Tíminn - 19.06.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.06.1962, Blaðsíða 8
Höfundur gaf mér afmælisritið. Ýmsum mun finnast gjöfin illa launuS með eftirfarandi grein, en ég veit, að hann sá sæmdarmaður, viðurkennir sannleiksgildi spak- mælisins: Vinur er sá, er til vamms segir. Tæplega trúi ég því, að ég sé einn um það sjónarmið, sem ég set hér fram. Rit þetta er vel vandað að ytri búningi, fallegt hefti, pappír ágæt ur og myndir skýrar. Þetta er fimmtán ára saga Skjaldarglímu Ármanns og betur þó, því að einnig er sagt frá kapp- glímum félagsins 1889—1907. Sá kafli glímusögunnar er greinar- beztur, jafnvel þótt einnig þar gæti nokkurs ósamræmis í frásögn, en þar eð kaflinn er prentaður eftir Árbók íþróttamanna, finnst mér einkennilegt að laga ekki í þessu riti það, sem áfátt er um frásögn í Árbókinni. Vík ég síðar að því. í þessu riti eru söguhetjurnar glímukappar þeir, sem unnið hafa Ármannsskjöldi’nn, tveir næstu hverju sinni og þeir, sem unnu fegurðarglímuverðlaun, eftir að sá háttur var upp tekinn að veita þau. Bókin er allskemmtileg fyrir nútímamenn, en aðalkaflinn, skjaldarglfman, heldur tæplega þeim kostum að fullu til lengdar. Ekki hefði þurft mikla vinnu til þess að gera afmælisritið miklu gildismeira, skemmtilegra og fróð- legra fyrir framtíðina. Skýringa- lausar nafnaskrár eru næsta gild- islitlar fyrir komandi kynslóðir. Bókin hefst á eins konar for- mála, sem nefnist „Hluti af ís- lenzku menningarlífi." Þá kemur ávarp forseta ÍSÍ, Ben. G. Waage og í þriðja lagi lýsing á fyrstu sam tökum glímumanna í Reykjavík 1873 og kappglímum þeim, sem haldnar voru í Reykjavík 1889— 1907, en 1908 var háð fyrsta skjaldarglíma Ármanns. í þessum kafla eru birtar reglur um Ár- mannsskjöldinn. Þá kemur aðal- kafli ritsins, skjaldarglíma Ár- manns, með fjölda glæsilegra mynda af glímumönnum. Næst eru viðtöl við eftirtalda glímukappa: Guðmund Sigurjónsson Hofdal, Hermann Jónasson, Þorstein Kristjánsson og Ármann J. Lárus- son, þá koma ritgerðir eftir þá Þorsrtein Einarsson, íþróttafull- trúa„ „Hugleiðingar um glimu- reglur“, Helgi Hjörvar, rithöfund- ur, „Nokkur almenn atriði um glímuna", Lárus Salómonsson, lög- regluþjónn. „Kappatal skjaldar- hafa Ármanns,“ Ölafur H. Óskars- son, „Frá deildinni". Einnig er nokkuð um 50. skjaldarglímu Ár- manns með myndum af Jóni Þor- steinssyni, íþróttafrömuði og Jens Guðbjörnssyni, formanni Ármanns í 35 ár. Allt lesmál er s'kemmti- legt og að ýmsu leyti fræðandi um íslenzku glímuna. Get ég þó ekki farið nánar út í þá sálma. Það, sem olli því, að ég skrifa þessa grein, er meinleg villa, sem slæðzt hefir í afmælisritið, og vil ég ekki láta hana standa óleifjrétta. Er þetta þeim mun furðulegra þar eð, auk höfundar, hefur óefað bæði ritnefnd og sennilega kunn- ugur prófarkalesari fjallað um form og efni ritsins. En fyrst ég fór að skrifa um afmælisritið á annað borð, vil ég nota tækifærið og benda á nokkur atriði önnur þar sem kennir ónákvæmni og, nokkurs ósamræmis í frásögnum. Auk þess er sniðgengið það atriði sögu skjaldarglímunnar, sem var sameiginlegt með öllum glímu- mönnum, sjálf þátttakan hverju sinni. Allir vita, að höfundur hef- ur viljað gera gott verk og rétt, en vantað heimildir og ekki rækt nógu vel öflun þeirra. Enn frem- ur lítur út fyrir, að hann hafi ekki gert sér nógu ljóst, að hann fjallar um áhugamál margra manna, persónulegt og þar af leið- andi viðkvæmt og glíman er engri iþrótt lik, vandkvæðin eru svo mörg. f sögu svona einstæðrar glímu, ber að taka jöfnum höndum vilj- ann fyrir verkið og afrekið, en BJARNI BJARNASON, Laugarvatni: Afmælisritið um skjaldarglímuna afrekin ein eru tilgreind, en hittJ látið eiga sig. Megingalla á ritinu' tel ég, að ekki er prentuð skrá j yfir alla keppendur hverju sinni j og ekki aðeins nöfnin ein, heldur j einnig skýringar á uppruna glímu | mannanna, heimili eða sýsla og helzt hvort tveggja, þetta er líka1 gert við suma menn, aðra ekki. Einn og einn maður fær margend- urtekna hlutdeild, aðrir enga. Eg á hér ekki við sigra manna, þeir eru birtir sem söguleg staðreynd. Ef reynzt hefði of langt að láta skrá 'yfir keppendur fylgja hverjum kafla árlega, mátti engu siður hafa nafnaskrá, ásamt skýringu, siðast í ritinu og prenta aðeins nöfn ný- liða hverju sinni og þannig hvert nafn aðeins einu sinni. Ritið hefði lengzt um svo sem 2—3 bls. Þann- ig hefðum við fengið ýtarlegt og hlutlaust rit um þessa merku, ár- legu Ármannsglímu. 1 stað þess, sem að framan segir, var fylgt þeim hætti að loka augunum fyr- ir öðium en þeim stóru. Hinum minhimáttar glímumönn- um mátti gleyma, þeim er velt upp úr gólfinu og svo að engu getið. Sá veigaminni fórnar þó sannarlega mestu í kappglímu. Mér þykir sennilegt, að bókanir félagsins séu lélegar og fáfræði- legar og bendir margt til, að svo sé. Aðalregla höfundar er sú að nefna þrjá fyrstu menn í hverri glímu og einnig þá keppendur, sem hlutu fegurðarverðlaun, eftir að farið var að veita þau. I kafl- anum um Ármannsglimuna fyrir 1908 og skjaldarglíman hefst, fylgja flestum glímumönnum skýr- ingar, heimilisfang eða starf og stundum hvort tveggja, ásamt myndum, enda er þessi kafli skemmtilegur, þó að stuttur sé, nokkrar skýiingar vantar. Á bls. 4 í þriðja dálki neðst eru nefndir tveir fyrstu menn ásamt heimil- isfangi og mynd, en 3. verðlaún 1 hlaut Sigfús Einarsson. Hver er | hann? Er hér um að ræða Sigfús Einarsson tónskáld? Eg segi fyrir mig, að mér leikur forvitni á að vita þetta. í glímunni 1901 og 1902 hlaut 3. verðlaun Bjarnhéðinn Jónsson. Er ekki hér á ferðinni B. J. járnsmiður í Reykjavík. orð- lagt karlmenni, ættaður frá SkeggjastÖðum í Flóa? 1905 hlaut Þórhallur Bjarnason 3. verðlaun. Er það Þórhallur prentari og einn höfuðbrautryðjandi ungmennafé- laganna? Loks kem ég að glímunni 1907, j þeirri síðustu fyrir skjaldarglím- j una. Hér fylgja engar skýringar á' mönnum, en tveir fyrstu koma mjög við sögu glímunnar þrjúj næstu árin, en hver er þriðji mað-j ur, Pétur Gunnlaugsson, ef til vill bróðir . Ásgeirs Gunnlaugssonar, glímukappa og kaupmanns? í síðustu glímu Ármanns fyrir, skjaldarglímuna voru þeir þre- menningarnir, Guðmundur A. j Stefánsson, Sigurjón Pétursson og Hallgrímur Benediktsson, allir komnir fram á sjónarsviðið. Er það mikið happ að eiga þessa góðu mynd af þeim öllum saman (Bls. 8). Tveir þeirra urðu þjóðkunnir menn í atvinnulífinu, og eru þess vegna til um þá nógar handhægar heimildir. Það er furðu mikil spar semi að prenta ekki1 með smáu letri undir myndina á bls. 6 nokk- ur atriði um G. St., að minnsta kosti hefði mátt víst til þeirra heimilda um hann, sem prentaðar eru í Árbók íþróttamanna. Guð- mundur var hinn mesti ljúflingur, stilltur vel og greindur, gat ver- ið harður í horn að taka og ramm- ur var hann að afli, en að sama skapi drengilegur í öllum skiptum. Árið 1908 hófst skjaldarglíman. Einnig í þeim kafla er ósamræmi að finna. Það er föst regla, einn- ig í þeim kafla eins og í kapp- glímum Ármanns fyrir skjaldar- glímuna, að geta um þrjá fyrstu menn, ásamt þeim, sem hlutu feg- urðarglímuveiðlaun. Frá þessari reglu er ekki vikið nema 1915. Um þá glímu segir, að þátttakendur hafi verið 10 og að Sig.urjón Pét- Guðmundur Kr. Guðmundsson ursson hafi unnið skjöldinn í ann- að sinn. Ekki veit ég, hvers vegna var vikið frá þeirri frásagnarreglu, sem notuð var 49 sinnum um 50 skjaldarglímur, sem lýst er. Þó að svo kunni að að vera, að ekk- ert sé um þessa glímu bókað hjá Ármanni, eru þó til um þessa glímu ágætar heimildir. Glíma þessi var nokkuð óvenjuleg og vakti talsverða athygli. Tveir menn þóttu bera mjög af keppi- nautum sínum. Þeir urðu að glíma til úrslita þrjár lotur, hver lota var 3 mín., síðast í 3. lotu vann S. P. Ef ritara Ármanns skyldi leika hugur á að fá í bækur sínar eitthvað um þessa glímu, get ég vísað bonum á dagbl. Vísi 17. febr. 1915. Mér finnst það galli á af- mælisritinu, að ekki eru skýring- ar með hverju nafni undir mynd- unum. Jafnvel eitt orð, svo sem lieimilisfang umfram nafnið eitt. hefði vei.tt myndunum aukið gildi, og nokkurs konar líf. Eg tek nokk- ur dæmi og hefi viðbótina við það, sem í bókinni stendur innan sviga. Björn Vigfússon (frá Gullbera- stöðum), Guðmundur Erlendsson frá Hlíðarenda (í Fljótsblíð). Tryggvi Gunnarsson (Reykvíking- ur), Jörgen Þorbergsson (Þingey- ingur), Sigurður Thórarensen (frá Kirkjubæ), Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, glímusnillingur (1932), Guðmundur Agústsson (frá Hróarsholti í Flóa). Þessar ráðagerðir væru að sjálf sögðu óþarfar, ef nafnaskrá með svona skýringum, helzt fyllri, væri i ritinu og það hefði ég eindregið lagt til, ef ég hefði átt nokkurn hlut að þessu verki. Heimildasöfn- um. iafnvel þó að bókun Ármanns sé.léleg, hefði reynzt mjög auðveld núna, en síðar verður þetta vitan- lega aldrei gert. Vera má, að fé- lagi því, sem hér á hlut að máli, sé sama um þá menn, sem fyllt hafa hópinn í þessari merku glímu aðra en þá, er verðlaun hlutu. t smáletursgrein undir hópmynd á bls. 7 er skýring með tveimur nöfn um, Einar Halldórsson (Kárastöð- um), Ólafur Gunnarsson (læknir) hver er sá, sem ekki finnst þetta gleggra heldur en nöfnin ein og bláköld. Skjaldarhöfum var bæði rétt og skylt að gera nokkur skil umfram hina glímumennina, en þó alveg sérstaklega þeim, sem unnið hafa skildi til eignar. Ákjósanlegt hefði verið að verja svo sem einni opnu í ritinu fyrir myndir af þessum fimm mönnum, þar sem þeir bæru aðeins glímuskildi sína en engin önnur verðlaun og hverri mynd hefði svo fylgt smáleturs-greip með nokkrum æviatriðum þeirra. Þetta hefð'i orðið skemmtileg og falleg cpna, auk þess hefði hún haft ævar andi gildi. Læt ég þetta nægja um þennan aðalkafla bókarinnar. Viðtölin eru að flestu leyti í smekklegu formi, þó eru þau ekki lýtalaus. Greinar þeirra Þorsteins Einarssonar og Helga Hjörvar eru fræð'andi og skemmtilegar. Eink- um er spennandi að kynnast nánar ýmsum fyrirætlunum Helga um byltur. Viðtalið við Guðmund Sig- urjónsson Hofdal, hann Gumma, er skemmtilegt. Auk þess að þetta við'tal verður ævarandi heimild um vissa þætti í ævi þessa mikla glímu snillings og þrautseiga glímukenn- ara, oftast í sjálfboðavinnu, segir hann frá ýmsu, sem enginn veit um og öðru, sem gleymzt 'hefði með öltyi. Guðmundi á að réttu lagi að bæta við þremenningana, sem fyrr voru nefndir, svo að úr verði fjórmenningar. í þeim hópi á hann heima með réttu sem glímu maður. Loks kem ég að því, sem ég ætla að leiðrétta. Á bls. 22 er þessi fyrirsögn: „Rætt um glímu við Hermann Jónasson". Greinin hefst á þessum orðum: „Hermann Jón- asson sigraði bæði í íslandsglím- unni og konungsglímunni 1921. Þetta eru ekki orð H. J. sjálfs, heldur þess manns, sem við hann ræddi Þetta er alrangt. H. J. fékk flesta vinninga, en sigraði ekki. Þar eð svo er komið, að ég tek að mér að leiðrétta þessa mein- legu villu, ætla ég að segja svolítið frá konungsglímunni 1921 og að- draganda hennar. Þessi glíma er hvort sem er far- in að fyrnast í hugum hins eldra | fólks, en þeir, sem miðaldra eru og yngri, vita næsta lítið um 41 árs gamla kappglímu. Til þess að'| æfa fyrir konungsglímuna voru j valdir nokkrir sómasamlegir glímu menn, sem ástæður höfðu til þess. Mennirnir voru þessir: Ágúst Jó- hannesson, bakarameistari, Eggert Kristjánsson, verzlunarmaður, Guð mundur Kr. Guðmundsson, skrif- stofustjóii, Helgi Hjörvar, kenn- ari, Hermann Jónasson, lögfræðing ur, Hjalti Björnsson, verzlunarmað ur, Magnús Tómasson Kjaran, verzlunarmaður, Sigurjón Péturs- son, verzlunarmaður, allir úr Reykjavík, Þorgils Guðmundsson, síðar kennari í Reykholti og Bjarni Bjarnason skólastjóri, Hafn arfirði. Sigurjón meiddist á fæti og varð ófær til æfinga. Við æfð- um mjög samvizkusamlega undir leiðsögn eldri og reyndaii glímu- manna, mig minnir, að Guðmund- ur S. Hofdal væri helzti þjálfarinn en aðalstjórnandinn var hinn á- hugasami fyrrv. sýslumaður, Axel Thulenius, þáverandi form. ÍSÍ. Það var brýnt fyrir okkur ræki- lega og oft að gæta þess fyrst og fremst að glíma vel, afbrot í því| efni varðaði hiklaust brottvikningu í úr konungsglímunni. Við skildum j þetta því þannig, að það leiddi af sjálfu sér, hver hlyti konungsbik- arinn þeirra okkar, sem fengju að Ijúka öllum glímunum. Við vorum mjög samhentir og einhuga um að gera okkar allra bezta bæði á æfingum og þó eir.kum þcgar á hólminn kænu. Við glíir.umennirn- ir ókum til Þingvaili kvöldið áður en hátíðin hófst, cn þarn dag ítti að glíma. Við vorö~i dálítið hreyknir og tölaurr. C'ti.ur hafa ærnu hlutvei'ki að gegiu í. þsssari miklu væntanlegu hátíð. Ok':ur fannst heldur illa tekið á iióti okk ur, og olli það nokkurri óar.rsgju, okkur fannst við lítilsviriir c.g það ómaklega, þar eð við þörfuu'Vimst hvíldar og góðs viðurværis. Sá tími rann samt upp, að við gengúm inn á glímupallinn. Fánaberi var Agúst Jóhannesson, dómnefnd skipuðu: Ben. G. Waage, Hallgrímur Bene- diktsson og Sigurjón Pétursson. Mig minnir, að Axei Thuleníus væri yfirdómari, að minnsta kosti var hann alltaf nálægur. Glíman hófst, og allt fór sómasamlega. Við vorum allir svo líkir, sumar glímurnar urðu þess vegna langar og þreytandi, en enginn fékk á- minningu í glímunni. Hermann Jónasson felldi okkur alla (hann féll að vísu einu sinni á mjöðm, en dómari sá það ekki). Næstir að vinningum urðum við Guðmund- ur Kr. Guðmundsson með tvær byltur hvor. Ég fóll fyrir Þorgils og Hermanni, en Guðm. Kr. fyrir Hermanni og mér. Dómur féll þannig, að Guðm. Kr. Guðmunds- son var dæmdur sigurvegari og honum afhentur konungsbikarinn. Okkur kom þetta á óvart að því leyti, að við glímumennirnir héld- um, að sigurvegari yrði sá, sem lyki öllum sínum glímum sóma- samlega og flesta hlyti vinninga. Að dómi uppkveð'num var ljóst, að annaðhvort höfum við misskilið stefnu glímuleiðtoga okkar eða þá hitt, að dómnefndin hefði tekið sér það vald að breyta konungs- glímunni í fegurðarglímu, en í feg- urðarglímu skeður það miklu sjaldnar að sá sem hlýtur flesta vinninga fái 1. fegurðarglimuverci- laun, þó kemur það fyrir, en oft- ast falla þau til 2. og 3. manns að vinningatölu. Konungsglíman 1921 hefur verið dæmd sem fegurðar- glíma og minn æskuvinur, Guð- mundur Kr. Guðmundsson hlaut einu verðlaunin, sem veitt voru, Konupgsbikarinn, hann er þess vegna óumdeilanlega sigurvegari í konungsglímunni 1921, samkvæmt glímudómi þar til réttilega kjör- inna manna. Með þessu er fyrr- nefnd missögn leiðrétt. Er mjög leitt, að svona villa skuli vera prentuð í afmælisritinu. Að lokinni glímunni gekk konung- ur fyrir okkur glimumennina og réttti okkur höndina með gömlum og ljótum hanzka. Eg hefi fyrir satt, að vegna þessa hanzka hafi Hermann ekki rétt konungi hönd sína. Eftir á þótti sumum okkar þetta maklegt. Um dóm glímu þess arar spunnust mjög harðvítugar blaðadeilur, sem leiddu til þess, að dómnefndin eða framkvæmda- nefndin lét smíða veglegan silf- urbikar og afhenti hann Hermanni Jónassyni. Með þessu varð dóm- nefndin uppvís að tvískinnungs- hætti í dómi sínum í konungsglím- unni á Þingvöllum 1921. Mun þessi framkoma dómnefndar vera algeit einsdæmi i sögu kappglímu á Is- landi og lengi í minnum höfð. Nýtt útibú KEA í Hrísey Hrísey, 13. júní: Hér er norðanbræla og allir bát ar í landi. Línubátum hefur þó gengið saemilega að undanförnu en illa hefur viðrað tii handfæra- veiða. Töluverður fiskur er á mið- unum. Tveir þilfarsbátar voru keyptir hingað frá Skagaströnd fyr ir skömmu. Níu bátar hafa róið með handfæri og þrír með línu. Vorið hefur verið kalt og snjóaði langt niður í fjöll við Evjafjörð i gær og nótt. Byrjað er að grafa fyrir nýju útibúi frá KEA, tveggja hæða byggingu, 10x13 metra að flatarmáli. Ilúsið verður steypt í sumar. Eitt íbúðarhús er í cmið- um. — Þ. V. T í M I N N, þriðjudagi'.rhm 19. júní J.962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.