Tíminn - 26.05.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.05.1962, Blaðsíða 9
Jón Skaftason, alþingismaður: JL„ Þennan vítahring vekja meiri athygli fl.Jy verður að rjúfa Bæjarstjórnarkosningarnar í Kópavogi vekja meiri athygli að þessu sinni en í nokkru öðru sveitarfélagi þessa lands. Þar sem félagar mínir á B-listanum hafa rætt ýtarlega bæjarmálin, ætla ég að víkja að ástæðum þess, að áhuga- menn um stjórnmál veita þess um kosningum svo mikla at- hygli. Lýðræðissinnaðir vinstri menn hafa horft upp á það með vax- andi ugg og kvíða. að á sama tírna og þeir skipta sér niður á 3—4 stjórdmálaflokka, þá standa hægriöflin saman í ein- um stórum flokki. Sjálfstæðis- flokknum. Þeim hefur tekizt, með tilstyrk íhaldssamra for- in,gja Alþýðuflokksins, að ná stjórnartaumunum í sínar hend ur og haldið" þeim um skeið og hyggja vafalaust á langa sam vinnu um ríkisstjórn. er tryggi hægriveldi á tslandi. Af hverju er svona komið? Hverjir eru forsendur þess, að íislendingar eru frændum sín- um í Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku svo ósammála um, hvern ig bezt sé að stjórna. að þeir efli hægri flokka til valda hér á landi. þótt þessir frændur ojíkar hafi um áratuga skeið kosið stjórn lýðræðissinnaðra vinstrimanna með þeim árangri. að þegnar þessara landa búa við beztu lífskjör í heimi. og þess- ar þjóðir standa því allra þjóða næst að koma á hjá sér þjóð- skipulagi velferðarríklsins? Ég hefi lengi velt þessum spurningum fyrir mér og mér er ljóst, að til þessa liggja marg ar orsakir. Því lengur sem ég íhuga þetta, þeim mun vissari er é.g í því, að til þessa liggur ein meginorsök og hún er styrkur kommúnista hér á Iandi. ÓDÆÐI KOMMÚNISMANS FITA MORGUNBL.-PÚKANN Þessa staðhæfingu vil ég rök styðja nokkuð. Kommúnisminn' mun aldrei sigra á íslandi eftir lýðræðislegum leiðum fremur en annars staðar. Hann getur engin þau gæði flutt fslending- um, sem sæmilegt stjórnarfar í landinu getur ekki veity. Auk þessa kemur hér til sú stað- reynd, að langflestir íslending- ar geta ekki hugsað sér að fórna þeim mannréttindum, sem þeir njóta, en einræðisskipulag myndi niðurbrjóta. Af þessum ástæðum og fleiri ótöldum er þjóðskipulag komnv únismans ákaflega óvinsælt á fs Kafli úr mjög athyglisverðri ræðu, sem Jón Skaftason flutti í útvarpsumræðunum um bæjar- málin í Kópavogi landi. Þá staðreynd kunna hægri öflin vel að nota sér. Eg vil biðja ykkur, hlustendur góðir, að athuga stjórnmála- skrif Morgunblaðsins síðustu vikurnar. að því er tekur til á- deilna blaðsins í garð Fram- sóknarmanna. Framsóknarflokk- urinn er eini andstöðuflokkur íhaldsins, sem það óttast og hefur í hvívetna haldið hlut sín um fyrir ásókn þess. Alþýðu- flokkurinn er að hálfu innlim- aður og Sósíalistaflokkurinn í innbyrðis styrjöld. KOMMÚNISTASTIMPILLINN Gegn þessum höfuðandstæð- ingi sínum notar Morgunblaðið bitrasta vopnið. Það reynir að koma kommúnistastimpli á Framsóknarflokkinn og veikja hann þannig. Einfalt en biturt vopn lagt upp í hendur íihalds- ins meira eða minna af andstæð ingum þess. Við erum hér komin að kjarna mikils máls, undirstöð- um þeirrar svikamyllu, sem malað hefur íhaldinu mest gull- ið á undanförnum árum og mun gera það áfram meðan umbótamenn þessa lands skilja ekki þá meginþörf íslenzkra stjómmála, að einangra komm- únistana eins og alls staðar er gert erlendis, þar sem stjórn- málaþroski ríkir. TVÆR ÖFGASTEFNUR Mér er ljóst, að margt veldur deilum og ágreiningi miLIi flokksmanna vinstri flokkanna. Það erv rökrétt afleiðing þess skoðana- og tjáningarfrelsis, sem þjóðskipulag okkar býður upp á. En sá ágreinlngur er smávægilegur á móts við þann mikla mun, sem hlýtur að vera á milli lýðræðissinnans og ein- ræðissinnans. Þessa staðreynd verða frjálslyndir umbótamenn að skilja og viðurkenna í breytni, ef ekki á illa að fara. Þeim mun sterkari kommún- istafJokkur, þeim mun styrkara íhald og hvor öfgastefnan um sig nærist á vexti og viðgangi hinnar. Þennan vítahring verður að rjúfa. Eg kem þá að þeim þætti þessa máls. sem gerir bæjar- stjórnarkosningarnar í Kópa- vogi þær athyglisverðustu á 'andinu. Sósíalistaflokkurinn heldur flokksþing í júní eða júlí næst komandi. Það er öruggt. að þá skerst alvarlega í odda með fylgismönnum Moskvulínunnar og hinna, sem framfylgja vilja þióðl&gum sósíalisma. Sósíalistaflokkurinn er lang- öflugasti aðilinn í Alþýðubanda laginu. Þeir, sem ráða Sósíalista flokknum ráða stefnu og störf- um Alþýðubandalagsins. Moskvumenn Sósíalistaflokks ins hafa um alllangt skeið und- irbúið sig undir átökin, sem verða á flokksþinginu. Þeir vilja kanna styrk sinn og stað- urinn, sem valinn er til þessarar skoðanakönnunar er einmitt Kópavogur. Þetta er engin til- viljun, því að hér er valdamað- ur Finnbogi Rútur Valdemars- son foringi þess arms Alþýðu- bandalagsins, sem ekki vill una stjóm Moskvumannanna leng- ur. — „ÓHÁÐIR LÍNUKOMMAR" Mér er kunnugt um, að það er skv. beinni skipun frá Einari Olgeirssyni og flokksforystunni í Reykjavík, að kommúnistarnir í félagi óháðra kjósenda brut- ust til valda í félaginu og náðu meirihluta í uppstillingamefnd félagsins. Með þeirri röðun í efstu sæti H-listans, sem þeir gerðu, átti að tryggja, að Finn- bogi yrði f minnihluta innan meirihlutans, ef hann héldist. og þannig átti að tryggja, að Finnbogi héldi friðinn innan Alþýðubandalagsins, ella missti hann stjórn bæjarins úr hendi sér. Viðbrögð Finnboga urðu önnur en samsærismenn reikn uðu, er hann sá að hverju stefndi Hann og kona hans neituðu að vera á Hstanum og lýstu því skriflega vfir. að þau styddu hann ekki Þar með brast sá grundvöllur gjörsamlega, sem undanfarandi framboð félags óháðra kjósenda hafa hvílt á og það þarf meira en litla óskammfeilni til þess að halda öðru fram, svo gjör- samlega sem staðreyndir liggja ljósar fyrir. EINANGRUN KOMMÚNISTA f þessum kosningum hér, er því ekki aðeins kosið um bæj- armálefnin. Það er líka kosið um það, hvort tokast megi að einangra kommúnista í lands- málapólitíkinni. Fyrsti hluti þeirrar baráttu fer fram í Kópa vogi nú. Hvert það atkvæði, sem nú verður greitt H-listanum er beinn stuðningur við áfram- haldandi yfirráð kommúnista í Alþýðubandalaginu, en þau vfirráð hafa öðru fremur greitt íhaldinu leiðina a'S stjórnarstól unum. Hvert atkvæði greitt H-list- anum nú stuðlar að áfrarn- haldandi sundrungu í röðum umbótamannanna, en stvrkir í- haldsöflin. Hvert atkvæði greitt H-listan- um nú veikir vonir Finnboga R. Valdemarssonar og félaga hans um sigur í þeirri baráttu, sem er risin innan Alþýðu- bandalagsins og Sósíalistaflokks ins. Við Finnbogi Rútur erum stjórnmálaandstæðingar og berj umst að nokkru leyti um sama fvjgið. Eg vil þó af heilum hug óska honum sigurs í þeirri bar áttu, sem liann á framundan innan síns flokks, því að mér er ljóst, að nýskipunar er þörf í stjórnmálastarfi umbóta- manna, ef hægri veldi á ekki að komast á á íslandi, með órétt- læti því og miskunnarleysi, sem oftast fylgir stjórn fulltrúa stór auðvaldsins. GEGN EINRÆÐI OG ÍHALDI Umbótamenn og framfara- sinnar. Þéttum raðir okkar. Reynum að ná betur saman um meginstefnur frjálslyndis, fram- fara og réttlætis. Látum ein- ræðisöfl kommúnista og sér- hagsniunaöfl íhaldsins ekki sundra okkur vegna ágreinings um smærri málin. Þau hin eru fleiri og langtum st-ærri, sem við eigum sameiginleg. Góðir Kópavogsbúar. Við. sem stöndum að B-listanum. höfum markað ljósa megin- stefnu í málefnum bæjarfélags- ins fyrir næsta kjörtimabil og höfum birt hana í blaði okkar og rætt hana á fundum Við erum reiðubúin að vinna að framgangi hennar og annarra góðra mála í samvinnu við alla þá bæjarfulltrúa, sem af alhug vilja vinna bæ okkar vel og setja hagsmuni bæjarbúa ofar sérhagsmunum og flokks- valdi. Eg vil nota tækfærið, að gefnu tilefni. til þess að lýsa það visvitandi ósannindi, að við séum búnir að semja við einn eða annan um stjórn bæjarfé- la.gsins að afstöðnum kosnirig- MÁLEFNASNAUDIR FRAMBIÓÐENDUR Tveir þeirra flokka, sem bjóða hér fram, Sjálfstæðisflokk ur og Alþýðuflokkur. hafa enga stefnuskrá birt Þeir biðja um stuðning kjósenda, án þess að nokkur viti, að hverju þeir vilja vinna Að vitna til ..landsmála- stefnu Sjálfstæðisflokksins" um stjórn þessa bæjarfélags eins og frambjóðendur D-listans gera í Vogum er lítilmannleg uppgjöf manna, sem ekkert þekkja til bæjarmálefna og hafa meiri á- huga á gengi Sjálfstæðisflokks- ins en hagsmunum bæjarbúa. Við frambjóðendur B-listans biðjum kjósendur að kynna sér stefnu okkar. Við höfum leitazt við að velja menn á lista okkar, sem hafa víðsýni, dugnað og menntun til að framkvæma hana Veitið okkur kjörfylgi til að framkvæma þessa stefnu og við heitum því að vinna af ýtrustu getu að framgangi góðra mála fyrir bæjarbúa. Fram til starfa og sigurs fyrir B-listann, lista fólksins í Kópa- vogi Smjaður og oflof Marga þá, sem lesið hafa undanfarna daga dýrkunar- og lofpistlana í Morgunblaðinu og Vísi um frambjóðendur íhalds- ins, hefur klígjað við smjaðrinu, sem þar er á borð borið fyrir fólk, þar sem þessum mönnum er lýst sem háleitum fyrirmynd- um annarra, jafnt í heimilislífi sem forystu í málefnum. Þeim er þakkað allt milli himins og jarðar, hvort sem þeir eiga nokk- urn hlut að eða ekki, og alveg sama þó að bæði sé vitað og margsannað, að þar eiga aðrir menn allt þakklæti skilið. Þannig er ranglætið leitt til öndvegis og beitt purltunarlaust í íhalds- áróðrinum. \ , Eitt gleggsta dæmið um þetta er, hvernig Úlfar Þórðarson læknir er Ieiddur fram sem sérstakur forystumaður í heilbrigð- ismáluiri Reykjavíkur og hann myndaður við borgarsjúkrahús- ið og dásamað, hvað allt sé vel á vegi statt og honum þakkað beinum og óbeinum orðum. Hvað skyldu læknar bæjarins segja um þessa sagnfræði? Úlfar Þórðarson er viðkunnanlegur Iæknir og má njóta sann- BÆNADAGUR Hinn árlegi bænadagur vor, 5. s.d. e. páska. er að þessu sinni 27. maí. Þótt kosningar eigi að fara fram þann dag í mörgum presta- köllum, er þess að vænta, að fólk geti komið saman einhvern tíma dagsins í kirkjum sínum, í þeim sóknum sem öðrum, til þess að lyfta huga í bæn. Væri vel, ef kirkjan gæti sameinað sem flesta um bænarefni dagsins, en það er: Sáttfýsi og samhugur, ábyrgð og drengskapur i þjóðlífi og þjóðmálastarfi. Bið ég bræður mína í presta- stétt að standa saman um að stuðla af megni að því. að þessi dagur verði sem almennastur og sannastur bænardagur. þjóð vorri tii blessunar. ma-?h, en það er ekkert sannmæli, að hann sé forystumaður um Framhald á 15 siðu Biskup íslands Sigurbjörn Einarsson Hvaða bætur fá opin- berir starfsmenn? Sú regla hefur gilt um nokkurt skeið, að opinberir starfs- menn fái launabætur í hlutfalli við sambærilega starfshópa, er taka laun samkvæmt Iögum. Með hinum nýju samningum atvinnurekenda og verka- mannafélaganna i Reykjavík, Akureyri og Ilúsavík, hafa verka- menn fengið verulegar launabætur auk þeirra 4%, sem áður hafði verið samið um. í samræmi við það, sem áður hefur gilt, ættu nú þeir opin- berir starfsmenn, sem hafa haft svipuð laun og vcrkamenn, að fá nú þegar hliðstæðar launabætur. Verkamenn, sem nú hafa fengið launabætur, liafa nokkuð mismunandi kaup eða milli 10—16 launaflokks, ef niiíað er við launalög ríkislns. Þess vegna ættu nú allir opinberir starfsmenn, srm taka (Framhaíd á 15. cI5u' T í M I N N, laugardagurinn 26. maí 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.