Tíminn - 18.04.1962, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 18. apríl 1962
91. tbl. 46. árg.
Islenzkur bóka-
flokkur á norsku
NTB — París, 16. apríl: — OAS-foringinn Edmond Jouhaud verður skotinn en ekki hálshöggvinn, þegar dómn-
um yflr honum verður fullnægt. De Gaulle forsetl hefur vald til að náða hann, og verður það 24. apríl næst-
komandi, sem fjallað verður um það. — Hér á myndinni sést verjandi Jouhauds, Charpentier, ganga inn í rétt-
arsalinn daginn, sem dómurinn var kveðinn upp.
BIÐA 3-4 VIKUR
EFTIR SKÝRSLUM
Leigubílstjóri skýrði blað-
inu svo frá í gær, að bíll hans
hefði verið skemmdur í á-
rekstri fyrir nokkrum vikum.
Bílstjórinn reyndi að hlutast
til um að lögregluskýrslan
bærist sem fyrst til viðkom-
andi tryggingarfélags, svo úr
því fengist skorið, hvort hon-
um yrðu greiddar bætur, en
fékk þau svör, að afgreiðslan
tæki mánuð.
BlaSið spurðist fyrir um hjá
umferðardeild rannsóknarlögregl-
unnar, hver væri venjulegur af-
greiðslutími á skýrslunum. Hann
er nú þrjár til fjórar vikur. Álag-
ið á deildinni frá áramótum hefur
verið meira en nokkru sinni fyrr.
í ár eru bókaðir 686 árekstrar, en
á sama tíma í fyrra 580. Afgreiðslu
tími skýrslnanna er vitanlega mis-
jafn. Stundum mætir annar aðila
strax en hinn ekki fyrr en eftir
Hverfisstjórar og
trúnaðarmenn
Fjölmennið á fundinn í Tjarnar-
götu 26 í kvöld kl. 8,30. Eysteinn
Jónsson, Þórarinn Þórarinsson,
Þórður Björnsson og 3 efstu menn
B-listans, þeir Einar Ágústsson,
Kristján Benediktsson og Björn
Guðmundsson, mæta á fundinum.
dúk og disk. Vitni eru misjafnlega
fljót til. Skýrslurnar hlaðast upp,
þegar mikið berst að og þar við
bætist, að vélritunin er langt á
eftir umferðadeildinni.
Því má bæta við til skýringar,
að í umferðadeildinni vinna að-
eins þrír menn og sitja svo þröngt
að ógerlegt er að bæta við starfs-
liðið. Vélritunarstúlkurnar eru
eins margar og húsrúm leyfir. —
Sama er að segja varðandi aðra
starfsemi rannsóknarlögreglunnar,
þeir eru of fáir og starfsskilyrðin
gjörsamlega óviðunandi, en hús-
plássið leyfir engar úrbætur. Það
er því knýjandi þörf, að byggingu
nýju lögreglustöðvarinnar verði
hraðað.
Starfsmenn umferðadeildarinn-
ar hafa verið hart keyrðir upp á
síðkastið, en með sívaxandi bíla-
fjölda má gera ráð fyrir, að af-
greiðslutími á skýrslum haldi á-
fram að lengjast, ef lögreglan á
að vera við Fríkirkjuveg til lang-
frama.
Fyrir forgöngu Tönnes
Andenæs, forstjóra Háskófea-
bókaforlagsins í Osló, er nú
fyrirhugað, aS foHagið gefi úf
íslenzkar nútímabókmenntir,
þýddar á norsku, í sérstökum
bókaflokki. Tönnes Andenæs
gerði grein fyrir þessari fyrir
huguðu útgáfustarfsemi á að-
alfundi „Norsk Islandsk Sam-
band" í Osló nýlega, og var
hugmyndinni mjög vel tekið
á fundinum. Forlagið mun
gefa bækurnar út í samráði
við félagið, en ætlunin er, að
fyrsta bindið komi út strax í
ár.
Formaður „Norsk Islandsk Sam
band“’ Halvard Mageröy, dósent,
sagði í spaugi, að það væri vel
viðeigandi, að útgáfa bókaflokks-
ins hæfist 1962, réttum 700 árum
Hófst í gær
Akureyri, 17. apríl:
Skíðalandsmótið hófst hér á Ak-
ureyri í dag. Mótið var sett uppi í
Hlíðarfjalli eftir hádegið af Ein-
ari B. Pálssyni, formanni SKÍ. —
Keppt var í þremur aldursflokkum
í göngu og urðu úrslit þessi: í 15
km göngu karla varð sigurvegari
Matthías Sveinsson, ísafirði, og
gekk hann vegalengdina á 57.14
mín. Annar varð Birgir Guðlaugs-
son, Sigluf. á 57.53 mín., þriðji
Gunnar Pétursson, ísaf. á 58.41
mín., fjórði Sveinn Sveinsson,
Sigluf. á 59.01 mín., fimmti Jón
Kristjánsson, S.-Þing. á 59.20 mín.
og sjötti Steingrímur Kristjánsson
S.-Þing. á 60.31 mín.
í 15 km göngu 17—19 ára pilta
sigraði Gunnar Guðmundsson,
Sigluf. á 55.26 mín., annar varð
Kristján Rafn, fsaf. á 55.32 mín.
og þriðji Þórhallur Sveinsson,
Sigluf. á 55.39 mín. í 10 km göngu
15—16 ára drengja sigraði Björn
B. Ólsen, Sigluf., á 38.17 mín., ann
ar varð Bragi Ólafsson, ísaf., á 38.
47 mín. og þriðji Jóhann P. Hall-
dórsson, Sigluf. á 39.47 mín.
Göngufæri var mjög gott. Blæja
logn var og hlýtt í veðri. 4—500
manns voru í Hlíðarfjalli í dag.
Undanfarna daga hafa keppendur
og gestir streymt til mótsins.
Sennilega eftir Kiljan!
í gær barst Tímanum skeyti frá
Kaupmannahöfn um frétt, sem
Ekstrabladet hefur orðið sér úti
um, varðandi kvikmyndun þekktr-
ar íslenzkrar skáldsögu með ís-
lenzkum leikurum á fslandi. Telur
Ekstrabladet víst, að sagan sé eft-
ir Halldór Kiljan Laxness, og staf
ar sú tilgáta sennilega af því, að
obbinn af Dönum hefur ekki heyrt
getið um aðra núlifandi rithöf-
unda íslenzka. Skeytið fer hér á
eftir:
Ekstrabladet skýrir frá því, að
Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleik-
hússtjóri, hafi snúið sér tii for-
stjóra Nordisk Film, Erik Balling,
og rætt við hann um kvikmyndun
þekktrar íslenzkrar skáldsögu,
sennilega eftir Halldór K. Lax-
ness, þar sem islcnzkir leikarar
færu með aðalhlutverkin. Enn
fremur er sagt: Leikararnir eru
fyrir hendi, en tæknimennirnir
ekki. Þess vegna hefur Balling ver
ið beðinn að koma til íslands með
hóp kvikmyndamanna, sem í væru
myndatökumenn, leikstjórar, leik-
tjaldameistarar o. fl. Það á að
taka íslenzku kvikmyndina yfir
sumarið, og er til þess ætlazt, að
upptaka hcnnar geti orðið skóli
j'yrir íslenzka samstarfsmenn
dönsku kvikmyndamannanna, sem
hefðu þá einn fslending hver til
að leiðbeina. Enn fremur er sagt,
að þetta sé í fyrsta sinn, sem
danskt kvikmyndafélag er beðið
að fara til útlanda að kenna kvik-
myndagerð. Jafnframt upplýsir
blaðið, að Nordisk Film hafi áður
tekið kvikmynd á íslandi, þegar
„Saga Borgarættarinnar" eftir
Gunnar Gunnarsson var kvikmynd
(Framhald á bls. 6.1
eftir að íslendingar hylltu Nor
egskonung sem sinn kóng. En
Mageröy kvaðst vona, ag útflutn-
ingur íslenzkra bókmennta til
Noregs yrði báðum þjóðunum til
meiri ánægju en flutningur kon-
ungsvaldsins úr landi 1262.
Gáfu áður út
íslenzkar bækur
Annars hefur Háskólabókafor-,
lagið fyrr gefið út íslenzkar bæk-
ur af ýmsu tagi. f bókaflokki,
sem kallast „Universitetsforlagets
Islandsserie" eru þegar komnar
út tvær bækur: „Njáls Saga“ eft-
ir dr. Einar Ól. Sveinsson og „Lov
og rett“ eftir dr. Ólaf Lárusson.
Nú er verig, að þýða ritgerðasöfn
eftir Kristján Eldjárn og Sigurð
Nordal.
Meðal bóka sem forlagið hefur
nú í undirbúningi má nefna sér-
staklega norska þýðingu á fslands
sögu dr. Jóns Jóhannessonar, báð
um bindunum, og „Icelandic —
Norwegian Linguistic Relation-
ship“ eftir ameríska prófessorinn
K. Chapman. — Einnig er nú ver
ið að prenta á vegum forlagsins
mjög athyglisverða bók eftir kana
díska prófessorinn Morris Davis,
„Iceland extends its Fisheries
Limits". Enn fremur hefur for-
lagig hug á að gefa út ljósprent
anir forníslenzkra bókmennta,
vandaðar textaútgáfur meg skýr-
ingum.
Háskólabókaforlagið í Osló gef-
ur nú árlega út fleiri bækur en
nokkurt annað norskt forlag, eða
milli 2—300 bækur. Er það fagn-
aöarefni, að þetta stóra bókaút-
gáfufyrirtæki sýnir frændiþjóðinni
í vestri og menningarverðmætum
hennar jafnmikinn áhuga og raun
ber vitni, en það er einkum að
þakka forstjóranum Tönnes Ande
næs.
TONNES ANDENÆS
I
w
MTrin iu. aprn siðasi homn var aregiö i najsparæf
F.U.F., og fór drátturinn fram hjá borgarfógeta. Upp
kom númerið
Eigandi þess númers getur snúið sér til skrifstofu
happdræffisins í Tjarnargötu 26, og fengið vinninginn
afhentan gegn framvísun miðans, hvort heldur hann
vill hinn glæsilega Ford Consul de luxe 315 eða Ford-
son Major dísel dráttarvél með hjálpartækjum fyrir 40
þúsund.