Tíminn - 26.05.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.05.1962, Blaðsíða 6
KVEÐJUORÐ Halldór Gunnlaugsson, kaupmaður, Hveragerði Hann var fæddur 12. október 1889, að Minnaholti í Fljótum í Skagafirði. Sonur hjónanna Sigur- laugar Jónsdóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar bónda þar. Hall- dór óx upp með foreldrum sínum. Hann kvæntist Ingibjörgu Jó- sefsdóttur, Björnssonar skólastjóra á Hólum, hinn 20. júní 1914, en hóf búskap vorið 1916 að Garða- koti í Hjaltadal. Vegna heilsu- brests varð hann að bregða búi 1931, og varð sjúklingur í Krist- nesi um skeið. Þau Halldór og Ingibjörg eign- uðust 6 börn, 3 syni og 3 dætur. Kringum 1935 fluttist Halldór sem sjíiklingur í heilsuhælið á Reykjum í Hveragerði, sem þá var að byggjast upp. Saga Halldórs eftir að hann flytur suður yfir fjöllin, „sjúkur og sár“ er ævintýri lík. Jafnskjótt og hann losnar sem sjúklingur af Reykjahæli, eru honum falin margvísleg mannforráð og trúnað- arstörf, sem hann leysir af hendi méð hinni mestu prýði. Hann er kosinn í hreppsnefnd 1938, verður oddviti hennar 1942. Þegar Hvera- gerði verður sérstakt hreppsfélag verður hann fyrsti hreppsstjóri hins nýja hrepps. 1940 kvænist hann einni glæsi- degustu heimasætu sveitarinnar, Guðnýju Sigurðardóttur frá Þúfu í Ölfusi, byggir sér notalegt íbúð- arhús í Hveragerði ásamt snotru verzlunarhúsi, þar sem hann rak verzlun meðan heilsan leyfði, og skapaði sér fjárhagslegt öryggi til æviloka. Halldór Gunnlaugsson var traustur maður og skapfastur, á- samt góðri greind og reglusemi í öllum störfum, vann hann sér traust sveitunga sdnna, sem kusu hann til flestra trúnaðarstarfa í sveitinni. Sem að líkum lætur, var Hall- dór ekki heilsuhraustur maður, ert hann naut umhyggju ágætrar eig- inkonu, sem færði honum þann sumarauka í lifinu, sem entist hon- um ævina út. Heilsu Halldórs hnignaði mjög er Ieið á þennan síðasta vetur. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi 18. þ.m. Hann verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju í dag. Hnígur þar til foldar einn af hinum elztu og merkustu landnemum Hvera- gerðis. Blessuð veri minning hans. Teitur Eyjólfsson Allir eiga íbúð! Þetta er fyrirsögai.. yfiv- þvcra sfðu f Morgunblaðinu oog t þá ein kosningaupphróipunin! En hver er skýriiigin á því, hvaö margir eiga íbújv á fslandi. Löggjöfin um verkamannabú- staði var sett fyrir forgöngu Héð ins Valdimarssonar á stjórnar- tímabili Fr.amsókniarmanpa. Frumvarpið um byggingarsam- vinnufélög var samið af Eysteini Jónssyni, Ilannési dýr.alækni og Gu'ðbrandi Magnússyni, o>g marff- ist í gegn á þiniginu 1933, vegna þess hvað þ'ingið dróst, sökum þess a@ verið var að glíma um hverjir skyldu vera ráöherrar. Og fyrstu samviinnuhúsin risu á næsta ári, árí'ð 1934, vestur í „Síra Jóhannstúni“, — og standa þar í fjórum rööum og falleg- um görðum. Þórir Baldvinsson teikiwði hús 'in, en Hákon Bjarnasoin fyrsta garðinn, og mun það fyrsti garð urinn, sem teiknaður var í Reykja vík. Að sjálfsöigðu markaði löggjöf- in um verk.amannabústaöi spor, e.n samkvæmt þeirri löggjöf, legg ur hið opinbera, ríki otg bær, hluta af byggingarkostnaði. En sam- kvæmt löggjöfinni um byggingar- samvinnulöiggjöf er ekki um nein oipinber fjárfr.amlög að ræða, heldur aðeins ríkisábyrgð, allt af 80% af byggingarkostnaði. Eina opinbena aðstoðin sem um v.ar að ræða áður, voru veðdeild- ariánin, en þau komu ek.ki til sögu fyrr en liúsin voru fullbyggð að kalla, og munu hafa numið 30— 35% af byggingarkostnaði. Þegar ein hjónin hér i „götunni okkar“, eins o.g við köllum hana, höfðu bo® inni til að minnast 25 ára afmæli shennar, lét merkur KOSNINGASJÓÐUR Það er vinsamleg ábending til stuðningsmanna B-Iistans, sem geta Iátið fé af hendi rakna í kosningasjóð, að hafa sam- band við skrifstofuna í Tjarnargötu 26. Öllum slíkum framlög- um, smáum sem stórum, er með þökkum veitt móttaka í kosn- ingaskrifsto-funni. B - LISTINN AUGIÝSIR: Kosningaskrifstofur B-listans við borgarstjórnarkosningarn ar í Reykjavík 27. maí n.k., eru á eftirtöldum stöðum: Aðal- skrifstofan er i Tjarnargötu 26. Símar 15564, 24758, 24197 og 12942. — Skrifstofan er opin frá kl. 9 f.h. til kl. 10 að kvöldi. FYRIR KJÖRSVÆÐI MELASKÓLANS f Búnaðarfélagshúsinu v/Hagatorg, sími 20328. — Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi. FYRIR KJÖRSVÆÐI MIÐBÆJARSKÓLANS í Tjarnargötu 26, símar 24758 og 12942. Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi. FYRIR KJÖRSVÆÐI AUSTURBÆJARSKÓLANS að Baldurs götu 18, sími 16289. Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi. FYRIR KJÖRSVÆÐI SJÓMANNASKÓLANS að Einholti 2, símar 20330 og 20331. Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi. FYRIR KJÖRSVÆÐI LAUGARNESSKÓLANS OG LANG HOLTSSKÓLA að Laugarásvegi 17, símar 38311 og 38312. — Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi. FYRIR KJÖRSVÆÐI BREIÐAGERÐISSKÓLANS að Mel gerði 18, sími 38313. Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi. STUÐNINGSFÓLK B-LISTANS! Hafið samband við kosninga- skrifstofurnar. Komið eða hringið og veitið alla þá aðstoð er þið getið í té Iátið. Upplýsingar varðandi utankjörstaðakosningu er hægt að fá á skrifstofu Framsóknarflokksins, Tjarnargötu 26, símar: 16066 og 19613. — Skrifstofan er opin frá kl. 9—12 f.h., 1,30—6 e.h. og 8—10 s.d. — Hafið samband við skrifstofuna og gefið henni upplýsingar um fólk sem verður fjarri heimili sínu á kjördag. Kosninstaskrifstofur úti á landi Akranesi: Félagsheimili Framsóknarmanna, sími 712. Keflavík: Snðurgötu 24, sími 1905. Kópavogur: Álfhólsvegi 2, sími 38330. Hafnarfjörður: Suðurgötu 35, sími 50067 (Gíslabúð). Vestmannaeyjar: Strandvegi 42 II. hæð. Sími 865. Siglufjörður: Eyrargötu 17, sími 146. Selfoss: Kaupfélagshúsinu, sími 103. Akureyri: Sfmi skrifstofunnar 1443. BORGARSTJÓRNAI KOSNINGARNAI Kjarabætur Þau ánægjulegu tíðindi hafa gerzt, að Dagsbrún hefur náð samningum um verulega kaup- hækkun, eða svipaða og áður var samið um á Akureyri. Eru þetta ánægjuleg málalok og munu allir velviljaðir menn fagna þeim. Hefur hér enn sann azt, hve mikil nauðsyn er á vel vilja og skilningi milli verka- manna og vinnuveitenda. Jafnframt er það öllum ljóst, sem vilja sjá, að nú eins og í fyrra, er forystunnar að leita til Akureyrar og Húsavíkur um samningana. En þar eru sam- vinnu- og Framsóknarmenn mikils ráðandi meðal atvinnu veitenda. Meðan á samningum stóð fyr ir norðan, voru stjórnarblöðin hér í Reykjavík ókvæða við og töluðu um svik SÍS og Fram- sóknarmanna og samspil við kommúnista. En í Mbl. í gær er blaðinu snúið við. Nú eru þetta ekki lengur skemmdarverk, HELD- UR KJARABÆTUR. „Lægst launuðu verkamenn fá mestar kjarabætur", segir Mbl. Svona getur • Mbl. orðið beygt fyrir kosningar. Kauphækkun, sem áður hét skemmdarverk, er nú orðin að kjarabótum. Togaraverkfallið Enn fæst engin lausn á tog- araverbfallinu. Stórvirkustu at- vinnutæki okkar, togararnir, liggja í skipakirkjugarði Reykja víkurhafnar og verkfallið búið að vara bráðum þrjá mánuði. Og aðalsamningsaðilar eru Sjó mannafélag Reykjavikur, undir forystu litla og stóra íhaldsins og hins vegar togaraeigendur, en langsamlega stærsta útgerð- arfélag þeirra er Bæjarútgerð Reykjavíkur. Nú eru ekki kommúnistar eða Framsóknarmenn að verki, held ur algert úrræðaleysi samherj- anna í ríkisstjórn og borgar- stjórn um lausn málsins. Og jafnvaldamikill aðili og borgar stjórn Reykjavíkur er, virðist ekkert gera. Mbl. á undanhaldi Það óvænta hefur skeð, að Mbl. reynir að afsaka sóðaskrif sín og samlíkingar um Fram- sóknarmenn. Blaðið reynir að draga í land um „asna“ og „svína“ málflutning sinna manna. Og telur að um misskiln ing sé að ræða. ' Sjálfsagt er að hafa það, sem sannara reynist í hverju máli. Sé um misskilning að ræða, á Mbl. fyrst og fremst sök á hon um. Blaðið var svo sjálfumglatt af samlíkingu forsætisráðherra, að það birti teiknimynd -if Þór- arni Þórarinssyni og Eysteini Jónssyni sem ösnum, dragandi vagn, líkt og ráðherrann sá í utanlandsreisu sinni. Blaðið getur því sakast við sjálft sig, ef það hefur rangfært samlikingu ráðherrans. Eins er frásögn Mbl. 17. þ.m. um ræðu Sjálfstæðisfrúarinnar á Hvatarfundinum þannig, að ekki verður skilin á annan hátt en, að andstöðuflokkunum hafi verið Iíkt við SVÍN. Á meðan blaðið kemur ekki með yfirlýs- ingu frá Jónínu Guðmundsdóit- ur um, að það hafi rangfært ummæli hennar, hafa þau bæði sameiginlegan heiður af „svína- málinu“. Hinu ber að fagna, ef Mbl. skynjar nú, að með sóðalegum ofsaskrifum sínum, hefur það gert flokki sínum ógagn og ,'afn framt gert tilraun til að draga heiður og menningu höfuðborg- arinnar ofan í svað úlfúðar og tortryggni milli íbúanna, í -,tað þess að hef ja þá upp til 'bróður- hugar og meira samstarfs, eins og allir menntaðir og velviljað. ir menn vilja gera. ' Fjöldi manna í Sjálfstæðis- flokknum skili.tr þetta. Og tað eru áhrif þessara manna, sem nú knýja Mbl. til að klóra yfir sín eigin skrif. Iskorun tiB borgar- stjóra í útvarpsumræðunum fórust Birni Guðmundssyni m.a. orð á þessa leið: „Nú er þess meira hertur róð urinn um, að við Framsóknar- menn séum fjandmenn Reykja- víkur, — fjandmenn þeirrar byggðar, þar sem heimil'i okkar eru og framtíðarheimili barna okkar! — Þetta er ekki til að rökræða. — En ég skora á borgarstjóra Reykjavíkur, — að þvo þá skömm af séi og höf- uðborginni, að láta sér vel líka þvílíkan málflutning til frant- dráttar kosningu sinni“. Þcssi áskorun er hér með end urtekin. KOSNINGAGETRAUNIN er í fullum gangi. Getraunaseðlar fást á hverfaskrifstofunum, Tjarnargötu 26, og afgr. Tímans, Bankastræti. SÁ, SEM FER NÆST um kosningaúrslitin í Reykjavík, fær veglegan vinning, flugfar fyrir 2 til Noregs, Danmerkur og Þýzkalands mcð skrúfuþotum Flugfélags fslands. maður þau orð falla, að af allri mikilsverðust. — í hennar skjóli félagsmálalöggjöfinni, myndu lög- ætti almenn’ingur nú þak yfir in um byggingarsamvinnufé'lög höfuðið. T f M I N N, laugardagurinn 26. mai 1§S2. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.