Tíminn - 01.04.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.04.1962, Blaðsíða 14
Fyrri hluti: Undanhald, eftir Arthur Bryant Heimildir eru STRIDSDAGBÆKUR AlANBROOKEFn i v|/| Tower aðmírál, er var dugandi flotaforingi og frábær maður ... 16. október: Gat ekki sofnað í nótt fyrr en klukkan 3,30 e. m. vegna sprenginga. Sumar sprengj urnar féllu óhugnanlega nálægt, þ. á. m. ein, sem kom niður í StJames-skemmtigarðinn sprengdi allar rúður í Bucking-ham-höHinni og flest' hús umhverfis garð- inn . . .“ „Þetta er undarlegt líf“, skrif- aði Brooke mánuði síðar — „að geta búizt við því, að hvert andar- tak verði manns síðasta í þessum heimi . . Það er einungis hægt að þakka guði fyrir forsjónina, sem vakir yfir manni og fela allt í hans hendur" (dagbókin 8. nóv- ember 1940). Það var ekki fyrr en þann 11. nóvember, sem hann gat byrjað nýjan kafla í dagbók sinni með þessum orðum: „Hellirigning og dásamlega hljóð og róleg nótt með engum sprengjuflugvélum." Það var fyrst þegar Þjóðverjar byrjuðu að beina árásum sínum að hafnarborgunum og iðnaðar- verunum, sem Brooke flutti sig til öruggari svefnstaðar í St. Pauls-skólanum, Hammersmith . ■. „16. nóvember: Mjög óskemmti leg nótt og frá miðnætti til klukk- an 5 e.m. nærfellt stöðugar sprengjuárásir á staði í nágrenni vig Raq. Orleansklúbburinn, sem var aðeins í 150 stiika fjarlægð, varð fyrir sprengju; önnur sprengja féll niður við endann á St.. James Street, tvær á St. James törgið, ein á Duke Street, tvær í Carlton og ein í Hamptons auk margra, er komu niður í St. James skemmtigarðinum. í Hamptons brauzt út eldur, sem logaði nær alla nóttina. Eg fór á fætur til að horfa út um gluggann. Það var áhrifamikil sjón að sjá endann á götunni í björtu báli . . . Klæddi mig, þótt syfjaður væri, var í skrif stofunni til klukkan 5 e.m., en hélt þá af stað til Ditchley Park, Enstone . . . þar sem forsætisráð- herrann dvaldi um þessa helgi, en ekki í Chequers, vegna þess að tungl var fullt og enn hættara við næturárásum sprengjuflug- véla. Eg kveið því, að forsætis- ráðherrann myndi halda mér á fótum til klukkan 2 e.m., svo syfj- aður sem ég var. Eg svaf hins vegar í vagninum á leiðinni. Kvöldið reyndist betra en ég hafði þorað að vona, og ég var kominn í rúmið og sofnaður klukkan 2 e.m. . . .“ Megin-viðfangsefni Brookes þenn an vetur voru heræfingar, óaflát- anlegar, erfiðar, án tillits til veð- urs, að breyta óreyndum og æf- ingarlausum nýliðum í reynda og fullgilda hermenn og tryggja það, ag Bretland yrði ekki, þegar vorið kæmi, eins varnarlaust og það hafði verið sumarið áður. Sjaldnast fóru þessar æfingar fram inni í skólastofunum í Ohamberley, heldur úti á hinum kuldalegu fenja- og heiðarlöndum, þar Sem brezki herinn beig inn- rásar óvinarins. Það leið naumast sú vika þann vetur og næsta sum- ar, að Br°oke tæki ekki þátt í einni eða fleiri slíkum æfingum, eða heimsækti a.m.k. einhvern her- eða æfingaskóla,- • r{,[W!'gi „22. janúar: Fór í effiglftsfe^ð til 55. herdeildarinnar og ók klukk an 3 e.m. aftur til London til þess að taka þátt í víðtækri land- varnarliðsæfingu, sem byrjaði í dag . . . 23. janúar: Æfingu landvarnar- liðsins haldið áfram í allan dag. 24. janúar: Annar dagur æfing- arinnar. Forsætisráðherrann kom síðari hluta dagsins til að fylgj- ast með henni . . . 25. janúar: Lauk æfingunum klukkan 1 e.m. og fór heim til að vera þar um helgina. Hressandi að sleppa úr loftleysi neðanjarð- ar-skrifstofu minnar og svefnher- bergis ..." Síðar á styrjaldarárunum minnt- ist Brooke á þennan erfiða æfinga tíma í bréfi til Wavell: „Eg er þér alveg sammála um það, að vig séum ekki nálægt því eins hraustir eða harðgerðir og við vorum í síðustu styrjöld. Það hefur verið alltof mikið óhóf, munaður, öryggi o.s.frv. í þessu landi. Við hugsum um þag eitt, að tryggja þægindi okkar og forðast allt, sem sært gæti okkur á einn eða annan hátt. Þess vegna reyndi ég að herða hermennina og stæla þá með því ag láta æfingarnar alltaf standa yfir í nokkra daga, hvernig sem viðraði, vetur sem sumar, með löngum hergöngum, þrjátíu mílur eða jafnvel enn lengri . . .“ Þannig dvaldi Brooke ýmist í skrifstofu sinni í varnarveikri og myrkvaðri borginni eða úti á blautu og snæviþöktu bersvæði. „2. janúar: Lagði af stað frá tyendon klukkan 11 e.m. flugleið- is til Liverpool. Veður nístandi kalt og landið fyrir neðan hulið snjó. Hitti „Copper“ og fór með honum að kanna eitt af hinum nýju fótgönguliðs-stórfylkjum. Fylgdist því næst með honum til deildarstöðva hans og dvaldi þar hjá honum til klukkan 8.30. 3. janúar: Fór klukkan 9 f.h. í eftirlitsferg til eins herfylkis (K-O.S.B.) úr 55. herdeildinni. Veðrið er jafnkalt. Fór með lest inni frá Crewe klukkan 3 e.m. og kom tiLEuston þremur klukku stundum síðar . . . kvefaður og kaldur ... 21. janúar: Lagði af stag klukk- an 10 f.m. til bækistöðva 55. her- deildarinnar og horfði þar á skrið drekaæfingu . . . mjög kalt og allt Cotswold-hálendið hulið snjó og krapa . . . 28. janúar: Fór á fætur klukkan 6,30 f.m. til ag fylgjast m eð göngu æfingu 15. herdeildarinnar í myrkri . , mjög ömurlegur dag ur og ég verri af kvefinu . . . 25. febrúar: Lagði af stað til York klukkan 10 f.m. Kom þang- að kl. 1,40 e.m. og hitti Adam. Héldum því næst áfram í áttina til Bridlington, til þess að hnrfa á æfingu hjá 2. herdeild . Veð- ur kalt og jörð alþakin snjó . . . 27. febrúar: Fór aftur til Lin- colnshire klukkan 8,45 e.m. til að horfa á æfingu 1. herdeildarinnar, skammt frá Louth . . . Andstyggi- legur dagur, jörð hulin snjó, bitur norðanvindur moð rigningu og krapahryðjum . . . “ Á þessu eina ári flaug Brooke 14000 mílna vegalengd og ók 35000 mílur í sinni bifreið og á- líka margar í öðrum farartækjum. Á flugferðuin sínum athugaði hann landakortið ailtaf mjög nákvæm- lega, til þess að kynna sér sem bezt landið, sem hann þyrfti kann ske einhvern næsta dag að verja. Mörg þessi flug hans voru farin við andstæð veðui’skilyrði: ,,Það var ofsarok með dimmum krapa- éljum og ómögulegt að sjá yfir flugvöllinn", skrifaði hann um eina ferg sína í október 1940. „13. maí 1941: Kom af fundi kl. 1,30 e.m. Flýtti mér til Hend- on og þaðan til Orkneyja kl. 2 e.m. . . . Veðurskilyrði mjög slæm, svo að ég varg að fljúga yfir til austurstrandarinnar og meðfram henni fram hjá Aberdeen og yfir Lossiemouth og Mair. Kom loks til Inverness klukkan 7,45 e.m. Lagði aftur af stað eftir fimm mín útur og kom eftir mjög þægilegt flugtilKirkwall kl. 8,50 e.m. 18' var á sýslumannssetrinu. Kom hún svo fram og sagði fyrir um kvöldverðinn. Svo hvarf hún til gestsins og tók hann tali. Er frú- in kom fyrst inn í skrifstofu sýslu manns og hurðin lokaðist, sá hún gestinn. Stóð hann við dyrnar og heilsaði henni með djúpri hneig- ingu. Bag hann hana velvirðingar á framkomu sinni. /— Bæði er það, að ég þoli illa glápandi for- vitnisandlit, þekki lítt siðvenju fólks hér og svo gat ég ekki hald izt við í herbergiskrílinu í fram- bænum. Þar hafast við svipir ves- alla sálna, sem annag tveggja hafa látizt þar eða orðið svo miður sín af skelfingu, að þær hafa ekki get að losnað þaðan með öllu, þó að skipt hafi um samastað. Þótt ég sé laus við myrkfælni, gat ég ekki samrýmzt slíkum slæðingum. Þess vegna leitaði ég hingað og bið yð- ur fyrirgefningar á því tiltæki mínu. Frúin bað hann að nefna ekki slíkt. Það hefðu verig mestu mis- tök að vísa honum á skonsuna. - En hvernig gátuð þér komizt hing að inn um læstar dyr? spurði hún. — Ég er spámaður, lærður : stjörnuvísindum. Slíkir menn deyja aldrei ráðalausir, sagði hann. — Ég kom hér að læstri hurð, brá upp ljósi og er ég sá skáphurðina litlu, vissi ég undir eins, að þar var lykillinn geymd- ur. Skáphurðin hrökk upp við lít- ið högg. Og þá var lykillinn furid inn. Með aðstoð hans komst pg hingað inn og lokaði ag mer. Mátti það ekki seinna vera, því að nú hófst leit um bæinn. Ég var fyrst að hugsa um að hafast -hér vig fram eftir nóttunni og hverfa svo burtu, en hvarf frá því. Greip ég þá strengjahljóðfær ið mitt litla og ný leit var hafin með þeim bægslagangi að mér þótti nóg um. Ég hefði aldrei svarað hjúum yðar, en til yðar ber ég fiÍUt traust. Eg heyri það á rödd yðar, að þér geymið mann kostagullið. Og á svip yðar sé ég, að þér eruð góð kona. Lífið hefur að vísu rist rúnir á fallegt andlit yðar, en jafnvel það vitnar vel um yður. Misjafnir menn, sem hafa sært tilfinningar yðar, eiga sinn þátt í rúnum þeim, sem ófríkka, en þær eru eins og örfínt úrrak á fögru klæði. Þér eruð fögur kona og einarðleg í senn. Á ég ekki að horfa í kúluna mína og segja yður hvers ég verð áskynja? — Ég veit ekki, mælti frúin. En líklega sjáið þér það, sem þér viljið sjá, hvort sem ég leyfi það eða ekki. — Þar hafið þér rétt ag mæla, sagði gesturinn. Hann tók að hag ræða kúlunni og færa til Ijósið, svo að rétt birta léki um hana. — Hér er stillingin, mælti hann eins og vig sjálfan sig. — Þér komið inn í betri stofu, rnælti frúin. Þar hlusta ég á yður. - — Ég fer . ekki héðan meðan hjúin troðast um á ganginum. Hér fer vel um mig. Þá var það, ag frúin fór fram á ganginn og vísaði fólkinu frá cins og áður er sagt. Þegar gesturinn hafði hagrætt sér í stássstofunni hófst lesturinn Frúin sat í hægindi gegnt honum og hlýddi á með mikilli eftirtekt. Gesturinn rýndi í kúluna og las hægt með sönghljóði sínu. Við það varð framsetníngin annarlég og dulmögnuð: — Ég sé litla stúlku, barn, líklega fimm til átta ára. Barnið situr á blómskrýddum bala. Það er sól og snmar. Barnið heldur á svo mörgum blómum, sem litlu lófarnir geta rúmað. Það horfir hugfangið á blómin. Þetta er reglulega fallegt stúlku- barn. Og það er glatt yfir tilver unni. Nú kemur lítill, fallegur drengur hlaupandi. Hann er álíka stór og telpan. Hann er með stóra festi gerða úr fíflaleggjum. Hann gefur telpunni festina. Og er hann hefur komið festinni fyrir um háls hennar og herðar, byrjar hann að stinga blómum í festina. Og bráðum glóir litla stúlkan öl! í blómum. Börnin eru bæði glöð, falleg og góð. Þér eruð stúlku- barnið, segir gesturinn og lítur upp. v — Sjáið þér meira? spyr frúin. Gesturinn rýnir enn í kúluna. — Ég sé unga stúlku. Hún er leidd upp að altarinu. Hún er í fannhvítum|faldbúningi. Það á að fara að ferma hana. Mikig er hún falleg. Nú kemar annað ferming arbarn. Það er piltur. Hann stað- næmist við hlið ungu stúlkunnar og lítur til hennar um leið. Þau horfast í augu. Það er hlýtt tillit, fallegt og alvarlegt í senn. Ég þekki þau. Þetta eru sömu börn- in, sem léku sér daginn góða á blómabalanum. Gesturinn lítur til frúarinnar. — Þér eruð ferming arbarnið. Mikið voruð þér falleg- ar þá. — Segig meira, segir frúin og gat nú varla dulið gleði sína. Gesturinn rýndi enn í kúluna. Hann velti henni fyrir sér um stund. Svo tók hann til máls: — Eg sé unga, fagra konu. Hún stendur á hátindi fegurðar sinnar. Og nú veit hún hvers viriði það er að vera falleg, ung stúlka. Það er því líkt að hún sé að búa sig und- ir stefnumót. Er hún hefur snyrt | BJARNI ÚR FIRÐI: I Stúdentinn í Hvammi I sig og lagað, sem mest hún má, leggur hún af stað. Hún líverfur. Eg sé fagra brekku. Ungur, fal- legur maður gengur þar um. Hann er í geðshræringu. Nú lítur hann við. Þetta er fallegi pilturinn, æsku vinur'yðar. Unga stúlkan kemur nú yfir í brekkuna. Pilturinn snýr til móts við Hana og heilsar. Hún tekur kveðjunni með tvíræðu glettnisbrosi. — Hættið!, hrópaði frúin. Nú sátu bæði þögul um stund. Loks segir frúin: Sjáið þér meira? Gesturinn rýndi í kúluna. — Eg sé miðaldra mann, rauð- an og þrútinn í andliti, ganga um gólf í rúmgóðu herbergi. Bezt gæti ég trúað, að þetta væri betri stofa á efnuðum bóndabæ eða prest- setri. Uppbúið gestarúm er í einu horni stofunnar. Snýr það stafni að sama vegg og stofuglugginn. Maðurinn gengur nú að rúminu, ýtir sængurfötunum upp að þili og leggst upp í rúmið aftur á bak. Maðurinn er í einkennisbúningi sýslumanns. Hann lygnir augunum og brosir út í annað munnvikið Stofuhurðin opnast. Ung stúlka j kemur inn. Falleg er hún og vel! búin. Maðurinn sprettur upp og gengur til móts við hana hröðum skrefum. Þau heilsast og horfast í augu. Maðurinn leiðir stúlkuna að borðinu, opnar þar litla öskju, tekur úr henni fingurgull og dreg- ur á hönd ungmeyjarinnar. Ann- an hring setur hann upp sjálfur. Hann kýssir ungu stúlkuna og þrýstir henni að sér. Hann hvísl- ar einhverju í eyra henni. Hún roðnar fast. Hann hlær. Kyssir hana enn. Svo lyftir hann henni og ber hana að rúminu. Hún bendir á gluggann. Hann kyssir hana og Wær. Svo fer' hann úr gylltu yfirhöfninni og hengir hana við glqggann svo að skugga ber á rúmið. Svo hverfur hann til ung- meyjarinnar. — Gesturinn hratt um kúlunní. Nú er þögn. Frúin rauf þögnina: — Sjáið þér það eitt, sem liðið er? spyr hún. — Ef svo er vil ég ekki heyra meira. — Gesturinn tók kúluna að nýju stöðvaði hana og rýndi i hana. En annað hvorf sá hann ekkert eða vildi ekki segja frá Hann blakaði við kúlunni. Aftur stöðvaði hann hana og enn fékk hún veltu. Þannig gekk um stund. Loks sagði gesturinn: — Eg sé 14 T f TVf T N N. cumvif|ntfMr t. 19f>2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.