Tíminn - 28.03.1962, Side 16
AlþýSusamband íslands hef-
ur nýlega sótt um lóð í Kópa-
vog fyrir fyrirhugað listasafn
sambandsins, en kjarni þess
safns verður sem kunnugt er
listaverkagjöf Ragnars í Smára
til félagsins. Tíminn spurðist
fyrir um þetta mál hjá Hanni-
bal Valdimarssyni, og veitti
hann þær upplýsingar, sem
hér fara á eftir:
ASÍ beindi á s.l. hausti þeim til-
mælum til boi'garstjórnarinnar í
Reykjavik, að sambandið fengi lóð
undir listasafn. Var skipulagsstjóra
falið að benda á líklegan stað, og
benti hann á hornlóð á horni Miklu-
brautar og Háaleitisvegar. Stærð
hennar var 50—60 metrar.
Lystigarður
Það er að vísu allgóð lóð undir
hús, og á góðum staðj en fyrir ASÍ
vakir meira en að byggja yfir safn
Ragnars eitt saman. Áætlað er, að
í sambandi við safnhúsið verði
lystigarður, þar sem fólk geti
reikað um og notið sumars og sól-
ar, og í þessum lystigarði verði að-
staða til léttra íþróttaiðkana. Til
þessara hluta eru fáir staðir heppi-
legir í Reykjavík, á þeim svæðum
sem enn er óráðstafað, og því sótti
ASÍ einnig um lóð í Kópavogi. Þar
eins og í Reykjavík var erindinu
mjög vel tekið, og hafa Kópavogs-
menn bent á mögulegan stað, sem
liggur að sjó, og kemur það vel
heim við fyrirætlanir ASÍ um
lystigarðinn.
Byrja í vor?
Enn hefur ekki verið tekin end-
anleg ákvörðun um staðarval, en
ASÍ er umhugað um, að það verði
fyrir vorið, svo hægt sé að hefja
einhverjar framkvæmdir til undir-
búnings lystigarðinum, þótt ekki
verði strax hægt að hefjast handá
með byggingu safnhússins.
Nokkur afli hefur borizt á
land í Reykjavík að undan-
förnu. Á sunnudaginn lögöu 8
bátar upp rúmar 90 lestir hjá
Grandavigtinni, en þar er nú
aflahæst Rifsnesið með 240
lestir. Næstir eru Helga með
235, Pétur Sigurðsson með
217 lestir og Leifur Eiríksson
með 166 lestir.
Af smærri bátunum er aflahæst-
ur Svanur með 201 lest, en hlut-
fallslega mestan afla hefur Aldís
fengið, 184 lestir frá því 10. marz
s.l. Hafþór hefur verið aflahæsti
báturinn undanfarna þrjá daga, en
þá fékk hann 20, 26 og 22 lestir í
róðri.
Hjá Skeifuvigtinni eru Víking-
ur og Ásgeir aflahæstir, en báðir
þessir bátar hafa einnig lagt ilpp
annars staðar. Víkingur er hér í
Reykjavík með 158 lestir og Ásgeir
er með 124 lestir. Auk þess hefur
Freyja fengið 96 lestir, en hun hóf
róðra 11. rnarz.
Akranes
Mikið saltieysi háir nú fiskverk-
un á Akranesi, og ekki annað ráð
en að fara að hengja upp fiskinn,
þar eð ekki geta nema fáir fryst
fiskinn, sem veiðist.
Afli Akranessbáta hefur verið
mjög góður síðustu þrjá daga, og
fóru 13 bátar á sjó í fyrradag og
á sunnudag, fengu þeir hvorn dag-
inn 180 lestir.í Aflahæsti báturinn
var með 38 og hálfa lest, en aflinn
var þó nokkuð misjafn eða allt
niður í 6 lestir.
Aflahæsti báturinn á Akranesi
er Skagfirðingur frá Sauðárkróki,
Borðið ásínum stm
í kvöld frumsýnir Leikfélag
Reykjavíkur gamanleikinn Tauga
stríð tcngdamörnmu, og 1 tilcfni
af því brugðum við olckur niður
í Iðnó rétt áður en lokaæfing
hófst í gær. Jón Sigurbjörnsson
leikstjóri var að gefa síðustu
skipanirnar, en reyndar var allt
í uppnámi, því að stofuborðið
vantaði.
— Þóra, þú verður að hafa
vælið svolítið agressivara, úr því
að þú ert að væla allön tímann
hvort eð er. En hvernig stend-
ur á þessu með borðið, vissi ekkí
maðurinn að Við áttum að byrja
kl, hálf þrjú?
— Ilérna er úlpan hans Stein-
þórs, sagði Sigríður Hagalín, —
(Framhald a 12. siðui
en hann er nú leigður til Akraness.
Afli hans nemur nú um 350 lestum
frá upphafi vertíðar. Höfrungur II
fékk nýlega 180 tunnur af síld, en
hann veiðir nú með snurpinót.
Vestmannaeyjar
Milli 800 og 900 lestir af fiski
hafa borizt á land að undanförnu
dag hvern í Vestmannaeyjum. Er
þetta allt afli netabáta, og hefur
hann veiðzt á Selvogsbanka. Nokkr
ir bátar hafa að undanförnu land-
að í Þorlákshöfn, en mjög mikil at
vinna er þó í Vestmannaeyjum.
Sandgerði
Sáralítill afli hefur verið hjá
Sandgerðisbátum að undanförnu,
(Framhald á 15. síðu).
J A Z Z
Jazzklúbburinn er í kvöld að
Tjarnargötu 26.
JAM SESSION
Allir jazzáhugamenn vel-
komnir. — Húsið opnað kl.
8.30. F.U.F.
Svona áttu aS væla, Þóra, sagSi Jón og vældi fyrir hana. SigríSur Hagalín horfir á. — (Liósm.'.TÍMINN, GE.),