Tíminn - 06.07.1962, Qupperneq 12
ÍÞRDTTIR_________,
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON
Á mánudaginn kemur fer
fram 32. landsleikur íslend-
inga í knatfspyrnu og mætir
landsliðið þá Norðmönnum og
verður það níundi landsleikur-
inn milli þjóðanna. í hinum
átta fyrri hafa Norðmenn unn-
ið sex sigra, en tvisvar hefur
ísland sigrað. Fyrra skiptið
var 1954 og hið síðara 1959
og úrslitin urðu 1-0 í báðum
leikjunum. Og á mánudaginn
má búast við mjög jöfnum
leik og vissulega hefur ís-
lenzka landsliðið mikla mögu-
leika til að hljóta þriðja sigur
sinn gegn Norðmönnum.
Stjórn Knattspyrnusambands ís-
lands boðaði blaðamenn á sinn
fund í gær og skýrði þeim frá
væntanlegum landsleik — og skip
an landsliðanna. Ingvar Pálsson
hafði orð fyrir stjórninni. Hann
gat þess, að þetta yrði 32. landsleik
ur okkar og dómari í leiknum yrði
skozkur Mr. Brittle, en línuverðir
Hannes Sigurðsson og Einar Hjart
arsson. Norska landsliðið kemur
hingað á sunnudagskvöld, en fer
utan aftur á miðvikudagsmorgun.
Það er athyglisvert vijj þessa
heimsókn, að norska liðið leikur
aðeins landsleikinn, en enga auka
leiki, eins og oftast er í slíkum
lieimsókuum. Er því aðeins hægt
að sjá norska landsliðið í þess-
— Tvær breyfingar gerðar á ísl. landsSiðinu frá
leikíium við Sjálendinga í fyrrakvöld
um eina leik. Vegna þess hve
kostnaður er mikill og aðeins
einn leikur, hefur verið horfið að
því ráci að hækka verg aðgöngu-
miða. Stúkumiðar verða á 75 kr.,
stæði á 45 kr. og bamamiðar á
10 kr. Eftir landsleikinn á mánu
dagskvöldið verða Norðmennirn-
ir í boði borgarstjórnar Reykja-
Víkur, en á þriðjudag býður ríkis-
stjórnin þeim í ferðalag.
Tvær breytingar
Þá var blaðamönnum tilkynnt
liðin. Aðeins tvær breytingar eru
gerðar á íslenzka liðinu, sem lék
gegn, Sjálendingum í fyrrakvöld.
Helgi Daníelsson kemur í markið
— og Sveinn Jónsson sem vinstri
framvörður. Liðið er þannig skip-
að:
Helgi Daníelsson, Akranesi. —
— Þrautreyndur markvörður, sem
leikur á mánudaginn sinn 21.
landsleik — og hefur aðeins
einn leikmaður liðsins leikið
fleiri leiki. Helgi er 29 ára gam-
all og hefur leikið í meistaraflokki
síðan 1950, fyrst með Akranesi,
síðan Val frá 1951—1955, en síðan
aftur með sínu gamla liði.
Árni Njálsson, Val, hægri bak-
vörður, og einn bezti varnarleik-
maður, sem við höfum átt. Árni
er 26 ára og verður þetta 12. lands
leikur hans. Árni hefur leikið í
meistaraflokki Vals síðan 1953.
. •
Bjami Felixson, KR, vinstri bak
vörður og nýliði í landsliðinu. Er
þó öllum knattspymuunnendum
kunnur fyrir góða leiki undanfarin
ár. Sjá nánar viðtal við Bjama.
Garðar Ámason, KR, hægri fram
vörður, sem leikið hefur sjö lands
leiki. Garðar er 24 ára og einn
leiknasti maður liðsins. Hefur leik
ið í meistaraflokki KR síðan 1957.
Hörður Felixson, KR, sem leik-
ur nú í níunda sinn miðvörð í ís-
lenzka landsliðinu, en hann hefur
einnig leikið í landsliðinu í hand-
knattleik. Hörður er 30 ára gam-
all og hefur oft átt mjög góða leiki
í landsliðinu, enda traustur, hugs
andi leikmaður.
Sveinn Jónsson, KR, leikur nú
vinstri framvörð eftir tveggja ára
fjarveru úr liðinu. Þetta verður,
áttundi landsleikur Sveins, en
hann lék fyrst 1958 — þá einnig
sem framvörður, en hefur einnig
oft leikið sem innherji. Sveinn
hefur- átt prýðis Ieiki í sumar, en
hann hefur leikið í meistaraflokki
KR síðan 1956. Verður 25 ára í
haust.
Steingrímur Bjömsson. Akrurn
eyri, leikur nú í fyrsta skipti sem
hægri útherji í landsliðinu. Hefur
áður leikið þrjá landsleiki sem
vinstri útherji. Er miðherji í Akur
eyrarliðinu, 22 ára.
Ríkharður Jónsson, Akranesi,
hægri innherji og fyrirliði liðsins.
Hefur leikið 25 landsleiki — einn
íslendinga, — og leikur með aftur
eftir tveggja ára fjarveru sökum
meiðsla. Ríkharður er aldursforseti
liðsins, fæddur 12. nóvember 1929.
Lék fyrst í landsliði gegn Norð-
mönnum 1947, en var varamaður
í fyrsta landsleik okkar 1946, þá
aðeins 16 ára.
Þórólfur Beck, St. Mirren, leik-
ur miðherja landsliðsins í 10. sinn.
Eini atvinnumaður okkar i knatt-
spyrnu og hefur getið sér gott orð
fyrir mikla leikni. Fæddur 21.
janúar 1940 og lék í landsliði 1958.,
Kári Árnason, Akureyri, vinstri:
innherji, sem lék í fyrsta sikpti íj
Framhald á 13. síðu. i
Bjarni Felixson við skrifborð sitt í Hamri.
„Rauða ljonið"
i landsliðinu
— Bjarni Felixson, KR, leikur sínn fyrsta lands-
leik á mánudag, en er þó þraufreyndur leik-
maður
Nýliðar í landsliði þurfa
ekki allfaf að vera reynslulitl-
ir, ungir piltar, sem þekkja
lítið til þeirrar taugaspennu,
sem hver landsleikur krefst,
og gott dæmi þess er Bjarni
Felixson „rauða Ijónið" í KR,
sem leikur sinn fyrsta lands-
leik gegn Norðmönnum á
mánudagskvöldið, en er þó
þrautreyndur leikmaður í þýð-
Frgmhald á 13. síðu.
Sigurþór Jakobsson við setjarakassann í Gutenberg
(Ljósmyndir: TÍMINN, RE).
„Ég bjóst ekki við því, að
verða valinn í landsliðið gegn
Norðmönnum á mánudaginn,
eftir frammistöðuna í gær-
kveldi", sagði Sigurþór Jak-
obsson, KR, þegar TÍ.MINN
brá sér til hans á vinnustað í
gær, en Sigurþór er að læra
prentiðn í Gutenberg — og
er bví sjöundi prentarinn. sem
leikur í íslenzka landsliðinu í
! knattspyrnu.
segir Sigurþór Jakobsson, KR, sem leikur sinn
fyrsta landsleik gegn Norðmönnum
Sigurþór var að handsetja, þeg-
ar við komum í prensmiðjuna,
grannur, rólyndur 19 ára piltur, og
ekki beint líkur þeim harðskeytta
útherja, sem hann getur verið á
knattspyrnuvellinum, og leynir
bví greinilega á sér.
— Hefurðu verið Iengi í knatt-
spyrnunni, Sigurþór?
— Ég hef leikið með KR síðan
í fjórða flokki, en fyrst í vor komst
ég í meistaraflokk, enda érjfitt að
komast í flokkinn áður, þar sem
félagið hefur átt svo marga góða
leikmenn. Ég byrjaði sem bakvör?i
ur í 4. flokki, en breytti fljótt urr
stöðu og varð útherji, enda fellui
það betur við líkamsbyggingu
mína, ef hægt er að tala um það
í sambandi við knattspyrnu.
— Og hvernig leggst landsleik-
urinn í þig? (Framhald á 13. jíðu)
12
T f M I N N, föstudagurinn 6. júlí 1962