Tíminn - 01.04.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.04.1962, Blaðsíða 15
\ Héldu upp á afmælið (Framíhald af 16. síðu). : loftastöðinni, sem er til húsa í : naesta nágrermi vig veðurstofuna. Þjað er Hlynur Sigtryggsson, sem frá upphafi hefur verið yfirveður fræðirigur og jafnframt haft með höndum stjórn á starfsemi hálofta stoðvarinnar. Þá má að lökum geta þess, að megínhluti kostnaðar við veður- athuganir og veðurskeytasending- i ar frá alþjóðlegum veðurathugun- arstöðvum hér á landi er endur- greiddur af ICAO. Um starfsemi háloftastöðvarinn ar má geta þess, að 4 sinnum á sólarhring eru sendir upp loft- belgir, en neðan í þeim hanga mælingatæki. Tæki þessi mæla: lofthita, raka og þrýsting, en einn ig er tekin vindátt um leið og belgirnir svífa í loftinu. Loftbeldir þessir eru fylltir hel- íum og geta þeir borið um 1 og hálft kg. Þeir komast ag meðal- taH upp í 25—28 km hæð, og það tekur þá um 90 mínútur að ná þessari hæð. Mikill kostnaður er vig að senda slíka belgi upp, en einn belgur með tækjum og öllu tilheyrandi kostar hvorki meira né minna en 58 dollara og 22 cent. Það er bandaríski flotinn, sem sér um að nægar birgðir belgja og tækja séu ávallt fyrir hendi, en auk þess greiðir hann helming alls kostnaðar við þessar mæl. ingar. Hinn helminginn greiðir ICAO að mestu leyti. Ekki er hægt að nota hvern belg nema einu sinni, þar eð þeir svífa oft langar leiðir, og lenda síðan í sjónum, eða einhvers staðar langt frá mannabyggð. Þar að auki eyði leggjast tækin er belgurinn fell- ur niður. Yfirmaður bandarísku veðurstof unnar á Keflavíkurflugvelli Fleet Weather Faeility er Commander M. B. Moreland, og hefur hann dvalizt hér síðan í september s.l. Eins og fyrr segir, var frétta- mönnum boðið til Keflavíkurflug- vallar til þess að skoða þar Veður stofuna. I fylgd með fréttamönn- um var frú Teresia Guðmunds- son veðurstofustjóri og auk þess Hlynur Sigtryggsson, yfirveður- fræðingur þar suður frá. Voru fréttamönnum sýnd ýmis tæki og síðan horft á er söndur var upp einn af þessum rokdýru loftbelgj um. Að þessu loknu var snæddur kvöldverður í Flugvallarhótelinu, þar sem m.a. var fram borin skín andi ísterta með 10 logandi kert- um, í tilefni þess að veðurstofan suðurfrá er nú 10 ára gömul. Vildu ekki fara (Framihald af 16. síðu). höfn, og hefur ASÍ heitið' stuðningi sínum. Það er haft eftir íslenzkum sjó- mönnum, sem voru samtímis skip- verjum af Kai'lsefni í Bremerhav- en, að sex af áhöfninni hafi verið mótfallnir þessum aðgerðum. Lítið er látið uppi um ferðir skipsins, en talið er, að það sé á veið'um á Selvogsbanka. Þessi veiðiför skipsins mun vera farin án samþykkis og vitundar Félags íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda. Rabb um bókaútgáfu Framhald af 9. síðu. hin holdið og blóðið, ef svo má segja. Við nýrri kennsluhætti í barnaskólum, sem líklegt má telja að ryðji sér smátt og smátt til rúms, mun síðari gerg in verða heppilegri. Annars mun mörgum þykja skemmti- legt að kenna sögu, þótt í lengra brotinu sé, þegar lysti- leg er frásögnin, eins og t. d. íslandssaga Jónasar, en þá þarf að búa sér til grind aðalat- riða úr hverjum kafla eða hverri öld, sem einkum verður að leggja áherzlu á við námið. En þurr yrði vsú kennsla, ef ágripig væri eitt um hituna. Því verður jafnan að Ieggja áherzlu á það, um leið og ágrip ið er fengig skólunum, að les- bókin komi líka. Og það er einmitt þessi vönt un á lesbók, sem líklega veld- ur óánægju sumra kennara með nýja fslandssögubók yfir tímabilið 1874—1944 en sögu- ágripið sjálft, og er þá höf. úr sök. Verður heldur ekki annað séð en bókin sé vel og skipu- lega samin, enda er höfundur- inn, Þorsteinn M. Jónsson, ágætlega að sér í sögu og þaul vanur sögukennari. En deila má að sjálfsögðu um það, er slíkt ágrip er samið, hvað rétt sé að taka með og hvað ekki. Og vera má að rétt sé þá að taka fremur færra og gera því veigameira fyllri skil. En óneit anlega er þó sá kostur nokkur að minna á sem flest, úr því aðeins er um ágrip að ræða.1 Og þarna er miklu efni þjappa® saman á 70 blaðsíðum. Virðist mér því bókin handhægt ágrip, svo sem til var stofnað. Hitt er syo aftur nauðsynjamál, að lesbók geri þar mörgu efni fyllri skil. Og því þarf sú bók að koma sem allra fyrst. í sambandi við lesbækur í þessum stíl minnist ég þess, að eitt sinn, er ég kom nærri þess um málum með Karli Finnboga syni, Þorleifi Bjamasýni og Gunnari M. Magnúss, að við samþykktum þá að hefjast þeg ar handa um söfnun efnis í slíkar bækur í lesgreinum barnaskólans í lesarkarstíl Jóns Ófeigssonar. En við vorum stutt „við völd“ og gátum því ekki staðið vig neinar áætlan- ir, en höfgum þó safnað nokkrp efni. Nú hef ég það fyrir satt, að rætt sé um þag í námsbóka nefnd að reyna til að koma út lesbókum með einstaka náms- bókum og er vissulega þörf á slíku. Svo vil ég að lokum endur- taka það, sem ég sagði í upp- hafi þessa rabbs, að ég tel náms- bókaútgáfuna hafa komið í góð ar þarfir og orðið til mikils gagnS. Og ég tel skólavörubúð- ina mikilsvert framfaraspor. Og líklegt þykir mér, að kennar- arnir skilji það og meti. Og ekki er það heldur lítils vert, að stofnandi hennar og forstjóri námsbókaúigáfunnar skuli vera einn úr hópi kenn- aranna, og því skilningsgóður á þarfir skólanna, — þjónustu- viljugur dugnaðarmaður. Vildi ég að síðustu mega óska þess, að skólarnir fengju að njóta sem lengst forystu hans á þessu sviði. Snorri Sigfússon. Þrír hestar (Framhald af 16. síðu). af;'' fofðagæzlumönnum Þverár- hrepps, Sigurð Halldórsson á Efri- Þverá, kváðu þeir hins vegar rang- hermt, að ráðlagt hefði verið að slátra einhverju af hrossunum. Forðagæzlumenn Þverárhrepps fóru í fyrradag að skoða hrossin í Hindisvík. Sigurður Halldórsson tjáði blaðinu í gær, að holdafar þeirra væri mjög misjafnt sem 1 eðlilegt . væri, þar sem sett var á talsvert af folöldum undan ungum hryssum og harðfullorðnum. Sagði hann, að þrjú hross, sem heima við voru, hefðu augsýnilega þurft hjúkrunar við, enda hefðu þeir bent á það og vonuðu, að úr rætt- ist. Hins vegar hefðu þeir séð all- mörg hross með'fram veginum, og hefðu þau litið vel út. Hrossin hafa gengið báðum megin við Vatnsnes- tána, en stóðinu hefur ekki verið smalað. Að lokum kvað Sigurður það fara talsvert eftir vorinu, hvernig hrossin hefðust við, en nægar heybirgðir eru til í Hindis- vík. — Mjög fátt fólk er í Hindis- vik, svo að stundum hefur enginn verið þar upp á sfðkastið, nema sr. Sigurður einn, en hann hefur mörgum störfum að sinna og mun því ekki hafa getað fylgzt eins vel með hrossaeign sinni og skyldi. Lána vélar (Framhald af 1. síðu). líkum grunni og fyrri samningar við' þá, þegar leitað hefur verið til Jieirra um vélalán í öðrum tilfell- um. Mun vera í hyggju að þeir leggi til stórvirkar vélar og menn, við vegargerðina, eftir því sem þeim er fært vegna verkefna hjá varnarliðinu. Hefur Tíminn frétt í þessu sambandi, að samið verði í fyrstu um, að þeir leggi tíu kíló- metra í þessum nýja vegi til að byrja með. Gefa eftir? NTB—Geneve, 31. marz. Ræða Zorins, aðalfulltrúa Sovét- ríkjanna á afvopnunarráðstefnunni í gær hefur gefið mörgum tilefni til að ætla, að Sovétríkin séu fús til að gefa eftir í skoðun sinni á, hve langan tíma fullkomin afvopn- un eigi að taka. Zorin sagði, að möguleikar á samkomulagi um tímann, sem al- menn og alger afvopnun eigi að taka, væru góðir. Zorin sagði, að Sovétríkin vildu fjögurra ára af- vopnun, en Bandaríkin níu ára af- vopnun, og væri það ekki óbrúan- legur munur. Á miðnætti í nótt renna út samn ingar milli Læknafélags Reykjavík ur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur, Eins og menn rekur minni til, rofn uðu samningar milli þcssara félaga á miðju fyrra ári, en bráðabirgða- lög voru sett uin það, að læknum væri skylt að vinna fyrir þá hækk un launa úr hendi samlagsins, sem ríkisstjóriiin ákváð. — Klukkan fjögur í gær hófst fundur hjá læknum í Reykjavík, sem átti að skera lír xun það, hvort læknar vildu samþykkja tillögur sjúkra- samlagsins, gefa lengri samnings- frest og vinna á meðan upp á sömu kjör og giltu til 1. aprfl, eða hvort slíta ætti samstarfi við Sjúkrasamlagið, þar til öðru vísi semst. « Hljómleikar í Austur- hæjarbíói Á morgun kl. 7.15 efn- ir Kór Kvennadeildar Slysa- varnafélagsins í Reykjavík til hljómleika í Austurbæj- arbíói. Á efnisskránni eru bæði innlend lög og erlend. Söngstjóri kórsins er Herbert Hriberschek, sem stjórnag hefur kórnum undanfarin 5 ár, en radd- þjálfarinn er V. M. Demetz, söng- kennari. Með kórnum syngja ein- söng að þessu sinni Sigurveig Hjaltested og Eygló Viktorsdóttir. Undirleik á píanó annast óbóleik- ari Sinfóníuhljómsveitarinnar Karl Paukert. Þessi söngskemmtun er aðal- lega ætluð styrktarfélögum kórs- ins, en verði einhverjir miðar óseldir, verða þeir seldir í Aust- urþæjarbíói. i ritsímans í er 2-20-20 o Wí eo ío CS % 3 o Umboðsmaður Björn Arnórsson umb.- & heildverzlun Bankastræti 10 Sími 19328 FLEIRI 0G FLEIRI N0TA HIN ENDINGARGÓÐU FASAN RAKBLÖÐ (Úr bréfi til umboÖsmannsins) T í M I N N, sunnudagur 1. apríl 1962. ) 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.