Tíminn - 24.06.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.06.1962, Blaðsíða 3
STJÚRNARSKIPTI LAOSI GÆR NTB-Vientiane, 23. júni Boun Oum, fráfarandi for- sætisréðherra í Laos, lagði í dag fram lausnarbeiðni fyrir ríkisstjórn sína hjá Savang Vatthana, konungi. Þar með er ekki lengur nein hindrun í vegi fyrir valdatöku hinnar nýju samsteypustjórnar og erj búizt við, að konungur gefi í dag út tilkynningu um skip- un hennar, en forsætisráð- herra verður, svo sem kunn- ugt er, Souvanna Phouma. Souphansouvong, foringi Pathet- Lao manna kom í dag með flugvél til Vientiane til þess að vera við'- staddur innsetningarathöfnina, sem fer fram með miklum hátíð- leika. Við komuna var Souphannou- vong spurður að þvl, hvort hann' væri fyllilega ánægður með orða- lag konungstilskipunarinnar, sem skipun nýju stjórnarinnar byggist á Prinsinn yppti aðeins öxlum og sagðist ekki geta neitt sagt um það nú enn þá. Strax og Souph- annouvong hafð'i náð tali af hin- Gerlar í vatninu Framhald af bls. 1. lifa í mistli og endaþarmi manna og dýra. Kröfurnar, sem ferskfiskeftirlit- ið gerir til fiskvinnslustöðvanna, eru, að vatnið sé ejíki verra en krafizt er um neyzluvatn. Það má ekki vera mengað saurgerlum nema að mjög litlu marki. Markmiðið í þessum málum, hlýt ur að áliti ferskfisljeftirlitsins að vera að koma upp klórtækjum. — Þau eru tiltölulega ódýr, og munu sennilega ekki kosta nema um það bil 30—00 þúsund eftir stærð kaup túnsins. í klórtækjunum er ýmist notað klórgas eða klórduft, en hvort tveggja gefur sama árangur; vatnið gerilsneyðist alveg. Þegar hafa verið sett upp klórtæki í ís- birninum í Reykjavík, Norður- tanga á ísafirði og í Sjóveitu Vest- mannaeyja. Á mörgum öðrum stöð um hafa verið gerðar áætlanir um klórhreinsun. KlórhreinSun í bátum Mönnum hefur lengi súrnað I augum yfir því, a|S bátar skuli vera skolaðir úr sjó, og þá venju- lega í höfn, þar sem sjórinn er vægast sagt óhreính. Nú hefur klór tæki veiið sett í einn Reykjavíkur bát, Ásgeir. Það kostaði aðeins 12 þúsund og hefur reynzt prýðilega. Það gerilsneyðir algerlega sjóinn, sem notaður er við hreinsunina. Nú mun vera unnt að fá enn ódýr- ari tæki, en það sem Ásgejr er með og telur ferskfiskeftirlitið sjálfsagt, að slíkt tæki sé um borð í hverjum báti, enda er sá kostnað ur lítill miðað við annan kostn- að, sem bátarnir verða að leggja í. um prinsunum tveim, Souvanna Phouma og Boun um, gengu þeir á fund Vatthan konungs og ræddu við hann stundarkorn um vænt- anlega stjórnarmyndun. Shodr® Ósýnilegt kerfi Margir undrast, að akrein- ar og gangbrautir hafa ekki verið merktar á göturnar í Reykjavík þótt komið sé fram undir Jónsmessu, enda veldur þetta markleysi stöðugt vand- ræðum: Vanir bæjarbúar fara eftir akreinum, sem hvergi sjást, en utanbæjarmönnum, útlendingum og öðrum óvön- um gengur ilia að átta sig á þessu ósýnilega kerfi. Afleið- ingin er sú, að bílar rekast á. Blaðið talaði í fyrrad. við Sverri Guðmundsson hjá umferðardeild götulögreglunnar, en deildin hefur aðstoðað bæjarvinnumenn við merkingar á vorin. Sverrir sagði, að margir spyrðu að þessu, en því hefur verið borið við, að lofthit- inn væri ekki nógur til að merkja. Þá mun hafa staðið á málningu, sem á að tolla betur á götunum, en sú sem verið hefur notuð til merkinga, en hugmyndin er að reyna fleiri en eina tegund. Und- anfarna daga hefur verið starfað að malbikun og unnið til miðnætt- is. Sagði Sverrir, að bæjarvinnu- menn hefðu unnið kappsamlega að malbikuninni. Lögreglan ber enga ábyrgð á töfum þessara verka, en aðstoðar vinnuflokkanna með stöðvun um- ferðar. Loks í gær munu merking- arnar hafa verið að einhverju leiti hafnar, og er það ekki að vonum fyrr. osiö á Búnaðarþing JÓN GÍSLASON HJALTIGESTSSON í dag fer fram kosning fimm fulltrúa á búnaðarþing á fé- lagssvæði Búnaðarsambands Suðurlands. Meðfylgjandi myndir eru af efstu mönnum á lista framsóknarmanna í sambandinu, B-listanum: HEIMTAÐI PENINGA, ROTAÐI MEÐ FLÖSKU Tilboð óskast Byggingafélag verkamanna, Kópavogi, óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: Smíði á handriði úr járni á svalir og meðfram stiga í byggingu félagsins við Ásbraut. Ennfremur í smíði á útihurðum og gangahurðum i sömu byggingu. Teikningar og nánari upplýsingar fást hjá for- manni fékgains, Ólafi Jónssyni, ■ Hlíðarvegi 19, sími 10479. Bindindis- og umferðarsýningin í GÓÐTEMPLARAHÚSINU x Komið og sjáið nýjustu gerðir bifreiða í dag, milli 3,15 og 4,15 leikur hljómsveit Svavars Gests fyrir utan GT-húsið. Bindindisfélag ökumanna íslenzkir ungtemplarar Klukkan 22,45 í fyrrakvöld var lögreglan kvödd að Njáls- götu 49, en þar í kjallaraher- bergi lá maður skorinn á höfði og blóðidrifinn. Hann heitir Viggó Bjerg og hef- ur kjallaraherbergig til umráða. Viggó var fluttur á Læknavarð- stofuna og síðan á Landakotsspít- alann og liggur þar nú. Viggó hef- ur skýrt lögreglunni svo frá, að þá um kvöldið hafi komið til hans maður sem hann þekkti ekki og heimtað peninga. Viggó sagðist ekki hafa það, sem um var beðið, og hafi komumaður þá dregið upp hníf og hótað ag taka Viggó af lífi. Viggó segist þá hafa sagt, að peningarnir væru í miðskúffu í skrifborði, sem hann benti á. Hafi komumaður farið í skúffuna og tekið þar 400—UOO krónur, sem hann fann. Komumaður lét sér þetta ekki nægja og heimtaði meiri peninga, en Viggó sagðist ekki eiga meir. Þeir lentu þá í stympingum, sem lauk svo, að komumaður molaði flösku á höfði Viggós og fór. - Málig er í rannsókn. Nefbrotinn Klukkan rúmlega tvö á föstudags nóttina var lögreglan kvödd um borð í Dronning Alexandrine í Reykjavíkurhöfn, en á þilfari skipsins lá ósjálfbjarga maður blóði sínu. Maðurinn var fluttur á læknavarðstofuna, en hann hafffi veriff nefbrotinn í slagsmál- um. Skipverji á Drottningunni mun hafa orðið valdur að nefbrot inu. Tannlæknir barinn Blaðið hefur fregnað, að Friðrik Dungal, tannlæknir, Útsölum á Seltjarnarnesi, hafi orðið fyrir heiftarlegri líkamsárás á heimili sínu að kvöldi 17. júní. Blaðiff talaði við Sakadómara- embættið og fékk staðfest, að kæra hefði borizt um þetta, en meiffsli tannlæknisins munu ekki eins al- varleg og í fyrstu var ætlað. Var óttast, að hann væri kjálkabrot- inn, en sakadómaraembættinu var ekki fullkunnugt um læknisúr- skurðinn I gær. Tveir menn venzl aðir Haraldi eru sakaðir um árás ina í kæru. kOSIÐ Í DAG I dag fara fram hreppsnefndar- kosningar í dreifbýlum sveitarfé- lögum, en eins og kunnugt er, fóru kosningar f hinum þéttbýlli fram fyrir itm mánuði. Blað- ið mun flytja nánari fréttir af kosningunum þegar þær hafa far- íið fram. T f M I N N, sunnudagurinn 24. júni 1962. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.