Tíminn - 06.07.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 06.07.1962, Qupperneq 6
•% Tröllafoss vlð Vestmannaeyjar. Eiraskipafélagið Nú í seinni tíð er eigi óalgengt að lesa í blöðum fremur óvinsam- leg tilskrif um „Óskabarn þjóðar- innar“, eins og Eimskip hefur oft verið nefnt. Þessi óvinsamlegu skrif eru oft í sambandi við ýmis smærri sjónarmið, reksturslegs eðlis, í starfsemi félagsins. Hinu virðist kynslóðin, sem nú er að vaxa upp og 'taka við af þeirri, er stóð að byggingu Eim- skips á sínum tíma, vera búin að gleyma: Hversu merkur þátt- ur í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar stofnun Eimskipafélags íslands h.f. var. Hversu merkur þáttur rekstur Eimskips hefur verið í allri uppbyggingu þjóðlífs ins frá stofnun þess til dagsins í dag. Þessa skulum við ávallt vera minnug, án tillits til þess, þótt félagið stígi eitt og eitt víxlspor framkvæmdalegs eðlis í starfsemi sinni. Við, sem úti á landsbyggðinni búum verðum t.d. í vaxandi mæli varir við það að vörur, er Eim- skip flytur fyrir oss með skipum sínum til Reykjavíkur, liggja þar stundum 1—2 mánuði áður en Eim- skip hefur farkost til að senda þessar vörur frá sér á áfangástað. Verða menn ýmist að flytja þess- ar vörur með bifreiðum eða jafn- vel flugvélum og baka sér mikinn aukakostnað þess vegna. Fljótt á litið mundu þeir, sem aðeins vilja skrifa í óvildartón um Eimskip, slá því föstu, að þetta stafi fyrst og fremst af óvild ráða- manna félagsins til landsbyggðar- innar. Hins vegar mun mega full- yrða, að hér er engu slíku til að dreifa. Margþættir erfiðleikar við afgreiðslu skipa félagsins í Reykja- vikurhöfn, skortur á vinnuafli við höfnina, takmarkaður húsakostur til geymslu innfluttra vara í Reykjavík, og síðast en ekki sízt mun skipakostur félagsins nú of lítill til að mæta þeirri vaxandi flutningaþörf, er félagið þarf að annast. Nú nýlega hefur tekið við stjórn félagsins ungur maður, Óttar Möller, sem lengi hefur starfað í þjónustu þess og er að sjálfsögðu manna færastur um að gera sér í .grein fyrir erfiðleikum félagsins ; og vinna að lausn þeirra. Einn þáttur í þessum erfiðleik- um er að sjálfsögðu sá, að greiða úr þeirri flækju, sem sending vara; til landsbyggðarinnar veldur, eftir ; að vörur hafa hafnað í Reykjavík. í því sambandi þarf að sjálfsögðu eigi að geta þess að öll slík töf veldur bæði iðnaði og verzlun mikl- um og tilfinnanlegum óþægindum o-g aukakostnaði. Það hefur verið minnzt á það í blaðagrein hér nýlega, hvort eigi gæti komið til mála að gera Akur- eyri að umskipunarhöfn fyrir Norðurland. Væri óskandi að hinn ungi framkvæmdastjóri Eimskips vildi veita því máli nánari athugun. Að sjálfsögðu er léttara að slá slíkri hugmynd fram en fram- kvæma hana í einstökum atriðum. En orðin eru til allra hluta fyrst og ef hugmyndin er góð, þá ber vissulega að athuga hana. Sá er þetta ritar telur lausn vandamála yfirleitt betur levsast á þann hátt, að rætt sé um vanda- málin af raunsæi og skilningi frem- ur en með einhliða hnútukasti og óvildarhug. Við, sem landsbyggðina byggjum, trúum því og vonum, að fram- kvæmdastjóri og stjórn Eimskipa- félags íslands h.f. hafi fullan hug á að rétta hlut landsbyggðarinnar í því máli, er hér hefur verið bent á, og að öll starfsemi félagsins verði ávallt rekin þann veg að þjóðin öll geti með stolti nefnt Eimskipafélag íslands h.f. „Óska- barn þjóðarinnar". A.Þ. Firestone hjólbarðar heimsþekkt gæðavara 900 X 20 — 12 Nylon. Kr. 6.637.00 825 x 20 — 12 Nylon. Kr. 5.701.00 750 X 17 — 8 Rayon Kr. 3.208.00 700 X 17 — 8 Rayon Kr. 2.664.00 550 X 17 — 6 Rayon Kr. 1.263.00 500 X 17 — 4 Rayon Kr. 972.00 450 X 17 — 4 Rayon Kr. 800.00 600 X 16 — Rayon Kr. 1.265.00 550 X 16 — 6 Rayon Kr. 1.217.00 500 X 16 — 4 Nylon Kr. 1.115.00 500 X 16 — 4 Rayon Kr. 899.00 760 X 15 — 4 Nylon Kr. 1.640.00 640 X 15 1- 4 Nylon Kr. 1.302.00 590 X 15 — 4 Nylon Kr. 1.219.00 560 X 15 — 4 Nylon Kr. 1.143.00 725 X 13 — 4 Nylon Kr. 1.216.00 640 X 13 — 4 Nylon Kr. 1.138.00 590 X 13 — 4 Nylon Kr. 1.097.00 520 X 13 — 4 Nylon Kr. 940.00 750 X 14 — 4 Nylon Kr. 1.223.00 700 X 14 — 4 Nylon Kr. 1.076.00 Tilboð um meðgjöf Bændafólk. Vegna. forfalla ósk- ast dvalarstaður í sveit handa 8 ára dreng í 2 til 6 vikur. — Tilboð meikt: meðgjöf, sendist Tímanum fyrir miðvikudags- kvöld. Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs Sendum um allt land. HALUJÓR Skólavörðustíg 2. SHODR® OKTAVIA Fólksbíll FELICIA Sportbíll 1202 Stationbíll 1202 Ser-iibíll LÆGSTA ViliÐ bílq f sambœrilegum stærðar-og gæðaflokki TÉKKNESKA BIFREIDAUMEOOID LAUCAVEGI 174 . SÍMI Í 7881 AFFELGUNARVEL fyrir vöruhjólbarða. Sú eina sinnar tegundar hérlendis fyrir affelgun á erfið- um hjólbörðum. Forðizt skemmdir á hjólbörftum, Verzlid við þá, sem beztu tækin hafa. Sendum um allt land. Önnumst allar hjólbarðaviðgerðir með fullkomn- um tækjum. CÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35. Sími 18955, Reykjavík'. 6 í I T f M I N N, föstudagurinn 6- júlí 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.