Tíminn - 06.07.1962, Síða 9
SEfjS'
-iaai
Til sæifidar þjóðinni?
Það er kunnara en frá þurfi
að segja hv'ernig straumur er-
lendra ferðamanna til íslands
verður nú stöðugt stríðari og
breiðari með ári hverju. Það
héfur líka verið tilgangur lands
manna að svo mætti verða.
í meðferð þessara mála gildir
lögmálið: Ei'ns og menn sá,
þannig munu jseir einnig upp
skera. Lengi býr að fyrstu gerð
— og hin fyrstu kynni líða
mönnum seint úr minni. Það
hefur ekki lítið að segja um
sæmd þjóðar vorrar hvernig
búið er að andlegri og líkam-
legri velferð þeirra, sem land
vort gista.
Þegar ferðamannastraumur er
orðinn mikill til einhvers lands,
þá breytist blærinn á gestrisn-
inni, ef svo mætti að orði kveða.
efni og tollir í minninu til kynn
ingar tungu vorri og menningu.
Hér eru ekki þjónar að verki
heldur þjóðin sjálf, upp og ofan
er verður samskipa útlending
um, sem land vort gista. Hin
íslenzka málvöndun er oft og
einatt lík kalkaðri gröf. Sá, sem
ætlar að hitta siðfágaða sögu-
þjóð í þessu landi, þarf lengi
að leita. Hann hittir fáa full-
trúa hennar á skemmtistöðum
vorum. f útvarpinu heyrir hann
að vísu ýmislegt betra en þetta,
sem nú var nefnt, en ekki fá
allir skilið hvers vegna hverri
einustu viku þarf að ljúka á
innantómu skvaldri, auk þess
sem berst flesta daga.
Miklu varðar, að hið bezta sé
borið á borð, ekki aðeins á disk-
um, heldur einnig í orðbragði
og viðmóti. Margir sem hingað ‘
Professor Jóhann Hannesson:
Það er mikið verk á hverju
vori þegar starfsfólkið í Val-
höll þarf að taka til meðferðar
hið stóra, gamla og kalda hús
eftir veturinn og gera það vist-
legt fyrir sumarið, Aðstaða hlýt
ur að verða erfið til þjónustu á
Þingvöllum meðan ckki fæst
rafmagn frá Soginu. Á undan-
förnum árum hefur það borið
við að rafstöðin bilaði á miklum
annríkisdögum og þá er mjög
erfitt um vik, eins og gefur að
skilja. Nú eru Þingvellir meðal
hinna fremstu ferðamannastaða
á landinu og næsta furðulegt að
þar skuli ekki vera rafmagn fyr
ir hendi frá Soginu, þar sem
þetta vatnsfall rennur úr suður
enda vatnsins, en Þingvellir eru
við norðurenda þess. Meðan
öruggt rafmagn er ekki fyrir
hendi, hlýtur þjónusta í stórum
stíl jafnan að vera hálfgert
taugastríð fyrir veitingamenn
og þjóna, sem þar starfa.
Það var landinu til sæmdar
sem eftir var ársins —og er það
ekki fagurt afspurnar um vor-
menn íslands. Fróðlegt mun að
sjá hvernig skátar fara með
Leirurnar, sem upp hafa verið
græddar og lagfærðar á síðast
liðnum áratug með allmikilli
vinnu og nokkrum kostnaði. —
Um ungmennafélög ber þó að
geta þess að umgengni félaga
af Austur- og Norðurlandi bar
af, svo ekki varð hjá því komizt
að taka eftir því.
Samskipti vor við sjálft land
ið, gróður þess, dýr og fugla,
við náttúruna í heild, þurfa að
mótast af samúð og næmri til-
finningu með öllu sem lifir og
þakklæti til Guðs, sem hefur
gefið oss þetta land og leyfir
oss enn að halda því. Vér þurf-
um að temja oss góða umgengni,
ekki til að sýnast. heldur til
þessa að greiða þakkarskuld
vora við vort eigið feðrafrón.
Það er ömurleg landkynning
þegar allmargir af landsmönn-
í
ERLENDIR FERDAME
SLENZK LANDKYNNING
Upp rísa stofnanir, sem kunna
góð skil á öllum þessum málum,
eins og t.d. Ferðaskrifstofa Rík
isins hér hjá oss. Menn fela
stofnunum mál sín og þurfa þá
litlar áhyggjur að hafa. Minna
og minna verður um persónu-
leg kynni við gestina. Lands-
menn sjá stúra hópa, sem um
landið fara, en vita lítt hvað
þeir hugsa og segja sín á milli
um það, sem fyrir augu ber.
Sérfróðir menn svara spurning-
um gestanna. Allt virðist ganga
greiðlega. Undantekning frá
þeirri reglu að gestir séu af-
greiddir svo að segja á færi-
bandi, eru hinir sérstöku ís-
landsvinir, persónulegir gestir,
frændfólk í öðrum löndum og
erlendir stéttarbræður, sem
heimsækja stéttarbræður sína
hér á landi.
Að svo miklu leyti sem land-
kynningarstarfsemi vor er til
sæmdar þjóðinni, er svo annað
mál. Allt er auðvitað einfalt
meðan gesturinn horfir niður
í vínglasið, í úða fossins eða upp
á jökultindinn. En þegar liann
fer að hlusta, spyrja og hugsa,
þá vandast málið.
„Off má á máli masms-
éns marka, hver helzi
hann er“
ísland er fagurt land og ást-
kæra, ylhýra málið er indæl
tunga. En það fe roft heldur
lítið fyrir málvöndun í land-
kynningu vorri. Menn halda að
íslenzkan sé öðrum óskiljanleg,
en hún er það ekki lengur. Um
landið ferðast nú ungir mennta
menn, sem vita allgóð skil á
móðurmáli voru. Aðrir koma
hingað og læra ýmislegt furðu
fljótt. Það er fróðlegt að at-
huga hvaða orð erlendir menn
læra fyrst á leiðinni hingað eða
þegar þeir hafa verið hér
nokkra daga. Þannig lærði ein
stúlka þessa setningu fyrst af
öllu: „Helvítis bauna-kerling“.
Mjög algengt er að menn læri
fyrst eitt eða fleiri af þessum
orðum: „Skál, bless, haltu kjafti,
andskotinn". Þetta er tilvalið
koma, h__. meiri menningar-
áhuga en vér ætlum. Sumir
myndu taka litlar ljóðrænar
perlur — bæði á frummáli og
í þýðingum — fram yfir glans-
myndir af jöklum og fossum, að
þeim ólöstuðum. — Auk þess
þurfa leiðsögumenn og aðrir
aó vanda mál annarra þjóða,
helzt miklu betur en nú tíðkast.
Þegar veðrið bregzt og fegurð
fjallanna er hulin í þoku og rign
ingu, þá reynir em meir en ellj
á hina andlegu landkynningu.
að leiða í ljós hina ósýnilegu
fe.gurð, sem hér er að finna,
þrátt fyrir allt.
Dauðir leiSarendar og
dauðir staðir
Þegar erlendur ferðamaður
fer til Þingvalla og lítur á vega
kortið, þá gerir hann ekki ráð
fyrir að hitta þar fyrir dauðan
leiðarenda. Hafi honum ekki
verið annað sagt, þá gerir hann
ráð fyrir að einhver ferðaþjón-
usta sé til í suðurátt frá Þing-
völlum. Ég hef hitt marga, sem
í því efni urðu fyrir vonbrigð-
um og fengu ekki skilið það
ráðstöfunarleysi, sem ríkt hefur
í þessu máli.
Að ýmsu leyti var líkt á kom-
ið um leiðina frá Laugarvatni
til Þingvalla. En þetta átti eink
um við um þá, sem tekið höfðu
með sér bíla sína frá öðrum
löndum og óku hér um á eigin
spýtur. „We had to find it out
the hard way“, sögðu nokkrir
enskir ferðamenn, sem ég átti
tal við. Hér eru það kortin,
sem seld eru ferðamönnum, er
blekkingunni valda (Hér frá er
kort Ferðafélagsins undanskilið,
en það sýnir nú hið rétta ástand
þessarar leiðar). Ferðamenn,
sem fara á- vegum F.R. verða
auðvitað ekki fyrir þessum
óþægindum þegar um hring-
ferðir er að ræða.
Með „dauðum stöðum" frá
sjónarmiði ferðamanna á ég við
staði, sem starfræktir eru stutt
an tíma á ári hverju, en eru svo
lokaðir nokkurn hluta þess
tíma, sem ferðamenn treysta á
þá. Hér ætti að vera skylda að
afhenda upplýsingar meg far-
seðlunum, þegar vitað er að
ferðamenn geta hvorki keypt
sér vott né þurrt á sumum fræg
um ferðamannastöðum, sem
búið er að auglýsa. Eftir að flug
samgörigur hafa batnað og til
landsins hafa komið menn, sem
hafa aðeins einn dag til ráðstöf
unar, þá hefur t.d. eftirfarandi
gerzt oftar en einu sinni: Menn
fara til Þingvalla fyrri hluta
dags og koma þaðan aftur mátu
lega snemma til að komast að
Gullfossi með bíl úr Reykjavík,
en fá engan tíma til að matast
hér í bænum og koma að lok-
uðum veitingastöðum bæði á
Þingvöllum og við Gullfoss. Vel
má vera að landið komi þeim
vel fyrir sjónir, en það á hins
vegar ekki við um þjóðina, sem
þannig skipar málum, án þess
að láta menn vita um þetta fyrir
fram. Þótt ekki sé um fræga
menn ag ræða, þá þarf að gera
meiri greinarmun á landkynn-
ingu og fjárflutningum.
Veigamiklar stéttir
Auk leiðsögumannanna koma
ýmsar aðrar stéttir við sögu,
þegar um landkynningu er að
ræða. Mikilvægir eru hór bíl-
stjórar, veitingamenn, þjónar,
matreiðslumenn og lögreglu-
menn. Ekki geta allir þessir að
ilar gefið sig að ráði að þeim
gestum, sem koma en þeir verða
oft að svara spurningum gest-
anna.Málakunnátta er þeim þess
vegna nauðsynleg. Nokkuð má
bæta hér úr með litlum kverum,
rir hafa ag geyma spurningar og
svör um ýmis efni, bæði á fs-
lenzku og framandi tungum.
Það virðist vera í tízku að
vanþakka þjónum hér á landi.
En mér hafa reynzt íslenzkir
þjónar og veitingamenn góðir
viðskiptis, að sumu leyti betri
en erlendis. Ég man ekki eitir
ruddalegum viðbrögðum hjá
neinum íslenzkum veitingaþjóni
hvorki konu né karli .Þótt ég
sé stundu^n einn 1 hópi, sem
neytir áfengis, hafa þjónar ævin
lega brugðizt kurteislega við,
þegar ég hef beðið um óáfeng-
an drykk.
hve vel hinir íslenzku lögreglu
menn stóðu í stöðu sinni á Þing
völlum, miðað við aðstæður
allar. En aðstæður hafa allt til
þessa verið erfiðar. Þegar lög-
reglumenn þurftu að fjarlægja
óróaseggi, sem spilltu nætur-
friði manna, þá voru venjulega
aðeins tveir kostir fyrir hendi:
Annar sá, að flytja þá inn á
mela fyrir véstan Þjóðgarðinn.
líkt o-g menn flytja frá sér roll-
ur, sem sækja í tú'nið. Hinn kost
urinn var sá að fara með þá
til Reykjavíkur og var sá ekki
góður, nema nóg lögreglulið
væri fyrir hendi, eins og verið
hefur á hinum síðari árum yfir
sumarið um helgar. En allt til
þessa hefur skort „letigarð" í
Þjóðgarði fslendinga og hefur
þó ekki veitt af.
Mikilvægir sfaSir
og goðir gestir
Hér hefur þegar verið nokk-
uð verig rætt um einn mikil-
vægasta stað ættjarðar vorrar
í landkynningunni. Þangað kom
jafnan mikið af góðum gestum,
innlendum og útlendum. Mikill
meiri hluti fslendinga sýndu
staðnum þann sóma, sem rétt
er og skylt, gekk þar prúðmann
lega og hreinlega um. Þannig
komu oft foreldrar með börn
sín, kennarar með nemendur
sína, veiðimenn með stengur og
tjöld — og var framkoma
flestra landi og þjóð til sæmd-
ar. Yfirleitt virtist sú regla
gilda að þeir, sem komu með
eitthvað ákveðið í huga, komu
vel fram — nema þeir sem
komu til þess að drekka sig
fulla, og fylla aðra.
Það er ráð mitt til þeirra,
sem unna Þingvöllum og öðrum
sögufrægum stöðum, sem miklu
máli skipta, að þeir fari ekki
fram á að halda þar opinberar
skemmtanir og stefni þar ekki
saman miklum múg. Sú var
reynslan á Þingvöllum, t.d. þeg
ar afmælismót Ungmennafél-
anna var þar haldið, að staður-
inn var lengi ljótur á eftir og
það kostaði mikið fé að hreinsa
hann sómasamlega. Grasrótin
var troðin og illa útlítandi það
um missa stjórn á sér og koma
fram sem drafandi og hrínandi
skríll, káfandi á náunganum eða
liggjandi eins og dauð torfa
undir annarra sparki, og svo
fer víða þar sem menn gefa sig
áfenginu á vald. Vér getum ekki
bætt úr því tjóni né þvegið af
oss smán siðleysisins með því
að senda eina og eina fegurðar
drottningu til Langasands eða
Hollywood — jafnvel ekki þótt
hún sé tilbúin undir „tréverk
og málningu". Slík landkynning
er ekki tekin alvarlegra með
öðrum þjóðum, enda í meira
lagi hégómleg — og af þúsund-
um ferðamanna, sem ég hef átt
tal við, hefur hana ekki borið
á góma.
Aðrir mikilvægir staðir til
landkynningar en hinir sögu-
frægu, eru auðvitað hótelin, þar
sem gestirnir búa, skipin og
flugvélarnar, sem þeir feróast
með. Það kann að virðast fúrðu
legt og næsta ótrúlegt að er- H
lendir ferðamenn kvarta yfir ^
því að hóiel á íslandi séu of
heit og að dúnsængurnar séu
svo he::ar, að þeir geti ekki
sofið undir þeim. Þetta \ sam
róma álit fjögurra erlendra
ferðamanna, sem ég átti tal við
nýlega og voru fra tveim .á-
grannaþjóðum, sem búa við
hlýrra loftslag en vér. Æskilegt
væri að veitingamenn — for-
stjórar gistihúsanna reyndu að
bæta hér um og athuga þessa
hlið málsins. Því það hefur
vissulega allmikið að segja að
gestir geti sofið sæmilega. Og
hvag ^útvarpið snertir, þá er
skynsamlegt að sýna þeim
nokkra nærgætni. Þeir leg.gja
ekki leið sína til íslands til þess
að hlusta á skvaldur, sem þeir
eru fyrix löngu orðnir leiðir
á í sínum eigin löndum.
Meðal þeirra gesta, sem til
íslands koma, eru einnig blaða
menn, útvarps- og sjónvarps-
menn, skólamenn, er sjá um
skólaútvarp, rithöfundar og
listamenn í ýmsum greinum.
Ég varð t.d. að tala fyrir norskt
og þýzkt skólaútvarp og " -ir
BBC í Englandi, þótt ég ætti
heima á Þingvöllum. Eftirspurn
(Framhald á 15 síðu)
1 í M I N N, föstudagurinn 8. júlí 1962.
9
i ) l i I : t 1 í i i i J ! i i 1 í i I" ij. tli.li ií',/./ 1 i 1 'i U 1
V.