Tíminn - 06.07.1962, Qupperneq 7
tKHDm
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu
húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka
stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími- 19523. Af
greiðslusimi 12323. — Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan
lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan EdUa h.f.
Alþýðuflokkurínn
Alþýðuflokkurinn hefur nú misst völdin í Hafnarfirði
eftir 36 ára stjórn þar. Það er eðlileg afleiðing úrslita
bæjarstjórnarkosninganna í vor. Alþýðuflokkurinn, sem
lengi hafði meirihluta atkvæða í Hafnarfirði, fékk þá
ekki nema tæpan þriðjung atkv. í því fólst ákveðinn dóm-
ur hafnfirzkra kjósenda þess efnis, að þeir æsktu ekki
lengur forustu Alþýðuflokksins.
Hvað er það, sem hefur valdið þessu hruni Alþýðu-
flokksins í Hafnarfirði?
Alþýðuflokkurinn á vissulega að baki sér merkilega
sögu í Hafnarfirði. Hann var framsækinn og róttækur
flokkur, sem bar hag alþýðu manna fyrir brjósti, þegar
hann tók fyrst völdin í Hafnarfirði. Hann hafði einbeitta
og góða forustumenn eins og Kjartan Ólafsson, Björn
Jóhannesson og Guðmund Gissurarson. Þessir menn tóku
við bænum í rústum og réttu hann við á margan hátt.
Stjórn Hafnarfjarðarbæjar var um margt til fyrirmyndar
fyrstu áratugina, sem Alþýðuflokkurinn stjórnaði þar.
Undir forustu nýrra manna, hætti Alþýðuflokkurinn
hins vegar að vera sami flokkurinn og hann var áður. Jón
Baldvinsson og Héðinn Valdimarsson hurfu af sjónar-
sviðinu, Kjartan Ólafsson dró sig í hlé o. s. frv. Alþýðu-
flokkurinn hætti sem landsmálaflokkur að vera umbóta-
sinnaður og frjálslyndur og færðist meira og meira í íhalds |
ált. Hann hætti að vera flokkur launafólks og tók að leita |
sér fylgis meðal afturhaldssamra atvinnurekenda. Mestu |
umskiptin 1 þessu urðu þó eftir að Haraldur Guðmunds- 1
son lét af formennsku flokl^sins og Emil Jónsson tók við
henni. Um þriggja ára skeið hefur Alþýðuflokkurinn stutt
stjórnarstefnu, sem er engu minna óréttlát og afturhalds-
söm en sú, sem Jón Baldvinsson og Héðinn Valdimarsson
börðust gegn á árunum 1924—27.
Uppskeran varð svo í samræmi við þetta í bæjar-
stjórnarkosningunum í vor. Alþýðuflokkurinn tapaði næ
alls staðar og mest þar, sem hann hafði áður verið sterk
astur og vonbrigðin voru því mest, eins og í Hafnarfirði
í Keflavík og á Akranesi.
Ósigur Alþýðuflokksins í Hafnaríirði stafaði því ekki
eingöngu af því, að menn væru óánægðir með bæjar-
málastjórn hans, heldur engu síður og öllu heldur vegna fi
þess, að þeir voru að fordæma landsmálastefnu hans. |
Alþýðublaðið birtir langa grein i gær um valdatap 1
flokksins í Hafnarfirði Það virðist þó enga grein gera 8
sér fyrir því, hvað hefur mest orsakað ósigur hans. For- I
ingjar Alþýðuflokksins virðast hvert á móti ákveðnari á f
því en nokkru sinni fyrr að fjarlægjast hina upprunalegu |
stefnu flokksins og baráttu hans í þágu alþýðustéttanna. |
Þeir virðast þvert á móti ætla að gerast trúrri í íhalds- 1
þjónustunni á landsmálasviðinu en nokkru sinni fyrr. Þa'o |
er engu líkara en þeir vilji vera til hægri við sjálft íhaldið. I
Tvær kröfur
Morgunblaðið heimtar 1 gær, að allt verðlagseftirlit sé
afnumið.
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins heimtaði nýlega í
VIsi, að allt kaupgjald yrði ákveðið af dómstólum.
Þetta tverint. dregur upp nokkuð rétta mynd af raun-
rerulegri stefnu Sjálfstæðisflokksins: DómsfJar skulu
ákveða kaup launafólks, en milliliðir skulu ráða álagningu
rir.ni sjálfir.
Hin æskilega stefna í þessu er vitanlega sú, að frjáls
sarokeppni kaupfélaga og kaupmanna á jafnréttisgrund-
\-eiii móti verðlagið, en launþegar og atvinnurekendur
komi sér saman um kaupgjaldið á grundveUi samstarfs og
gajmkvæms skilnings. _
Þekktur hagfræðingur fiytur hér
erindi um Efnahagsbandalagið
Eins og skýrt var frá í blað
inu í gær, hafa nokkrir menn
tekið sig saman og boðið
hingað norska hagfræðingn-
um Ragnar Frisch í því skyni,
að hann flytti hér fyrirlestur
um Efnahagsbandalag
Evrópu, en Frisch hefur haft
forustu í Noregi í baráttunni
gegn aðild Noregs að EBE.
Frisch hefur þegið boð þetta.
í gær var birt ávarp þeirra,
sem að heimboðinu standa,
en hér á eftir fer kynnlng
þeirra á Frisch og fyrirlestri
hans.
Þriðjudaginn 10. júlí mun
norski hagfræðingurinn Ragnar
Frisch halda fyrirlestur um efna
hagsbandalagið í Háskóla ís-
lands. Frisch er nú einn frægasti
hagfræðingur á Vesturlöndum,
bæði austan hafs og vestan og
raunar víðar. Hann hefur tekið
upp ný vinnubrögð í hagfræði
með því að taka æðri stærðfræði
í þjónustu hennar. Engu að síður
þykir hann sérlega laginn að
leggja mál ljóslega fyrir áheyr-
endur og er rómaður fyrir kenn-
arahæfileika.
Frisch er fæddur í Osló árið
1895 og gekk þar í menntaskóla
og háskóla. Var orðinn doktor
árið 1926 fyrir lögfræðilega rit-
gerð, sem hann ritaði á frönsku.
Tveimur árum síðar var hann orð
inn dósent og árið 1931 varð hann
prófessor við Oslóarháskóla og,
hefur verið það síðan og stjórnar
um leið þjóðhagfræðistofnun
Oslóarháskóla. Sem kennari hefur
hann mótað nemendur sína mikið
og þannig hefur hann haft mikil
Ahrif á efnahagsmál Norðmanna
síðari árin, bví að nemendur hans
eru raargir í áhrifastöðum.
í miklu áliti
Sem dæmi um álit hans í öðrum
löndum má nefna, að sem ungur
maður hélt hann fyrirlestra í Yale
árið 1930 og í Sorbonne árið 1933.
Hann var fyrsti formaður í einni
aðalstofnun Sameinuðu þjóðanna,
fjárhags- og félagsmálanefndinni.
Hann hefur verið ráðunautur ind
versku ríki.sstjórnarinnar í efna-
hagsmálum og síðar einnig eg-
ypzku stjórnarínnar,
Frisch e.r félagi og heiðurs-
félagi fjölda vísindafélaga. Hann
er félagi í Vetenskaps Akademien
i Osló frá 1931, í Kgl. humanist-
• ske Vetenskapsamfundet í Lundi
frá 1941, í Kgl. Svenska Veten-
skapsakad, Stokkhólmi 1950,
Accademia Vazionde dei Lincce
1952, Acad. and Human Rights
1953, heiðursfélagi í Amer. Econ
omic association, korresp. Royal
Economic Society, fókk Shump-
síer- verðlaun Harvard-háskóla
árið 1955, Hon. fellow of the
Royal Statistical Society 1956 og
heiðursdoktor við Stokkhólmsliá
skóla árið 1959.
Þetta ætti að segja nokkuð um
álit Frisch og menntun.
Efni fyrirlestursins
rirlesturinn í háskólanum
kallar Frisch: Aðild að Efnahags-
Liandalaginu er í senn óhyggileg
og hættuleg. Hann skiptir erind-
inu í átta kafla:
1. Hagnaður og tap í einkarekstri.
2. Mogintap þjóðarbúsins.
3. SL-orðing á félagslegu öryggi.
‘ 11 fvrir lýðræðið.
fun menningarverðmæta.
Myndin er tekin af Ragnari Frisch prófessor og kono hans hans í fyrra-
sumar, þegar ífalskir blaðamenn voru staddir í Osló í tilefni af þvf, aS
dr. Frisch voru veitt Feltrinelli-verðlaunin (um U/2 milli. ísl. kr.).
6. Oraunhæf alþjóðahyggja.
7. Forræði Vestur-Þýzkalands.
8. Hernaðarbandalög ógna heims
friðnum.
Ályktanir Frischs
Prófessorinn kemur sem sagt
víða við. Marga mun fýsa að vita,
hvað hann á við, þegar hann talar
um tap þjóffarinnar. Hann skiptir
þeim kafla þannig:
a) Hagkerfi bandalagsins.
b) Fastari eða lausari tengsl við
lönd bandalagsins.
c) Auðvelt er að ná stundarhagn-
aði með afsali náttúruauð-
iinda.
d) Tillitslaus gjörnýting >.uð;
hringa á hráefnum og orku-
lindum fátækra landa.
e) Hræðsla smáþjóða við að
standa utan bandalagsins
muni leiða til ófarnaðar er
ástæðulaus.
f) Skakkt mat á gildi sérhæfing-
ar milli þjóða.
•g) Skakkt mat á skilyrðum fyrir
atvinnulegum framförum.
h) Rómarsamningurinn innifelur
sjálfvirka hemlun.
i) Nú er stöðnun í efnahagslífi
bandalagsríkjanna og afturför
að hefjast.
j) Aðild smáþjóða að bandalag-
inu mun leiða til þess, að þær
geta ekki hagnýtt sér þá miklu
möguleika, sem skapast við
stórfellda aukningu á viðskipt-
um og framleiðslu í heimin-
um.
k) Undanþágur hafa takmarkað
gildi.
l) Jafnvel samningsumleitan'r
um aðild eru smáþjóffum
hættulegap.
í ávarpi þessara manna, sem
birt var í blaðinu í gær, sagði
m.a. á þessa leiff:
Vór teljum tímabært, að ís-
lenzku þjóðinni séu kynntir ókost
ir, engu síður en kostir, sem því
kunna að vera samfara að gerast
aðili að Efnahagsbandalaginu.
Þess vegna ákváðum vér að bjóða
dr. Frisch að kynna sjónarmið
sín einnig hér á landi. Og þar sem
oss er kunnugt um að hann nýtur
miikls álits á alþjóðavettvangi,
lítum vér svo á, að það hljóti að
vera íslenzku þjóðinni bæði gagn
legt og nauðsynlegt, að kynnast
skoðunum hans, hvort sein að
lokum verður ákveðið að sækja
um aðild að Efnahagsbandalagi
Evróþu, eða standa utan þess.
Loks viljum vér taka fram, að
Norðmenn hafa þegar ákveðið að
láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara
fram um það, hvort Noregur skuli
gerast aðili að Efnahagsbandalag-
inu eða ekki. Teljum vér þá rnáls-
meðferð einnig eðlilega hér.
Þeir, sem standa að
heimboðinu
Eftirtaldir menn standa að
heimboði Fisch:
Þorsteinn Sigurðsson (form.),
form. Búnaðarfél. íslands; Arnór
Sigurjónsson, ritstjóri; Bergur
Sigurbjörnsson, viðskiptafræðing
ur; Davíð Davíðsson, prófessor;
Minningarsjóður
Alberts Klahn
Fyrir nokkru var stofnaður sjóð
ur til minningar um Albert heit-
inn Klahn hljómlistarmann. Þeir
sem standa að stofnun þessa sjóðs
eru aðstandendur Alberts, Lúðra-
sveit Hafnarfjarðar, Lúðrasveit
Reykjavíkur, Sambaiid Lúðrasveita
og Fdlag ísl. hljómlistarmanna. —
Albert Klahn vann mjög að fram
gangi lúðrasveita hér á landi, en
hann stjórnaði Lúðrasveit Reykja-
víkur um árabil og síðan Lúðra-
sveit Hafnarfjarðar auk þess sem
hann raddsetti fyrir fleiri lúðra-
sveitir. Hann var og lengi starf-
andi hljóðfæraleikari hér á landi,
fyrst við veitingahús og síðan í Sin-
fóm'uhljómsveitinni. — Hyggjast
ofanritaðir aðilar halda nafni hans
á lofti með sjóðstofnun þessari. En
fyrirhugað er að styrkja íslenzkan
blásturihljóöfæraleikara til fram-
Guðni Jonsson, professor; Helgij haldsnáms með tekjum úr sjóðnum
Guðmundsson, bankastjóri; Jónj0g munu aðilar að sjóðnum gera
Arnason, bankastjóri; Kristján ■ þar ag jútandi reglugerð síðar.
Thorlacius, forseti BSRB; Sverrir
Gíslason form. Stéttarsambands
bænda; Árni Böðvarsson, cand.
mag.; Björn Th. Björnsson, form.
Rithöfundafél. íslands; Finnbogi
R. Þorvaldsson, prófessor; Hanni
bal Valdimarsson, forseti ASÍ;
Haukur Helgason, hagfræðingur;
Kristján Friðriksson, forstjóri;
Páll Zóphóníasson, íyrrv. búnaðar
málastjóri; Þorsteinn Pétursson,
fulltrúi."
Gerð hafa verið vönduð minn-
ingarspjöld til að afla sjóðnum
tekna og eru þau til afhendingar
hjá Einari Sigurjónssyni rakara,
Strandgötu 9, Hafrtarfirði og í
Hljóðfæraverzlun Poul Bernburg,
Vitastíg 9, Reykjavík og í gulL—.ða
verzlun Guðlaugs Magnússoiiar,
Lau0dvegi 22a, Reykjavík. Vænta
'óðsstofnendur þess, að vinir Al-
rts heit>' og aðrir. setr tónlist
unna hafi Minningarsjóð Alberts
Klahn í h..0a.
( M i S N, Cöetnd«j(nrins «. tóU 19C2.
7