrifstofu sölustjórans og vor- um við að fara yfir pantanir okk- ar. Þá hringdi síminn og reyndist það vera einn af stærri umboðs- mönnum Vauxhall. Hann vildi fá 400 Victor afgreidda undir eins. "Sölustjórinn gat ekki uppfyllt beiðni hans, en lofaði að láta hann hafa 100 fljótlega og afganginn í r.æsta mánuði. Ársútflutningur yfir 50,000 Bedford Annars er Bedford verksmiðjan, sem tekin var í notkun 1957, ein1 fullkomnasta vörubifreiðaverk- smiðja, sem til er, enda er þar allt s;álfvirkt, sem við verður komið. Árið 1961 varð hún fyrsta verk- smiðjan í Evrópu, sem flutti út yf- ir 50,000 vörubifreiðar á einu ári. Sýna útflutningstölur þeirra hvílík um sívaxandi vinsældum Bedford á að fagna um allan heim. Árið 1958 voru fluttir út 18098 Bedfordar, 1959 30713, 1960 44549 og 1961 50642. Við vorum á námskeiðinu frá kl. 8,30 á morgnanna tfl kl 5 báð- ar vikurnar, en einn daginn skoð- uðum við verkámiðjurnar og kynntumst framleiðslu og samsetn ingu bílanna. Hálfan dag vorum við í AC-Delco verksmiðjunni, sem framleiðir ýmsa hluti til bíla, svo sem, hin frægu AC-kerti, þurrku- ,mótora, kveikjur, flautur og margt fleira. Sérstaklega var fróðlegt og skemmtilegt að kynnast fram- leiðslu AC-kertanna en dagsfram- leiðslan er 50,000 kerti. Þar þótti okkur merkilegt að sjá að kertin eru handpökkuð af stúlkum. Sagði framleiðslustjórinn, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefði ekki fund- izt vél, sem væri fljótari en þær eru flögg allra, sem á námskeiðun um eru hverju sinni og sagði frú- in, sem sér um þau, að okkar væri 84. flaggið í safnið sitt. Þeir fjórir af þátttakendunum, sem hér eru, Sigmar Eyjólfsson frá Höfn í Hornafirði, Þormóður Sigurgeirsson frá Blönduósi, Hall- dór Eyjólfsson írá Rauðalæk og Eyjölfur Jónsson úr Reykjavík, geta sjálfsagt sagt eitthvað meira skemmtilegt úr ferðinni. IH beltavélaro — Þú"váráf ílandbúnaðarvélun- um, Halldór? — Já, ég fór til þess að kynna mér þær. Byrjaði ég á því að heim sækja verksmiðju IH í Doncaster. Þar fylgdist ég með framleiðslu á beltavélum og hjólatraktorum, allt frá því að teikningar eru gerðar, þar til vélin fer til kaupandans. Þessi heimsókn styrkti sérstak- lega trú mína á framleiðslunni. Eftirlit er geysimikið og að því er virðist valinn maður í hverri stöðu. Öllum verksmiðjumönnum er borgað tímakaup, — og gefur fólk sér tíma til þess að vanda framleiðsluna. — Framleiða verksmiðjurnar sjálfar öll stykkin í vélarnar? — Nei. — Alkunnugt er, að ýms ar sérhæfar verksmiðjur framleiða t. d. olíuverk og rafkerfi í allar gerðir véla og þetta nota framleið- endur sér. Hliðstætt dæmi get ég nefnt þér. Síðastliðin 5 ár hefur IH í Bret- landi framleitt stóra jarðýtu, sem kölluð er BTD-20. Framleiðsla á þessari vél byggist mikig á reynslu Bandaríkjanna og þykir afbragðsvél, en til þess að full- komna tækið hefur International Harvester samvinnu við Rolls Royce verksmiðjurnar — og er afl vélin framleidd hjá þeim. Fór ég til Rolls Royce verksmiðjanna og ir útskýrðu hvert stig. Á sama hátt tókum við. síðan sundur drif, gír- kassa o. s. frv. í þeirri byggingu, sem hýsir skólann, er einnig viðgerðaverk- stæði verksmiðjanna, þar sem þeir gera við og viðhalda sínum eigin bílum og taka einnig inn bíla starfsmannanna og viðskiptavina úr nágrenninu. Gaman yar að skoða verkstæðið og sjá, hvernig þeir unnu við þessa notuðu bíla. í hverjum „bás“ er lyfta, sem lyftir bílunum í þá hæð, sem henta þyk- ir hverju verki Það þekkist ekki að skríða undir bílana en viðgerð- armennirnir flestir í ljósum, hrein um sloppum. IH hjóladráttarvélar — Þú ættir að segja okkur frá dráttarvélunum, Þormóður. — Eg sótti þetta námskeið hjá IH, auk þess sem ég var í Vaux- hall og Bedford. (Fran.h a ið siðu Ted Hotson, kennari, asamt Pétri M. Þorsteinssyni, ÞormóSi Sigurgeirss. Þorláki Sigurjónss og GuSjóní Jónss. Fullkomin aðstaða — Þú varst einnig á hjóladrátt- arvélanámskeiðinu hjá Harvester, Sigmar, var það ekki? — Jú, ég var síðustu vikuna af þremur hjá Harvester en fyrri vik urnar tvær var ég á Bedfordnám- skeiðinu. Eg fékk mjög mikið út úr dvölinni hjá Bedford enda mun skólinn, sem þeir reka, vera fram- arlega á sínu sviði. Kennslan var mjög góð, hver hlutur margyfirfarinn þar til ör- uggt var, að allir skildu hlutverk hans fullkomlega. í samráði við SÍS var lögð mest áherzla á diesel vélarnar og hina einstöku hluti þeirra, svo sem olíuverkin. Því var þannig til hagað, að hverjir tveir okkar fengu dieselvél, sem við rifum algjörlega niður og sett- um saman aftur, á meðan kennarn Góður skóli Það, sem ég gæti sagt þér um þessar verksmiðjur og framleiðslu þeirra væri nóg efni í heila bók, en mig langar til að bæta hér við að á námskeiðunum hjá Bedford eru árlega um 1600 manns og standa þau yfir frá einni viku og upp í fjögur ár. í forsal skólans Fremri röð frá vinstrl: Pétur M. Þorsteinsson, Reykjavík; Guðjón Jónsson, Reykjavík; Gisli Theódórsson, far. arstjórl; Þormóður Sigurgeirsson, Blönduósi; Þorlákur Sigurjónsson, Hvolsvelli, — Miðröð: Grímur Sigurðsson, Selfossi; Skúli Vigfússon, Keflavík; Eyjólfur Jónsson, Reykjavík; Sigmar Eyjóifsson, Hornafirði; Vilhjálmur Sveinsson, Hafnarfirði; Jósep Þorsfeinsson, Kópaskeri. — Aftasta röð: Mr. Lyne, skólastjóri ásamt þremur kenn- urum. — Á myndina vantar Sigurð Sveinsson, ísafirði; Halldór Eyjólfsson, Rauðalæk og Gunnar Gunnarsson, SÍS, en þeir voru hjá International Harvester. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.