Tíminn - 11.05.1962, Side 7

Tíminn - 11.05.1962, Side 7
Ræða Eysteins (Framhald aí 2. síðu) því að auka framleiðni og fram- leiðslu og þar með þjóðartekjurnar. Taka upp framleiðslustefnuna á ný, ekki með því að hér verði allt sett á vegu þeirra einna, sem hafa fullar hendur fjár, það'an af síður útlendra hringa, eða útlendra fé- laga, heldur með því að styðjá fyrst og fremst á ný fjárfestingu og framför þeirra fjölmörgu, sem vilja byggja upp atvinnurekstur og sín eigin heimili. Ríkisvaldinu verður að beita á ný, svo sem áður var gert, og bezt gafst, hiklaust og skynsamlega til stuðnings þeim sem vilja bjarga sér sjálfir. Slíkur stuðningur verð- ur að koma í staðinn fyrir þving- unar- og samdráttarstefnu ríkis- stjórnarinnar á öllum sviðum, sem nú er að bijóta niður eðlilegt framhald þeirrar uppbyggingar, sem bezt hefur -gefizt íslenzkri þjóð. Um þessa stefnu verða nægilega margir að sameinast og geri menn það við fyrsta tækifæri, þá mun enn takast að tryggja að' íslenzkt þjóðfélag haldi höfuðeinkennum sínum sem við höfum verið stoltir af: Engin sterk og voldug auðfélög, sem setið geta yfir hlut manna, inargir, alveg óvenjulega margir sjálfstæðir einstaklingar og sjálf- stæðir framleiðendur, og alveg ó- venju margir sem eiga sín eigin lieimili. Öflug samvinnuhreyfing og öflug alþýðusamtök. Við viljum ekki skipta á þessu þjóðfélagi og þeim sem við vitum að liafa verið byggð upp eftir þeim leiðum, sem íhaldið hér er nú að reyna að þvinga þjóðina inn á, án þess að hafa fengið til þess nokk- uð umboð. Efnahagsbandalagið Að lokum þetta: Það minnkar ekki vandann, að framundan er það verkefni, að móta stöðu Is- lands í nýjum heimi, en nærri stappar að' svo megi til orða taka, vegna þeirra stórfelldu breytinga, sem virðist stefnt að varðandi samskipti, samstarf og jafnvel sam- einingu þjóða. Fyrir smáþjóð sem íslendinga, er þar vandasamt verk fram undan og ríður mjög á því, að þar sé ekki rasað um ráð fram. Veltur mest á því, að þeir finni hver annan og standi saman, sem fast vilja standa á þeirri lausn, að íslendingar tengist nágrannaþjóð- um sínum nánar, án þess að láta sjálfstæði sitt eða missa tök á auð- lindum sínum og þjóðarbúskap yf- irleitt. Verður þar að bægja frá öfgum og ógætni til beggja hliða og kapp- kosta að finna hinn gullna meðal- veg. Ganga þannig frá stöðu ís- lands, að hér verði áfram sem hingað til íslenzkt mannlíf, þrátt fyrir nánari tengsl og samskipti. Er hér að sjálfsögðu fyrst og fremst átt við afstöðuna til efna- hagsbandalags Evrópu, sem nú er að mótast. Hefur Framsóknarflokkurinn í því máli m. a. lagt mikla áherzlu á, að leitast verði við að ná sem víð- tækustu samkomulagi um það sem aðhafzt verður af íslands hálfu og að beðið verði átekta, unz þau mál öll skýra'st betur. En það álítum við höfuðnauðsyn. Ræða Þórarins Framhald ct 8 síðu. sjálf hefur hækkað laun hjá hin- um og þessum. Þess getur eng- inn ætlazt til. Stjórnarstefnan sundrar þjóðinni Þó að ég viðurkenni, að slík vinnubrögð og verkfræðingar, læknar og kennarar hafa beitt, séu óhjákvæmileg til viðnáms gegn þeirri stjórnarstefnu, sem nú er rekin, vil ég jafnframt láta þá skoðun hiklaust í Ijós, að ég tel þau all't annag en æskileg enda merki glundroða og upplausnar í þjóðfélaginu. Þegar valdhafarnir hins vegar misbeita valdi sínu, auka misrétti og ranglæti í þjóð- félaginu og stefna til úreltra og illra stjórnarhátta, er þegnunum ekki annar kostur búinn en að sækja rétt sinn eftir því sem auð ið er. Þá gilda orð skáldsins, að þeir, sem stríði vilja verjast, verða stundum fyrst að berjast. En þetta er vissulega ekki sú framtíðarlausn sem okkur ber að stefna að. Fámenn og fátæk þjóð eins og íslendingar, sem lifir í heimi harðrar samkeppni á milli þjóða, getur ekki haldig hlut sín- um og rétti, nema hún sé sem samhentust. Því er næstum ekki ofsagt, að það sé sorglegast af öllu sorglegu, að hér skulu vald- hafarnir hafa forustuna um að sundra þjóðinni með því að ætla ag byggja hér upp úrelt þjóð- félag stríðandi stétta, þjóðfélag fárra auðmanna og fjölmenns efnalítils lýðs. Slíkri stjórn verð- ur þjóðin ag hafna, áður en hún eykur sundrung og upplausn meira en orðið er. Land og þjóð Mér hefur oft fundizt, að ís- lendingar hafi flest skilyrði til að vera en gæfusamasta þjóð í heimi. Vig höfum hlotið ag erfð- um hið fegursta land, búið þeirri auðlegð að hér getur búið mörgum sinnum fjölmennari þjóð en jafn- framt nógu harðbýlt land tíl að halda við hreysti og manndómi. Hér eru því næg framtíðarskil- yrði fyrir vaxandi atorkuþjóð. Við ihöfum fengið að erfðum sögu, tungu og menningu, sem bæði getur verið okkur stolt og leiðar ljós. Og það er ekkert yfirlæti, þótt því sé haldið fram, ag íslend ingar séu í fremstu rög á meðal þjóða, hvað snertir flest atgervi. Enn koma skáld okkar, skákmenn og íþróttamenn í efstu sæti, þar sem keppt er á alþjóðlegum vett vangi. Námsmenn okkar standa engum aftar, þar sem þeir leiða saman hesta sína við námsmenn annarra þjóða. Við eigum vísinda menn og verkfræðinga, sem s-tanda jafnfætís þeim, sem fremst ir þykja í öðrum löndum. Sjó- menn okkar, bændur og iðnaðar- menn myndu vel hlutgengir hvar sem væri. Við getum því örugg- lega treyst á land okkar og þjóð, ef ekki skortir rétta forustu og rétta stefnu. bjéóarheill Þar þarf að sjálfsögðu margs að gæta, en þrennt skyldi þó haft fyrst í huga. Fyrst er það, að sök um fámennis okkar skiptir það enn meira máli hér en annars staðar að valinn maður sé í hverju rúmi. Hér þarf því ag leggja á það megináherzlu að skapa sem allra flestum einstaklingum möguleika til að njóta hæfileika sinna og framtaks, en meginundir staða þess er efnahagslegt sjálf- stæði. Ekkert vinnur meira gegn efnalegu sjálfstæði og framtaki' hinna mörgu en að draga auðinn og yfirráðin í senn fæstar hend- ur, eins og er megintakmark núv. valdhafa. Annað það, sem við þurfum ag gæta, er að forðast sem mest stéttasundrungina og láta samvinnuanda og bræðraþel móta sem mest þjóðfélagshætt- ina. Ekkert vinnur meira gegn þessu en sú stefna aukinnar stétt arskiptingar í ríka menn og fá- tæka, sem_ núv. ríkisstjórn beitir sér fyrir. f þriðja lagí þurfum við að hefja sókn umbóta og uppbygg ingar á öllum sviðum þjóðfélags- ins, til þess að auka sem mest þjóðartekjurnar og þjóðarauðinn, en leggja ekki hina dauðu hönd vaxtaokurs og sparifjárfrystingar á framtak atorkumanna, eins og núv. ríkisstjórn svo sannarlega gerir. Af öllum þessum ástæðum krefst þjóðarheill þess, að þeirri stjórnarstefnu, sem nú er fylgt, verði hrundið og tekin upp stefna sem miðar að því ag tryggja hag og framtak hinna mörgu ein- staklinga, stuðlar ag því að draga úr stéttardeilum og tryggja fram- farir og uppbyggingu. Hefting sandfoks og græðsla lands Ræða Ágústs (Framhaid ai 4 síðu) viðreisnina tók jafnhá lán í sömu stofnunum. Til viðbótar þessum ráðstöfunum má segja, að geng- isfellingarnar hafi eyðilagt lána- sjóði landbúnaðarins, þar sem þeir höfðu erlent lánsfé til þess að geta fullnægt eftirspurn bænda eftir lánum. Ríkisstjórnin hefur brugðizt skyldu sinni til að bæta þessum stofnunum tap þeirra. Hrein eign þessara sjóða var í árslok 1958 105 milljónir króna. Nú 4 árum síðar er hagur sjóðanna þannig ag eignirnar eru 34 millj. kr. minni en ekki neitt. Svona hefur viðreisnin leikið þá.. Nú hefur hæstvirt ríkisstjórn með hæstv. landbúnaðarráðh. í farar- broddi, tekið sér fyrir hendur að rétta hag þessara lánastofnana bændanna, en í stag þess að bæta sjóðunum tapig af sameiginlegu fé þjóðarinnar, eru þeir, sem enga sök eiga á tapi sjóðanna, bænd- urnir sjálfir, látnir gera það á þann hátt, að þeir eru skattlagð- ir með gjaldi á búvörur og nem- ur sá skattur 1700 kr. á meðal- bónda árlega. Meg þessari aðferð er gert ráð fyrir að það taki 14 ár að byggja hina nýju stofnlána deild upp. Skatturinn á bændur er áætlaður 133 millj. kr. á þessu tímabili og gjaldig á útsöluverð landbúnaðarvara 86 millj. Gert er rág fyrir að stofnlánadeildin fái á þesstun tíma vexti af lánum til bænda alls 485 millj. Þar sem reiknað er með 6—6V2 % vöxtum, þá er það þriðjungs hækkun frá því sem var fyrir viðreisn. Þessi hækkun vaxtanna gerir því ekki minna allt þetta tímabil en 160 millj. kr. Þarna koma því beint á bændur umfram þag sem áður var, nálægt 300 millj. kr., auk 86 millj. kr. gjaldsins á útsölu- verðið, sem einnig lendir á bænd um að einhverju leyti. Þannig hafa loforðin um bætt lífskjör verið efnd, hvað bændur snertir. Frysting sparifiárins Eg ætla engu að spá um það, hversu lengi bændur standa undir oki viðreisnarinnar, en þag verð- ur varla um það deilt lengur, að það hefur orðið þeim alldýrt, að núverandi stjórnarflokkum var falið vald yfir málefnum landsins. Eitt undarlegasta fyrirbærig í æv intýraheimi viðreisnarinnar er flutningur sparifjár hvaðanæva af á landinu til Reykjavíkur og fryst ing — eða svokölluð binding — þess í Seðlabankanum. f skýrslu Seðlabankans fyrir árið 1961 er frá því skýrt, að á því ári hafi innlánsstofnanir orð- ig að binda 253 millj. kr. í Seðla bankanum og þá skv. efnahags- reikningi bankans búnar að binda þarna samtals 318 milljónir. Af þessu fé greiðir bankinn eigend- unum 9% vexti og er það upp undir 30 millj. kr. á ári. Hæstv. ríkisstjórn tekur ekki nærri sér að láta Seðlabankann borga um 30 millj. kr. af þessu dauða fjár- magni árlega, en þetta er þó hærri upphæð en þurft hefði á ári í nokkur ár til þess að bæta lánasjóðum landbúnaðarins geng istöp þeiura og efla þá á nýjan leik. aS foændum Eg hef nú s'"nt með nokkrum dæmum, hvernig stjórnarstefnan hefur reynzt bændum. Afleiðing Þeir Gísli Guðmundsson og Björn Fr. Björnsson fluttu frumvarp til laga á síðast þingi um heftingu sandfoks og græðslu lands, en frumvarpið fluttu þeir einnig á þinginu á undan. Landbúnaðarnefnd neðri deildar varð ekki sammála um afgreiðslu frumvarpsins og skilaði minni hlutinn Ágúst Þorvaldsson og Karl Guðjónsson minni hluta- áliti. Fer það hér á eftir: Landbúnaðamefnd hefur rætt frumvarpið, en samkomu- lag varð ekki um afgreiðslu þess. Meiri hlutinn, þeir Gunn G, JP og BGr, vill fresta af- greiðslu málsins, en undirritað- ir, sem eru minni hluti nefnd- arinnar, vilja láta lögfesta frum varpið á þessu þingi. Frumvarpið hefur verið lagt fjórum sinnum fyrir Alþingi, en afgreiðslu þess alltaf verið frestað. Sýnist minni hlutanum, að svo til megi ekki lengur ganga. Uppgræðsla foksanda og af- réttarlanda, sem eru að blása upp, er aðkallandi mál, og þótt unnið sé að sandgræðslu á ári arnar láta heldur ekki á sér standa, þar sem jarðabótarmönn- um er nú tekig að fækka. Þeir voru 1959 3906, 1960 voru þeir 3250, en á sl. ári lítur út fyrir skv. bráðabirgðayfirliti, að þeir hafi ekki verið nema 3281. Hefur þeim þá á tveim s'l. árum fækkað um 625 eða 16%. Af 16 tegundum framkvæmda jarðabótarmanna á sl. þrem árum, hafa tólf þessara framkvæmda farig minnkandi. Þar er þó munurinn mestur á vél- gröfnum skurðum. En landþurrk- un má heita undirstaða ræktunar framkvæmda í landinu. Land- þurrkunin var á sl. ári 31% minni en hún var árið 1958. Þegar litið er á allar þær staðreyndir, sem ég hef nú drepið á, þá verður ekki annað séð, en stefna hæstv. rík- isstjórnar sé sú, að fækka bænd- um mjög mikið á næstu árum. Vel getur verið að það heppnist, en ekki hef ég trú á því, ag það verði gæfuspor fyrir þjóðina. Hitt gæti orðið þjóðinni til meiri farsældar, að efla og stækka bændastéttina. Þess vil'di ég mega vænta, að bændurnir megi standa af sér þá aðför, sem þeim hefur verig veitt. í þeirri baráttu eru þeirra öruggustu vígi Samvinnu- hreyfingin, Stéttarsamtökin og Framsóknarflokkurinn. Ræða Sigurvins Framhald ai 5. síðu hæstv. viðskiptamálaráðherra var að orða það áðan. Þannig er kjör- um fólksins komið, sem hæstv. við- skiptamálaráðherra sagði áðan, að hefðu ekki versnað. En til þess eru vítin að varast þau. Læri fólkið hins vegar ekkert af reynslu þessara ára, en treystir kosningaloforðum þessara flokka í annað sinn, þá mun margur mað- urinn reyna það, að efnahags- vandræði hans komast áreiðanlega í fastan farveg, eins og einn af Alþýðuflokksþingmönnunum sagði hér um daginn, hverju og mikið og gott starf hafi á því sviði verið af hendi Ieyst, þá eru þó enn meiri verk efni fyrir hendi og mega ekki híða. Reynsla síðustu ára, síðan tilbúinn áburður kom til sögu og ýmsar frætegundir, sem reyndar hafa verið, sýnir, að uppgræðslan er tiltölulcga auð- veld með þeirri tækni, sem nú er fyrir hendi við þetta starf, og er þar sérstaklega átt við flugvélar til að dreifa með á- burði og fræi. Með þessari tækni er mögu- Iegt að breyta svörtum sand- auðnum í grónar lendur, bæði til heyöflunar og beitar fyrir búpening. Sauðfé hefur mjög fjölgað á landi hér hin síðustu ár, eftir að mæðiveiki og garnaveiki hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir vörnum og lækningu. Víða skortir nú sumarhaga fyr- ir sauS'fé, og hætta er á, að land fari í örtröð vegna þrengsla í högunum, og er því mikil uppblásturshætta yfirvof andi. Flestir munu sammála um, að hér þurfi að taka rösklega til verks við að græða landið og auka • á þann hátt nytsemi þess. Um það var enginn ágrein ingur í landbúnaðarnefnd. Það sem ágreiningi veldur, er sú tekjuöflunarlei'ð til stúðjaings sandgræðslunni, sem 32. gr. frumvarpsins kveður á um. En þar er svo fyrir mælt, að leggja skuli gjöld, er nemi 5 krónum, á lítra af áfengi í því formi, sem það er selt og afgreitt frá Áfengisverzlun ríkisins. Þetta ákvæði um sérstakan skatt á áfenga drykki kveðst sandgræðslunefnd hafa sett í frumvarpið í stað gjalds á tó- baksvörur, sem nefndin hafði áður gert tillögu um. Segir sandgræðslunefnd í greinar- gerð, er fylgdi frumv., er það var lagt fram á Iöggjafarþing- inu 1960—61, að það hafi verið tillaga núverandi landbúnaðar- ráðherra að taka heldur gjald af áfengi en tóbaki til sand- græðslunnar og að honurn hafi þótt sem seilzt væri inn á svið skógræktarinnar um fjáröflr með fyrri tillögum sandgræðslu nefndarinnar. Ætlaðist sand- græðslunefnd til, eftir því sem segir í greinargerð með frum- varpinu frá í fyrra, að skóg- ræktin og sandgræðslan deildu gjaldi á tóbaksvörur að jöfnu milli sín. Hins vegar segir sand græðslunefnd í greinargerð sinni, að hún telji „að frarn komnu sjónarmiði landbúnaðar ráðherra sjálfsagt að virða það í þeirri öruggu von, að það tryggi framgang frumvarpsins og eflingu sandgræðslunnar". Við þær umræður, er um mál ið urðu í Iandbúnaðarnefnd, kom í Ijós, að samstaða var ekki í nefndinni um það á- kvæði frumv. að leggja gjald á áfengi. Var meiri hluti nefnd- arinnar þeirri skattlagningu mótfallinn, en gerði engar aðr- ar tekjuöflunartillögur. Minni hlutinn getur fallizt á tekjuöfl- unarleið þá, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, og þar sem hann er málinu að öðru leyti eindreg ið fylgjandi, leggur hann til, að fruinvarpið nái fram að ganga nú á þessu þingi. Alþingi. 28. marz 1962. Ágúst Þorvaidsson, frsm. Karl Guðjónsson. T í MIN N, maí 1962 7

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.