Tíminn - 08.07.1962, Qupperneq 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-
húsinu: afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka-
stræti 7 Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Af-
greiðslusími 12323 - Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan-
iands. í iausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Vonbrigði Benedikts
Á fimmtudaginn var, birti Alþýðublaðið langa grein
um valdatap Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og kenndi
um kommúnistum! í greininni voru kommúnistum valin
hin verstu orð og þeir taldir óalandi enda þótt kratar
og kommúnistar hafi unnið saman í 8 ár í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar og ætluðu að halda því samstarfi áfram,
ef þeir hefðu fengið meirihluta til þess! Þessu átti hins
vegar bersýnilega að leyna með áðurnefndum skrifum
Alþýðublaðsins og nú átti það að vera vegsauki Alþýðu-
fiokksins, að hann væri hreinn af öllum mökum við komm-
únista og ekki jafn breyskur í þeim efnum og Sjálfstæð-
isflokkurinn og Framsóknarflokkurinn!
Enn ekki stóð sá vegsauki flokksins lengi. Daginn eft-
' ir birti Alþýðublaðið frásögn af fyrsta bæjarstjórnarfund-
inum, sem haldin var á Akranesi eftir kosningar. Þar
sagði m.a. á þessa leið:
„Eins og áður segir höfðu Alþýðuflokksmenn og
Sjálfstæðismenn samvinnu um kosningarnar. Þessir
flokkar buðu Alþýðubandalaginu upp á kosningasam-
starf, þannig að Alþýðubandalagið fengi mann í allar
þriggja og fimm manna nefndir og auk þess sæti í bæj-
arráði."
Alþýðublaðið segir síðan frá því, að þessu samstarfs-
boði hafi kommúnistar hafnað, því að þeim hefur ber-
sýnilega ekki þótt sigurstranglegt að vera í samfloti með
þeim Hálfdáni Sveinssyni og Jóni Árnasyni. Auðséð er
á öllum, að þessi synjun hefur orðið stjórnmálaritstjóra
Alþýðublaðsins, Benedikt Gröndal, mikil vonbrigði, enda
mun hann hafa átt manna mestan þátt í því, að komm-
únistum yrði gert þetta samstarfsboð!
En af því má vel ráða, að þrátt fyrir alla svaradga
Benedikts og annarra ráðamanna Alþýðuflokksins í sam-
bandi við kommúnista, eru þeir hvenær sem er reiðu-
búnir til samstarfs við þá og óska beinlínis eftir þvi,
eins og á Akranesi, þótt þess sé ekki nein bein þörf, og
geta ekki leynt vonbrigðum sínum. frekar en Benedikt
þegar þeir hafa fengið hryggbrot!
Eftir að kratar og kommúnistar misstu meirihlutann
í Hafnarfirði, sótti Emil Jónsson mjög eftir samstarfi við
leiðtoga Sjálfstæðisflokksins og hótaði jafnvel stjórnar-
slitum ella. Þegar það fékkst ekki, lét hann Alþýðublaðið
stimpla þá nazista! Það sést þannig vel, að Alþýðuflokk-
urinn sækist jafnt eftir samstarfi við þá menn, sem
hann telur komúnista og nazista, ef hann telur sér hag
að því, og þykir ,,steikin“ jafngóð með hvorum þeirra,
sem hún er fengin. Og eftir samstarfsboðið á Akranesi
geta menn bezt dæmt, hve mikið er að marka svardaga
Benedikts, þegar hann er að skrifa krossferðargreinar
gegn kommúnistum.
Það má ekki verða
ÞaS má ekki verða, sem fulltrúar stjórnarflokkanna
gerðu kröfu um í borgarstjórn Reykjavíkur á fimmtu
daginn, að togurunum verði veitt aukin veiðiréttindi inn
an fiskveiðilandhelginnar.
Það myndi stefna afkomu bátaútvegsins víðsvegar um
landið í mestu hættu.
Það gæti ýtt undir kröfur frá útlendum aðilum.
Ef togaraútgerðin reynist hjálparþurfi, verður að veit’
henni aðstoð á annan hátt en þann, að það gangi á h!u*
bátaútvegsins og veiki aðstöðu okkar út á við.
Það væri hinn mesti óvinafagnaður, ef ríkisstjórnin
léti undan kröfum um aukin veiðiréttindi togaranna.
Tvö bréf f rá Spáni
TVO BREF hafa borizt
frá París hingað til Danmerk
ur. Pólitískir fangar í Oviedo
á Spáni hafa skrifað þau
bæði. Annað þeirra var sent
aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna, en hitt var sent Lög-
fræðingafélagi Spánar. Bæði
eru þau dagsett í maí 1962
og efni þeirra gefur glögga
vísbendingu um að Spánar-
vandamálið sé alls ekki leyst,
enda þótt allt virðist þar með
kyrrum kjörum á yfirborðinu
eins og sakir standa.
í BRÉFINU til aðalritara
Sameinuðu þjóðanna segir:
„Við undirritaðir pólitískir
fangar í fangelsinu í Oviedo,
snúum okkur til yðar til þess
að vekja athygli yðar á þeim
glæpum, sem gegn okkur eru
drýgðir og því gerræði, sem
við ýmist erum beittir eða er-
um vottar að.
í tilefni þeirra verkfalla,
sem hófust i héraðinu Asturíu
hinn 7. apríl í vor, og gerð voru
í því augnamiði, að bæta hin
vesælu launakjör okkar og öðl
ast þau lýðréttindi, sem þjóð
okkar hefur verið neitað um í
26 ár, beitir ríkisstjórn Franc-
os hershöfðingja, ruddalegum
kúgunum gegn verkamönnun-
um í Asturíu. Menn hafa verið
hnepptir í fangelsi hundruð-
um saman og beittir hræðileg-
um misþyrmingum, sem við
höfum nánar lýst í skjali til
Alþjóðafélags lýðræðissinn-
aðra iögfræðinga. Sumir hafa
verið fluttir burt og vistaðir í
fangabúöum.
STJÓRN SÚ, sem þrúgar
land okkar, hefur aldrei virt
þær reglur, sem gilda í lýð-
ræðislöndum, né heldur þær
þýðingarlitlu og einræðis-
kenndu reglur, sem hún hefur
talið sig fylgja. Og -nú, á þess-
um síðustu. örlagaríku tímum,
þegar fjöldinn rís í örvænt-
ingu gegn vesaldóminum og
kúguninni, hefui stjórn Franc
os til fulls látið löghlýðnigrím
una falla og beitir opinskátt
pyndingum og kúgunum.
Francostjórnin lætur sig
mannréttindaskrána engu
skipta, né það, að vera með-
limur Sameinuðu þjóðanna,
sem þó eru stolt menningar
okkar. Hún kúgar okkar
þrautpindu þjóð til að halda
þeim völdum, sem hún hefur
aflað sér og kostað hafa bæði
tár og blóð- Þessari stjórn
var þvingað upp á spönsku
þjóðina með tilstyrk fasista-
stjórna Hitlers og Mussolinis
og hún er ólögleg erfð frá
þeim tíma sögunnar, þegar
fasisminn stóð á hátindi
frægðar sinnar, sem loks lauk
með einum stærsta harmleik
menningarsögu okkar, stríð-
inu 1939—1945. Af einræðis-
stjórnum þessa tímabils stend
ur stjórnin í okkar landi ein
eftir sem smánarblettur á
samvizku þeirra þjóða, sem
sigruðu fasismann og fórn-
uðu til þess milljónum manns
lifa. Valdataka hennar og
valdtreysting var eins konar
forleikur þessa hryllilega
harmleiks og stjórnir margra
þjóða, sem færöu hinar
miklu fórnir til að koma þess-
um óvini mannsins og fram-
faranna fyrir kattarnef. hafa
með jafnaðargeði og jafnvel
góðvild. horft á hana beita
kúgun og glæpum til þess að
halda völdunum. Fasista-
stjórnin á Spáni er beinn arf-
Völd Francos byggjast á hernum.
taki þeirra, sem ábyrgð bera
á sorglegustu blaðsíðum
heimssögunnar.
ÞEGAR ÞESSI forsaga er
tekin með í reikninginn og
allra aðstæðna gætt, virðist
okkur ekki hægt að hliðra sér
hjá að leysa þetta mál með
því að skjóta sér á bak við
ákvæðið um hlutleysi í innan
landsmálum ríkis, en það
myndi venjulega hindra sam
tök þau, sem þér veitið for-
stöðu, í að taka ákveðna af-
stöðu og koma landi okkar til
hjálpar. Það er þjóðin, sem
er hinn sanni fulltrúi lands
okkar, en ekki sá minnihluti,
sem stjórnar með kúgunum
og ofbeldi, þó að fulltrúar
þess minnihluta hjá samtök-
um yðar tali fagurt um frelsi
og verndun menningarinnar
meðan hann beitir þjóðina
valdi og lætur hana lifa við
sára fátækt, kúgun og alger-
an skort á frelsi.
Spanska stjórnin brýtur
allar reglur og allt samkomu-
lag, sem hún hefur undirrit-
að í öllum þeim alþjóðasam-
tökum, sem hún er þátttak-
andi í Sú þjóð, sem hún kúg
ar i’ordæmir hana, og því
ber öðrum menningarþjóðum
einnig að fordæma hana.“
Sagt er, að undir bréf þetta
hafi verið rituð 23 nöfn
HITT BRÉFIÐ, sem nefnt
var, ber yfirskriftina: Áfrýj-
un 24 námuverkamanna til
spanskra lögfræðinga Það
hljóðar svo:
„Undirritaðir, sem hafðir
eru í haldi í fangelsinu í Ovi.
edo i Asturiu, skírskota i eft-
irfarandi bréfi til spanskra lög
fræðinga, fullvissir þess, að
á bá verði hlýtt.
Frá því að verkföllin hóf-
ust i Asturíu, höfum við ailir
ýmist orðið fyrir eða verið
vitni að þeim gerræðislegu
ráðstöfunum, sem gripiö hef-
ur verið til og glæpum þeim,
sem stjórnin og lögreglan
hafa drýgt. Stjórn Francos
hefur aldrei farið að lögum.
jafnvel ekki sínum eigin lög-
um, svo hvarflandi sem þau
þó eru En nú, á þessum ör-
lagaríku tímum, þegar fjöld-
inn rís upp til þess að krefjast
réttlátrar hækkunar hinna
frumstæðustu lýðréttinda,
hefur stjórnin hæt-t að láta i
veðri vaka að lög gildi í land-
inu.
ASTURÍSKIR verkamenn
hafa hundruðum saman ver-
ið teknir fastir og fluttir i
fangabúðir Þeir eru píndir
pg luktir inni, og fæstir
þeirra hafa áður verið yfir.
heyrðir. Aðrir eru dæmdir i
óheyrilegar sektir, sem nema
frá 1000 og upp í 6000 peset-
um. Þegar komið er með
verkamenn til þessa fangels-
is, verða kúgarar þeirra oft
að hálfbera þá, því að þeir
eru ekki orðnir færir um að
ganga óstuddir. Áður en kom
ið var með þá hingað, liafa
þeir verið iátnir liggja klukku
stund á hnjánum á möl eða
hrísi. Þeir hafa verið barðir
með vöndum, svipum og
blautum handklæðum. eða
lagðir á jörðina og troðið á
þeim Sumir eru hengdii upp
á hári eða höndum og látnir
hanga þannig klukkustund
eftir klukkustuna. Nálum
hefur verið stungið í húðina
milli fingra þeirra, þeir hafa
verið barðir í kviðinn og yfir-
leitt orðið að þola allar þær
pyndingar, sem meðlimir póli
tísku hersveitarinnar eða
hinnar sérstöku rannsóknar
sveitar eru svo fjölkunnandi
í. Tilgangurinn hefur verið
að þvinga fram játningar og
Framhald á 13 síðu
T I M I*N N, laugardagurinn 7. júlí 1962.
7