Tíminn - 08.07.1962, Qupperneq 15

Tíminn - 08.07.1962, Qupperneq 15
 Fáar af frásögnum guðspjall- anna eru táknrænni og skáld- legri í öllum sínum einfaldleika en sagan um það, þegar Krist- ur kom að luktum dyrum, en komst þó inn og sagði við vini sína: „Friður sé með yður“. Þarna greinum við fyrst af öllu líkingu eða samstöðu anda og kraftar Krists og þess mátt- ar, sem vorblærinn flytur yfir fjöll og dal. Geislarnir og gol- an virðast hvarvetna koma að luktum dyrum. . En samt ná áhrif þeirra að sprengja brott slagbranda frosts og frera, og síðan að opna eða læðast ósýnileg inn í innstu kjarna hvers blundandi frjómagns fræjanna og lauk- anna, sem leynast í moldinni. Og innan skamms er hjúpi vetr Þáttur kirkjunnar Luktar dyr arins svipt af, og brumandi lif gægist hvarvetna fram úr dauð ans nótt og dimmum gröfum. Hvert vor sýnir og sannar sig- urmátt upprisunnar og lífsins. Við horfum á undrin gjörast hvarvetna í kringum okkur frá morgni til kvölds, og hljótum að segja fagnandi með skáldinu: „í hverju foldarfræi byggir andi, sem fæddur er á ódauðleik- ans landi“. En einmitt þannig sprengir kraftur hins upprisna alla vetr arfjötra haturs og heimsku af hverri sál, hverju hjarta, sem veitir honum viðtöku, og frið- urinn veitir vöxt og þrótt ofar öllum orðtáknum mannlegrar tungu. En>'%amt eru til þau öfl, sem nefndust í gamla daga forherð ing hjartans. Þau verka líkt og jökullinn, sem er nógu þykkur til að varpa frá sér öllum geislum vorsólarinnar og koss- um golunnar, með ískulda þröngsýni, tómlæti og sjálf- byrgingsháttar, haturs eða sjálfselsku. Og eins og jökull- inn myndar þeim mun harðara svell og hjarn til að verjast, eftir því sem sól dagsins flæð- ir heitar um skalla hans þann- ig verða forhert hjörtu þeim mun hatrammari í skjaldböku- skel sinni sem Kristsandinn knýr fastar á dyr þeirra. En þar eru kjarnorkusprengingar og herbúnaðarkapphlaup hálf- trylltra eða albrjálaðra vald- hafa og höfðingja heimsins bæði í vestri og austri gott dæmi nú. Samt vinnur Krists- andinn vorblær kærleikans og friðarins á hægt og hægt. Kannske eru þeir sigrar líkt og skáldið lýsir: „Hann stækkar ei, hækkar ei lengir þó leið, sem langdegis sólskinið jafnt, en augnabliksvísirinn ævin manns stutt veit ekkert um muninn þann samt“. Þetta er hin raunverulega trúarjátning þeirra, sem trúa þrátt fyrir allt vígbúnaðarbrjál æðið á anda upprisunnar, vors ins og lífsins og sigra þess anda. Við vitum að jökulmörk- in færast til ofar og ofar, smátt og smátt með hverju vori, þótt heila áratugi þurfi til að greina þann mun og biðjum: „Styð þú minn fót, þótt fetin nái skammt ég feginn verð, ef áfram miðar samt“. Og andi Jesú Krists heldur áfram að koma gegnum luktar dyr með vorblæ friðar og gró- andi lífs til allra, sem taka honum heilshugar og með fögn uði eins og lærisveinarnir forð um. En samt voru þeir í fyrstu hikandi og hræddir. En síðar breyttist sá ótti í undrun og lotningu. Síðan fortjald musterisins rifnaði ofan frá og niður úr og björgin klofnuðu á fyrsta degi hins sigrandi geislamagns gegn um sólmyrkvann þann langa- frjádag, sem Kristur hékk á krossi sfaum, hefur þessi sigur- för verið samfelld þrátt fyrir öll hin grimmilegu hret og næt urfrost. Hann opnaði hlið Edens sem höfðu lokazt með þrumugný í syndafalli mannsins, svo að notað sé líkingamál Heilagrar ritningar. Hann gekk inn um hlið Heljar og prédikaði fyrir þeim, sem þar biðu síns dóms, öndunum í varðhaldinu. Hann velti steininum frá grafardyr- unum á páskadagsmorgun og opnaði innsigli dauðans. Nú geta engar luktar dyr staðizt kraft hans, þetta hljóða magn hins brumandi kærleika framar. Hversu margar fang- elsisdyr hefur hann opnað síð- an sinn fyrsta sigur? Þær eru ÓteljaÖdÍF'CTHBHWSSSHBBHBæ^ -s Hve mörg harðlæst hlið hafa ekki opnazt fyrir krafti hans? Hlið landa og þjóða allt frá hallardyrum Nerós í Róm og Antónía-kastalans í Jerúsalem til Kína vorra daga með sinn fræga landamæramúr og hins myrka meginlands Afríku, sem er að vakna við þeyinn, sem þýtur yfir grænkandi lönd frelsis og framfara, þrátt fyrir ægilegar hamfarir vorleysing- anna. En samt erum við svo mörg, kannske einmitt vegna allra hamfaranna í vorleysingum þjóðanna svo hikandi llkt og Tómas postuli. En afstaða hans, sem heimtaði sannanir, varð til hinnar mestu blessun- ar. Og andi Krists opnaði að síðustu harðlæstar hjartans dyr þessa unga vinar síns. Og hann varð einmitt fyrsti postuli Ind lands, þess lands, þar sem nú ómar rödd Drottins mild og sættandi: „Friður sé með yð- ur“. Þér lönd og þjóðir heims, hlýðið á þessa hljóðu, máttugu kveðju Drottins við luktar dyr. Árelíus Níelsson. Flugflotinn Framhald at 16. síðu. fengið þijár 80 sæta Cloudmaster- vélar. Nú munu 850 manns geta flogið samtímis í íslenzkum flugum, ef allar þessar vélar væru í gangi. Hin ar fimm Cloudmaster-vélar Loft- leiða hafa samtals sæti fyrir 400 manns og sjö flugvélar Flugfélags íslands taka alls 332 í sæti. Flug- félagið hefur að auki tvær 80 sæta vélar, sem ekki eru taldar með sér. Fyrir utan þessar stóru farþega- vélar er til talsvert af litlum leigu- og einkaflugvélum. Flugskólinn Þytur mun eiga 11 flugvélar, þar af fimm Piper Cub kennsluvélar, en hinar stærri og eru þær notað- ar til leigu- og kennsluflugs jöfn- um höndum. Flugfélagið Flugsýn hefur einnig bæði kennsluvélar og leiguflugvélar, alls fjórar vélar, og er hin síðasta stærst. Nokkrir einstaklingar hafa flug- vélar til leiguflugs, sjúkraflug- menniiuir Björn Pálsson, sem hef- ur tvær vélar, og Tryggvi Helga son á Akureyri, sem hefur þrjár vélar, og loks Sveinn Eirkísson og Erlingur Einarsson og félagar, sem kalla sig Flugfélag Reykjavíkur. Það hefur eina níu manna De Haviland flugvél. 11 flugvélar, helmingur þeirra bilaður, eru í einkaeign, án þess að atvinuflug sé stundað á þeim, og er það minna en hefur verið oft áður. Rétt eftir seinni heims- styrjöldina var hægt að fá mikið af ódýrum smávélum, og þá fengu margir hér heima sér slíkar. Þær eru nú yfirleitt gengnar úr sér. Einkaflugið hefu reynzt nokkuð dýrt hér, erfitt um viðgerðir og aðstöðu á flugveli, þótt hins vegar sé hér gullið land fyrir sportflug, sérkennilegt landslag og um 100 sæmilegir flugvellir. í sumar mun lítil vél bætast í flotann. Það er láðs- og lagarvél af gerðinni Seebee, sem erlendis er mikiö notus af laxveið'imöimum,. því hægt er að veiða beint úr flug- mannssætinu, þegar vélin er lent á vatninu. Frá því er flug hófst á landinu hafa milli 60 og 70 horfið af skrá. Flestar stærri vélainar hafa veríð seldar til útlanda, allt til Suður- Afriku. Nokkrar hafa farizt, en flestar litlu vélarnar hafa endað ævi sína með ellidauða. Flugkeppni Framhaid al 16. siðu. in verður aðallega fólgin í ná- kvæmnisflugi frekar en hraða. Verða þátttakendur að þreyta ýmsar þrautir, svo sem mark- lendingar, en sennilega ekki neina loftfimleika. Þetta mun vera i athugun hjá vélflugunefnd Flugmálafélagsins, en í henni eru Skafti Þóroddsson, formaður, Bárður Daníelsson og Leifur Magnússon. Ef vel tekst til, verður slík flugkeppni ef til vill haldin annaðhvert ár. StarfsstúBknafélagið SÓKN heldur fund mánudaginn 9. júlí í Aðalstræti 12. Fundarefni: Samningarnir. Áríðandi að félagskonur mæti. Stjórnin. vm Mhúbh OKTAVIA Fólksbíll FELICIA .O/ Sportbíll 1202 Statíonbíll 1202 Sendibíll LÆGSTA VERÐ bí!a f sambærilcgum stærðar- og gæðafiokki TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐID IAUGAVEGI 176 - SÍMI 5 78 81 VEB Globus-Werk Deutsche Demokratlsche Republik Su| mm Leípzig DESOL hreinsar andrúmsloftiS Fæst í töflum og smekk- legum plastbaukum. UTBOÐ Tilboð óskast í að byggja barnaskólahús í Bolung- arvík. Útboðsgagna má vitaja á skrifstofu oddvita í Bolungarvík og skrifstofu húsameistara ríkisins gegn 1000 kr. skiltryggingu. Húsameistari rikisins. Liósmóðurstarfið í Flateyrar- og Mosvallahrepps og Ingjaldssands umdæmum er laust til umsóknar nú þegar. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. júlí n.k. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, 5. 5. 1962. Jóh. Gunnar Ólafsson. Takið eftir. Takið eftir Þið fjármálamenn og peningamenn ílvað er betra i dag, en gulltryggð verðbréf? Talið við obkur. hvar sem þið búið á landinu. (Algjört einkamál.) Allar nánari upplýsingar gefur CJPPLÝSINGA OG VIÐSKIPTASKRIFSTOFAN Laugaveg 33 B. Rvík. Box 58 Viðtalstími alla virka daga kl. 3—5. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Guðmundar Jónssonar á Skliihyl. Kristjana Jóhannsdóftir og börn. ÞAKKARÁVÖRP ~ _:_ -..á ....... ■ —\ . -,>yu . . I Þökkum Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga ágætt ferðalag á þess vegum dagana 4. og 5. s.l. Einnig Skúla Guðmundssyni, alþingism: samfylgdina og Jóni Húnfjörð öruggan aksl Konur í Ytri-Torfustaðahrep Miðfirði. Innilegt þakklæti til allra sem sýndu mér vinsemd á áttræðisafmælinu með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Ólafur Sveinsson, Lambavatni, Rauðasandi. T f M I N N, sunnudagurinn 8. júlí 1962. 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.