Tíminn - 31.05.1962, Side 5

Tíminn - 31.05.1962, Side 5
Fyrir nokkru voru haldnir tónleikar í íþróttahöllinni í Par ís. Það var Vince Taylor, sem þá hélt, skinnklæddur gítarleik ari, eitt af átrúnaðargoðum rokk og roll æskunnar i París. Um það bil 5000 unglingar tróð- ust inn í höllina, ■ sem rúmar reyndar ekki nema 400 manns með góðu móti. Stuttu síðar hófu áheyrendur að dansa á sæt um sínum, og síðan byrjuðu þeir að rífa niður húsið. í ó- eirðum þeim, sem á eftir fylgdu voru tugir lögreglumanna barð- ir til óbóta og brotið allt, sem brotnað gat. Þá dreifðist skríll- inn út á göturnar í kringum höllina og fór að velta um bíl- um. Yfirmenn lögreglunnar og stjórnendur íþróttahallarinnar Faðir Duval syngur á skemmtun. wiiiil jw.' það hefði verið til frá upphafi, eins og þjóðlag. Þegar hann kom til Toulouse, söng hann þetta fyrir hóp ungl inga. „Þegar ég hætti, varð ég undrandi yfir, að komast að raun um, að þeim hafði líkað þetta og vildu, að ég héldi á- fram að syngja". Síðar dvaldist faðir Duval hjá Jesúítum í Dijon, og þar var honum falið óvenjulegt starf. „Eg átti að eyða kvöldunum á kaffihúsum og tala þar við fólk ið, og svara spurningum eins og ,Er guð til, eða er hann það ekki, því að í gær dó lítið barn í næsta húsi?‘ “. Faðir Duval fékk leyfi til þess að hafa gítarinn sinn með- ferðis. Hann vonaðist til þess, að með honum gæti hann unn- ið bug á mótspyrnu gestanna, sem aðallega voru vinnandi menn, er snúið höfðu baki við kirkjunni fyrir löngu. Til að byrja með vildi enginn hlusta á hann, hvorki sönginn né predik unina, sem fylgdi á eftir. Þetta gekk svo langt, aá sumir bar- þjónarnir neituðu að hleypa honum inn. Annars staðar var hétu því, að þetta skyldu verða síðustu gítartónleikarnir þarna í bili. Það heit var þó rofið til þess að leyfa öðrum gítarleik- ara og raulara að stíga fram á sviðið. í annað sinn tróðust 5000 manns inn í húsið, en hljómleik ■arnir stóðu yfir í 3 klukkustund ir án þess að nokkuð óvænt kæmi fyrir, eða þar væri um að ræða annan hávaða en þann, sem söngvarinn, gítarinn og lófatakið orsökuðu. Þessi söngvari var ekki í leð- urfötum, heldur var hann klæddur prestshempu, hann var 44 ára gamall, eða heldur eldri en Taylor. Sá, sem hér var ujn að ræða, var séra Aimé Duval, Jesúítaprestur. Faðir Duval hefur hjart- næma, grátklökka rödd, líka rödd Taylors. Hann kann einn- ig að nota gítarinn, og það er hrynjandi í leik hans. Hann hef ur því það þrennt, sem hinir ungu aðdáendur hans kunna að meta. Faðir Duval vill ná til unglinganna og snúa þeim alveg eins og Taylor, en hann vill snúa þeim til lífsins, kærleik- ans, velsæmisins og til guðs. Þetta er ef til vill ekki tak- mark Taylors, né flestra ann- arra raulara, og myndi það eitt eflaust nægja til þess að skilja á milli hans og þeirra, þótt ekki bættist við, að hann er prestur og einn undarlegasti einstaki trúboði kaþólsku kirkjunnar. Faðir Duval hefur komið fram opinberlega í 10 ár, eða nær því eins lengi og hann hef- ur verið prestur, og nú er hann einn þekktasti skemmtikraftur í Frakklandi og Vestur-Evrópu. Hann hefur sungið í nær hverju einasta samkomuhúsi, á flestum tungumálum í næstum hverju landi, allt frá Kanada til Líban on. Hann hefur fyllt af áheyr- endum enn þá stærri hús en Tþróttahöllina í París og það mörgum sinnum Þær fáu hljóm nlötur, sem hann hefur sungið inn á, hafa selzt í Frakklandi einu í milljónaupplagi. Hann er orðinn víðfrægur maður, stjarna, sem er stöðugt á ferða- lagi, venjulega með sína eigin 20 manna hljómsveit. Hann fer seint að sofa og sefur lengi fram eftir, og hefur fengið sér- stakt leyfi Jesúítayfirboðara síns til þess að syngja morgun- messu sína kl. 11, eða jafnvel síðar. Þetta er undarlegt starf fyr- ir prest, og enn undarlegra, þeg ar um Jesúíta er að ræða. Venju lega ráða Jesúítarnir yfir stærstu háskólunum, sjúkrahús- unum og trúboðsstöðvunum. Þeir eru stjórnendur og þeir skipulögðu bardagaarm kirkj- unnar. Þeir vinna ekki einir saman, skemmta ekki né syngja, að föður Duval undanskildum. Faðir Duval fæddist 30. júní árið 1918. Hann var sá fimmti af níu börnum bónda nokkurs í Vosgesfjöllum í norðaustan- verðu Frakklandi. „Við sungum mikið heima fyrir“, segir hann. „Við vorum mjög fátæk og unn um mikið, svo að við sungum mikið, sérstaklega gömlu söngv ana, sem sungnir hafa verið af sveitafólki. Það var þetta, sem kenndi mér að syngja“. Þegar hann var 20 ára, gekk hann í Jesúítaregluna. Námið var erfitt fyrir hann, og hann var oft einmana. Einu sinni, þegar hann var í leyfi í París, leigði hann sér gamlan og illa með farinn gítar, og lærði að leika á hann af eigin rammleik. Eftir að hann hafði verið vígð- ur, lagði hann af stað frá Gren oble til Toulouse á mótorhjóli. Fyrir aftan sig hafði hann fest það litla, sem hann átti. Hann barðist gegn vindinum, og hempan hans feyktist til. Myrkr ið féll á og honum var kalt, og hann var aleinn þarna í nátt- myrkrinu Hann fór að hugsa um hina einmanalegu ferð mannsins gegnum lífið. og þá ■WWB’iWHWiiniirK— var það, að hann byrjaði að semja sinn fyrsta söng, sem var kallaður „Seigneur, Mon Ami“, — „Drottinn, vinur minn“. Seigneur, mon ami Tu m’as pris par la main J’irai avec Toi Sans effroi Jusqu’au bout du chemin. (Drottinn, vinur minn, þú tókst í hönd mér, ég mun ganga með þér á leiðarenda án hræðslu). Síðar samdi faðir Duval lag við þennan einfalda texta, og lagið var jafneinfalt, ásækið og áhrifamikið og textinn. Það hljómaði ekki eins og það hefði verið búið til, heldur eins og honum leyft að standa úti í einu horninu og syngja þar yfir há- vaðasömum viðræðum manna, og „ftast fór það svo að lokum, að niður dró í mannskapnum, og fólkið fór að hlusta á söng hans. Hann söng yfirleitt í 20 mínútur, síðan svaraði hann nokkrum spurningum, og „að lokum fékk ég mér eitt glas af víni, maður verður að gera það“. Árangur hans var óvenjuleg- ur. Brátt voru barirnir fullir af fólki, jafnskjótt og fréttist, að hann myndi verða þar. Þjón- arnir voru vingjarnlegir í hans garð, því að eins og hann seg- ir: „Þeir seldu fólkinu, sem kom til þess að hlusta á mig, ósköpin öll af víni“. raðir Duval æfir fyrir hijómleika. Hann býr í ódýru hóteli, þar eð allf sem inn kemur fyrlr hljómleikana er notað til góðgerðastarfsemi Frá börunum hélt hann til sjúkrahúsanna, fangelsanna og verksmiðjanna og náði þar tök- um á áheyrendum sínum með því að syngja fyrst og tala á eftir. Allan þennan tíma hafði hann samið bæði nýja söngva og ný lög. Söngvarnir voru all- ir svipaðir. Þeir voru sprottn- ir af samúð hans með öllum þeim, sem eru fátækir, ein- mana, veikir eða örvæntingar- fullir. Kvæðin eru öll ótrúlega einföld, og safna er að segja um lögin. Hann orti um bændur, sem eru á leið heim af akrinum að kvöldlagi, „ekki þaktir frægð, heldur ryki“, og um „litla menn“ í heiminum, sem geta ekki einu sinni sýnt ryk, sem yott um tilraunir sínar. Nú fóru bréfin að streyma til hans. Honum bárust boð um að syngja hér og þar, og borgun- in, sem í boði var, hefði jafnvel getað freistað dýrlings. Árið 1957 kom hann fyrst fram opin- berlega í París. Þaðan í frá hélt hann hljómleika einn saman í þrjár stundir. Hann söng fyrir 12.800 manns í Lundúnum, og fyrir 30 þúsund úti undir ber- um himni í Berlín. Faðir Duval er Iítill maður vexti og veiklulegur. Hann er aðeins 168 cm og vegur 61 kg. Hann er sérstaklega taugaó- styrkur og þarf að stappa í sjálf an sig stálinu í hvert sinn, sem hann stígur fram á sviðið. Hann er órólegur á milli þess, sem hann syngur, og hann nagar neglur sínar og verður á mis- mæli, þegar hann kynnir lögin, en hann er ákaflega einlægur, og áheyrendum verður strax hlýtt til hans. í lok hverra hljómleika, og hann söng næst- um hvert kvöld til að byrja með, var hann algjörlega upp- gefinn vegna erfiðisins, og hann var rennandi blautur af svita. Samt gat hann ekki farið heim strax, því að nú komu hinir iðr andi ráðvilltu, einmana og ein- faldlega forvitnu, til þess að tala við hann, og aldrei sendi hann neinn í burtu: ,,Þetta var það, sem ég hafði komið til að gera“. Einu sinni sprakk í honum maginn, og hann var lagður inn á sjúkrahús og var næstum því dáinn. Nú hefur hann aðeins 3 hljómleika í viku. „Mér hefur lærzt, að maðurinn verður að hafa lágmarksþægindi, annars getur hann ekki rækt starf sitt“ Þegar hann kemur fram á sviðið og kynnir nýtt lag, gerir hann það oft með lítilli ræðu eins og t.d.: „Hér er söngur, sem ég samdi til þess að hug- hreysta móður mína, þegar fað- ir minn lézt nýlega, eftir að þau höfðu verið gift í 53 ár. Þið vit- ið, að enginn getur raunveru- lega hjálpað á slíkri stundu, ekki Guy Mollet, ekki de Gaulle hershöfðingi, ekki sjálfur Napo- leon. Aðeins guð getur hjálp- að“. Allir þeir peningar, sem inn koma fyrir skemmtanir föður Duval, fara til góðgerðastarf- semi. Hann heldur engu eflir sjálfur: Meira að segja hemp- an, sem hann gengur í, er bætt og slitin. Hann keðjureykir ó- dýrar Gauloise-sígarettur, og er hræddur um, að hann muni missa röddina. Það er svo margt sem hann á enn eftir að gera. „Eg vildi gjarnan syngja fyr- ir allan heiminn“, segir hann, „til þess að brúa allt það, sem aðskilur okkur“. Síðan brosir hann og bætir við; „Eg leitast við að móta líf mitt eftir lífi heilags Francis frá Assisi. Sagt er, að hann hafi verið mjög góð ur flautuleikari!" T I M I N N , fimmtudaginn 31. maí 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.