Tíminn - 08.07.1962, Side 9
ttWSSm
Willie og Yvonne Repetto horfa undrunaraugum í kringum sig á
Piccadilly í Lundúnum, stuttu eftir komu sína þangað.
íbúunum aðeins tákn öryggis.
Lífið var einfalt og hægfara.
Á allri eyjunni voru aðeins
7 fjölskyldur. Glass-fjölskyldan,
sem dró nafn sitt af brezkum
hermanni, Glass liðþjálfa, sem
varð eftir hjá hinni hörunds-
dökku eiginkonu sinni, þegar
brezka setuliðið hvarf á braut
árið 1817. Green-fjölskyldan
var komin af Hollendingnum
Groen, sem varð skipreka á
eyjunni. Hagan voru afkom-
endur bandarísks selveiði-
manns nefndir. Hann hafði yf-
irgefið selfangara sinn og
setzt að á eyjunni. Forfeður
Lavarello-anna og Repetto-
anna voru tveir ítalskir skip-
brotsmenn, og að lokum var
það Swain-ættin og Rogers-ætt
in. Allar eru þessar ættir
meira eða minna skyldar inn-
byrðis og allir nefna hvorn
annan skírnarnöfnum, og heiti
tveir sama nafni, eru þeir að-
greindir með því að kalla ann
an Gordon Josephs og hinn
Gordon Jóns.
Sérhver fjölskylda átti eigið
land, nautpening og sauðfé.
Aðalfæðutegund eyjarbúa var
fiskur, sem þeir sjálfir veiddu,
kjöt húsdýra, mjólkurafurð-
ir og kartöflur. Þeir spunnu
sjálfir ull sína og smiðuðu bát
ana sjálfir. Þeir hjálpuðu hverj
ir öðrum við húsbyggingar og
við að setja strá á kofaþökin,
og endurguldu hjálpina með
mat og drykk.
Peningar komu fyrst til
Tristan fyrir 10 árum, þegar
reist var krabbaniðursuðuverk-
smiðja og brezka stjórnin hóf
framkvæmdir við skolpræsa-
gerð og húsabyggingar, og
greiddi verkamönnunum fyrir
vinnuna með peningum. Verzl-
un var einnig opnuð, þar sem
íbúarnir gátu keypt matvæli,
fatnað og munaðarvörur. Að
undanskildum strjálum heim-
sóknum skipa, sem leið áttu
fram hjá var sambandið við
umheiminn mjög lítið.
Allt frá árinu 1851 hefur
prestur haft búsetu á eyjunni,
en það var ekki fyrr en eftir
1940, að brezka stjórnin skipaði
nokkurs konar landstjóra á
eyjunni. Læknir, búnaðarráðu-
nautur, líknarsystir og tvær
kennslukonur voru einu opin-
beru aðilarnir á eyjunni, og
þeir yfirgáfu hana að sjálf-
sögðu með íbúunum.
Fyrstu þrír mánuðirnir í
Englandi voru örðugir. Margir
eyjarskeggjanna voru veikir,
og fjórir þeirra létust. Kuld-
inn var tilfinnanlegur, og það,
sem framar öllu öðru þjakaði
fólkið, var þráin eftir hin-
um gömlu og einföldu lífsvenj-
um. Mennirnir fengu sumir
hverjir vinnu í múrsteinsverk-
smiðjum og grænmetisgörðum,
en tíminn leið seint hjá kon-
unum, þar eð þær þurftu ekki
að annast matartilbúning, held
ur var allur matur sendur tii
þeirra frá matvælafyrirtæki.
Fólkinu bárust óteljandi
heimboð frá enskum fjölskyld
um, en það þáði aðeins lítinn
hluta þeirra. Börnunum var
boðið í veizlur og farið var
með þau í sirkus. Haldnar
voru kvikmyndasýningar og
ræður fluttar um lífið í Eng-
landi, og einnig bárust sjón-
varpstæki. „Mér finnst nú
ekki mikið til þeirra koma,
fólkið er svo lítið“, urraði einn
gamli maðurinn.
Svo var farið með nokkra
menn til þess að skoða smá-
eyju út af Skotlandsströnd.
Þeir komu til baka og gáfu
skýrslu um, að eyjan væri hin
fallegasta, en þegar unga fólk
ið færi burtu til þess að leita
sér að ábatasamari vinnu á
meginlandinu, yrði gamla fólk-
ið og börnin eftir hjálparlaust.
Stjórnin tók þá viturlegu
ákvörðun, að fólkið yrði að
setjast að einhvers staðar, þar
sem mennirnir gætu lært ein-
hverja iðn, sem síðan mundi
gera þeim fært að sjá fjölskyld
um sínum farborða, og þar sem
þeir gætu samlagazt öðru fólki.
Því var það 23. janúar s. 1., að
fólkið var flutt til Cashot, um
30 km. frá Southampton. Þarna
er þyrping grárra tveggja hæða
húsa, sem eitt sinn voru að-
setur flughersins, en hafa nú
verið néfnd upp og eru kölluð
Tristan Close.
„Þetta er miklu betra“, sagði
einn mannanna. „Við getum
nú séð sjóinn aftur“. Um leið
og skapið batnaði, batnaði
heilsan. Þeir tóku upp aftur
venjur frá eyjunni, t. d. prjóna
klúbba og heimsóknir hverjir
til annarra. Nú gátu þeir einn-
ig tekið upp sitt fyrra matar-
ræði, sem einkenndist af kjöti,
fiski og kartöflum. Þeir gátu
notið helgi fjölskyldulífsins.
Karlmennirnir hafa flestir
fengið vinnu, og sama gildir um
þær af konunum, sem vildu
það. Aðeins fáir mannanna
hafa annað en verkamanna-
vinnu. Þeir vinna við götulagn
ingu, í sorphreinsun og sem
götusóparar, og fáir þeirra fá
meira en 1020 krónur á viku.
Konurnar vinna aðallega í
verksmiðjum, sem framleiða
rafmagnstæki. Vinnuveitendurn
hárgreiðslur og rauðar neglur
og unga menn, sem þutu fram
hjá á mótorhjólum. Þau sáu
þetta allt, en þau sögðu ekk-
ert.
Fólkið frá Tristan var ekki
málgefið, og jafnvel Peter
Wheeler og presturinn þess.
séra Charles Jewell, sem hafði
verið á eyjunni í rúmt ár, við-
urkenndu, að þeir vissu sjald-
an, hvað það hugsaði eða hvern
ig því liði. En Basil Lavarello
talaði líklega fyrir allra munn
þennan fyrsta dag. þegar hann
sagði: „Þetta er eins ng að
verða barn í annað smn. Við
verðum að byrja frá upphafi
og læra allt aftur“
Tristan da Cunha-búarnir
vildu fá að vera í friði og fá
að komast af eftir beztu getu
en framar öllu öðru vildu þeir
fá að vera saman. Þeir eru
stoltir og trúa því, að lífsvenj-
ur þeirra á eyjunni séu þær
beztu í heimi. ..Það versta. sem
við gætum gert, væri að vera
óvingjarnlegir við einhvern".
segja þeir. Þeir tala með stoltí
um hinn meðfædda þjóðareig
inleika, heiðarleikann, um þá
staðreynd, að glæpir eru
óþekkt fyrirbrigði meða1
þeirra. og um trú þeirra á
Guð. En þeir hræðast framtíð
ina, sem bíður þeirra hjá fram
andi þjóð, i ókunnu landi. of
þeir verða aðskildir.
Hversu mikla galla eða
líkamleg óþægindi sem mönn-
um getur virzt Tristan hafa
haft upp á að bjóða var hún
Eyiarskeggjar kembdu si ’ Ift- ullin=> og spunnu.
ir eru ánægðir með þá, og
samstarfsmönnunum líkar vel
við þá, en finnst þeir nokkuð
þögulir og erfitt að kynnast
þeim.
Ávextir hins iðnvædda sam-
félags, hjálpartæki nútímans
hafa engin áhrif á þá. Hlutir
eins og rafmagnsljós, eldavélar,
vagnferð í vinnuna, mjólkur-
sendlar, almenningssímar í
pósthúsinu, stór kvikmyndahús
í Southampton og búðir yfir-
fullar af munaðarvörum, allt
þetta sjá þeir á hverjum degi.
„Okkur geðjast ekki að ferð
inni í vinnuna“, sagði ungur
Lavarello. „Maður eyðir heilli
klukustund hvora leið, og
stundum verðum við að bíða
í heila klukkustund eftir rétt-
um vagni, svo það fer mikill
tími í ferðirnar“.
Rafmagnseldavélin er svo
sem ágæt, þegar maður venst
henni“, sagði frú Green, „en
við komumst nú alveg af án
hennar á Tristan“.
Þeir höfðu séð kvikmyndir
á Tristan, en 30 km. ferð til
Southampton fælir þá frá því
að fara oft í bíó. Þeir kaupa
allan sinn mat i lítilli' búð
beint á móti Tristan Close. „Við
höfum ekki gert miklar tilraun
ir með nýjan mat, okkur líkar
það bezt, sem við erum vön“,
sagði ein konan. „Við höfum
kjötkássu, fisk og kartöflur
eins og við vorum vön á Trist-
an, en fiskurinn var miklu
betri þar, við veiddum hann
sjálf“. fíYarnhairt A 15 síðu
Etfcaja
T í M I N N, sunnudagurinn 8. júlí 1962.
9