Tíminn - 18.04.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.04.1962, Blaðsíða 12
I ' ' : : «|| swlws P - : ■ T í M IN N, iniStfikudaginn 18. apríl 1962 Skíðamót íslands hófst í gær ( í Hlíðarf jalli við Akureyri og er þátttaka mjög mikil í mót- inu, keppendur 113 og þar á meðal allir beztu skíðamenn og konur landsins. Stöðugur straumur keppenda og áhorf- enda hefur Iegið til Akureyrar að undanförnu, og er reiknað með að áhorfendur skipti mörgum hundruðum. Mótið var sett kl. 1.30 í gær af for- manni Skíðasambands íslands, Einari Pálssyni, en að því loknu hófst keppni í 15 km. skíðagöngu eldri og yngri, en síðan var 10 km. skíðaganga unglinga. Frá úrslitum er skýrt annars staðar. „Strompur" skýli í Hlíðarfjalli. — Til vinstri sést dráttarbrautin. endur SkíSamót Islands 1962 hófst í Hlíóarfjalli vio Akureyri í gærdag Keppni í stökki í dag Veður var gott, þegar mótið hófst, og í Hlíðarfjalli eru skíða- lönd mjög góð. Fannkyngi hefur verið mikið og hvergi sér á dökk an díl. Skíðaráð Akureyrar sér um mótið að þessu sinniv en for- maður þess er , Halldór Ólafsson, en aðrir í mótstjóminni Guð- mundur Ketilsson, Ólafur Stefáns son og Hermann Sigtryggsson, og mótstjóri verður sá síðasttaldi. Fullkomin aðstaða Aðstaða er nú hin ágætasta fyr ir keppendur og áhorfendur, því að nýja skíðahótelið í Hlíðarfjalli hefur tekið miklum stakkaskipt- um að undanförnu, og þótt smíði sé ekki að fullu lokið innanhúss Fiskverkunarhús og skemma Kópavogskaupstaðar við höfnina í Kársnesi, eru til leigu frá 15. ágúst n.k. Tilboð skulu send á skrifstofu Kópavogskaup- staðar, Skjóibraut 10, fyrir 15. maí n.k. Bæjarstjórinn í Kópavcgi. ÚTBOD Tilboð óskast um skrúfuð píputengi, plastein- angrun, stóra vatnsmæla og ýmsar tegundir af lokum vegna aukningar hitaveitu í Reykjavík. Útboðsgögn fást í skrifstofu vorri, Tjarnar- götu 12 . Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. enn þá, er þar þó hin bezta að- staða að flestu leyti, bæði hvað snertir húsnæðið og aðra þjón- ustu. Dráttarbraut hefur verið komig fyrir og liggur hún rétt við keppnisbrautirnar í svigi og stór svigi. Skíðastökkið í dag fer fram í Ásgarði. Keppendur á mótinu Flestir keppenda á mótinu verða frá Reykjavík eða 31. ísa- fjörður kemur næst með 25 kepp endur, þá Siglufjörður meg 27 keppendur, Akureyri með 14, tíu úr Þingeyjarsýslum, sjö úr Fljót um, sex frá Ólafsfirði, tveir úr Eyjafirði og einn úr Strandasýslu. Af keppendum má nefna Kristin Benediktsson frá Hnífsdal, Valdi- mar Örnólfsson, Steinþór Jakobs son og Guðna Sigfússon, Reykja- vík, Skarphéðin Guðmundsson og Jóhann Vilbergsson frá Siglu- firði, en einnig eru allir beztu skíðagöngumennirnir frá Þingeyj arsýslu og ísafirði. Kepprtisdagar Eins og áður segir verður skíða stökk í dag og hefst það klukkan þrjú, en jafnframt lýkur keppni í norrænni tvíkeppni, göngu og stökki. Á morgun, fimmtudag, verður boðganga og hefst hún kl tvö, en klukkan þrjú hefst flokka keppni í svigi. Á föstudag verður skíðaþing háð í Skíðahótelinu. Á laugardag verður keppt í 30 km. skíðagöngu og hefst gangan klukk an eitt. Klukkan 3.30 verður keppt í stórsvigi karla og kvenna. Á sunnudagsmorgun kl. 10.30 verður keppt í svigi unglinga, en klukkan tvö keppni í svigi karla og kvenna. Um kvöldið verður verðlaunaafhending og lokadaas- leikur, sem hefst á miðnætti. Skoiland vami Engiand 2—9 Skoiland vann England á laugardaginn í landsleik í knatt spyrnu, seir, fram fór á Hanip- den-Ieikvellinuni í Glasgow, með tveimur mörkum gegn engu, og er það í fyrsta skipti síðan 1937, ag Skotar vinna Englendinga á heimavelli. Á- liorfendur voru 135 búsund og fögnuðu þeir ákaft, þegar Wil- son, Rangers, skoraði eftir 14 mín., en hann fékk mjög góða sendingu frá Law, Torinó, en Law var langbezti leikmafiur- , inn á vellinum. Tveimur mín- útum fyrir leikslok ti-yggði fyrirliði Skotlands, Eric Cal- dow sigurinn, þegar hanri skor a@i örugglega úr vítaspyrnu. Greaves,' Tottenham, kom knettinuin einu sinni í mark Skotlands, en var dæmdur ra.ngstæður. Öðru sinni átti fyr irliði Englands, Haynes, hörku skot á mark, sem kom í mark- slána og hrökk út aftur, en annars sást lítið til hinnar frægu, ensku framlínu. Rússar eru géðir Rússneska landsliðið í knatt spyrhu sýndi frábæran leik á föstudagskvöld í Budapest og sigrpði Ungverjaliand með fimm mörkum gegn engu. Sov- ézku leikmennirnir sýndu yfir- bunði á öllum sviðum, og eftir þennan Ieik verða þeir reikn aðir sem líklegir sigurvegarar í heimsmeistarakeppninni í Chile í sumar. Undanfarna mánuði hafa sovézku leikmenn irnir stundað sérstakar æjfing ar í Ungverjalandi og er lögð mikil áherzla á, að þeir verði sem bezt undir heimsmeistara- keppnina búnir. Ungverjaland tekur einnig þátt í Iokiakeppn inni í Chile. Sfórkostlegf afrek í sundi í USA Bandaríkjamenn hafa eign- azt stórkostlegan sundmann í Iiinum 17 ára gamla skóla- dreng Rpy Saari. Um helgina setti hann þrjvi ný met í skrið sundi og er árangur hans al- veg ótrúlegur, en þessi dre,ng ur var algerlega óþekktur fyr ir nokkrum vikum. Baari synti 1500 m. á 16:54.1 mín, keppti síðan í 220 yarda skriðsundi og siigraði á 1:58.6 mín. og synti síðan 440 yarda á 4:14.6 mín. — Allt er þetta betra en gild- 1“ andi heimsmet á vegalengd- unum. , Þýzkaland sigraSi Uruguay 3—0 Þýzka landsliðið í knatt- spyrnu sigraði Uruguay nýlega með þremur mörkum gegn engu á leikvellinum í Ham- borg. Þetta var fyrsti leikur Uruguay í Evrópuför liðsins'. Þjóðverjar sýndu mjög góöan leik. f fyrri hálfleik skoraði innherjinn Haller (keppti hér með þýzka landsliðinu) og í síðari hálfleik skoruðu Scaf- er og Koslowski. 4.77 hjá Dave Tork Hinn nýfrægi stangarstökkv ari Dave Todd, Bandaríkjunum er nú talinn öruggastur banda rískra stökkvara, og á móti í Virginiu um helgina stökk liann 4.77 metra, og Iiafði (Framhald á 15. síðu) Hermann Sigtryggsson og Halldór Ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.