Tíminn - 21.06.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.06.1962, Blaðsíða 6
MINNING: Séra Lárus Arnórsson Eg mun eitt sinn hafa látið þau orð falla í ádeilugrein á séra Lár- us vin minn á Miklabæ, — en við áttum þá í einhverjum útistöð- um, — að eigi mundi ég annan fremur kjósa en hann til að mæla eftir mig dauðan — og bæti síðan við: „Kemur þar til vinátta forn og ný, 'sem hingað til hefur stað- izt allar greinar, sem og hitt, að við leiðarlok er honum frábærlega vel lagið að fara svo nærfærnum höndum um feril manna, kosti jafnt sem bresti, að til samúðar horfir og næmari skilnings." Nú er útséð um að Lárus mæli eftir mig. Hann varð á undan yf- ir móðuna miklu. En það á hann að mér, að ég láti hann ekki liggja alls kostar óbættan hjá garði. Séra Lárus Arnórsson varð bráð kvaddur fimmtudag 5. apríl sl„ tæpra 67 ára gamall. Fæddur var hann að Hesti í Borgarfirði 29. apríl 1895. Stóðu að honum merk- ar ættir. Voru foreldrar hans séra Arnór Jóhannes Þorláksson, sið- ast prests að Undirfelli, Stefáns- sonar á Sólheimum í Blönduhlíð — og kona hans Guðrún Elísabet Jónsdóttir Stefánssonar, prófasts í Stafholti, Þorvaldssonar prests og sálmaskálds í Holti, Böðvarssonar. Móðir Guðrúnar Elísabetar var Marta Stephensen, systir séra Stefáns sterka á Mosfelli og þeirra systkina, en amma hennar, kona séra Stefáns í Stafholti, var Ingi- björg Jónsdóttir, móðursystir séra Arnórs á Hesti. Bræður séra Arn- órs voru sumir þjóðkunnir gáfu- menn, svo sem séra Jón á Tjörn á Vatnsnesi, Þorlákur hreppstjóri í Vesturhópshólum, Þórarinn list- málari o. fl, Séra Arnór á Hesti „var atorkumaður, frábær hesta- maður, vel gefinn, hagmæltur" CP. E. ÓL), rómaður kennimaður og söngmaður og séra Þorlákur, faðir hans, „góður klerkur og val- menni (P. E. Ól.). Tíu voru börn þeirra prestshjón- anna á Hesti, sjö synir og dætur þrjár, og komust öll til fullorðins- ára. Var séra Lárus hinn 6. í röð- inni. Fór hann ungur í fóstur til prófastshjónanna á Staðarhrauni, sr. Stefáns Jónssonar og Jóhönnu Magnúsdóttur, en séra Stefán vav móðurbróðir hans. Með þeim hjón- um ólst og upp yngsta systir séra Lárusar, Guðrún EMsabet, kona Páls prófasts Þorleifssonar á Skinnastað. Séra Lárus lauk stúdentsprófi 1915, guðfræðiprófi 1919. Vígður sama ár áðstoðarprestur til séra Björns Jónssonar, prófasts að Miklabæ í Blönduhlíð. Fékk veit- ingu fyrir Miklabæ 1921, er séra Björn lét af embætti, og var þar prestur og bóndi til dauðadags, á fimmta tug ára. Mun hann hafa átt að baki lengstan embættisferil allra presta, þeirra er nú starfa innan íslenzkrar kirkju. Auk Miklabæjarprestkalls (Miklabæjar Flugumýrar- og Silfrastaðasóknar) þjónaði séra Lárus árum saman Rípursókn, Glaumbæjar-, Víðimýr- ar-, Goðdala- og Ábæjarsóknum, en að sjálfsögðu ekki öllum samtím- is. Hinn 30. júní 1923 kvæntist séra Lárus Guðrúnu Björnsdóttur próf- asts á Miklabæ og konu hans Guð- finnu Jensdóttur. Lifir hún mann sinn ásamt þrem sonum þeirra hjóna; fjórða drenginn misstu þau ungan. Son átti og séra Lárus með mágkonu sinni, Jensínu, Ragnar Fjalar. Vakti tilkoma þess góða drengs umtal nokkurt og úlfaþyt á sínum tíma, sem oft vill verða meðal „syndlausra“, er „syndug- ir“ hrasa. En furðu skjótt féll það umtal niður. Tveir eru þeir syn- ir séra Lárusar prestar, séra Stef- án á Núpi í Dýrafirði vestur og Miklabæ séra Ragnar Fjalar á Siglufirði. Halldór býr á Miklabæ, en Björu yngstur þeirra bræðra, dvelur mefl móður sinni í Reykjavík. Séra Lárus Arnórsson var sér- stæður persónuleiki og undarlega saman settur. Hann var skarpgáf- aður, hafði óbilandi sjálfstraust, enda metnaðargjarn nokkuð, taldi sig manna bezt vit á flestum hlut- um — og hafði líka á mörgu skyn — fór aldrei troðnar slóðir. Um hann léku. stormar æði oft, enga stund lifði hann í logni. Hann var djarfhuga, framgjarn og framsæk- inn, en ekki alltaf framsýnn að sama skapi — og reiknaði stund- um skakkt, þessi hárglöggi reikn- ingsmaður. Gestrisinn var hann með afbrigðum, höfðingi sjálfur og höfðingjadjarfur, en lítillátur og ljúfur við þá, er minna áttu und- ir sér. Og það vei.t ég til víss, að ýmsir þeirra. sem umkomulitlifc eru kallaðir, áttu engan að ein- lægara og trúrra vini en séra Lár- us. Hann var einstakur greiðamað- ur, vildi öllum gott gera, mikill mannkostamaður — haldinn aug- ljós-um brestum. Hjartað var úr gulli, höfuðið — hugsunin — margslungin þáttum mikilla vits- muna og vangæzlu. Séra Lárus Arnórsson var and- ans maður. En ekki var hann all- ur í andanum. Hann lét sér ekk- in honum kær. En það ætla ég, að einn mest hafi honum þótt koma til Einars Ben., enda varð honum tíðvitnað í skáldskap Einars og kunni með að fara. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar". Þessari ein- földu ljóðlínu umii hann öðrum fremur — og verður víst auðskil- ið hverjum þeim, sem þekkti manninn til nokkurrar hlítar. Þetta fer ef til vill að verða lengra en svo, að nokkur nenni að lesa. Þó er ósagt margt, jafnvel flest, það er ég helzt vildi sagt hafa um séra Lárus á Miklabæ. En að vísu skiptir það ekki öllu máli. Hann var maður lítils vaxt- ar á velli, en þó svo mikill fyrir- ferðar í vitund samferðamanna, að um hann skópust þjóðsögur þeg- ar í lifanda lífi. Og hvað sem öll- um eftirmælum líður, þá verður raunin jafnan sú, að „hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælkið þver“, eins og Fornólfur kvað. Séra Lárus á Miklabæ var ekki borinn Ska#firðingur, þótt hann ætti hingað ættir að rekja á aðra hönd. En hingað í Skagafjörð kom hann í broddi lífs, fullur eldmóðs og áhuga á öllu, er til heilla horfði. andlegra og efnalegra. Orlög og atvik, eigin víti og annarra, ollu því, að hann átti gegn ýmislegum andviðrum að sækja. En í Blöndu- Þeir vita betur ert mannlegt óviðkomandi. Hann; batt hann rætur, sem eigi hugsaði og talaði mikið um bún-i kru^u- Hann unni heitum huga aðarmál, um atvinnumál, um sveit-! eitlnni sinni fögru, sonum henn- armálefni og ótal margt fleira. En | ur °® n®trum- Hann unni íslenzkri skoðaíiir hans og málflutningur i nændastett og bar í brjósti ríkan féll ekki ávallt öðrum í geð, enda 1 metna® \rlr hennar hönd And- fór hann oftast eigin götur og ekki i stæðinga atti hann oft, innan sveit- trútt um, að ósjaldan lægju þær|ar °S utan, aldrei óvini. Það var leiðir þversumi: npkku^K-.pat by{i„.£?•}*!??<. mikl1 ÞurÍ3 eigi á vmsu oltið um samkomulas við ao n°ggva a jarðdjupár rætur og á ýmsu oltið um samkomulag við! ao IluiáSva a jaroajupar rærur og sveitungana. Og ^|íKv^;^tta,^j h^a ^ Rfand^ lífs úf . faðmi þess, að aldrei bar undir hann þau' “londtihlrðar. mannaráð né málefni, er hann ^era Lárus á Miklabæ er horf- taldi sig kjörinn til að fara með.: lnn Qkkur sjónum, samferðamönn- En það ætla ég sannast mála, að íum> um siun(i- Hann hefur lokið öll hafi sóknarbörn hans og sveit- ungar borið til hans hlýjan hug og raunar óskoraða góðvild, er inn kom að hjartarótum. Sást það og gerla við útför hans, sem bæði var virðuleg og ein hin allra fjölmenn- asta, sem hér hefur gerð verið, hvílík ítök hann átti. Og víst er tómlegra og eins og annarlegur blær yfir Blönduhlíð, þegar séra Lárus er horfinn sjónum, svo sam- gróinn þeirri sveit, sem hann var. Séra Lárus var einlægur trú-| maður, sannfærður spíritisti, við sýnn og frjálslyndur guðfræðing- ur, enda lærisveinn og heitur dá- andi próf. Haralds Níelssonar. Hann var óefað meðal snjöllustu ræðumanna sinna stéttarbræðra. Voru ræður hans margar hverjar frábærar'að allri gerð — byggingu, i efni og orðfæri. Og engan hef ég j vitað honum snjallari að velja eink unnarorð fyrir útfararræðum. Fræðsla ungmenna fór honum á- gætlega úr hendi, enda barnavin- ur einlægur sem og allra smæl- ingja. Utan kirkjp var séra Lárus skemmtilegur ræðumaður, gaman- samur og fyndinn, harðskeytinn, ef því var að skipta, og hæfði oftast í mark. Var og hvort tveggja, að hann var málglaður og hafði líka oftast eitthvað til mála að leggja. Man ég vel, að á tveggja daga kaup félagsfundi flutti hann eitt sinn 22 ræður — og leiddist engum! Séra Lárus átti mikið bókasafn og gott. Ekki sökkti hann sér þó niður í lestur bóka. Hann var allt- af í einhverjum önnum En skiln- ingurinn var skarpur. athyglisgáf- an glögg. Því var hann furðu skjót ur að finna kjarnann, þótt eigi kæmi til samfelldur lestur. Sá það og á, því að víða var hann heima. Séra Lárus var mikill vinur söngs og ljóða. Mörg voru skáld- þeim áfanga, sem við öll stefnum að. Við þau áfangaskil skýtur upp í huga mér einum mesta uppáhalds sálmi séra Lárusar. Þar er þetta erindi: Ó, hér er hark og stríð og hávær glaumur, en þar er þögn svo blíð sem þögull draumur. Þar er svo hljótt, að hverfur tímans niður; Guðs hjarta heyrist slá, í hjarta mínu þá en fró og friður. Eg og fjÖlskylda mín vottum frú Guðrúnu og bræðrunum einlæga samúð. 14. maí 1962 Gísli Magnússon VerðSækkun CONTINENTAL Super Titan Nylon 900 x 20 — 14 strigalaga verð kr 6 571 00 ' \ Gúmmívinnustofan h.f. Skiphotti 25. Reykjavík. Sími 18955 II II. Hversu oft sem þaS er end- urtekið í blöðum, að kaupfé- lagsstjórar landsins, forstjóri og framkvæmdastjórar Sam- bandsins, ásamt stjóm þess og öSrum samvínnuleiStogum, séu bjóðhættulegir óhappamenn, vita allir sæmilegir borgarar bet uir. Þeir vita, að þegar sam- vinnumenn áttu þátt í lausn verkfallanna í fyrra, voru þeir að vinna nauSsynjaverk, sem allir vitibornir menn sáu síðar, að horfði til heilla eins og komið var. Samvinnumenn báSu ekki um Ieyfi til aukinn ar álagningar, vegna kauphækk ana. Þeir óskuðu ekki eftir að mega selja iðnaðarvörur dýr- ara. Þeir báðu svo sannarlega ekki um gengisfellingu. Megin þorri landsmanna sá, að löng og harkaleg verkföll voru fjarri öllu viti. Þeir sáu líka, að launakjör verkafólks voru óviS unandi, eims og dýrtíð hafði vaxiS og kaupmáttur launanna þorrið. Allir vita, aS fyrir fáum vik um horfSi til sömu átaka um kaupgjaldsmál og áttu sér stað í fyrra. Sagan endurtók sig. Fyrst var samiS fyrir norðan og hættunni afstýrt. SíSan komu aðrir í vellagða sIóS. — Þáttur samvinnumanna í þeirri lausn var ekki mótaður af kjarkleysi, heldur hugrekki og vilja til þess að firra vandræð- um. Hinij- fjölmöpgu íbúar höfuð- borgarinnar sjá og skilja bet- ur og betur, aS á sama tíma og kaupfélagsfólkið f landinu fær endurgreiðslu frá Samband inu fyrir árið 1962 að upphæS 13,9 milljónir króna, er ekkert vit í því, aS standa utan viS þessi samtök svo mjög sem raun ber vitni. Hvernig sem reynt verður að hræða höfuS- borgarbúa á hinu fræga merki Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, mun það engin áhrif hafa. Mikill fjöldi fólksins í höfuðborginni hlýtrur fyrr en seinna, aS beina viSskiptum sínum til siamvinnufélagia og efla með því samtökin sjálf og notfæra sér, eins og svo marg ir aSrir, yfirburSi samvinnu- stefnunnar í erfiðri lífsbaráttu. Þeir sem óska þess heldur, halda áfram aS verzla við hina fjölmennu og vel metnu kaup- mannastétt. Allar sögur um vonda menn og góða í sambandi viS IeiS- toga samvinnumanna, hafa eng in áhrif. Lífið er ekki svo ein- falt, að mennimir deilist eins og sauSir og hafrar í húskrær stjórnarvaldanna. Slíkar sögur lienta börnum á vissum aldri. Heilbrigð skynsemi og dóm- greind fullorSins fólks, gefur auga leiS til að velja og hafna, og kjósa aS lokum þær aðferðir, sem gera lífið betra og farsælla. ÞaS er líka meS öllu óhugsandi, ag þeir sem mecf stjórnarvöldin fara á hverjum tíma, óski eftir hinni gömlu, einföldu en bama legu og röngu skilgreiningu stjómmálaskrifara á vondum samvinnumönnum og góðum andstæðingum þeirra. PHJ. Keflavík - Nágrenni Fjölbreytt úrval af Vinnufatnaði Regn- og sjófatnaði Há og lág stígvél Veiðarfæri Útgerðarvörur V E I Ð I V E R H. F. Hverfisgötu 79 Sími 1441 BIFVELAVIRKI Bifvélavirki, eða maður vanur vélaviðgerðum, óskast. Umsækjendur leggi nöfn sín og heimilis- fang á afgreiðslu blaðsins fyrir 26. júní n.k., merkt ,,Vélar“. HLIÐARDALSSKOLI Sumargistihúsið tekur til starfa um mánaðamótin Finnsk baðstofa, nudd og Ijósböð Fyrsta flokks þjónusta g Hringið í síma 02 og biðjið ; um Hlíðardalsskóla. Daglegar ferðir frá BSÍ. 6 T í M I N N, fimmtudagur 21. júní 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.