Tíminn - 08.07.1962, Blaðsíða 16
Sunudagur 8. júlí 1962.
163. tbl.
46. árg.
Flugfloti
Islendinga
er 60 vélar
Nýlega bættist átta manna
Norseman-flugvél í loftflota
landsmanna, eign flugfélagsins
Flugsýnar. Þetta er gömul
kanadisk vél, gerð upp í Sví-
þjóð, og getur nú flogið með
eitt tonn í sjö klukkucttundir.
Þar með er flugfloti Islendinga
crðinn 60 flugur, þar af 47 vélflug
ur og 13 svifflugur. Undanfarið hef
ur fjölgað nokkuð myndarlega í
honum, sérstaklega af stærri flug-
vélum. Má nefna, að Loftleið'ir
hafa síðastiiðið hálft annað ár
(Framhald á 15 síðu >
Myndin er tekln, er
hátíðahöldin i Alsír stóðu sem
hæst. Eftir söng og dans á stræt
um og torgum, hafa þessar hvít-
klæddu stúlkur safnast saman í
fylkingu og ganga með alsírska
fánan í broddi hennar um göfur
Algeirsborgar til móts við þjóð
frelsishermenn, sem eru á leið
til borgarlnnar, eftir langa út.
Ieg8. Nú er söngurinn þagnað-
ur í Alsír og dansinn dunar ekki
iengur og hvítklæddu stúlkurn-
ar eru gengnar til starfa sinna.
FLUG-
KEPPNI
í ÁGÚST
Blaðið hefur frétt, að Flug-
málafélag íslands sé að hugsa
um að efna til flugkeppni í
ágúst í sumar. Verður þá
keppt í annað skipti um bikar,
sem olíufélagið Skeljungur
hefur gefið til slíkrar keppni.
Áður var kept um þennan bik-
ar fyrir tæplega tíu árum.
í flugkeppninni geta allir einka
flugmenn tekig þátt og sennilega
einnig atvinnuflugmenn. Keppn-
Framhald á 15 siðu
BOÐIÐ
f FLUG
Bæ, Trékyllisvík:
Hin tvö nýju flugfélög, sem nú
halda uppi ferðum hingað á Gjög-
ur, hafa boðið nokkrum konum
úr hreppnum ókeypis flugfaT til
Reykjavíkur og heim aftur. Hafa
nokkrar konur þegar notfært sér
þetta einstæða boð og flogig suð-
ur sér til upplyftingar og notað
tækifærið til þess að hélfnsækja
vini og kunningja. Aðrar eru ó-
farnar en munu nota sér þetta
kostaboð næstu daga. Er þetta
lofsverð hugulsemi og tilbreyt-
ing fyrir þær konur, sem sjaldan
eiga heimangengt. Eiga þeir að-
ilar, sem að þessu standa, þakkir
skilið. GPV
Tekst Mostef ai ai 20 wir
sætta forinfljana?sE"s|,1,“1
ISIAND-
NOREGUR
Á mánudagskvöld fer níundi
landsleikur íslands og Norogs í
knattspymu fram ’á Laugardals-
vellinum — og er þa® í fimmta
sinn, sem norska landsliðið Ieikur
hér í Reykjavík. — Lúðrasveit
Reykjavíkur byrjar að leika á vell
inum klukkutíma fyrir leik — en
búast má við að fólk komi snemma
til að tryggja sér góða staði, þar
sem mjög mikil sala hefur verið á
aðgönigumiðum, enda Ieika Norð-
me,nn aðeins þennan eina Ieik hér.
Myndin að ofan er af Rolf Björn
Bakke, einum þekktasta manni
norska liðsins. Hann mætir í leikn-
um „Rauða Ijóninu“ í íslenzka lið-
inu, Bjarna Felixsyni, en Bjöm er
hægri útherji.
NTB-Algeirsborg, 7. júlí. ,
Einn af fremstu samninga-!
mönnum alsírsku þjóðernis,
hreyfingarinnar, dr. Chawki
Mostefai, mun í dag hefja sátfa
viðræður með Ben Khedda ogi
j Ben Bella, en eins og kunnugt
er ríkir nú mikill ágreiningur
; þeirra í milli, sem getur haft:
i hinar alvarlegustu afleiðingar
; fyrir framtíð Alsír.
i . i
Frettamenn segja, að þetta sé
vandamesta verkefni, sem Moste-
fai hafi fengið til meðferðar, og
komi nú að góðu haldi hinir miklu
samningahæfileikar hans, en
Mostefai er ýmsu vanur, m.a. er
hann talinn hafa átt mestan þátt
i því, að vopnahléssamningurinn
var gerður milli OAS og FLN í
Alsír, sem raunverulega batt endi
á óöldina þar.
Afneitar Khedda
Mostefai, sem var fulltrúi í
bráðabirgðastjórnarnefndinni, fór
frá aðsetri hennar í Rocher Noir
} í gærkveldi, eftir að Hohamed
Khider, sem er einn harðasti and-
stæðingur Ben Khedda, þrátt fyrir
. það, að hann hafði áður verið einn
I af meðlimum bráðabirgðastjórnar
Ben Khedda, hafði ráðist harka-
lega á forsætisráðherrann og kall
aði hann og fylgismenn hans ævin
týramenn, sem hefðu ekki nema
lítið brot alsírsku þjóðarinnar að
baki sér. Sagði Khider, að útlaga
stjórnin væri ekki lengur hin lög
iega stjórn Alsír og nú ætti sjö
manna nefndin, sem þjóðfrelsis-
ráðið kaus á síðasta fundi sínum
ao taka við stjórninni.
Ef tilraun dr. Mostefai til að
koma á sættum milli Khedda, for
sætisráðherra og Bella, varafor-
sætisráðherra, mistekst, búast
menn við að 40 þúsund manna
lið ALN-herjanna í Túnis og Mar-
okkó muni gera innrás í Algeirs-
borg og taka hana á sitt vald, en
það þýðir valdatöku Ben Bella og
manna hans í Alsír, segja frétta-
menn. ALN-hersveitirnar hafast
nú við í Aures-fjöllum í austur
hluta Alsír og færast hægt og
hægt lengra inn í landið. Ef her-
inn steypir stjórn Ben Khedda er
talið, að auk Ben Bella muni Mo-
hammed Khider og fyrrverandi
forsætisráðherra útlagastjórnar
innar, Ferrat Abbas, taka við
st j órnartaumunum.
Talsmaður ALN-herjanna í Mar
okko, Doundi, hefur dregið til
baka þá fregn, sem fór eins og
eldur í sinu um Alsír í gærkvöldi,
að komið hefði til bardaga milli
alsírskra herdeilda og hermanna
frá Marokkó, seint í gærkvöldi. 1
Sumar fréttir frá Marokkó
herma, að stjórn landsins styðji
fullkomlega stjórn Ben Khedda.
í gær kom til átaka í Oran og
vitað er um 163 menn, sem féllu.
Öryggisliði Serkja tókst að koma
á ró, og í dag var ekki vitað um
neina árekstra.
Lóðirnar í Arnarnesinu hafa
ekki reynzt eins vinsælar og
reiknað var með í upphafi, enda
ákaflega dýrar, 115—150 þúsund
krónur meg gatnagerðargjaldi og
hitaveitu. Sagt er, að aðeins 20
lóðir séu gengnar út, þar af helm-
ingur til ættingja og viná Arnar-
neseigenda. Þessar 20 lóðir eru
við suðurströndina, og er ætlunin
að leggja götu þar í surnar, en
eigendur reikna með, ag nesið
byggist upp á 10—15 árum.
Fiytja hjúkrunar-
féik til Srænlands
Tíminn sneri sér í gær til Sveins Sæmundssonar, biaðafull-
trúa Flugfélags íslands, og spurðist fyrir úm það, hvort mislinga-
faraldurinn í Grænlandi hefði nokkur áhrif á skemmtiferðaflug
FÍ til Grænlands. Sveinn kvað það ekki vera, því eins og kunn-
ugt er Ieggjast mislingar ekki á þá sem hafa fengið veikina,
og flestir íslcndingar hafa fengið hana einhverntíma á ævinni.
Hins vegar getur veikin orðið æði erfið í löndum, sem liingað
til hafa verið laus við mislnga. FÍ mun fljúga leiguflug til
Grænlands hinn 12. júlí n.k. með 25 hjúkrunarmenn og konur,
sem koma hingað með áætlunarflugi frá Kaupnrannahöfn.