Tíminn - 26.05.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.05.1962, Blaðsíða 8
Vegleg og sérstæð kirkja í Úlafsvík Bygging hafin s.l. ár. Á síðastliðnu ári var hafin bygg- ing nýrrar kirkju i Ólafsvík, grunn ur byggður og vegur lagður að kirkjus’tæðinu. Kirkjunni var val- inn staður á gamla bæjarstæðinu Hólvöllum, er það fallegt kirkju- stæði. Verð'a engar aðrar bygging- ar á þessu svæði, en væntanlegt iþróttasvæði verður norður af kirkjustæðinu. Þessi nýja kirkja verður byggð eftir teikningu Hákonar Hertervig arkitekts, er hún sérkennilegt en stílhreint hús, byggt í þríhyrnings- formi, segir í fréttatilkynningu frá sóknarnefndinni. Á neðri hæð verða safnaðar- heimili og snyrtiherbergi ásamt eldhúsi og geymslú. Gert er ráð fyrir að í safnaðarheimilinu verði aðstaða til margs konar félags- starfsemi safnaðarins, tómstunda- iðja og aðstaða til veizluhalda. Aðlkirkjuskipið á að taka 220 í sæti. Gömul altaristafla. í kirkjunni verður falleg altaris- tafla, sem nú er í gömlu kirkjunni. Er hún máluð eftir altaristöflunni í Dómkirkjunni í Reykjvík og gerði það Þórarinn B. Þorláksson, listmálari. Sú saga er um þá töflu, að í mannskaðaveðrinu mikla 7. apríl 1906, þegar margir bátar fórust, var bát einn, Sleipnir, að hrekja inn Breiðafjörð. Gekkst þá Alexander Valentínusson, sem var farþegi á skipinu fyrir því að skip- verjar hétu að gefa Ólafsvíkur- kirkju altaristöflu, ef þeir björg- uðust úr háskanum og svo merki- lega vildi til, að skipið rak inn fyr- ÆTLIÞETTA HEIT EKKI HÁÐLOF? ir allar eyjar og sker, allt inn í Gilsfjöi’ð, án þess að hlekkjast á. Undir þak á þessu ári. Ákveðið er að koma nýju kirkj- unni undir þak á þessu ári, hefur verkið nú verið boðið út. Tekizt hefur að útvega fjármagn, sem á að nægja til þess að ná þessum áfanga. Starfandi er sérstök fjár- öflunarnefnd, sem vinnur að fjár söfnun bæði heima og meðal brott- fluttra Ólafsvíkinga og velunnara: Ólafsvíkur. Þá hefur verið kjörin sérstök fjáröflunarnefnd kvenna, og enn fremur vinnur Kvenfélag Ólafsvíkur að fjársöfnun vegna kirkjunnar. Gamla kirkjan í Ólafsvík er byggð úr timbri árið 1892, er hún orðin mjög hrörleg, svo óvíst er hvað hún stendur lengi, auk þess er hún inni í mjðiu athafnasvæði framleiðslunnar í þorpinu, um- kringd olíutönkum, síldarþró og verbúðum. Það er því brýn nauð- syn að söfnuðinum takist að koma hinni nýju kirkju upp sem allra fyrst. Söfnuðuiinn væntir liðsinnis allra velunnara Ólafsvíkur, segir í tilkynningu sóknarnefndar. Hafa þegar borizt höfðinglegar gjafir, nú fyrir stuttu peningagjöf að fjár hæð kr. 20 þúsund frá konu í Reykjavík, er ekki vill láta nafns síns getið opinberlega. í sóknarnefnd og byggingar- nefnd Ólafsvíkurkirkju eru nú: Alexander Stefánsson, formaður, i Böðvar Bjarnason, húsasmiður, Guðni Sumarliðason, sjóm. Guð- jón Sigurðsson vélsm.' og Bjarni Andrésson. skólastjóri. Sóknar- prestur er sr. Magnús Guðmunds- son. Morgunblaðið og Vísir hafa tekið upp þann sið, að skrifa yfirspenntar hólgreinar^ um frambjóðendur íhaldsins við væntanlegar kosningar. Eru með greinum þessum birtar myndir af eiginkonu og börnum frambjóðenda og ýmsu því flétt að inn í frásagnir, sem harla lít- ið kemur við starfi væntanlegra borgarfulltrúa. Yfirleitt eru greinar þessar svo fullar af væmni og sjálfhælni, að fæstir blaðalesendur munu nenna að lesa þær til enda. Oft er rangt sagt frá málefnum og striiki slegið yfir það, sem þessir sjálf hælnu menn hafa gert borginni til skaða og skapraunar. Hér skal tekið dæmi. Dagbl. Vísir birtir eina slíka grein þ. 23.þ.m. um 7. mann íhaldslistans, Þór Sandholt. Þór var forstöðumaður skipu- lagsdeildar Rvíkur í fimm ár. Það helzta, sem liggur eftir hann á því sviði, er skipulagn- ing Smábýlahverfisins í Soga- mýri, sem oft er nefnt „botn- langahverfið“ vegna hinnar ein kennilegu legu gatnanna þar. Fá hverfi eru óhentugri barna fólki að búa í. í þessu víðáttu- mikla hverfi er einn stór barna- skóli. Fjöldi ungra barna verð- ur því að fara langar leiðir í skóla —og það, sem verra er, yfir mjög fjölfarnar umferðagöt ur, svo sem Grensásveg og Soga veg. Dagheimili eru þar engin. Fáir leikvellir og ekkert sami komuhús. Verzlunarhveffi með afbrigðum illa sett og bifreiða- stæði hreinasti ,,luxus“. Víða eru húsin látin standa svo þétt, að sólar nýtur ekki í þeim. Því til sönnunar birtum við hér mynd af nokkrum hús- um við Heiðargerði 35—41, sem sjálfur Þór Sandholt teiknaði og staðsetti fyrir almúgann. Önnur mynd birtist hér, sem sýnir lóðarými og staðsetningu á hús um íhaldsgæðinganna í Laugar ásnum, en það hverfi skipu- lagði Þór einnig, og sést hús hans fremst á myndinni Það er; von að Visir segi um þennan mann: ,;Það er midls um vert, að maður rneð slíka þel.kingu o.g reynslu að baki. skuli eiga sæti í borgarstjórn". í þessari Vísisgrein hæ’ist Þór yfir því að hafa teiknað uýja Iðnskólahúsið. Sannleikur inn er sá, að enskur arkitekt, sem starfaði hér í nokkur ár. en er nú búsettur í Astralíu, teikn aði skólahúsið og var Þór sam- verkamaður hans. Þetta vita stéttarbræður Þórs Sandholt. Þá lætur Vísir mikið yfir skólastjórn Þórs við Iðnskólann og segir það aðalstarf hans. Ekki munu nemendur skólans skrifa undir þetta, því það er rétt svo, að þeir þekki hann í sjón. Aítur á móti þekkja allir ungfrú Ester og Kristján. Les- endur blaðsins ættu sjálfir að síma í lðnskólann og spyrja, hvort skólastjórinn sé við Hans aða*störf eru vel launuð aukastörf í fimm nefndum og skal hér minnzt á störf hans í Iveim þeirra. í Vísisgreininni segir Þór: „Eg hef einnig í allmörg . ár haft afskipti af umferðamálum borgarinnar". Eins og áður seg- ir, var Þór forstöðumaður skípu lagsdeildar Reykjavíkur, og átti þvi sem slíkur sæti í Umferðar nefnd, samkv. reglugerð nefnd- arinnar. Þegar hann svo hvarf úr þjónustu Reykjavíkurborgar árið 1954, boðaði form. Umf.n. þann mann á nefndarfund, sem tók við starfi Þórs í skipulag- inu. En þá skeður það, að Þór Sandholt mætir eftir sem áður á nefndarfundum og segist lita svo á, að nefndin geti ekki án sín veri'ð. Formaður nefndar- innar (lögreglustjóri guggnaði alveg fyrir þessu stórmenni og sat Þór sem fastast, og hefur setið í átta ár, eftir að hann átti þaðan að hverfa (samhliða fulltrúanum frá skipulaginu), enda eru nefndarstörf vel laun- uð. Þannig er það 'til komið, að Umferðanefnd, sem samkv. reglugerð, á að vera skipuð fimm mönnum, hefur verið skip uð sex mönnum síðastl. átta ár. Hver eru svo störf þessara manna í Umferðanefnd? Eins og öllum er kunnugt, hafa eng- ar skynsamlegar heildartillögur til úrlausnar umferðaröngþveit- inu komið frá nefndinni. Held ur hefur starf hennar verið í því fólgið. að samþ. hvar bíla- salar megi hola sér niður, hvaða gata skuli vera einstefnuaksturs gata og svo framvegis. Allt mál, sem yfirstjórn lögreglunnar geta ákvarðað. Finnst ,,háttvirtum kjósend- um“ ekki líklegt að slíkur mað- ur, sem Þór Sandholt er, og fórnar sér fyrir slík störf, vinni í anda sparnaðar, velfarnaðar og óeigingirni í þágu borgarfé- lagsins? Þegar Reykjavíkurborg skip- aði nefnd arkitekta til þess að teikna væntanlegt ráðhús úti í Reykjavíkurtjörn, fannst Þór (þótt hann væri hættur störfum í skipulaginu) hann vera sjálf- kjörinn í nefndina, en það fannst ráðamönnum borgarinn- ar ekki. Þór tók þá til sinna ráða og taldi borgarráði trú um, að ekkert yrði framkvæmt í nefndinni, nema hún hefði framkvæmdastjóra. „Meiri hlut inn“ lét draga sig til þess. Síð- an hefur Þór Sandholt verið framkv.stj nefndarinnar. Hitt talar svo enginn um lengur, að framkvæmdir nefndarinnar, eft ir tveggja ára „starf“ þekkir enginn borgarbúi — og ekki er minnzt einu orði á væntan- legt ráðhús í kosningaáróðri í- haldsins, enda happadrýgst að þegja. Hvað þessi nefnd hefur kostað borgarsjóð, fær enginn að vita. Þór jandholt gerir mikið úr skátastörfum sínum í Vísisgrein inni. Eftir því, sem vér bezt vit um, var hann í þeim félagsskap sem drengur, en hefur aldrei starfað þar sem foringi. Aftur á móti hefur fjöldi jafnaldra hans starfað þar óslitið í tugi ára, sem forystumenn og leið- beinendur yngri skátanna, og gert skátafélagið að stórvirki meðal æskulýðsfélaga. Það er því úr hörðustu átt, er Þór seg- ir í Vísisgreinnini: „Skátahreyf- inguna hefur hins vegar skort fullorðna menn til forustu og það hefur staðið henni fvrir þrifum“. Þór er maður metnað- argjarn, og það fór ekki að bera á verulegum áhuga hjá honum á málefnum skáta hér í borg- inni, fyrr en hillti undir for- mannsstöðu í Skátafélagi Reykjavíkur, er einn af framá- mönnum skátanna, sem var for- maður S.K.F.R. í tugi ára, fór af landi brott. Nýlega notaði Þór Morgun- blaðið til þess að hvetja skáta í borginni til að mæta og hylla! borgarstjórann. Þá var tekin mynd og sást Þór við hliðina á borgarstjóranum. Gaman, gam- an. Hér hefur verið rakið efni að eins einnar þeirra blaðagreina með glansmyndum, sem Morg- unblaðið og Vísir skrifa um sína miklu menn og afköst þeirra fyrir borgarbúa. Og það er kannske tilviljun, að þessi grein er tekin til bæna. því skyldi ekki verða svipuð saga allra hinna, ef störf þeirra væru rakin eftir götum raunveruleik- ans, en allri sjálfhælni og remb ingi sleppt? Markleysa hinna svonefndu prófkosninga Sjálfstæðismanna kemur greinilega í Ijós í sam- bandi við þann frambjóðanda, sem hér er gerður að umtals- efni. Þór var borgarbúum gleymdur maður eftir að hann, góðu heilli, hætti sjálfviljuglega að skipuleggja meira fyrir þá. En viti menn, svo mikið þráir „fólk“ Sjálfstæðisflokksins þennan mann, að það kýs hann í 7. sæti í borgarstjórnarkosn- ingunum. Sannar þetta ekki m. a. ummæli Sveins Sveinssonar hér í blaðinu nýlega um próf- kosningar Sjálfstæðismanna.? Það er fróðlegt að íhuga, að í sama Vísisblaði og greinin um Þór kom, birtist eftirfarandi klausa um Einar Ágústsson, frambjóðanda Framsóknar- flokksins og útvarpsræðu hans: „Einar sagði, að borgarstjórn- armeirihluti Sjálfstæðismanna hefði verið „hlutdrægur og at- hafnalítill“, „værukær og svifa seinn“ og ,,ófær um að gegna hlutverki sínu“. Það hefði að- eins verið sterk flokksvél, sem hefði skapað Sjálfstæðisfl. meirihluta. Enn fremur segir Vísir: „Um- búðalaust þýðir þetta, að Reyk- víkingar hafi verið dregnir á asnaeyrunum af kærulausum og starfslausum meirihluta". En kæri Vísir, sannar ekki einmitt Ua. greind frásögn um einn af uppáhaldsmönnum í- haldsforustunnar, að Reykvík- ingar 'iafa verið dregnir á asna eyrunum? — Kjósandi. Þrot i „víginn 99 „Við verjum vígið”, segir forsætisráðherrann um Reykjavík. Er nú komið svo, að Sjálfstæðismenn eiga aðeins eitt vígi? En það var þá líka nokkur eign. Sjálf höfuðborgin. Aðrir eiga þar ekki neitt. En nú eru þeir hræddir um „vígið“, og taka til hins forna ráðs, að kasta út mörsiðrinu til þess að láta andstæðingana halda, að málefnin séu nóg, þar sem þrot eru fyrir. Þeir halda sýnilega, að „bláa skálda“ nægi til þess að kjósendur álíti „víg- ið“ ósigrandi. „Bláa skálda“ er mörsiður ílialdsins, vitnisburður um raunverulegt málefnalegt þrotabú. 8 T í IVI I N N, laugardagurinn 26. maí 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.