Tíminn - 24.06.1962, Side 6

Tíminn - 24.06.1962, Side 6
ÞaS er ekki ofsagt, as nokk uS óvenjulegt ástand hefiir ríkt hér á landi seinustu vik umar. Síðan um mánaða- mótin seinustu hefur svo að segja allur sildveiðifloti landsrmanna legið bundinn í höfn, þótt allan timann hafi verið næg síld úti fyrir Suð- vesturlandi og Norðmenn hafi mokað upp síldinni fyr- ir norðan land undanfarna hálfa aðra viku. Tjónið, sem hefur hlotizt af þessari stöðvun síldveiðiflotans. er orðið gífurlegt. Orsök stöðvunarinnar hef- ur verið deila útvegsmanna og sjómanna um hlutaskipt- in. Það er orðið langt síðan, að útvegsmenn hótuðu verk- banni, ef ekki næðust samn- ingar um breytt hlutaskipti. Verkbannið var svo látið koma til framkvæmda upp úr seinustu mánaðamótum. Ef rétt hefði verið á mál- um haldið, átti ríkisstjórnin að beita sér fyrir samkomu- lagi í þessu deilumáli fyrir löngu. Hér voru hæg heima- tökin hjá ríkisstjórninni, þvh að liðsmenn hennar ráða bæði þeim samtökum útvegsmanna og þeim sam- tökum sjómanna, er hér eig- ast við. Ríkisstjórnin lét þetta hins vegar alveg ógert. Ekkert var gert að ráði til að ná samkomulagi fyrr en kom ið var að norðanveiðunum, en þá leit hvor aðilinn um sig svo á, að hinn myndi gef- ast upp, þegar Norðmenn færu að veiða síldina. Því hefur deilan dregizt von úr viti og hlotizt af hið stór- felldiasta tjón fyrir þjóðina alla, auk þess sérstaka tjóns, sem útgerðarmenn og sjó- menn verða fyrir. Á ný hefur það sannazt, að það er dýrt að hafa dug- litla og ráðlitla ríkisstjórn, þegar ráða þarf fram úr meiriháttar vandamálum. Stöðvun topranna Annað vandamál, sem staf ar af dugleysi og ráðleysi rík isstjórnarinnar, hefur nú blasað fyrir augum lands- manna hátt á fjórða mánuð. Það er stöðvun togaraflotans. i Þessi stöðvun togaraflot- ans er búin að valdá gjald- eyristjóni, er nemur hundruð urn milljóna króna. ef miðað er við aflabrögð erlendra togara á sama tima og verð- lag á afurðum þeirra Erlend ir togarar hafa nefnilega afl- að mjög sæmilega á þe'ssum tíma og verðlag verið hag- stætt. Því hörmulegra er það, a^ íslenzki togaraflotinn skuli hafa verið látinn liggja aðgerðalaus. En hér reka menn sig enn á dugleysi og ráðaleysi rjkis- stjórnarinnar. Til þess að tryggja rekstur togaranna hefði ekki þurft nema brot af þeirri upphæð, sem þeir hefðu aflað á þessum tíma, í íslenzku skipin liggja meðan norsku skipin moka upp síldinni. eftirgjöf á tollum, söluskött- um og öðrum útgjöldum, er hefði tryggt þeim viðunan- legan rekstrargrundvöll, þótt togarasjómenn fengju nokkra hækkun til samræm- is við aðra stéttarbræður sína. Þessar aðgerðir hafa hins vegar ekki samrýmzt „við- reisna.r“-kenningum ríkis- stjórnarinnar og því hefur heldur verlð kosið að láta togarana liggja og valda þjóð inni hinu stórfelldasta tjóni! Og hvað myndu íhaldsblöð in hafa sagt í tið vinstri stjórnarinnar, ef hún hefði Játið togaraflotann liggja bundinn á fjórða mánuð og síldveiðiflotann í þrjár vik- ur? Verkföllin í fyrra Vissulega er það margt fleira en stöðvun síldveiði- skipanna og~ togaranna, er minnir menn á það, hvernig ríkisstjórnin stendur uppi duglaus og ráðvillt, þegar í vanda er komið. Menn hafa áreiðanlega ekki gleymt verkföllunum í fyrrasumar. Ant bendir til, að síldveiðarnar fyrir norðan hefðu stöðvazt að mestu eða öllu, ef stjórnin hefði fengið að ráða og samvinnufélögin ekki leyst hnútinn. Þá hefði þjóðin misst af beztu síldar- vertíð, sem hér hefur verið. Þá myndi ríkisstjórnin ekki hafa getað státað af auknum gjaldeyrissjóðum, eins og hún gerir nú. Þeir hafa ekki sízt orðið til af þeirri ástæðu, að ráðin voru tekin af stjórn- inni í fyrra og leystur vand- inn, sem hún var búin að skapa en réð svo ekki neitt við. Ríkisstjórnin og íárnsmiðaverkfallið En á sama hátt og ríkis- stjómin er þannia yfirleitt duglaus og ráðalaus, þegar vanda ber að höndum. er hún fús til afskipta og íhlut- unar, þegar hennar þarf ekki neitt við, og afskipti hennar verða því til ills eins Járnsmiðaverkfallið er gott dæmi um þetta. Náð hafði verið fullu samkomulagi milli járnsmiða og atvinnurekenda um mjög hóflegar aldursbæt j ur. Þessu samkomulagi spillti I ríkisstjórnin með þeirri for- | sendu, að það samrýmdist j ekki þeirri stefnu hennar að j veita aðeins láglaunafólki I kauphækkun að þessu sinni. ; Afleiðing þessa varð verkfall jjámsmiða, er stóð á annan j mánuð og stórtafði aðkall- andi framkvæmdir í þágu síldveiðanna. Þá gáfust at- vinnurekendur upp og sömdu í samráði við ríkisstjórnina um miklu meiri hækkun en upphaflega hafði verið sam- komulag um, því að járn- smiðirnir kröfðust sérbóta fyrir verkfallið. Járnsmiðirn- ir fengu þvi mun meiri kaup hækkun en félög verka- manna og iðnverkamanna höfðu sámig um. Önnur fé- lög iðnaðarmanna, eins og rafvirkjar, krefjast nú sömu hækkana og járnsmiðirnir og er það ekki óeðlilegt. Af- skipti ríkisstjórnarinnar af járnsmiðadeilunni hefur því ekki aðeins orðið til ag tefja nauðsynlegar framkvæmdir, heldur til þess að koma fram mun meiri kauphækkun hjá iðnaðarmönnum en verka- mönnum, en það var þó ein- mitt það, er ríkisstjórnln vildi forðast! r Ogæfusporið mesta Verstu afskipti ríkisstjórn- arinnar af efnahagsmálum er þó án efa gengisfellingin í fyrra. Það liggur nú mikiu ijós- ara fyrir eftir aðalfund S.Í.S. en áður, að atvinnufyrirtæk- in gátu vel risið undir þeirrl kauphækkun sem þá var samið um. Gengisfellingar var því ekki þörf vegna at- vinnuveganna, heldur var hún gæfulaust flan og hefnd : arráðstöfun óviturrar og reiðrar ríkisstjórnar. Ef gengisfallið hefði ekki j komig til sögu, myndi nú ; ríkja annað ástand og betra i efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Þá hefði verið komizt hjá þeirri upplausn og glundroða, jsem nú er ríkjandi í launa- j og kaupgjaldsmálum, Ýmsum j kann að þykja það nokkur j bót, að rikisstjórnin skapaði - sjálfri sér mikinn óþarfan j vanda, er hún steig hið giftu ;lausa spor. en yfir sliku mega menn þó ekki fagna vegna j beirra margvíslegu örðug- leiká. sém gengisfellingin hef i nr valdið öllum hinum efna- jminni þegnum þjóðfélagsins. Þar ber ekki sízt að nefna unga fólkið. Óhjákvæmilegt er. að gerðar verði alveg sér- ! stakar ráðstafanir til að i bæta því tjónið, t. d. í sam- ! bandi við stofnun heimila. vetrarsíldveiðir í forustugrein Mbl. hinn 31. f. m. sagði m. a á þessa leið: „Vetrarsíldveiðarnar eru j stórkostlegur búhnykkur, sem haft getur hreina bylt- ingu í för með sér í atvinnu- málum, ef framkald verður á þeim. Eiga sjómenn og út- gerðarmenn miklar þakkir skildar fyrir framtak sitt og dugnað á þessu sviði Hér hef ur hin nýja tækni orðið þjóð- inni að stórkostlegn gagni“ Það er ástæða til þess, aö menn festi sér þessi orð Mbl. vel í minni. Þau eru nefni- lega bezta svar við því skrumi Mbl., að það sé „viðreisnar- stefnunni" ag þakka að hér sé nú sæmileg atvinna og gjaldeyrisástand. Hvorugu væri til að dreifa ef þessi mikli búhnykkur vetrarsild- veiðin hefði ekki komið til sögu. en þar á ríkisstjórnin ekki neinn hlut að máll. Það, sem sagt hefur verið af andstæðingum .viðreisnar stefnunnar" um afleiðingar hennar, stendur þvi óhrakið, þótt ófyrirséður búhnykkur UM MENN OG MALEFNI hafi dregið nokkuð úr þeim um stund. Landbúnaðarlánin Menn hafa vafalaust veitt þvi athygli, að í samningum Efnahagsbandalags Evrópu bæði innbyrðis og út á við, eru það landbúnaðarmálin, sem valda mestum erfiðleik- um. Ástæðan er sú, að land- búnaður viðkomandi landa er ekki samkeppnishæfur við |iðnaðinn, nema afurðaverðið sé látið hækka svo, að það valdi stóraukinni dýrtið. Þess vegna reyna þátttökuríkin meira og minna að tryggja landbúnaði sínum sérstöðu, m. a. með því að tryggja hon um hagstæðari lánskjör en öðrum atvinnuvegum, sér- staka styrki til framkvæmda, sérstakar niðurborganir á vöruverði o. s. frv. Hin nýja löggjöf um land- búnaðarsjóðina ber þess ekki merki, að núverandi ríkis- stjórn skilji þessa sérstöðu landbúnaðarins. Með þesari löggjöf hlýtur landbúnaður- inn að ýmsu leyti verri láns- kjör en t. d. sjávarútvegur- inn. í stað þess að tryggja landbúnaðinum hæfilegan hluta af lánsfé þjóðarinnar, þá er lagður á hann nýr skatt ur, sem svarar 1700 kr. árlega á meðalbú. Það þarf langt að leita til þess að finna dæmi j þess, að þannig sé búið að landbúnaðinum. Þessi stefna á líka eftir að hefna sín i minnkandi land- búnaðarframletðslu og óhag- stæðu verðlag’ landbúnaðar- vara, ef henni fæst ekki hrundið i tæka tíð. Fleipur Ólafs Thors Áreiðanlega hefur sett óhug að mörgum, sem heyrðu þann boðskap Ólafs Thors á þjóðhátíðardaginn að íslend ingum sé „rík nauðsyn að temja sér rétta háttu í sam- skiptum við aðrar þjóðir, en enn skorti mikið á að vel sé í þeim efnum“. Ekki mun það hafa dregið úr þessum óhug, að Ólafur nefndi landhelg- ismálið 1 sömu andránni, en senn eiga undanþágur Breta að falla úr gildi. Hvað meinar Ólafur með þessum fjarstæðu upimæl- um? Hvað er hér á seyði? Þau ummæli Ólafs, að ís- lendingar 'nafi ekki 'éýnt „rétta háttu i samskiptum við aðrar þjóðir“ eru hrein- asta markleysa íslendinear hafa þvert á móti jafnan gætt þess, að ailar krötur þeirra á hendur öðrum þjóð- um væru byggðar ;i fvllsta siðferðilegum rétti. ðlafur Thórg gerir sig ag hreinum ósannindamanni, ef hann reynir að halda öðru fram En hvers vegna er hann þá með þetta blaður? Hver er tilgangurinn? Ekki er hann sá, að styrkja aðstöðu íslend- inga út á við, þvi að ekki verð ur það gert á þann veg, að forsætisráðherrann sjáifur prédiki, að „íslendingar kunni ekki rétta háttu í skipt um við aðrar þjóðir“? 6 T f M I N N, sunnudagurinn 24. júní 1962.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.