Tíminn - 11.05.1962, Page 3

Tíminn - 11.05.1962, Page 3
ULDSVIÐREISNIN E R UNGA FÓLKINU ÞYNGST í SKAUTI Það er margt sem miður hefur farið hjá stjórnarflokkunum á s.l. ári. Þar er gengislækkunin efst á blaði að mínum dómi. Fyiir þeirri ráðstöfun voru alls engin fram- basrileg rök eins og á stóð. Ríkis- stj. taldi gengislækkunina gerða vegna kjarabóta þeirra, sem um var samið á s.l. sumri og hefur reynt að réttlæta hana með tveim ástæðum. I fyrstá lagi, að ekki væri fyrir hendi nein sú framleiðsluaukning, sem staðið gæti undir umsömdum kauphækkunum og í öðru lagi, að hin aukna kaupgeta almennings mundi hafa í för með sér gjald- eyrisskort og greiðsluhalla gagn- vart útlöndum. Dómur reynslunnar hefur sannað haldleysi þessara röksemda. Það má því kallast furðulegt, að hæstv. forsrh. og hæstv. félmrh. skyldu, eftir að þessar staðreyndir liggja fyrir, leyfa sér það enn í umr. hér í gær, að bera þessar tylliástæður á borð. Gengislækkunifii éraunhæf Ummæli þeirra gefa mér kærkom- ið tilefni til að hrekja enn þá einu sinni staðleysurnar um gengisfell- ingarástæðurnar. í grg. ríkisstj. fyrir gengislækkuninni, sem m. a. er birt í Morgunblaðinu 14. sept- ember s.l. er gerð allýtarleg grein fyrir forsendum þeim, er ríkisstj. byggði á ákvörðun sína um geng- isfellingu. Þar segir svo m. a., með leyfi forseta: ,,Af því sem hér hef- ur verið sagt er ljóst, að áhrif afla- brests, verðfalls og aukins kostn- aðar vegna stækkunar flotans til rýrnunar á afkomu sjávarútvegs- ins nema samtals um 320 millj. kr., sé árið 1961 borið saman við árið 1959. Er þetta um 13% af fram- leiðsluverðmæti sjávarafurða og 4—5% af þjóðarframleiðslunni." Þetta voru orð ríkisstj. og af þeim og útreikningum grg. er augljóst að gengislækkunin er byggð á þeirri forsendu að aflamagn yrði miklu minna 1961 en 1959 og að framleiðsluverðmæti sj ávarafurða árið 1961 yrðu um 13% minni en árið 1959. Þetta töldu þeir vísu menn, ráðunautar ríkisstj. sig geta séð fyrir um mitt sumar 1961. Það fer því ekki milli mála, að' gengis- stífingin var byggð á þessum hrak- spám. Þessi bölsýni hefur orðið sér eftirminnilega til skammar svo sem við mátti búast. Sánnleikurinn er nefnilega sá, að um mitt s.l. sumar var full ástæða til bjartsýni í þessum efnum. Verðlag á flestum útflutningsafurðum var heldur hækkandi og aflavonir voru í raun- inni meiri en nokkru sinni fyrr, bæði vegna undangenginnar land- helgisútfærslu og aukinnar veiði- tækni. í skýrslu Seðlabankans fyr- ir árið 1961, sem flutt var 15. marz s.l. eru tekin af öll tvímæli um, hver útkoman hefur orðið varðandi þessar forsendur ríkisstj. varðandi gengislækkunarákvörðun sína. Þar segir þetta, með leyfi forseta: Skýrsla Seélabankans „Heildaraflinn á árinu 1961 var skv. bráðabirgðatölum 634 þús. tonn á móti 514 þús. tonnum 1960 og er þetta mesti ársafli sem orðið hefur. Verðmæti aflans jókst hins vegar ekki að sama skapi, þar sem aflaaukningin stafaði svo að segja eingöngu af auknum síldarafla. A- ætlað er, að heildarverðmæti sjáv- Rveða verður niður kjaraskerðingarstefnuna og fella þungan en verðskuídaðan dóm yfir íhaldsviðreisninni. Ræða Ólafs Jóhannessonar í úfvarpsumræHunum arafurða á árinu 1961. hafi numið nærri 3 þús. millj. kr. á móti 2.628 millj. kr. árið 1960 og 2.838 millj. kr. 1959. Eru þá allar töl- urnar umreiknaðar til sama verðs og þess gengis sem nú er í gildi. Þessi er þá dómur reynslunnar. Það liggur m. ö. o. ljóst fyrir nú, og verð'ur ekki um deilt, að aflinn á s.l. ári varð metafli. Hann var rúml. 23% meiri en árið áður og framleiðsluverðmæti sjávarafurða hefur aukizt á árinu 1961 frá því árið áður um rúml. 14%. Ljóst er einnig af þessum tölum að fram- leiðsluverðmæti sjávaraflans 1961 var ekki 13% minna en 1959 eins og ríkisstj. fullyrti í ágústbyrjun s.l. sumar, heldur nærri 6% meiri og skilst mér þá að' skakki 19% frá því sem ráð var fyrir gert, þeg- ar gengið var fellt. Verðmæfi sjávarafurða 1961 18% meira en 1960 Sé hins vegar miðað við rétt verð á aflanum, hvert ár og það um- reiknað til núv. gengis, er verð- mæti sjávarafurða 1961 um 11% meira en 1959 og 18% meira en 1960. Ég endurtek, 18% meira en 1960. Sjávaraflinn er að vísu ekki nema einn þáttur þjóð'arframleiðsl- unnar, en í þessu sambandi er hann óneitanlega þýðingarmestur. Sjávarafurðir eru, eins og kunnugt er, um eða yfir 90% allrar útflutn-' ingsframleiðslunnar, en vegna hennar var gengislækkunin fyrst og fremst talin gerð. Engum dett-! ur í hug að halda því fram, að , gengislækkunin sé gerð vegna land búnaðarframleiðslunnar, sem óefað hefur af henni tjón þegar á heild- ina er litið. í umr. um þessi mál bæði utan þings og innan, hefur margoft verið sýnt fram á, að geng- islækkunar þurfti ekki við vegna iðnaðarins, enda hafa iðnaðarfyrir- tæki undantekningarlítið orðið að' taka á sig kaupgjaldahækkanirnar án þess að hafa fengið þeirra vegna hækkað verð framleiðsluvara sinna. Það er því alrangt, sem hæstv. forsrh. sagði um þetta í' umr. hér í gær. Til að afsanna stað- hæfingar hans þar um ætla ég að leiða aðalmálgagn stjórnarinnar, Morgunblaðið, sem vitni. 1 Morg- unblaðinu 13. september s.l. er grg. undir fyrirsögninni „Iðnfyrir- tæki hafa sjálf orðið að bera kaup- hækkanir". Það segir m. a. orð- rétt: „Leyfi til verðhækkana vegna kauphækkana hafa aðeins verið gefin í tveim tilfellum." Og síðan orðrétt feitletrað: „Kauphækkanir hafa fyrirtækin orðið að taka á sig sjálf“. Ummæli forsrh. um að Samband íslenzkra samvinnu- félaga hefði farið fram á verð- hækkun á iðnaðarvörum vegna kauphækkana eru hreinn uppspuni. Skv. upplýsingum fyrirsvarsmanna SÍS, hefur það eða iðnfyrirtæki þess, ekki farið fram á neinar verðhækkanir vegna kauphækkana. Undirmenn forsrh. hafa því sagt honum ósatt um þessi atriði og. honum hefur þá ekki heldur unn- izt tími til að lesa Morgunblaðið nægilega vel. Tölur ríkissfjórnarinnar sjálfrar afsanna þörf á gengislækkun í áðurnefndri grg. sinni áætlar ríkisstj. heildartekjuaukningu vegna kaupgjaldshækkana 5—600 millj. Við skulum segja 550 millj., sem þó auðvitað er allt of hátt. Ríkisstj. taldi atvinnuvegina að ó- breyttum aðstæðum og með hinar slæmu afkomuhorfur, sem hún gekk út frá, geta borið 3% kaup- hækkun nú þegar. En það' jafn- gildir, skv. grg. rúml. 100 millj. kr. Eftir eru þá um 450 millj. kr. Nú liggur það Ijóst fyrir, að mis- munurinn á raunverulegu verð- mæti sjávaraflans og því verðmæti hans sem ríkisstj. gekk, skv. grg. út frá er hún ákvað gengisfelling- una, nemur um 6—7% af þjóðar- framleiðslunni. En það jafngildir, að mér virðist, skv. útreikningum ríkisstj. sjálfrar, a.m.k, 500 millj. kr. eða irieð öðrum orðum, gerir nókkru betur en- vega upp á móti þeirri kaupgjaldstekjuaukningu, sem ríkisstj. taldi atvinnuvegun- um ofviða, vegna þess að fram- leiðslu vantaði til að mæta henni. Þannig lítur þá dæmið út, þó tölur ríkisstj. sjálfrar séu lagðar til grundvallar. Sem sé, að sjávarafl- inn einn nægir til að taka af þann áhalla, sem ríkisstj. taldi að verða mundi að óbreyttu gengi. Þess er enn fremur að gæta, að tilboð sáttasemjara fól i sér 6% hækkun þá þegar og hvatti aðalmálgagn stjórnarinnar, Morgunblaðið, verka menn til að samþ. hana. Sú rök- semd, að gengislækkunin hafi verið óhjákvæmileg vegna atvinnu- veganna er því gersamlega hald- laus, enda er sannleikurinn sá, að gengishagnaður útflutningsatvinnu veganna etur sjálfan sig upp að nokkru vegna þess að ýmis til- kostnaður þeirra hækkar verulega við gengislækkunina. Enn fremur er þess að gæta, að með gengisráð- stöfunum þeim sem fylgdu í kjöl- far gengislækkunarinnar var út- flutningsgjald á sjávarafurðum hækkað mjög mikið og er talið að sú hækkun nemi rúml. 100 millj. kr. á ári. Hitt er svo annað mál, að vegna einstakra atvinnugreina svo sem vegna togaraútgerðarinn- ar, hefði þurft og þarf, þrátt fyrir gengislækkunina að gera sérstakar ráðstafanir enda verður það sjálf- sagtriengst af svo í landi hér, að afkoma atvinnugreinanna verður það misjöfn o^ breytileg, að grípa verður öðru Hvoru til einhverra miðlunaraðferða. Það verður held- ur ekki sannað, að gengislækkunin hafi verið nauðsynleg til að koma í veg fyrir greiðsluhalla við út- lönd. Þegar gengið var fellt á s.l. sumri var ekkert fullyrt um gjald- eyrisafkomu ársins, en horfur í gjaldeyrismálum voru þó tiltölu- lega góðar og gáfu síður en svo tilefni til nokkurrar svartsýni. Það sýna gjaldeyrisskýrslur bankanna. Hvað sem um þennan þátt máls- ins mátti segja á s.l. sumri, er gengislækkunin var gerð, og hvað sem mönnum þá gat sýnzt um þessi Olafur Jóhannesson atriði, þá liggja fyrir gögn um það, hver gjaldeyrisafkoman var í þeirri skýrslu Seðlabankans, sem ég vitn- aði í áðan, segir berum orðum, að gjaldeyrisstaða bankanna hafi batn að á árinu 1961 um 400 millj. kr. reiknað á núgildandi gengi. í skýrslu Seðlabankans segir enn íremur svo: „Jafnframt þeirri miklu bót, sem átti sér stað á gjald- eyrisstöðu bankanna og greiðslu- jöfnuðinum 1961, átti sér stað birðaaukning á útflutningsvörum er nam 186 millj. kr. Fráleitt aö greiðsluhalli hefði oröið í mai'gnefndri Morgunblaðs- greinargerð segir enn fremur: „Verðhækkanir innanlands draga úr áhrifum tekjuaukningarinnar á greiðslujöfnuðinn, en þrátt fyrir það mátti gera ráð fyrir að 300 millj. kr. af þeim 8—900 millj. kr. sem að framan getur hefðu komið fram í greiðslujöfnuðinum á síðari helming ársins 1961 og fyrra helm- ingi árs 1962. M. ö. o., skv. útreikn- ingi sjálfrar ríkisstj., mátti gera | ráð fyrir, að um 150 millj. kr. af | kaupgetuaukanum kæmu fram í, greiðslujöfnuðinum árið 1961, þ. e. á síðari helming ársins, en nú ligg- ur það fyrir, skv. óyggjandi tölum að framleiðsluverðmæti sjávaraf- urða varð 1961, rúml. 14% meira en árið 1960 og þó öllu heldur 18% meiri og að' hrein gjaldeyriseign bankanna hækkaði úr rúml. 118 millj. kr. 1961 upp í tæpar 527 millj. kr. 31. desember 1961 eða um 409 millj. kr. og mánaðamótin febrúar og marz var hún komin upp í rúml. 703 millj. kr. Fram hjá þessum staðreyndum verður ekki komizt. Þær eru auðskildar hverju barni. Hvernig ætlar svo ríkisstj. að telja mönnum trú um að komið hefði til gjaldeyrisskorts og greiðsluhalla ef ekki hefði ver- ið gripið til gengisfellingar? Það er alveg vonlaust verk. Hitt er svo annað mál, að framannefndar tölur ríkisstj. eru byggðar á sandi, kaup- gjaldshækkanir eru auðvitað út af fyrir sig tekjutilfærsla en tekju- aukning þegar á þjóðfélagið í heild er litið. En auk þess eru tölur þess ar sjálfsagt allt of háar. Af því, sem hér hefur verið rak- ið, er augljóst, að gengislækkunin var þarflaus og báðar þær ástæður sem reynt hefur verið að réttlæta hana með hafa reynzt tylliástæður, enda var gengislækkunin fyrst og fremst viðvörun stjórnarinnar til verkamanna og annarra launþega- samtaka, hótun um það, á hverju þau ættu von, ef þau yrðu ekki góðu börnin og sættu sig við kjara- skerðingarstefnuna. Henni var ætl- að að lama samtökin. Það mun þó ekki takast, enda er það nú degin- um ljósara, að ríkisstj. er að missa kaupgjaldsmálin úr böndunum eins og reyndar flest sín mál. Framleiðsluaukningin s.l. ár og hin tiltölulega góða afkoma út á við eru auðvitað ekki að neinu leyti að þakka aðgerðum núv. rík- isstj., heldur eiga þær rætur sínar í uppbyggingu undanfarinna ára, útfærslu landhelginnar, hækkandi verðlagi á útflutningsafurðum, miklum afla og þar af leiðandi mikilli atvinnu í landinu, þvert á móti hafa ýmsar af ráðstöfunum rikisstj. reynzt atvinnuvegunum fjötur um fót, svo sem vaxtahækk- un, lánasamdráttur og stórkostleg hækkun hvers konar framkvæmda- kostnaðar. Þetta sjá allir lands- menn og skilja. Það þarf ekki að eyða orðum að því, hversu harka- leg og tilfinnanleg aðferð gengis- lækkun er fyrir allan almenning. Það er ómótmælanleg staðreynd, að gengislækkunin s.l. sumar hefur hrundið af stað nýrri dýrtíðar- skriðu, var þó sízt af öllu bætandi á viðreisnaráhrifin í því efni. Viðreisn íhalds- stefnunnar Með hinni svokölluðu viðreisn var tekin upp ný efnahagsmála- stefna. Sú stefna var í algeru ó- samræmi við yfirlýsingar og kosn- ingaheit, stjórnarflokkanna um stöðvun dýrtíðar og bætt lífskjör, svo sem margoft hefur verið sýnt fram á. Viðreisnarstefna ríkisstj. eins og hún birtist í efnahagsmála- löggjöfinni 1960 og síðari ráðstöf- unum er auðvitað ekkert annað en grímuklædd íhaldsstefna, hún er því réttnefnd íhaldsviðreisn. Geng- islækkunin 1961 var óhófleg og hlaut að leiða til dýrtíðar og kjara- skerðingar. Þó þótti ríkisstj. nauð- synlegt að bæta við margháttuðum ráðstöfunum sem yfirleitt gengu í sömu átt, svo sem nýjum og til- finnanlegum neyzlusköttum, stór- felldri vaxtahækkun, lánasam- drætti og styttingu lánstíma ýmissa stofnlána og fleiri þvílíkum kjara- skerðingaraðgerðum, sem áttu að draga úr kaupgetu og lánsfjár- notkun, *en hér yrði of langt mál að telja þær upp. Þessi íhaldsvið- reisn hleypti af stað nýju verð- bólguflóði, reyndist atvinnuvegun- um Þrándur í Götu, varð upp- spretta ranglætis og óeðlilegs að- stöðumunar og lagðist sem farg á fyrirhugaðar framkvæmdir og skerti lífskjör alls almennings. Hvað sem öðrum verkum íhalds- viðreisnarinnar líður, þá blasa þess ar staðreyndir og þessar afleið- ingar hvarvetna við, þrátt fyrir nokkrar góðar gagnráðstafanir, svo sem aukningu fjölskyldubóta. Stjórnarstuðningsmenn hafa státað af því í ræðum sínum, að í'halds- viðreisnin hafi borið tilætlaðan ár angur. Þeir hafa reynt að styðja mál sitt með talnalestri um gjald- eyrisafkomu og sparifjársöfnun. TIMINN, maí 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.