Tíminn - 08.07.1962, Síða 6

Tíminn - 08.07.1962, Síða 6
Svarta línan sýnir útfærsiu fiskveiðiiandhelginnar 1958. í umræðum um vandamál togaraútgerðarinnar, sem fóru fram á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudaginn, kom það glöggt fram í ræðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, að þeir teldu eðlilegt að veiðisvæði ís- lenzku togaranna yrðu aukin innan íslenzku fiskveiðiland- helginnar. Það þarf ekki að lýsa því, hvað þetta getur þýtt fyr- ir bátaútgerðina' Jafnframt myndi þetta ýta undir nýjar kröfur útlendinga um aðgang að fiskveiðilandhelginni. Und- anhaldssamningamir við Bret land og Vestur-Þýzkaland hljóðuðu einmitt um það, að brezkir og þýzkir togarar nytu svipaðra undanþága næstu ár- in og íslenzkir togarar hafa haft til veiða innan fiskveiði- landhelginnar. Ekki er fjar- stætt oð álykta, að kröfur um enn frekari undanþágur komi frá þessum aðilum, þegar við- ræður hefjast við Efnahags- bandalag Evrópu um tollamál- in, einkum þó, ef íslenzkum togurum hafa verið veitt enn meiri veiðiréttindi innan fisk- veiðilandhelginnar en þeir nutu upphaflega. Ef til vill hefur líka forsæt- isráðherrann haft þetta í huga, er honum fórust svo orð í ræðu sinni á þjóðhátíð- ardaginn: „Samfara þvi, sem íslend- ingar þurfa að læra aö um- gangast hver annan með sið semi og góðvild, er þeim rík nauásyn að temja sér rétta háttu i samskiptum við aðrar þjóðir, en enn skortir mikið á að vel sé í þeim efnum. Nefni ég þar sem dœmi landhelgina. og handritin Þrjár staðreyndir í tilefni af því, að landhelg- ismálin virðast vera að kom- ast á dagskrá að nýju er ekki úr vegi að rifja upp nokkrar staðreyndir þeirra. Þegar rætt var um land- helgissamninginn við Vestur- Þýzkaland á siðastl. vetri, benti Þórarinn Þórarinsson m.a. á eftirgreindar stað- r eyndir: 1. Útfœrsla fiskveiðiland- helginnar 1958, þegar h<>n var fœrð út í tólf mílur, hefur ger breytt afkomu bátaútvegsins. Tvimœlalaust var þá stigið eitt stœrsta spor í allri sjálf- stœðisbaráttu þjóða.rinnar, því að jafnt var við innlenda sem erlenda andstöðu að etja. 2. Fullur sigur hafði raun- verujega verið unninn í bar- áttunni fyrir tólf milna fisk vei&ilandhelginni, þegar nú- verandi ríkisstjórn hóf samninga við Breta sumar- ið 1960 og gerði siðan við þá landhelgissamninginn, sem var algert brot á loforðum og yiirlýsingum stjórnar- flokkanna fyrir kosningarn ar 1959. 3. Þeir flokkar, sem einu sinni hafa gert slika undan- haldssamninga og samning- arnir við Breta og Vestur- Þjóðverja eru, geta hœglega gert slíka. samninga aftur, t.d. framlengt undanþág- urnar. Þess vegna verður þjóðin að vera vel á verði gagnvart þessum Uokkum, ekki sizt ef til þess kemur að semja. við Efnahagsbanda- lag tvrópu. Hér á eftir verða rifjuð upp nokkur atriði, sem Þórarinn færði máli sínu til stuðnings. „Neikvæður hrá- skinnaleikur“ Það þurfti ekki aðeins að glíma við erlenda andstöðu, heldur engu slður innlenda andstöðu, þegar landhelgin var færs út 1958. Allt. sumarið 1958 reyndi Mbl. að gera þessa ákvörð- un sem tortryggilegasta, en útfærslan tók ekki gildi fyrr en 1. september, þótt hún væri ákveðin í maí. Sumarið var m.ö.o. notað til að fá aðr- ar þjóðir til að viðurkenna útfærsluna. Því reið á, að þjóðin stæði yel saman i mál- inu, þessa sumarmánuði. Sú var hins vegar ekki afstaða Mbl. Alþýðublaðið lýsti þessum starfsháttum Mbl. þannig í forustugrein 28. ágúst 1958' „En iyrst Mbl. er með þenn an sífellda hráskinnaleik í landh&lgismálinu, er rétt að spyrja blaðið, hver sé stefna þess i málinu. Hver er stefna stœrsta stjórnmála- flokksins í landinu í þessu höfuðmáli þjóðarinnar? Af Mbl. verður ekkert ráðið i þessum efnum. Það er svo önnum kaiið við pólitískan loddaraskap cg neikvœðan hráskínnaleik, að það virð- ist alveg gleyma því hlut- verki að hafa einhverja skoð un sjálft. Miklu rúmi er á hverjum degi eytt i œsi- fregnir utan úr löndum, helzt þœr, sem eru fjand- samlegar islendingum, og eins og áður eru þœr yfir- leitt birtar athugasemda- og andúðarlaust. Sama verð ur uppi á teningnum með umrœður á íslenzkum vett- vangi. Þar virðist Mbl. helzt gegna því hlutverki að kljúfa, spilla milli flokka og vekja sem mesta tortryggni í málinu. Hvað á svona háttalag að þýða? Hetur yf- irstjórn Sjálfstœðisflokks- ins lagt svo fyrir við Morg- unblaðið, að það hafi þessa neikvœðu, hœpnu og vand- rœðasömu afstöðu i höfuð- sjálfstœðismáli þjóðaHnn ar?“ Ólafur Thors á Egilsstöðum 1958 Forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins létu sér ekki aðeins nægja að leika þennan „neikvæða. hráskinnaleik“ í Mbl. heldur létu og óspart í ljós, að þjóð- in væri klofin í málinu Þann 5. ágúst 1958 sagði Mbl frá móti, sem Sjálfstæðismenn hefðu haldið á Egilsstöðum 3. ágúst. Blaðið birti eftirfar- andi útdrátt úr ræðu sem Ólafur Thórs flutti þar: „AUir landsmenn vonuðu, af hevlum huga, að íslend- ingar sigruðu l þessu máli, en verði sá sigur ekki heill, þá er það fyrst og fremst þvi að kenna, að Lúðvík Jósefs- son setti það ofar öðru að kveikja ótriðareld milli Is- lendinga og vestrœnna vina þeirra, og Framsóknarmenn voru eins og bundnir fangar aftan i stríðsvagni komm- únista." Þannig var það ðtvírætt látið koma fram, að íslending ar væru klofnir í málinu og i raun og veru væru það komm únistar einir, sem hefðu hér forustu. Það varð vitanlega ekki til ag greiða fyrir viður- kenningu málsins á erlendum vettvangi, þegar þessu var haldið fram af foringjum stærsta stjómmálaflokksins. Vafasamt er hvort Bretar hefðu gripið til ofbeldis, ef það hefði ekki verið gert í trausti þess, að íslenzka þjóð- in væri klofin, og því væri hægt að neyða vissa forustu- menn hennar tii undanhalds, eins og.líka síðar kom á dag- inn, þegar kosningar voru af- staðnar. Viðurkenning Bjarna Þrátt fyrir það, þótt fram- koma Sjálfstæðisfl. væri þessi sumarið 1958, tókst samt að halda þannig á landhelgis- málinu, — ekki sízt vegna samstöðu þjóðarinnar — að fullur sigur hafði unnizt í málinu, þegar núv. ríkisstjórn hóf samningana við Breta sumarið 1960. Það bar því ekki hina mýmstu nauðsyn til þess að hefja þessa samn- inga og þá vitanlega enn síð- ur að láta þá enda með slíku undanhaldi og raun varð á. Bjami Benediktsson viður- kenndi það sjálfur í þingræðu haustið 1960, as 12 mílurnar væru búnar að sigra. Hinn 27. okt. 1960 fórust honum svo orð í efri deild: „Það hefur verið sagt: Landhelgismálið er leyst: 12 milurnar hafa sigrað. Það er rétt.“ Nokkrum dögum síðar eða 7. nóv. fórust Bjarna svo orð í efri deild: ' „Svo sem fram hefur kom ið fyrr í þessum umrœðum, verður ekki lengur um það deilt, að 12 milna fiskveiði- lögsaga er sú, sem i fram- tiðinni mun hafa allsherjar gildi . . . Við erum þess vegna búnir að sigra i meg- inmálinu, því að frá 12 milna fiskveiðilögsögu verð- ur aldrei horfið framar við ísland. Sú orusta, sem mátti virðast nokkuð vafasöm um skeið, er þess vegna þegar unnin.“ Enn fremur sagði Bjarni í sinni ræðu: „Við skulum minnast þess, að í þessari deilu erum við nú þegar búnir að sigra að meginstefnu til." Þeir, sem bregðast einu sinni, geta brugðizt oftar Það liggur þannig ljóst fyr- ir, að þrátt fyrir það, þótt íslendingar væru búnir að sigra í landhelgismálinu haustið 1960, og þrátt fvrir allar yfirlýsingar stjórnar- flokkanna fyrir kosningarnar 1959 um, að hvergi skyldi hvik að frá 12 mílunum, þá samdi náv. ríkisstjórn við Breta vet- urinn 1961, um að hleypa brezkum togurum inn í ís- lenzku fiskveiðilandhelgina næstu þrjú ár og um að tor- velda frekari útfærslu fisk- veiðilandhelginnar um ófyr- irsjáanlegan tíma. Þeir, sem þannig bregðast, geta hvenær sem er, brugð- izt aftur, þótt þeir hafi fögur org um að gera það ekki. Vissulega er þag ekki góðs viti, ef veiðiréttindi íslenzku togaranna verða aukin innan fiskveiðilandhelginnar. Og vissulega er það ekki góðs viti, að Ólafur Thórs notaði sjálfan þjóðhátíðar- daginn til að brýna það fyrir þjóðinni, að hún yrði að „temja sér rétta háttu í sam- skiptum við aðrar þjóðir" og þó alveg sérstaklega í land- helgismálinu. Þeir, sem einu sinni hafa brugðizt, geta brugðizt enn hrapallegar í næsta sinn. Togaradeilan og stjórnarstefnan Það er ástæða til þess að fagna því, að togaradeilan skuli nú leyst, þótt betra hefði verið að það hefði gerzt miklu fyrr. Slíkt hefði líka verið auð- velt, ef ríkisstjórnin hefði hefði viljað hjálþá til Við lausn deilunnar. Ríkisstjórnin héit' hins veg- ar að sér höndum og er þar engan veginn að öllu leyti um að kenna hinu venjulega sleifarlagi hennar og ráða- leysi. Hér kemur engu síður til greina sú íhaldsstefna í efnahagsmálum, sem hún fylgir: Eitt meginatriði þessarar stefnu er það, að það sé hœttulegt, ef framleiðslan eykst að ráði, þar sem bað geti leitt til of mikillar eftir- spurnar og þenslu á vinnu- markaðinum og það aftur leitt til kauphœkkana. Þess vegna verði að halda fram leiðslu.nni „hœfilega" í skefj um. Þegar síldin veiddist eins vel s.l. vetur og raun varð á, fóru ríkisstjórnin og hag- fræðingar hennar því að skelf ast, að framleiðslan yrði of mikil! Það er ein skýring þess, að þessir aðilar létu það af- skiptalaust, ag togaraflotinn var stögvaður í fjóra mánuði og síldveiðiflotinn í þrjár vikur. Þetta hefur hins vegar valdið þjóðinni gjaldeyris- tjóni, sem nemur mörgum hundruðum milljóna króna, jafnhliða margvíslegu öðru tjóni og tapi bæði þjóðarheild arinnar og einstaklinganna. Slík stjórn mun halda á- fram ag endurtaka sig meðan þjóðin sættir sig við stjórnar- stefnu, er hefur það sem eitt aðaltakmark að halda fram- leiðslunni „hæfilega" i skefj- um! UM MENN OG MÁLEFNI 6 T í M I N N, sunnudagurinn 8. júli 1962

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.