Tíminn - 22.06.1962, Page 7

Tíminn - 22.06.1962, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkværadast.ióri: Tómas Arnason Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorstoinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrii'stofur i Eddu húsinu; afgreiðsla, augiýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- ; stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasimi 19523 Af- j greiðslusími 12323. — Áskriftargjaid kr 55 á mánuði tnnan- lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — ■ Mótmælí bænda AS undanförnu hafa borizt mörg mótmæli frá fundum bænda gegn hinni nýju löggjöf um lánasjóði landbúnað- arins. Fá mótmæli eiga meiri rétt á sér. Engar stofnanir hefur „viðreisnarstefnan“ leikið grá- legar en lánasjóði landbúnaðarins. f árslok 1958 var hrein eign þessara sjóða 105 millj. kr. Nú fjórum árum síðar eru eignirnar orðnar 34 millj. kr. minni en ekki neitt.. Þannig höfðu gengisfellingarnar og aðrar „viðreisnar“ ráðstafanir leikið sjóðina. Þetta tjón og tap, sem „viðreisnin“ hefur valdið sjóð- unum, eiga bændur svo að greiða samkvæmt hinni nýju löggjöf. í fyrsta lagi er það gert á þann hátt, að lagður er á þá nýr skattur, er nemur um 1700 kr. á meðalbónda árlega. Reiknað er með, að næstu 14 árin nemi þessi skattur 133 millj. kr. samanlagt. í öðru lagi er þetta gert með því að hafa útlánsvextina Va hærri en þeir námu fvrir *,viðreisnina“. Áætlað er að þessi hækkun nerni samtals 160 millj. kr. næstu 14 árin. Á þessu tímabili eiga því að leggjast 300 millj. kr. skattur á bændur, um- fram það, sem áður var. Að réttu lagi átti að byggja sjóðina upp, eins og áð- ur hefur verið gert, að þeir fengju hæfilegan hluta af binu sameiginlega lánsfé þjóðarinnar til ráðstöfunar. en ríkið tryggði svo með sérstökum framlögum viðunan- leg lánskjör. Ef þessi nýja löggjöf fær að haldast til frambúðar, mun hún draga stórlega úr framkvæmdum bænda og nauðsyn- legri eflingu landbúnaðarins. Og það verða elcki bændur einir, sem munu gjalda þess, heldur þjoðin öll í minn landbúnaðarframleiðslu og óhagstæðara Verði landbún aðarvara. 'i j Þess vegna mega ekki bændur og aðrir þeir, sem skilja þýðingu landbúnaðarins, láta sér nægja mótmælin ein, heldur fylgja þeim vel eftir í næstu kosningum. Síldin og stjómin Vísir birtir í fyrradag viðtal við nokkra útgerðarmenn um stöðvun síldveiðiflotans. Sturláugi Böðvarssyni farast orð á þessa leið: „Þetta ástand er vitanlega hið ægilegasta fyrir ein- staklingana og þjóðfélagið í heild.“ Guðmundur Jónsson á Rafnkelsstöðum segir m. a.: „Það er alger dauði fyrir þjóðina, að síldarflotinn skuli liggja um hásíldveiðitímann. Það vjrðist vera síld um allt Suð-Vesturland. Það er meira að segja svo, að hum- arbátarnir fá hálfa vörpu af síld. Auk þess berast svo stöðugt fréttir um ágæta veiði hjá Norðmönnum út af Norðurlandi.“ Þá hefur Vísir þetta eftir Baldri Guðmundssyni i Reykjavík: „Það skaðar alla aðila, að bátarnir skuli ekki fara á síld. Við teljum, að nú sé hægt að veiða síld bæði fyrir norðan og hér að Suð-Vesturlandi.“ Stöðvun síldveiðiflotans hefur nú staðið í nær þrjár vikur. Allan þann tíma hefur verið næg síld við Suð- Vesturland og seinustu vikuna einnig nvðra. Gjaldeyr- istjónið, sem hefur hlotizt af þessari stöðvun, er því orðið gífurlegt. Allt stafar þetta af því, að ríkisstjórnin hefur vanrækt að vinna að samkomulagi i tæka tíð. Hún hefur nú sem fyrr reynzt duglaus og ráðalaus, þegar vanda hefur bor- ið að höndum. Þess ber kjósendum vel að minnast í næstu kosningum. *o.vth Í7lh ÍAOS T HAHAm' mm* CAMBODIA SQUTH^, \ Skjtgon; .*t**'Vj Irrg Xa*íí\ ÉiipÍSÍii KNN er það ekki fullséð, hvort hlutlaus stjórn kemst á laggirnar í Laos, því aff hægri menn reyna nú á seinustu stundu að hindra það samkomu lag, sem orðið var. Sennilegt er þó talið, að þeim takist það ekki nema til bráðabirgða og hin hlutlausa ríkisstjórn komist þar til valdá áður en langur tími líður. Hitt er svo eftir að sjá, hve lengi hún verður hlut- laus, því að kommúnistar hafa mjög styrkt aðstöðu sína í Laos einustu misserih. Það er nú orðið ljóst Banda- ríkjamönnum, að það voru mik ;1 mistök hiá þeim, að þeir tóku ekki þá stefnu í upphafi að stuðla að hlutlausri stjórn í Laos, líkt og í Burma og Cam bodia. Afturhaldsmenn í Laos töldu hins vegar Dulles og öðr- um þáverandi ráðamönnum Bandaríkjanna trú um, að þeir væru nógu öflugir til að taka forustuna þar. Bandaríkin styrktu þá því til valda og hafa nú variS til þess meira en 300 milljónum doilara Þetta fé hef ur hins vegar eins og runnið út í sandinn og er ástæðan sú. að hægri mönnum tókst aldrei að ná neinu fylgi hjá þjóðinni Jafnvel herinn, sem þeir settu á laggirnar, fékkst ekki til að berjast fyrir þá. Foringjar hægri manna stungu líka rífleg- um hlut af hinu bandaríska fjár magni í .eigin vasa, cn skeyltu ekki hið minnsta um félagsleg- i og verklegár umbætur. ' í - i STI dvrkevpi" ’-evp=la sem Bandaríkin hafa öðlazt í Laos, hefur ýtt* mjög undir tortryggni á þá stefnu. sem þau fylgja nú í Suður-Vietnam. Meðal þeirra. sem hafa látið þessa skoðun ný- lega í Ijós, er Mansfield, form þingflokks demókrata í öidunga deildinni. Hann kvað þessa stefnu Bandaríkjanna þarfnast fyllstu endurskoðunar, en margt benti tii að framvindan í Suður-Vietnam ætlaði að ••“'■''a c”ir>i)ð na ; LaPc Papda. Vietnam margfalt meiri aðstoð '7;et.nam -pargfallt meiri aðstoð en Laos, en þrátt fyrir hana. væri stjórn Suður-Vietnam nú meira upp á hjáip Bandaríki- anna komin en hún var þegar aðstoðin hófst. Slíkt bæri vott um annað en góðan árangur. ÞESSI ummæli, Mansfields eru vissulega ekki sögð að á- stæðulausu. Bandaríkin hafa varið miklum fjármunum til þess að Suður-Vietnam gæti komið sér upp miklum her eða um 200 þús. manns. en samt hefpr þessum her ekki tekizt að friða landið. Skæruliðum kommúnista, sem eru taldir inn an vjð 20 þús. manns, hefur orðið svo vel ágeugt. að meiri hluti landsins getur ekki talizt á valdi stjórnarinnar. Hún ræður aðeins yfir stærstu borg- unum og helztu samgönguleið unum, en annars staðar ríkis stjórnleysi, þar sem skæruliðar ráða meira og minna Það hjálp ar að vísu skæruliðunum veru- lega, að þeir fá mikla aðstoð frá Norður-Vietnam, en þó er það ekki aðalástæðan. Megin- ástæðan er sú, að stjórninni í Suður-Vietnam hefur ekki tek- ist að ná hylli þjóðarinnar. Hún nýtur hvorki þess stuðnings þjóðarinnar og hersins, sem •• * •'.-V. • • <0,, NSon þarf til þess að sigra skærulið ana.. Húrj berst ekki fyrir neinuni þeim féia'ísii.gum um- bótum. ;em vinna hue fólksins og fá það til að berjast fyrir framkvæmd þeirra. Meðal meg inhluta þjóðarinnar er litið á stjórnina sem hreina einræðis: stjórn, er hugsi fyrst og fremst um hag nokkurra útvaldra gæð inga, og sé í einu og öllu lepp ur framandi valds. ÞVÍ MIÐUR er það líka margt, sem styður þessa skoðun. Að vísu er einræðisherrann í Suð ur-Vietnam, Ngo Dinh Diem, talinn sæmilega heiðarlegur, cn slíkt verður hins vegar ekki sagt um Vættmenn hans, en þá Lefur hann sett í ýmsar helzn* trúnaðarstöður landsins. Til við bótar þessu er Diem svo aftur- haldssamur og aðgerðalítill, og öll hans barátta hefur beinzt ð þvi að styrkja hann sjálfan í sessi. Hann hefur því aflað sér mikilla óvinsælda og myndi í frjálsum kosningum fá sáralit,- ;ð fylgi. Margir Bandaríkjamenn hafa líka gagnrýnt Diem harðlega og stjórn Bandaríkjanna hefur hvað efúr annað reynt a'ð fá hann til að taka upp fram- farasinnaðri stefnu. Diem er hins vegar einráður og skákar í því skjóli, að Bandaríkjamenn þori ekki að steypa honum úr stóli, því að þeir séu óvissir um að annað skárra taki við Þegar til úrslita hefur komið. hafa starfsmenn utanríkisþjónust- unnar í Saigon líka ráðið frá Þessi uppdiállur af Suður-Vietnam birtist nýlega í New York Herald Tribuna. — Skástrikaða svæðið sýnir þann hluta landsins, er skæru- liðar hafa meira og minna á valdi sínu. því. Diem fær því að hanga þótt flest bendi til, að kommúnist- ar verði ekki sigraðir undir for ustu hans, þrátt fyrir aukna að stoð Bandaríkjanna. BANDARÍKIN hafa þannig lent í þeirri erfiðu aðstöðu í Suður-Vietnam að halda lífi í óvinsælli og spilltri afturhalds- stjórn á þeirri forsendu, að þeir séu að berjast gegn kommúnist- um. Mikil hætta er hins vegar á því, að kommúnistar hagnist mest á þessu og þetta ýti undir þann áróður þeirra, að það sé ekki í þágu lýðræðisstefnunnar, að Bandaríkin halda þessari bar áttu uppi, heldur sé það gert í þágu afturhaldssamrar banda rískrar heimsveldisstefnu. Ef barátta Bandaríkjanna gegn kommúnismanum í Asíu á að reynast sigursæl, þarf hún vafalaust að taka miklum breyt ingum. Bandaríkin verða að taka þá áhættu að losa sig við afturhaldsmenn eins og Diem og Chaing Kai Shek og leita m starfs við hin frjálslyndu og framfarasinnuðu öfl. Og þetta þurfa Bandaríkin að gera víðar, t.d. í Suður-Ámeríku. Nokkuð hefur miðað í þessa átt, síðan Kennedy kom til valda, og að sjálfsögðu tekur bað sinn tima að bæta úr mistökum fyrirrenn aranna. Of víða er það þó enn, að það er eins og utan- ríkisþjónusta Bandaríkjanna líti fyrst og frernst á hægri öfl- in, sem hina eðlilegu og einu réttu bandamenn Bandaríkj- anna. Þ.Þ. ins os Laos? Hættulegt fyrir Bandarrkín ad binda sig um ef vi$ hægri öffjn Z T í M I N N, föstudagnrinn 22. iúní 1962-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.