Tíminn - 24.06.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.06.1962, Blaðsíða 1
I Munið að tiikynna vanskil á blaðinu í síma 12323 fyrir kl. 6. Afgreiðsla, auglýs- ingar og gjaidkeri Tímans er í Bankastræti 7 ' 141. tbl. — Sunnudagur 24. |úní 1962 — 46. árg. Þessi mynd var tekin við Háskólabíóið fyrrl laugardag og er a3 mörgu leyti táknræn fyrir börnin og miðdegissýningar kvikmynda- húsanna á laugardögum og sunnudögum. Börnln koma til húsanna meS erlend myndablöð', sem þau hafa velt fyrir sér og skoSað, og verzla þar með þau. Venjulega er þetta aðeins skiftiverzlun, en stundum eru pii'tarnir svo fjáðir að eiga einhverja vasapeninga og þá er hendinni ekki slegið á móti reiði/fé. Þessi verzlun blómgast einnig mjög í sambandi við bílasýningar, sem mjög hafa tíðkast að undanförnu. Þá flýta börnin sér á staðinn, þegar opnað er, reyna að komast yfir eins mikið af pésum og myndum og þau geta, og verzla svo með fenginn sín á milli. Oft er þetta miklu meiri skemmtun fyrir börnin en kvikmynd sú, sem kann að vera sýnd, eða það sem fram fer í sambandi við bílasýninguna, en sumir óftast, að þessi blöð kunnl að vera hættulegir smitberar. En börnin hafa gaman af þessu. (Ljósmynd: TÍMINN, GE) JON SIGURÐSSON UM SÍLDVEIÐIDEILUNA: v - SÁTTAFUNDIR EKKI FLEIRI! Eg tel vandséð, að kallað verði meira á sáttefundi að Það ber svo mikið á milli", sagði Jón Sigurðsson, formaður Sjómannafélagsins, þegar blaðið vakti hann í gær með símhringingu og spurðist fyrir um síldardeiluna. Sáttafundur hafði verið um nótt ina fram til klukkan að ganga sex, en samkomulag hafði þá ekki náðst um tvö atriði deilunnar, hlutaskiptin og matsveinahlutinn- og hefur enginn nýr fundur ver- ið ’boðaður. Útvegsmenn sögðu eins og kunnugt er, upp saonningum á þeim forsendum, ag sanngjamt sé, að bátarnir fái sjálfir stærri hlut en áður, vegna hinna nýju, dýru og fullkomnu tækja, sem þeir hafa aflað sér og stórauka aflamöguleika þeirra. Telja þeir, að núverandi hlutaskipti séu mið- uð við fyrri tíð, er engar kraft- blakkir, sjálfvirk síldarleitartæki né rándýrar nótir voru í bátun- um. Sjómannafélögin gera hins veg ar þær kröfur, að hlutaskiptin haldist óbreytt, og telja, að þótt hin nýju tæki séu dýr, þá geti þau sjálf borið uppi kostnaðinn, vegna hinna stórauknu afla- bragða, sem fylgja í kjölfar þeirra. Sjómannafélögin jmunu einnig hafa gert kröfur um ýmsar lagfæringar á samningunum, svo sem hækkaðar tryggingar og 1% í sjúkrasjóð sinn. VIDA ERU SAURGERL- AR í NEYZLUVATNINU Komið hefur í Ijós að gerla- rannsóknir á ferskvatni um land allt, að ástandið er yfir- leitt ekki gott, og vatnið er oft mengað saurgerlum. Mjög oft er frágangur á vatnsbólum ekki til fyrirmyndar. Vonir standa þó til, að þetta standi til bóta, því nú er unnt að Ráöherrarnir deila um inBHmHBnBBB bæjarstjóra SJA LEIÐARA fá klórtæki, sem kosta aðeins 30—90 þúsund, sett upp við vatnsból. Meðferðin á vatiubólum er oft mjög gáleysisleg eins og t. d. í einu kauptúni, þar sem vatnsbólið er lækur. Hann fraus einu sinni, og þá var gripið til þess ráðs að flytja nokkrar olíutunnur í hann og kveikja í þeim. Afleiðingin var að sjálfsögðu sú, að þorpsbúar fengu til að byrja með olíu úr krönunum. Fyrir fiskvinnsluhúsin Það, var fersfiskeftirlitið og fisk matsráð, sem stóðu að þessum ^erlarannsóknum. Þær voru aðeins gerðar fyrir fiskvinnslustöðvarnar, en þar sem þær nota víða sama vatnið og íbúar kaupstaðanna og kauptúnanna nota til drykkjar, hafa þær allmiklu almennara gildi. Heilbrigðiseftirlitið á þó engan þátt í þessum vatnsrannsóknum. Það eru gerlafræðingarnir dr. Sig urður Pétursson og Guðlaugur lfannesson, sem hafa annazt þær, og ,er þeim nú að mestu lokið. Það eru vissir staðir, þar sem vatnið er sérstaklega slæmt, eink um þar sem verður að notast við ofanjarðarvatn í stað brunna. — Ofanjarðarvatnið á venjulega nokk uð langa leið að baki ofanjarðar, áður en það kemur niður á jafn- sléttu, og er á þeirri leið meðal annars hætta á, að það mengist hinum svonefndu saurgerlum, ssm Framhald á 15. síðu Fara meö síldina í fréttaskeyti frá NTB í Berg- en segir að rannsóknarskipið Draug hafi sent fiskimálastjórn- inni svohljóðandi skeyti í gær kl. 14,26: Góð veiði síðasta dæg- ur, aflinn allt að 4000 hektólitrar á svæðinu norður af Melrakka- sléttu. Gott veður á miðunum. — Fimm flutningaskip á leið með síld til verksmiðjanna í Noregi og margir bátar á heimlelð með elgin afla. Vélbáturinn Reynir frá Vest- mannaeyjum fékk 800 tunnur af síld á fimmtudaginn, *dns \ og skýrt var frá í blaðinu í gæi. Báturinn fór út klukkan 4 á föstudaginn og kom aftur Inu klukkan 2 i gær með 900 tunn- ur. Sfldin er mjög falleg, en hef ur öll farið í bræðslu. Ægir lá inni á Siglufirði í gær. 1000 LÍK í EINNIGRÖF NTB-Algeirsborg, 23. júní — Blaðafulltrúi bráðabirgða- stjórnarinriar í Rocher Noir sagði fréttamönnum frá því í gærkvöldi, að fjórar fjölda-] grafir h«;ðu fundizt í nánd við Contsantina í Austur-Alsír. í einni gröfinni voru meira en 1000 lík. I Allt var með kyrrum kjörum í Algeirsborg í dag og hafa engin hryðjuverk verið framin þar síð- an vopnahléssamningurinn var gerður síðast liðinn laugardag. Hins vegar sprungu plastsprengj-i ur víða í borgunum Oran og Bone, en ekki er ’vitað um tjón af þeirra völdum. í P:. —■> gera menn heldur lítig úr yfirlýsingu Salan, fyrr- verandi OAS-leiðtoga, um að hann styðji fullkomlega samning þann, sem Serkir og OAS gerðu með sér í Algeirsborg á dögunum, en yfir- lýsing Salan kom fram í bréfi, sem hann sendi frönskum dag blöðum úr klefa sínum í Fresnes fangelsinu. Segja mehn, ag yfir- lýsing þessi hafi komið allt of seint til þess að geta haft nokkra þýðingu. Alltöðru máli gegni um bréf það, sem Edmond Jouhaud, hers- höfðingi og fyrrverandi samstarfs maður Salans í OAS, sendi þann 5 júní úr dauðaklefa sínum. Jouhaud hafi látið birta bréf sitt, þegar ógnaröldin var hvað mest í Alsíij og hafi bréfið vafa laust átt sinn þátt í að draga heldur úr hryðjuverkum OAS-sam takanna p þeim tíma. Þá hafi Sal an hins vegar . þagað eins og steinn, enda þótt Jouhaud skír skotaði til hans í bréfi sínu, sem fyrrverandi æðsta manns innan OAS og bæði hann að gefa skipun til sinna manna um ag hryðjuverk um yrði hætt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.