Tíminn - 08.07.1962, Qupperneq 2
* *Í
Lifir enn sjö árum
eftir ándlát sitt
James Dean er síSur en
svo gleymdur enn, þótt 7 ár
séu liðin frá andláti hans. Til
er heimsfélagsskapur til
minningar um hann, og í
þeim félagsskap eru 300 ævi-
meðlimir. Auk þess eru til
óteljandi aðdáendaklúbbar
aðrir viða um heim. Þessi
skari hefur gert allt sem í
þeirra valdi stendur til að
forða minningu James Dean
frá því að falla í gleymsku.
Aðdáendurnir sjá um að gröf
hans sé Stöðugt blómum skreytt.
Þeir láta beiðnum um að sýna
myndir hans rigna yfir kvik-
myndahúsaeigendur. Þeir iðka
góðgerðarstarfsemi í minningu
James Deans. 30. september, and-
látsdag hans ár hvert, skrifa
þeir minningargreinar í blöðin.
Þeir safna öllum myndum, mál-
verkum og líkaeskjum af hon-
um. Þeir standa fyrir pílagríms-
ferðum til Kaliforníu, einkum til
vegarins, þar sem James Dean
beið bana árið 1955. Þeir skiif-
ast á við aðra aðdáendaklúbba og
skiptast á við þá á öllu, sem skrif
að er um átrúnaðargoðið. Og
þeir yrkja býsn af minningar-
ljóðum helguð honum.
f augum þessa fólks er James
Dean mikið meira en minningin
ein. Hann er þeim stöðug upp-
spretta hrifningar og innblásturs,
framar en nokkur annar þekktur
maður á þessari öld.
Helzt væri að nefna Rudolph
Valentino, hetju þöglu mynd-
anna, til samanburðar. Þegar
hann lézt, greip fjöldaæði konur
víða um heim. Þær gerðu sér
skrín í svefnherbergjum sínum
og brenndu reykclsi í minningu
hans. En átrúnaðurinn á Valen-
tíno var takmarkaður við konur
einar.
Áhrif Deans voru víðtækari og
dýpri. Hann var syrgður bæði af
körlum og konum. Einn drengja-
hópur ákvað að velta bíl sínum
á nákvæmlega sama stað og Dean
lézt á, „því lífið var ekki þess
virði að liía því, eftir að Jimmy
var farinn“.
Á þeim tveimur árum, sem
Jimmy var leikari, náði hann
meiri vinsældum en flestum auðp
ast að afla sér á langri ævi. Hvað
olli því? Uppvaxtarumhverfi hans
var á engan hátt óvenjulegt.
Hann fæddist 8. febrúar 1931,
sonur millistéttarforeldra í
Indianafylki og átti þar ósköp
venjulega bernsku.
í menntaskóla var hann við-
felldið og vel liðið ungmenni.
Hann náði aldrei meðalhæð, en
virtist hæiri en hann raunveru-
lega var. Hann var grannur og
eilítið hokinn í herðum, en það
gerði að verkum, að menn töldu
að hann væri með hærri mönn-
um, bara ef hann rétti úr sér.
Uppreisnareðli hans kom ekki
fram í skóla. Hann tók þar þátt
í alls konar störfum af fullum
krafti, og leysti þau öll vel af
hendi, en bezt tókst honum þó
upp í framsögn og leiklist. Þátt-
taka hans í skólaleikjum mun
hafabeint áhuga hans inn á þá
braut, sem hann síðar hélt.
Oft getur verið erfit að nefna
greinilega tímann, þegar lífsvið-
horf manna breytast. Háskólafé-
lagar Jimmys segja, að hann hafi
breytzt þar. Hvað því olli er að
sjálfsögðu gáta, sem hann einn
getur svarað til fulinustu. En í
háskóla breyttist Dean úr
áhyggjulausum stúdent, sem tók
lífinu eins og þáð bar að dyrum,
í inhverfan ungan mann, sem
tók 'ekkert fyrir gilda vöru, nema
hann sæi skynsamlegar ástæður
fyrir því. Þegar hann fann ekki
þessar skynsamlegu ástæður,
gerðist hann eirðarlaus og leit-
andi, aldrei ánægður með þau
svör, sem aðrir ginu við í blindni.
En hann vissi að háskólinn
myndi ekki gefa honum þau svör,
sem hann leitaði að. Og þar að
auki fékk hann þar lítil tækifæri
til að sinna mesta áhugamáli
sínu, leiklistinni. Svo einn góðan
veðurdag gekk James Dean burt
úr Kaliforníuháskóla og kom þar
aldrei aftur.
Hann fór til Hollywood. Það
var næsti staður, sem hann vissi
að leiklist var stunduð. En hann
komst brátt að raun um, að ný-
græðingar fengu lítið að leika
þar í borg. Fyrst varð að afla
frægðar,- fara á rétta nætur
klúbba með réttar leikkonur við
hlið sér, brosa tannburstabrosi
framan í rétta ljósmyndara, og
árangurinn yrði þó ekki nema
aukahlutverk í lélegum myndum.
Það gæti liðið mörg ár, áður en
um nokkurn raunverulegan leik
yrði að ræða.
James Dean kærði sig ekkert
um þetta. Hann fór til New York
til að komast að hjá leikhúsi. Þar
sá hann nauðsyn þess að mennt-
ast betur í greininni og hóf nám
í leikskóla. í fyrsta hlutverki
sínu, á Broadway vann hann hylli
leikdómara. Fyrir þær sakir
komst hann að í sjónvárpsleik-
ritum. Hann sló þar fljótt í gegn.
Xá fékk hann tilboð frá Holly-
wood og tækifæri til að leika þar.
Eftir að myndin „East of Eden“
var komin á markaðinn, var hann
orðinn stórstjarna. Án þess að
gera neitt til að auglýsa sig upp,
varð Jimmy vinsælastur allra ný-
liða í Hollywood. Aðdáendaklúbb
ar spruttu upp eins og gorkúlur,
blaðamenn og ljósmyndarar um-
sátu hann. Sjálfur kærði hann sig
ekkert um allan þennan áhuga, en
vinsældir hans jukust samt stöð-
ugt og því meir sem hann varð
ósamvinnuþýðari við aðdáend-
urna. Á tveimur árum varð hann
meira en vinsæl stjrna í augum
aðdáenda sinni. Han varð átrún-
aðargoð þeírra. 'Eitt’stS'ftÍings'-
hyggja hans, síleitaridi éirðarleysi
og óánægja með gömul sannindi,
alt tjáði þetta tilfinningar
milljóna bandarískra ungmenna.
Jimmy Dean varð eins konar
„rödd“ æskunnar í landinu. Og
æskan hlýddi með lotningu á allt,
sem „röddin“ hafði að segja.
Þegar „röddin“ þagnaði skyndi
lega 30. september 1955, vildu
menn ekki trúa því. „Segið okk-
ur allt annað“, hrópuðu menn.
„Segið okkur að hann hafi lim-
lestst í slysinu, segið, að hann hafi
lamazt algerlega, eða jafnvel að
heili hans hafi verið gcrður óstaf
hæfur. En segið ekki, að hann sé
dáinn! Allt annað en það!“
Síðan hófst sorgaraldan. Marg-
ir áttu erfitt með að viðurkenna
dauða hans, og ýmsar sögur voru
búnar til skýringar. „Hann
framdi sjálfsmorð, af því að hann
var of viðkvæmur til að lifa“,
sögðu sumir, en aðrir sögðu:
„Hann var raunverulega guð.
Hann átti aldrei að lifa lengi“.
En .hvað sem þeir sögðu, gátu
aðdáendur ekki hugsað um hann
sem látinn í venjulegri merkingu.
2
Vonbrigði Emils
AlþýðublaðiJ birtir á fimmtu
daginn eftirfarand'i lýsingu á
forustumönnum Sjálfstæðis-
fioksins í Hafnarfirði:
„Það' er ekk'i venjuleigt íhald,
sem leitt hefur verið til va'lda
í Hafnarfii'ði. Jafnvel Sjálfstæð
ismenn sjálfir víðurkenna, að
meginuppistaðan í þeirri valda-
klíku, sem nú stjórnar þar, sé
ribbaldar á pólitísfca vísu, full-
ir af margþættri minnimáttar-
kennd, haldin pólitískri ósvífni
svo ag fá dæmi finnist önnur
eins á landinu. Hvað sem um
það' er, er það vitað, að forystu-
mennirnir eru af gamla nazista
skólanum: hiaturfu'll'ir, tillits-
Iausir og fyrirhygigjulausir,
völdin eru þeim aðalatriðið, e,n
ekki málefnin, sem mest eru
aðka'llandi.“
Það fylgir ekk'i þesari lýs-
ingu AlþýðubLaðsins, að Emil
Jónsson sótti svo fast að' koma
á samstarfi þessana manna og
Alþýðuflokksins í bæjarstjórn
Hafnarfjarffar, að han,n hótaði
um skeið að fara úr ríkisstjórn
inni ,ef slíkt samstarf tækist
ekki. Þessari kröfu Emils viar
hafnað og hann stóð ekki við
stóru orðin frekar en fyrri dag-
inn. Eina svar hans við þeirri
lítilsvirðingu, sem honum var
sýnd, var að Iáta stimpla þá
menn ribbalda og nazista, er
lnann hafði ólmur sótzt eftir að
fá til samstarfs!
Þeir gerðu allt til að halda minn-
inga hans á -lofti. Útbúin var
sérstök yfirlýsing, sem allir urðu
að skrifa undir sem mark um
tryggð sína við hinn látna. Þar
segir: — Eg mun ávallt líta á hann
sem sérstakan persónulegan vin.
Eg vil tengjast þeim, sem hugsá
um hann á sama hátt og ég geri.
Eg mun leitast við að vinna góð-
verk í nafni hans til heiðurs minn
ingu hans, hvenær sem þess er
kostur. Eg mun geyma í minni,
að hann sjálfur lagði glóð í verk
listamanna, skálda og rithöfunda,
en slíkt er einungis á færi mikilla
anda.“
Blöðin vöktu fljótlega athygli
á málinu og töluðu um sálsýki
og taugaveiklun í því sambandi.
Almenningsálitið snerist heldur
gegn dýrkuninni á Dean. En það
lagði þó ekki klúbbana að velli.
Hins vegar bar minna á starf-
semi þeirra út á við, þegar frá
leið.
Stærsti klúbburinn er Heims-
félagið. Það hefur aðalstöðvar í
London og útibú vestanhafs og í
Ástralíu. Fjárskortur stendur þó
starfseminni fyrir þrifum, en full
trúi félagsins í Bandaríkjunum,
Beatrice Johnson, heldur starf-
seminni í gangi. Hún skrifast á
við bæði einstaka aðdáendur og
klúbba í öllum löndum. Frönsku
hefur hún lært til þess að geta
haldið sambandi við Dean-áhang-
endur í fröskumælandi löndum.
Minnismerki sendir hún út til
allra þessara aðila og stundum
koma aðdáendur hans saman,
einkum þó á dánardegi hans, 30.
sept., hlusta á hljómplötur með
honum og dansa. Þetta eru engir
miðilsfundir og engar sorglegar
endurminningar eru þar rifjaðar
upp, heldur samkomur fólks með
sameiginlegt áhugamál,
Kvikmyndahúsaeigendur voru
lengi vel uggandi um, að þessar
vinsældir allar myndu ekki duga
til að halda áhuga manna fyrir
myndum hans. En þar hefur þeim
skjátlazt. Þær hafa síðustu árin
allar verið endureýndar við dæma
fáa aðsókn. Og aðdáendum hans
hefur farið stórfjölgandi við það.
margt í hópi þeirra, sem mynda
heimsfélagsskapinn til verndar
minningu hans.
„Me3 tóman kjaftinn“
f sömu grein Alþý'ðUbla'ðsins
segir einnig á þessa leið:
„Kommúnistarnir ætlu'ðu sér
að gleypa allt, en sitja nú eftir
með tóma.n kj.aftinn. Atvinnu-
rekendavaldið greiip steikina
og stakk upp í sig.“
Þessi ummæli varpa góðu
ljósi á „hugsjónir" foringja
Alþýð'uflokksins eins og þær
eru orðnar nú. Þær snúast
fyrst og fremst um það að
mjssa ekki af steikinn’i og sitja
ekki eftir méð tóman kjaftinn“.
Ólafur Thors getur því farig
sér hægt, þ.ótt Emil Jónsson
hóti stjórnarslitum. Ólafur veit
vel, að Emil metur „steikina"
svo mikils, að hann fcr ekki að
hlaupia frá henni. Emil mun
Vissulega í Iengstu lög reyna
að forðast það „a® sitja eftir
með tóman kjaftinn.“
Framköllun Kopering
Stórar myndir
Fallegar myndir
Fljót afgreiðsla
Sendum gegn póstkröfu
FÓTÓFIX Vesturveri Rvk.
Mynd er minning
T f M I N N, sunnudagurinn 8. júlí 1963.