Tíminn - 01.04.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.04.1962, Blaðsíða 7
— Ctwttrn — Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur 1 Bankastræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími 12323 Áskriftargj kr 55 á mán innanl. í lausasölu kr. 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — __ I Fjörkippur á fjögurra ára fresti Þeir, sem hafa fylgzt meS Mbl. og Vísi undanfari'ð, gætu helzt haldiS, aS alveg nýlega hefSu orSiS stjórnar- skipti hjá Reykjavíkurbæ. KyrrstöSuflokki, sem lengi hefSi fariS meS völd, hefSi veriS steypt úr stóli og nýr umbótasinnaSur og athafnasamur flokkur tekiS viS stjórn- inni. Þannig lýsa Mbl. og Vísir því, hvernig nú sé veriS aS vinna aS skipulagsmálum, hafnarmálum, hitaveitu- málum, vatnsveitumálum og fleiri málefnum bæjarins. Skipulagsmálin eru nú tekin traustum tökum, segja blöðin, og gefa þar meS í skyn, aS þaS sé alger nýjung. Hitavejtuframkvæmdir eru hafnar, segja þau, og árétta með því, að þar hafi ríkt seinagangur áður. Áætlun hefur verið gerð um hagkvæma höfn, segja þau, og staðfesta með því, að hafnarmálin eru nú í ólagi. Síðast, en ekki sízt er svo verið að ganga frá áætluninni um að fullgera allar götur bæjarins, segja blöðin og játa með því, að þau mál séu fjarri því að vera í því lagi, er skyldi. Það er bersýnilegt á öllu því, sem Mbl. og Vísir segja nú um stórhuga ráðagerðir og áætlanir hjá Reykjavík, að þar hefur ríkt sleifarlag og seinagangur fram að þessu. Allt þetta brambolt nú, stafar hins vegar ekki af því, að nýir menn eða nýr flokkur sé tekinn við stjórn Reykja- víkur. Við stýrið sitja sömu mennirnir, sem bera ábyrgð á því sleifarlagi og seinagangi, er ríkt hefur í málum bæjarins undanfarna áratugi og nú er játað milli línanna í Mbl. og Vísi. Það er ekki heldur neitt nýtt, að þeir fái slíkt áhugakast og Mbl. og Vísir bera nú merki um. Þvert á móti er það reglulegt, að þeir fái slíkt áhugakast á fjög- urra ára fresti eða nánara sagt fyrir hverjar bæjarstjórn- arkosningar. Þá eu birtar áætlanir og ráðagerðir um slík- ar framkvæmdir og gefnar út bláar bækur um þau efni. Menn hafa látið truflast af þessum glæstu ráðagerðum og bláu bókum og bæjarstjórnarmeirihlutinn haldist óbreytt- ur. Eftir kosningar hefur svo gamla slenið runnið á ráða- menn bæjarins aftur. Þá hafa þeir gert samþykktir eins og þær, að fullnaðarvirkjun Elliðaánna væri nægileg fyrir Reykjavík, þótt andstæðingarnir væru búnir að sýna fram á það árum saman, að nauðsynlegt væri að hefjast handa um virkjun Sogsins. Þá hefur höfnin orðið aftur fullnæ'gj- andi og göturnar ágætar. Menn eiga áreiðanlega eftir að upplifa hið sama eftir næstu kosningar. Þegar bæjarstjórnarmeirihlutinn verður búinn að tfVggja völd sín áfram með þessum aðferðum, mun aftur sækja í hið gamla horf sleifarlags og sinnu- jevsis. Hið eina, sem gæti breytt þessu, væri það, að kjós- endur efldu svo andstöðuna í bæjarstjórninni, að ráða^ menn bæjarins fyndu sig hafa hitann í haldinu og létu bví ekki kosningamóðinn renna af sér. Fyrirspurnir til Mbl. itábl. heldur áfram að ræða um sjónvarpsrekstur varn- arliðsins. Blaðið reynir að hylja málið í moldreyk, sem það þyrlar upp með rangfærslúm um bráðabirgðaleyfið, er veitt var 1955. Tíminn vill að sinni láta það liggja á milli hiuta, en beina eftirfarandi fyrirspurnum til Mbl.: Álítur Mbl. það heppilegt, að erlendur aðili ráði yfir eina sjónvarpinu, sem starfrækt er í landinu? Telur blaðið það hollt íslenzkum heimilum og íslenzkri menn- ingu að búa við þær aðstæður? Álítur blaðið það ekki heppilegt, að þetta sjónvarp sé takmarkað við stöðvar varnarliðsmanna einna? Walter Lippmann ritar um alþjóðamál- Missa Rússar atkvæðisréttinn þingi Sameinuðu þjóðanna? ¥er@a sestnilega að velja um þa3 eða að' berga skuld sína SAMEINUÐU ÞJOÐIRNAR hafa að undanförnu sætt harðri gagnrýni nokkiAra gamalla amerískra stuðningsmanna, einkum þó öldungadeildarþing- mannanna Aiken og Jackson. Gagnrýnina setja þeir fram ein mitt á þeim tíma, þegar segja má að Sameinuðu þjóðirnar séu málefnaiega vel stæðar, en fé- vana. Þær eru á góðri leið að settu, mikilvægu marki, en það virðist ætla að ríða þeim að fullu fjárhagslega. Þeim virðist vera í þann veginn að heppnast hin erfiðasta tilr. þ.e. að koma á friði í ICongó og hindra á- rekstra stórveldanna. Þær eru févana fyrir þær sakir, að hóp- ur ríkja — fyrst og fremst Sov- étríkiji — neita að greiða hluta af kostnaðinum við tilraunina. Þannig standa málin, þegar fyrir öldungadeildinni liggur að ræða og greiða atkvæði um til- lögu til að bæta úr fjárþurrð- inni hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir rekstrarfé í bráð, svo að starfsemi þeirra þurfi ekki að stöðvast á næsta ári eða svo. AIKEN öldungadeildarþing- maður er aðalgagnrýnandinn. Ekki tjáir að andmæla honum, þegar hann segir, að „sjúkdóm- ur Sameinuðu þjóðanna er ekki 'éímSúgiíT fjárskortur. — Þeim verður ekki bjargað með öðru en álvarlegri aðgerð, og það fljótt, aðgerð, sem gerir þeim kleift að vera raunveruleg, marghliða stofnun, sem ekki þarf sí og æ að vera upp á náð Bandaríkjanna komin“. Þetta er einmitt ástæðan fyr- ir því, að valdamenn okkar settu fram áætlunina um skulda bréfalánið og vegna þessa er- um við svo margir meðmæltir henni. Ekki er sýnileg nein önnur leið, sem stefni beint áð því að láta öll meðlimaríki Sam einuðu þjóðanna greiða sinn hluta af kostnaðinum við að- gerðir eins og þær, sem fram hafa farið í Kongó og Palest- ínu, og geri endi á þeirri hættu legu staðreynd, að við greiðum nú nálega helming kostnaðarins við þessar! aðgerðir. Þó að við lánuðum helming fjárins, þá kæmi ekki nema þriðjungur endurgreiðslunnar í okkar hlut. „Sjúkdómur" Sameinuðu þjóðanna er aðeins sá, að sum meðlimarikin neita að greiða sinn hluta hinnar sérstöku nið- urjöfnunar, önnur ríki geta ekki greit.t og enn önnur vilja en geta ekki og bíða því á- tekta. 28. FEBRÚAR 1962 áttu Sam- einuðu þjóðirnar útistandandi 77 milljónir dollara af niður- iöfnunum vegna kostnaðarins í Palestínu og Kongó. Helztu þjóðirnar, sem ógreitt áttu, voru Sovétríkin og fylgiríki þeirra i Austur-Evrópu, Frakk- land, Belgía og Kúba. Skuld b -a samanlögð nam 56 millj ónum dollara. Þar af skulduðu kommúnistaríkin 44 milljónir dollara og Frakkland og Belgía um 10 milljónir. Auk þessa átti þjóðernissinnastjórnin í Kína ógreiddar um 8 milljónir doll- ara, ekki af því að hún hafi U THANT neitað að greiða, heldur getur hún það ekki. Hér er, búið að gera grein fyrir fjórum fimmtu hlutum skuldanna. „Sjúkdómur" Sam- einuðu þjóðanna verður ekki læknaður með öðru en því, að neyða eða laða ríkin til þess að greiða sinn hluta og géra það öllum kleift. Því betur sem ég kynni mér þetta vandamál og gögn þess öll, því sannfærðari verð ég um, að skuldabréfaleið in sé einmitt lausnin á málinu, ef það þá veröur leyst á annað borð. EN HVERNIG leysir þá skulda- bréfaleiðin vandann? Áætlunin er byggð á þeirri forsendu, að Alþjóðadómstóll- inn géfi í sumar þá lögskýringu — sem samþykkt var með tveimur þriðju atkvæða á alls- herjarþinginu að óska eftir, — að niðurjafnanir greiðslna vegna aðgerða eins og þeirra, sem framkvæmdar hafa verið í Palestínu og Kongó, séu — sam kvæmt 17. grein stofnskrár — „útgjöld samtakanna", sem „meðlimaríkin greiða eftir því hlutfalli, er allsherjarþingið á- kveður“. Rétt er að taka það fram, að Aiken öldungadeildarþingmað- ur er einn þeirra, sem ekki ef- ast um ofannefndan úrskurð AI þjóðadómstólsins. Verði úr- skurðurinn á annan veg, þá er ekki um neina sýnilega leið að ræða til þess að fá borinn uppi kostnaðinn við hinar sér- stöku aðgerðir. Verði úrskurðurinn sá, sem vonazt er eftir, þá kemur til refsiákvæða 19. greinar Sátt- málans. Meðlimaríki „ber 'ekki atkvæðisréttur á allsherjarþingi ef skuld þess við samtökin nem ur samtals tilskyldum tillögum þess s.l. tvö ar eða méiru". Við tgljum þetta þýða — svo fremi að bókhald Sameinuðu þjóð- ' anna sé rétt. — að Sovétríkin glati atkvæðisrétti sínum-'árið 1964, ef þau halda áfram að neita að greiða. NOKKURS misskilnings heíur gætt í öldungadeildinni út af þessu atriði T. d. spurði Keat- ing öldungadeildarþingmaður frá New York: „Ef Sovétríkin ákveða nú, að þau skuli ekki greiða hluta sinn af niðurjöfn- i uðum kostnaði vegna hinna sér stöku aðgerða, tapa þau þá at- kvæðisrétti fyrri en eftir að mjög, mjög mörg ár eru liðin, ef til vill 20 eða 30?“ Aiken öldungadeildanþing- maður svaraði því til, að grun ur þingmannsins væri á rökum reistur. En það er rangt hjá honum. nema hann geri ráð fyr ir óhagstæðum úrskurði Al- þjóðadómstólsins í júní 1963 munu tjllög Sov- étríkjanna s.l. tvö ár nema ná- lega 50 milljónum dollara. Ef úirskrurður Alþjóðadómstólsins verður sá, sem gert er ráð fyr- ir í skuldabréfaáætluninni, munu þau eiga vangoldnar 46 milljónir dollara og skuldin má ekki hækka nema um 3,6 milljónir dollara, ef þau eiga að halda atkvæðisr.étti gínum. Á næsta ári, 1964 lækka til- lög Sovétríkjanna fyrir næstlið- in tvö ár niður í 37 milljónir dollara. En skuld þeirra nemur þá 46 milljónum, eða 9 milljón- um dollara umfram það, sem þarf til þess að tapa atkvæðis- rétti, jafnvel þó að þau greiði sitt fulla tillag samkvæmt fjár- hagsáætlun. Samkvæmt sátt- mála Sameinuðu þjóðanna hljóta Sovétríkin þá að missa atkvæðisrétt sinn á allsherjar- þinginu. HÉR HEFUR verið lýst þeirri þvingun, sem felst í skulda- bréfaáætluninni. En auk þessa er um siðferðilegt aðhald að ræða. Sum ríkjanna, sem neita að greiða, t.d. Frakkland, hafa haldið því fram, að allsherjar- þingið hafi engan rétt til að inn heimta fé til að kosta athafnir eins og Kongó-aðgerðirnar. Við verðum að gera ráð fyrir, að Frakkland greiði sinn hluta eins og hvert annað löghlýðið ríki, ef úrskurður Alþjóðadóm- stólsins verður því í óhag. Enginn getur ætlazt á um það, hvað Sovétríkin muni gera. SÍÐAST en ekki sízt ber að benda á, að skuldabréfaáætlun- in gerir öllum meðlimaiúkjum mögulegt að greiða sinn hluta. Vextir eru lágir og skuldabréfa lánið greiðist á löngum tíma. Að lokum þétta: Því hefúr verið haldið fram, að við æltum ekki að lána Sam- einuðu þjóðunum fé við 2% vöxtum, meðan ríkisstjórnin þarf að greiða 4% af því fé, sent hún tekur að láni. Þessu er auðsvarað. Við höfum iðu- lega lánað fé með 2% vöxtum, þegar okkur hefur virzt þjóðar hagur krefjast þess. Við lok annarrar heimsstyrj- aldarinnar lánuðum við Bretum 4 billjónir dollara með 2% vöxt um. Láns- o,g leigusamningarnir gerðu ráð fyrir 2% vöxtum. Lán samkvæmt Marshall-áætluninni voru' veitt með 2.5% vöxtum. Að öllu þessu athuguðu virð ist aðeins um það að ræða, hvort það sé æskilegt eða ekki, að Sameinuðu þjóðirnar haldi áfram að starfa sem stofnun, er sé fær um að ráða niðurlög- um ákveðinnar tegundar ógn- ana við heimsfriðinn. T í M I N N, sunnudagur 1. april 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.