Tíminn - 10.05.1962, Page 9
Klemen Kristjánsson, Sámsstöðum:
2. grein
ornrækti
Rækhm útsæðis
Við framleiðslu útsæðis verður
að gæta þess að hafa ræktunina
vandaða hvað allar framkvæmdir
snertir. Betra er að taka kornið
með fyrra fallinu á gulþroskan-
arstiflÉ'tnu fyrri hluíta september
eða fyrr, ef þroskun er náð. Vart
þarf ag taka það fram, að við út-
sæðisræktun verður fyrsti sáð-
tími beztur, vegna þess að þar
verður fullnaðarþroskun fyrst,
þau ár, sem ekki er hægt að sá
nógu snemma í þvalþurran jarð-
veg, hefur þá reynzt vel að bleyta
kornútsæðið í 3—5 daga við 12—
15 gr. hita og sá því þegar það er
við það takmark að ko.ma með
rætur (rótin kemur ávallt fyrst
svo spíran á eftir). Með þessari
aðferð þ. e. að bleyta útsæðið
fæst betri árangur af kornrækt-
inni miðað við það að sá á sama
tíma óbleyttu eða þurru útsæði.
Þetta er sjálfsögð ráðstöfun þar
sem ekki er hægt að sá fyrr en
12—20 maí. Ef hægt er að sá 20.
apríl til 10. maí, verður lítill á-
vinningur af því að bleyta útsæð
ið undan sáningu.
Það korn, sem á að nota til út-
sæðis, þarf að vera fuliþroskað
fyrstu daga september. Korn sem
er mjög síðþroskað grær ávallt
verr, en það sem fyrr er þroskað
og uppskorið innan 10.—15. sept.
Þá er það nýtingin sem á miklu
veltur. Með því að uppskera með
sjáifbindisláttuvél og þurrka í
skrýfum og kornstökkum, fæst
oftast góður árangur með þurrk-
un. Með þessari aðferð má búast
við lífgóðu útsæði og ekki þörf að
þurrka kornið meir. en það verð
ur þurrt í yfirbreiddum stökkum.
Við þreskingu þarf að stilla þann
ig slagvindu þreskivélarinnar, að
'hún brjóti ekki eða skaddi á ann
an hátt komið. Nauðsynlegt er
að flokka kornið eftir þyngd og
má gera það sæmilega m_eð sjálf
hreinsandi þreskivél. í meðal
kornárum er allt að 80% af upp
skerunni sem er það jafnkorna
að nota má til útsæðis, en í léleg
um kornárum 50—70%. 2. fl.
kom er einnig nothæft til útsæð-
is, því það grær eins vel og fyrsti
flokkur, en þar er kornstærðin
ójafnari og gefur ekki jafna upp
spírun. Ef kornrækt breiðist út
um veðursælli sveitir landsins
þarf að sjá fyrir því að útsæðis-
ræktun komist á, í þeim sveitum,
er hafa beztu skilyrði fyrir korn-
þroskun. Vafalaust verður hægt
að nota hina nýju uppskerutækni
við útsæðisframleiðslu, en þá
verður að gæta þess, að þurrka
ekki komið við of háan hita. Vel
getur komið til mála að súgþurrka
korn með 30—35 C° heitu lofti og
geri ég ráð fyrir að það verði
bezta lausnin á því að fá kornið
hæfilega þurrt og með óskertu
grómagni. Hins vegar er engin
fullkomin reynsla með súgþurrk-
un á þresktu en röku korni enn
þá, en líkur eru fyrir því að þessi
aðferð geti gefið góða raun og
mun verða skorið úr þessu næsta
haust (1962) bæði á Sámsstöðum
og Hvolsvöllum.
Hins vegar þarf að rannsaka,
hvort korn, sem tekið er með
skurðþreskivél, verður eins stórt
og lífmikið (grær vel) eins og
korn, sem er uppskorið og verkað
með gamla laginu. Afbrigðavalið
fyrir kornræktina er eitt hið
vandasamasta mál kornframleið-
enda, meðan ekki eru til kynbætt
íslenzk afbrigði verður að leita
fyrir sér um afbrigði frá nálæg-
um löndum. Þetta hefur verið
gert í vaxandi mæli og þetta er
verk, sem seint eða aldrei tekur
enda, meðan komyrkjan er við
lýði. Til að byrja með verða þessi
afbrigði helzt nothæf fyrir korn-
framleiðslu hér á landi.
Þau, sem ná fyrst þroska: Af
byggi: Flojabygg 6 — nokkuð veð
urþolið. Dönnesbygg — þolir illa
mikil veður. Jötunbygg — þolir
illa mikil veður.
Afbrigði, sem þroskast síðar:
Sigurkorn 6 rd — veðurþolið. —
Ta-mperbygg 6 rd. — veðurþolið,
Herstabygg 2 raða — veðurþolið.
Snemmþroskaðasta byggið hæf-
ir vel norðan Jiands, og hefur oft
náð þar góðum þroska. En þau
eru einnig góð hér á Suðurlandi
og Austurlandi, en Dönnes og
Jötun þola illa langvarandi veður
og því nokkuð ábættusöm í rækt-
un. (Síðari flokkurinn, sem era
6—10 dögum seinna með gulþrosk
un, eru mjög örugg í ræktun ef
ekki koma mikil næturfrost seinni
hluta ágúst. Frost, sem koma á
blautt korn illa þroskað, geta tek-
ið fyrir áframhaldandi mjölsöfn-
un í kornið. Aftur þolir korn á
grænþroskunarstigi talsvert frost,
ef það kemur á þurra kornstöng-
'ina. Frost í logni er skaðvænna
fyrir korn en ef því fylgir dálítiLl
kaldi. 1—2 stig á celsíus getur
skaðað kornrækt eins og það stór-
skemmir kartöflugras. í þau 39
ár, sem ég hef fengizt við korn-
rækt, er það aðeins haustið 1952,
sem korn hefur skemmzt af frosti,
enda kom það á blaut stráin. Hafr
ar hafa reynzt þolnari gagnvart
síðsumarfrosti en byggtegundir,
og snemmþroska bygg, eins og
Floja og Dönnesbygg hafa aldrei
orðið fyrir neinum teljandi áföll-
um vegna frosta síðast í ágúst, og
kemur hér til, að þessi afbrigði
bæði hafa verið svo langt komin
með mjölsöfnun, að frostið hefur
sakað þau minna en síðþroskaðri
afbrigði, sem skemmra voru kom-
in á leið tM fullþroskunar. Korai,
sem sáfí er snemma vors, hættir
síður vig frostskemmdum en síð-
sánu og er það skiljanlegt, þegar
á það er litið, að mjölsöfnun á
því fyrstsáða er komin seinni
hluta ágúst en á síðsána korninu,
þegar helzt frosta er að vænta á
þessum tíma. Hafraafbrigðin hafa
áður verið nefnd, og má segja
samkvæmt reynslunni hér, að vel
megi rækta útsæði af þeim hér
á landi, ef vandað er til allra
framkvæmda. Mér hefur þó virzt.
áð miklu meiri ástæða sé til að
fá erlent útsæði af höfrum á 3—4
ára fresti en af 6 raða byggi Sama
virðist mér vig ræktun 2 raða
byggs, að þörf er á að fá nýtt
útsæði erlendis frá, þegar búig er
að rækta upp af ísl. útsæði 2—4
ár, og fer þetta mjög eftir því,
hvað vel tekst með að framleiða
útsæði hér heima og hefur árferði
mikil áhrif gagnvart útsæðisgæð-
um innlendu framleiðslunnar af
höfrum og 2 raða byggi, en 6 raða
bygg virðist halda sér vel, sami
stofninn í áratugi af útsæði fram-
leiddu á íslandi.
Átta ára skjólbeiti.
Að kornslætti.
Orðsending til
Morgunblaðsins
„Framsóknarflokkurinn er
óvijiur Reykjavíkur".
Mbl. 8. maí — leiðari blaðsins.
Hið stóra blað, Mbl., málgagn
ríkisstjórnar íslands og formanns
Sjálfstæðisflokksins og borgaristjór
ans í Reykjavík, hefur kastað grím-
unni. Helgislepja hversdagsleikans
er lögð til hliðar. Biákalt ofstæki
og fyrirlitning á samborgurum
sínum, ef þeir leyfa sér að hafa
aðra skoðun, brýzt fram.
í aðalleiðara blaðsins í dag sem
liefur að fyrírsögn ofangreinda til-
vitnun, þykist blaðið gera tilraun
til að rökstyðja þessa gáfulegu full
yrðingu sína. En ekkert af því er
svara vert. Svo fjarstæðukenndar
eru fullyrðingar blaðsins.
Og þær eru miklu meira. Þær
eru til skammar fyrir íslenzka
blaðamennsku. Þær eru til skamm-
ar fyrir ríkisstjórn íslands, þær
eru til skammar fyrir Sjálfstaöðis-
flokkinn, þær eru til skammar fyr-
ir borgarstjórann í Reykjavík. Og
Reykjavíkurborg er sýnd háðung
og skömm með þvílíkum skrifum
um íbúa hennar.
Menn greinir á um margt, en
allir sæmilega greindir menn og
menntaðir, vita, að allir vilja höf-
1 uðborg sinni vel, þar sem er heim-
ili barna þeirra. Annað stríddi á
móti mannlegu eðli.
Samt höfum við enn þá menn,
sem hrópa í Mbl., líkt og upp úr
dauðrá manna gröfum: „Framsókn
armenn eru óvinir Reykjavíkur“.
En þessir Mbl. höf. eru orðin nátt-
tröll á vegi lífsins, sem ekki þola
birtu nýs dags, en sem nú blámar
fyrir meg aukinni sókn Framsókn
armanna, til vaxandi þátttöku í fé-
lagslegri og menningarlegri upp-
byggingu höfuðborgarinnar.
Látum nátttröllin verða að steini
eins og ættfeður þeirra fyrr á
tímum.
B-lista maður.
Athugasemd
Ut af grein um fjárkláðann, sem
birtist í ísafold 7. febr. þ. á., og
viðtali við Pál A. Pálsson, yfir-
dýralækni, vil ég taka þetta
fram:
Það var Hallgrímur Þorbergsson
fjárræktarmaður, sem innleiddi
hér Coopers-baðlyfin. En þar sem
hann sá sér ekki fært að verzla
með þau sjálfur, benti hann Coop-
ers-firmanu á Garðar Gíslason til
þess. En hann hafði þá mikla verzl-
un við Bretland. Þetta var 1909,
eða þremur árum eftir að lauk
útrýmingarböðum sem Ole Myckle
stad stjórnaði. Hallgrímur ritaði
töluvert um þetta mál þá. Sama ár
eða 1909, um haustið, hóf ég á
ferðum mínum um landið, að inn-
leiða hér sundbaðker með sigpalli,
eftir skozkri fyrirmynd. Ráðlagði
ég bændum að hafa kerin fremst
í fjárhúsgarða og nota hann fyrir
sigpalli. Gaf ég bændum teikningu
af þessum útbúnaði, sem gerður
skyldi úr sterkri steinsteypu.
Fyrsta sundbaðkerið, með sigpalli,
hér í landi, var útbúið vorið 1910
hjá Magnúsi Sigurðssyni, stórbónda
á Grund í Eyjafirði, og var ég
sjálfur við það verk. Lagði ég
mikla vinnu í það að koma þessu
á, um land allt. Þessi tvö atriði
T í M I N N, fimmtudagnr 10. maf 1962?
Coopers-baðlyfin og sundbaðstöðv
arnar, urðu ómetanlegur þáttur í
útrýmingu fjárkláða og annarra
óþrifa á sauðfénu og starf okkar
Hallgríms vig þetta var sjálfboða
vinna.
Eg varð þess var, að bændur
böðuðu ekki vegna áhaldaleysis.
Útrýmingarböðunin 1902—1906,
skildi bændur eftir án böðunar-
tækja, sem nothæf voru. Nenni ég
ekki að lýsa böðun með þeim tækj-
um. Við sauðbindingu fjárins,
vinda með höndum baðið úr ull
þpss og öðru ómögulegu. En við
böðunaraðferð Ole Mycklestad
þurfti við böðunina 6—8 menn,
en við böðun í sundbaðkeri þarf
2 menn.
Björn á Rangá sagði það eitt
sinn á búnaðarþingi, að þótt ég
hefði ekki geit neitt annað, fyrir
sauðfjárræktina, en koma á útbún-
aðinum fyrir sundböðun fjárins,
þá væri það mikið.
Mér finnst rétt, að þessi sann-
leikur komi hér í ljós, þegar öðru
er haldið fram.
Ákvörðun löggjafans um böðun
sauðfjár annað hvort ár, er hin
mesta fjarstæða. Eg rfyndi, þegar
þessi ákvörðun var í uppsiglingu.
Framhald á 15. siðu
9
i <
1' H!11;,)J | f i C.Mý.u;, ..«• í
■ '• ! I ( I 1 * ' ’ ' ' ' i ■