Tíminn - 01.04.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.04.1962, Blaðsíða 1
í nótt sem leið var tekinn upp sumartími og klukkunni fiýtt um klukkusfund SÖLUBÖRN Afgreiðslan í Banka- stræti 7 opnuð kl. 7 alla virka daga Bðrðust við lögregluna Vestmannaeyjum í gær. Sá atburður varð hér í gær- kveldi, að tveir brezkir sjó- menn réðust á tvo lögreglu- þjóna, sem stóðu vörð um borð í togaranum Arctic Hunter frá Hull. Sjómennirnir voru settir í varðhald yfir nóttina. Aðdragandi þessa atbur^ar var sá, að þegar Arctic Hunter kom til Vestmannaeyja í gærmorgun voru aðeins sex af áhöfninni bólusettir. Hinir vildu ekki láta bólusetja sig og var því togarinn settur í sótt- kví. Hinir bólusettu fengu landvistar leyfi og fóru tveir þeirra í land í gærkveldi. Þeir komu nokkuð ölvaðir til baka og höfðu íslending með sér. Vildu þeir fá hann með um borð, en lögreglumennirnir af- tóku það með öllu. Skipti þá eng- um togum að sjómennirnir réðust á lögregluna, en þeir voru fljótt bornir ofurliði og síðan fluttir í „kjallarann“. í dag voru svo brezku sjómenn- irnir sektaðir um tvö þúsund krón- ur hver, og setti skipið tryggingu fyrir greiðslu sektarfjárins. Arctic Hunter kom inn til Vest- mannaeyja til að fá gert við bilun í vél. Togarjnn mun fara aftur í kvöld. Strandaði í Tálknafirði Orangajökull sfrandaði töldu milli kl. 2 og 3 í fyrri- néft fram undan bænum Hvammeyri, sem er aö vestanveröu við Tálkna- fjörö á móts viö Sveins- eyrarodda hinum megin viö sundiS. Um þrjúleyfiö í gær haföi skipiö ekki enn náöst út, en gera átti tilraun á flæöinu kl. 3. Kunnugir menn í landi þó vafasamt, aö Drangajökull næðist á flof, fyrr en á flæðinu í nótt, sem mun hafa ver- iö um þrjúleytiö. Tveir eða þrír bátar frá Patreks firði reyndu strax að ná Dranga- jökli á flot með flæðinu um nótt jna, en mjög var hásjávað, er hann tók niðri. Einhver leki mun fljótlega hafa komið að skipinu í frem'stu lest. Skipið er ekki tal- ið í hættu, en strax þegar það strandaði báðu skipsmenn um, að varðskip yrði sent á staðinn. — Drangajökull var að lesta fisk til útflutnings. Var hann á leið inn Tálknafjörð til að lesta þar fros- inn fisk úr frystihúsinu. Skipið var með um 25000 kassa af fiski um borð. í morgun komu tvö varðskip á vettvang og hugðust ná skipinu á flot á morgunflæðinu, en tókst ekki. Meira flæði var síðdegis í gær, og átti þá að gera aðra til- raun og enn í nótt sem leið, ef annað gengi ekki. Unnið var að því í gær að flytja eitthvað af aftur í, til þéss að létta skipið að framan, og einnig voru akkeri sett út og átti að reyna að kippa í þau um leið og skipið. Eftir hádegið í gær var Vatnajök- ull á leið á strandstaðinn og átti að taka eítthvað af farminum til að létta skipið; veður var þá gott fyrir vestan. Talið er öruggt, að Drangajökull náist á flot, þó að ekki sé víst 1 hverri tilrauninni það tekst. Þar sem skipið tók niðri eru allsléttar og sæbarðar flúðir, en ekki stór- grýttur botn eða hættulegur. — Drangajökull er nýjasta skip Jökla h.f., skipstjóri Ingólfur Möller. Drangajökull „Tempelhof-örninn“, þjóSartákn nazistatímans er aS hverfa af Tempel- hof-skrauthliSinu í Berlín. Þessa dagana vinna verkamenn aS því aS höggva niÖur þennan risaörn, klump fyrir klump, en hann vegur tíu tonn. Lána vinnuvélar í Keflavíkurveg Tíminn frétti í gær að þessa dagana væri verið að semja við íslenzka aðalverktaka um lagningu hluta hins nýja vegar milli Keflavíkur og Reykjavík- ur. Eins og kunnugt er, hefur Vegagerð ríkisins hafið fram- kvæmdir við þessa vegagerð, á þeim helmingi sem liggur nær Reykjavík. Hins vegar mun fyrirhugað að verktak- arnir hjálpi eitthvað til við lagningu þess hluta, sem ligg- ur nær Keflavík. Undanfarið hefur verið unnið 'að því að kanna vegarstæðið á Kefla- víkur-hluta leiðarinnar. Var fyrir nokkru verið að koma stikum fyr- ir í nánd við Stapann, en enn hef- ur ekki verið ákveðið, hvar vegur- inn á að liggja á þeim slóðum. Vélar og menn IslenzkirVðalverktakar hafa fast- an samning við varnarliðið um ýmislegt viðhald á varnarliðssvæð- inu. Þá annast þeir viðhald flug- brauta, og nú stendur fyrir dyrum stór viðgerð á einni flugbrautinni þar syði'a, sem þarfnast mannafla og stórra véla. Verktakarnir hafa góðum vélakosti á að skipa, og hafa oft lánað vélar til stórfram- kvæmda, svo sem eins og þegar Miklabrautin var steypt, og flug- völlurinn á Isafirði var byggður, svo eitthvað sé nefnt. Samningar þeir, sem nú standa yfir við verktakana eru byggðir á Framhald á 15. síðu. ST. MIRREN IÚRSLIT í gær voru leiknir undan- úrslitaleikirnir í skozku bik arkcppninni. St. Mirren lék gegn Celtie og vann með 3—1. Rangers vann Mother- well einnig 3—1. — Fernie, Kerrigan og Þórólfur skor- uðu mörk St. Mirren. Á Eng landi sigraði Tottenham Manch. Utd. 3—1, en Bum- ley og Fulham gerðu jafn- tefli 1—1 í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Lána fækin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.