Tíminn - 18.04.1962, Blaðsíða 2
Það er ekki oft, sem ís-
lendingum gefst kostur á að
sjá slíka list og flutt var af
sviði Austurbæjarbíós s.l.
sunnudag, enda voru fagnað-
arlæti áheyrenda slík, að
þess eru áreiðanlega fá
dæmi. Varð m. a. að sleppa
tíu mínútna hléi til þess að
koma til móts við kröfur á-
heyrenda, því að listafólkið
hafði aðeins tvo tíma til ráð-
stöfunar. Þetta voru rúss-
neskir listamenn, sem Skrif-
stofa skemmtikrafta hafði
fengið hingað til landsins.
Alls komu þarna fram 9 manns,
3 stúlkur og 6 piltar, og skemmtu
þau með hljóSfæraleik, söng og
dansi. Mikla athygli vakti, hve
ung þau voru að árum, en list
þeirra var einkar þroskuð af svo
ungu listafólki að vera.
Segja má, að Sergey Schrynch-
enko hafi borið hita og þunga
kvöldsins. í upphafi dagskrárinn-
ar lék hann fjögur verk á píanó,
og vakti af þeim mesta hrifningu
Fantasía Impromptu eftir Chopin
en auk þess annaðist hann undir-
leik fyrir söngvarana og suma
dansarana. Leikni hans var afar
mikil, og framkoman einkenndist
af hógværð og alvöru.
Hérlendis gefst alltof sjaldan
tækifæri til að sjá svo fagra list,
sem ballettdansinn er. Enda
mátti heyra hrifningaröldu fara
um salinn, þegar Nelly Navass-
ardova, ballettdansmær frá Stan-
isslavskileikhúsinu í Moskvu,
leið inn á sviðið og dansaði til-
brigð'i úr ballettinum „París
brennur“ eftir Asafyev. Fimi
hennar og fínlegar hreyfingar
voru þrungnar yndisþokka. Hún
kom einnig fram síðar um kvöld-
ið ásamt Khadsimel Varsyev, og
dönsuðu þau þá armeniskan dans.
Vakti það atriði mikla hrifningu,
enda dansmennt beggja frábær.
Þrátt fyrir ágæti alls lista-
fólksins, er óhætt að fullyrða, að
söngkonan Maja Kochanova hafi
átt hug og hjarta áheyrenda
þetta kvöld. Kom hún tvisvar
fram. Lögin, sem hún söng í fyrra
skiptið, voru Næturgalinn eftir
Kropivnitsky, Ave Maria eftir
Schubert, Tunglvals eftir Doun-
ayevsky og enska þjóðlagið Sev
enteen sem aukalag. Maja Koch-
anova er kólortúr-sópran frá
Stanisslavskileikhúsinu í Moskvu.
Rödd hennar er afar falleg og
raddbeitingin frábær, innlifun
hennar í sönginn einkar skemmti-
leg og framkoman látlaus og ynd-
isleg. Sérstaka hrifningu vakti
hún, ' er hún söng Næturgalann
eftir Kropivnitsky. I síðara skipt-
ið, sem Maja Kochanova kom
fram, söng hún Summertimé, ariu
úr „Porgy og Bess“ eftir Gersh-
win, Sögur úr Vínarskógi eftir
Strauss og Bergmál, svissneskt
þjóðlag, og vakti það síðast
nefnda líklega hvað mesta hrifn-
ingui Söngur Maju Kochanova á
eftir að lifa lengi í minnum
þeirra, er á hlýddu.
Rödd Boris Masoun frá Fíl-
harmoníufélagi Novosibirsk var
algjör andstæða raddar Maju
Kochanova. Hygg ég, að ýmsum
hafi hnykkt við, er þessi ungi,
næstum því drengjalegi piltur
hóf upp raust sfna, mikla og karl-
mannlega. Söng Boris Masoun alls
sjö lög, og vakti enskur verka-
mannssöngur einna mestan fögn-
uð áheyrenda. Hljómmikil rödd
hans gleymist ekki.
Albina Bayeva og Khadsimel
Varsyev úr Ríkisdansflokki Norð-
ur-Ósetíu sýndu gamlan ósetísk-
an dans, sem var afar gaman að
sjá. Albina Bayeva var klædd
undurfögrum skósíðum klæðum,
hún leið fram og aftur um sviðið
og tjáði sig með handahreyfing-
um og svipbrigðum, og er dansi
hennar bezt lýst með orðum, sem
einn áhorfenda lét falla að hon-
um loknum: — Hún hlýtur að
vera á færibandi, stúlkan. Dans-
félagi hennar sýndi furðulega
fimi og kraft.
Murat Konukov úr Ríkisdans-
flokki Norður-Kákasus (Ósetíu)
sýndi karakterdans — og ham-
ingjan góða, hvílík fimi og fjað-
urmagn og kraftur! Sá hinn sami
sýndi einnig dans tveggja vina
ásamt Khadsimel Varsyev, ein-
stakt atriði og eftirminnilegt.
Undirleik þessara þjóðlegu dansa
Hjartað hoppaði í brjósti
Ijósmyndarans þegar brjóst
ið hoppað'i upp úr kjól
stúlkunnar, og hann var
ekki lengi að grípa fæki-
færið og festa atburðinn á
filmu. Hinu hefur hann !ík-
Iegast til ekki veitt athygli,
að pilturinn á myndinni er
með brjóstbirtu í pela inn
an á vasa jakka síns, og
sýnir það, að vasapelinn
er víð'ar Vinsæll en á fs-
landi, því að myndin er tek
in á stúdentadansleik í
Kaupnwnnahöfn nýlega.
Dans tveggja vina
annaðist ungur piltur á harmon-
ikku, en nafns hans er hvergi
getið í leikskrá.
Enn er ógetið einleiks Boris
Jegorov á harmonikku. Sýndi
hann mikla leikni á hljóðfærið,
og var Volgakadrilla hvað eftir-
minnilegast laga þeirra, er hann
lék. Enn fremur annaðist hann
undirleik sdmra laganna, er
Boris Masoun söng.
Lokaatriði þessarar dagskrár
var svo Nótt í Moskvu, sem allir
listamennirnir tóku þátt í, og
mátti heyra nokkra áheyrendur
hrífast með og raula þetta þekkta
lag með listafólkinu. Fagnaðar-
lætin voru innilég og náðu há-
marki, þegar rússnesku lista-
mennirnir köstuðu blómum til
áhorfenda.
Með listafólkinu var rússnesk-
ur kynnir, sem kynnti skemmti-
atriðin jafnóðum á rússnesku, en
Pétur Pétursson túlkaði mál hans
á íslenzku. Viðstödd sýninguna
voru menntamálaráðherra og frú,
og auk þess fulltrúar rússneska
sendiráðsins. Þetta var í hæsta
máta stórfengleg og eftirminni-
leg kvöldskemmtun. Hafi rúss-
neska listafólkið þökk fyrir kom-
una hingað og Skrifstofa skemmti
krafta fyrir sinn hlut að málinu.
Vonandi á hún eftir að stuðla oft-
ar að þvi, að slíkir skemmtikraft-
ar leggi leið sína til 'landsins.
— k.
Fm B/EKÖR m
Ágúst Sigurðsson, erindreki
á Selfossi, hefur gert eftirfar-
andi athugasemd við frétt um
Summariu þá, sem komst í
safn Þorsteins Dalasýslu-
manns: „Summaria er ekki
guðfræðirit eins og segir í
fréttinnl, heldur guðsorðabók,
samandregnir kaflar úr
Gamla og Nýja testamentinu,
eins og nafnið bendir til. —
Summaria er prentuð á Núpu-
felli 1591. Hún er til í Möðru-
vallaklausturskirkju ásamt
Guðbrandsbiblíu, sem er
prentuð á Hólum 1584. Báðar
bækurnar eru stráheilar, en
þær voru gefnar kirkjunni,".
Blaðið hefur einnig fengið
vitneskju um, að fimm eintök
af Summariu eru til hér á
landi, á Möðruvöllum, i elgu
Davíðs Stefánssonar skálds
Uandsbókasafninu, Háskóla.
bókasafninu og safni Þor-
steins. Eintak Háskólabóka-
safnsins er gallað.
VÍÐAVAN
Afstaðan fil efnahags-
bandalagsins
f fsfirðingi segir svo um af-
stöð’una til Efnab.agsbanda-
lagsins:
„Afstaðan til efnahaigsbanda
lags Evrópu rís nú ofar öðruni
málum, sem á baugi eru. Þær
þjóðir, sem íslendingar eiga
við meira en helming allra Við
skipta sinna, ráðgera a® móta
nú fullkomið viðSkipta- og
tollabandalag og raunar sam-
ruma í eitt viðskiptaríki.
Stjórnarblöðin íslenzku létu
svo á síðasta sumri, sem full-
aðild aS bandalaginu af ís-
lands hálfu kæmi fyllilega til
álita. Þó er um það að ræða,
ag sá, sem einu sinni gengur
inn I ba.ndalagið á þaðan ekki
afturkvæmt, meirihluti at-
kvæða ræður á fundinum og
stærri 'þjóðir hafa meira at-
kvæðamagn en hinar smærri.
Vald íslands í slíku bandalagi
yrði því lítið. Það væri bundið
af samþykktum hinna.
Full aðild að efnahagsbanda
laginu þýðir því innlimun fs-
f* lands í ríkjasambandið.
Hva9 er aukaaðild?
Nú mun öllum ljóst, að þessi
blaðaskrif um aðild íslands
voru ógætileg og vanhugsuð
áuk þess sem þau bera vott
um nokkr.a hneigð til að halla
sér að vissum ríkjum án þess
að fullr.ar varúðar sé gætt. Enn
talar Alþýðuflokkurinn um
aukaaðild fsla.nds að bandalag-
inu og veit þó enginn hvað það
þýðir í mun og veru.
f ályktun aðalfundar mið-
stjórnar Framsóknarflokksins
um þcssi mál, er á málinu tek
ið með fullri varúð oig þjóð-
legri ábyrgðartilfinningu.
Framsóknarflokkurinn __ gerir
sér fyllilega Ijóst, að fslend-
ingum er hentugast að eiga
skipti við þjóðir Vestur-
Evrópu. En b.ann veit það líka
að það samrýmist ekki sjálf-
stæði íslenzkra ríkisins að
þjóðin gangist undir sameiginl.
stjórn sumra sinna örlagarík-
ustu mála, þar sem segja má
að allt valdið lægi í höndum
erlendra aðila.
BíStim og sjáum h\?a$
setmr
Það er ekld hægt á þessu
stiigi að fullyrða hvaða stefnu
málin taka næstu árin. Hins
vegar er það von beztu manna
að viðskipti þjóða milli verði
frjálslegri og tollmúrar hryriji.
Þ,ar af leiðir aS þjóðirnar
verða að cndurskoða fram-
leiðslumál sín og fyrr eða síð
ar að hvcrfa frá þeim atvinnu-
greinum sem eingöngu þrífast
í skjóli verndartolla. Því er
það gagnlegt að gera sér ljóst,
hvaða framleiðsla stendur bezt
á eigin fótum á frjálsum mark
aði. Hugsianlegir samningar
við éfnahagshandalagíð herðá
á slíkri athugun.
Miðstjórn Framsóknarflokks-
ins leggur áherzlu á það að
rannsaka hver áhrif hugsan-
legar leiðir í sambandi við
efmhagsbandalagið myndu
hafa fyrir íslanzku þjóðina.
Hér er um að ræða mál, sem
erysvo stórt og örlagaríkt, að
það er yfir það hafi® að vera
haft ,að flokkslegu bitbeini. En
vel skyldu menn athuga hvern
ig á þessum málum er tekið
og hverjum bezt virðist treyst
andi til ,að vaka yfir hagsmún
um þjó'ðarinnar með fullri
gát og sjólfstæðum þrótti.
J
2
TÍMINN. miðvikudaginn 18. anríl 1962