Tíminn - 13.07.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.07.1962, Blaðsíða 5
Myndin er frá uppgreffrindm í Hróarskeldufirðí, þar sem stýrisárin fannst. Teikningin sýnir legu skipanna, tem fundizt hafa. . (Polfoto) FUNDU STÝRIS- ÁR VID SKIPID Einkaskeyti frá Kaupmanna-j höfn, 12. júlí Eins (Og áSur hefur veriS skýrt frá, vinna danskir forn- leifafræSingar viS aS ná upp víkingaskipum úr Hróarskeldu firSi. Nú þegar hafa athyglis- verSir hlutir komiS í Ijós. ViS gröftinn hefur fundizt ^stýris- ár viS eitt skipiS, en því höfSu menn ekki þoraS aS vonast eft ir. ViS fyrri rannsóknir hefurj nefnilega veriS taliS, aS öllí sex skipin hefSu veriS rúin öllu, sem hægt var aS nota, áSur en þeim var sökkt. En við vinnu nýlega komust menn að þvi, að undir því skipi, sem bezt hefur varðveitzt, lá stýris ár, •«. þ. b. 4 metra löng. Fundur- inn vakti mikla gleði meðal forn- leifafræðinga, og þeim kom það þægilega á óvart, að skipið, sem vissulega hafði varðveitzt vel, skyldi vera enn fullkomnara. Björgunarstarfið mun halda á- fram í allt sumar, og þar sem starfsemin hefur vakið talsverða athygli utanlands, er búizt við, að ýmsir erlendir vísindamenn muni koma í heimsókn, þar á meðal norskir fornleifafræðingar, sem heima hjá sér hafa bæði Osberg- j og GaukstaSaskipin<og gleðjast við, en hafa einnig áhuga á öllum minni háttar fleytum, sem notuð' voru hversdagslega á víkingaöld. Meðal ieikmanna er einnig mik ill áhugi, og til þessa hefa komið um sex hundruð áhorfendur á dag og þúsund um helgar. Á sunnudag inn voru allir miðar að þeim bát um, sem sigla til staðarins, upp- seldir, en menn vænta þess að geta bætt við einum bát til flutn- inganna. — Aðils. Gott vega- samband i Stöðvarfirði, 10. júlí. Hingað hefur engin síld borizt j enn þá. enda er hér ekki síldar-' bræðsla. Síldin byrjar venjulega að berast hingað í seinni' hluta júlímánaðar Nú er verið að vinna að vegar- lagningu milli Stöðvarfjarðar og í Breiðdalsvíkur. Lagning vegarins hófst á síðast liðnu sumri, en það var ekki fyrr en nú fyrir skömmu, að jeppabílar fóru í fyrsta sinn um veginn. Veiið er að bera ofan í veginn og breikka hann. Um miðjar júlí er ætlunin að byrja að byggja brúna yfir Stöðv- ará og er það von manna að með þessu verði komið á góðu vega- sambandi milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. ' LÍF Á VOG- ARSKÁLUM Það slys varð á Suðurlands- braut kl. 15,20 í fyrradag, að ungur maður á bifhjóli, Helgi Magnússon, til heimilis að Drekavogi 6, höfuðkúpubrotn- aði og tvíbrotnaði á læri við árekstur á vörubifreið. Helgi var ■ fluttur á Landakots- spítalann, þar sem Bjarni Jónsson læknir, sérfræðingur í höfuðsjúk dómum, tók við honum. Slysið átti sér stað framundan húsi númer 12 við Suðurlandsbr. Helgi ók vestur, næst á eftir litl- um pallbíl, en vinstra megin ak- brautarinnar var stór vörubíll, sem gaf stefnumerki inn á brautina. Ökumaður pallbílsins hægði ferð- :na til að hleypa vörubílnum inn á akbrautina, en þá ienti Helgi á hægra afturhorni pallbílsins. í sömu andrá kom stór vörubíll að vestan og skall bifhjólið á fram- hjóli hans, en höfuð Helga slóst í fremra pallhornið á sama bíl. Helgi kastaðist til baka og féll svo í götuna og lá þar undir bif- hjólinu, en mikið blóð rann úr höfði hans og vitum. Hann var þegar í stað fluttur á Landakots spítalann. Helgi er 19 ára gamall, starfs- maður í Áburðarverksmiðjunni. Óttazt var um líf hans fram eftir deginum í gær. Blaðið talaði við Bjarna Jóns- son lækni i gær. Hann sagði líf Helga enn á vogarskálunum. — Það er von, en ekki vissa, sagði læknirinn. RannsóknarlÖgreglan hefur ekki náð tali af stjórnanda vörubifreið arinnar, sem var að sveigja inn á brautina, þegar slysið varð. Bif reiðin er stór, dökkblá og með ámoksturstækjum, samkvæmt frá sögn sjónarvotta Ökumaður henn ar er beðinn að gefa sig fram. Aðrir sjónarvottar, sem lögregl- an hefur ekki talað við, eru einn ig beðnir að gefa sig fram. Fyrsta bílslys í Bolungarvík Bolungarvík 11. júlí Um kl. 7,30 í morgun varð hér bilslys, rákust á tvær jeppabif- reiðir, og lenti síðan önnur þeirra á girðingu með þeim afleiðingum að farþeginn í bílnum slasaðist illa. Nánari atvik voru þau, að laust fyrir kl. hálf átta kom jeppabif- reið'in í-468 niður svokallaðan Skólastíg. Einn farþegi var í bif- reiðinni, auk bílstjórans. Þvert á Skólastig liggur gatan Völusteins- stræti, en suður þá götu var að koma annar jeppi, 1-312. Þegar bifreiðastjórinn á í-312 sá í-468 koma niður Skólastíginn snarhemlaði hann og skipti það engum togum, að í-468 skauzt í sömu andrá framhjá og straukst með stuðarann í í-312. Nokkrum metrum neðar rakst í-468 á girð- ingu og braut eina sex girðingar- staura með þeim afleiðingum, að lagnband girðingarinnar rakst í gegnum bifreiðina og slasaði konu er í henni var, það alvarlega að flytja varð hana strax í sjúkrahús ísafjarð'ar til frekari rannsóknar og aðgerðar, eftir að héraðslækn- j irinn hér liafði athugað meiðsli hennar. Óttazt er, að meiðsli kon- unnar séu alvarleg. Bifreiðastjór- inn á í-468 meiddist lítið sem ekk- j ert. Þetla mun vera eiginlega fyrsta umferð'aslysið á götum Bolungar- víkur, síðan bifreiðir komu hing- að. — Iírjúl. Skemmtiferð Framsóknarfél. Skemmtiferð, Framsóknarfélag- anna í Reykjavík verður farin sunnudaginn 22. júlí. Farið verð- ur um Rangárþing og m. a. skoð- aðir sögustaðir. Byrjað verð'ur að taka á móti farmiðapöntunum í dag á skrifstofu flokksins á Tjarn- argötu 26 — símar 15564 og 12942, og verða þar veittar allar nánari upplýsingar um feiðina. Mjög verð ur til ferðarinnar vandað að venju og er fólk vinsamlega beðið að panta farmiða sina tímalega. Ungur listamaður sýnir í Mokka Átján blekteikningar eftir ung- an Reykvíking, Bjarna Haraldsson, 15 ára gamlan, eru til sýnis og sölu í Mokkakaffi þessa dagana. Tvær myndir eru seldar og nokkr- ar fráteknar. Næst sýnir norskur listmálari, Oskar Sorreime, olíumál verk, en hann er væntanlegur inn- an skamms og mun dvelja hér nokkra daga. Happdrætti Barð- Hótel Bjarkarlundur, sem nú um 16 ára skeið hefir þjónað þörfu hlutverki í samgöngumálum á Vestfjörðum, hefur nú um ára- bil átt við of lítinn húsakost að búa. Hin síaukna umferð til og frá Vestfjörðum um sumartímann hefur leitt í ljós að aðkallandi þörf er að auka og endurbæta hótelið og sérstaklega er mikil þörf fyrir aukið gistirúm. Síðasta Alþingi samþykkti að veita félag- inu 500.000 króna ríkisábyrgð til aukningar húsakosti hótelsins, og hefur nú tekizt að fá lán gegn ríkisábyrgðinni, og hafa þær lána stofnanir, sem leitað hefur verið til, sýnt lofsverðan skilning á þessu máli. Byggingaframkvænjdir eru þegar hafnar og er von til að takast megi að starfrækja síðsum ars einhvern hluta byggingarinn- ar. Enn fremur hafa nú í vor ver- ið gerðar gagngerðar endurbætur á hótelinu, bæði til bættrar af- greiðslu og þó sérstaklega til hags bóta fyrri matargerð. Þær framkvæmdir, sein nú er lokið við, svo og væntanleg við- bót verða það kostnaðarsamar, að sjáanlegt er að þau lán, er þegar hafa fengizt nægja ekki til að ljúka ve'rkinu .Þess vegna hefur félagið nú fengið leyfi viðkomandi yfirvalda til að efna til happdrætt- is, til ágóða þessum framkvæmd- Aðalvinningurinn er bifreið og getur vinningshafi valið á milli Landrover eða Volkswagen-bif- reiða. Um bifreiðina verður dreg- ið 1. des n.k. Auk þess eru tuttugu og fimm aðrir vinningar að verð- mæti 500.00 til 3.000,00 og hefur þegar verið dregið um þá hjá borgarfógetanum í Reykjavík. Sá sem kaupir happdrættismiða, get ur því strax séð, hvort hann hef- ur hlotið aukavinning samkvæmt vinningaskránni, er fylgir miðun um. Þessir happdrættismiðar verða eins fljótt og kostur er send ir til sölustaða út um land og í Reykjavík. Orösending ti! bílstjóra í gær kom lítill og haltur dreng- ur á fund umferðardeildar rann- sóknarlögreglunnar og sagði sínar farir ckki sléttar. Á miðvikudaginn í þessari viku var hann á reiðhjóli á leið vestur Suðurlandsbraut. Þeg ar hann kom að mótum Suðurlands brautar og Grensásvegar, kom bíll á móti honum austur Suðurlands- brautina og sveigði þvert fyrir hann inn á Grensásveg. Drengur- inn hemlaði en lijólið rann áfram á bflinn svo drengurinn skall í götuna. Bílstjórinn stoppaði þá og kallaði til drengsins hvort hann væri meiddur, en drengurinn var miður sín og dofinn eftir fallið og svaraði Iitlu til, en helzt á þann veg, að hann hefði lítið meiðzt. Bílstjórinn ók þá brott eins og ekk- crt hefði í skorizt, en drengurinn lá grátandi á vegamótunum þar til bílstjóri frá Bæjarleiðum kom að. Hann gerði lögr. viðvart og beið hjá drengnum þar til hún kom. — Það eru eindregin tilmæli rann- sóknarlögreglunnar, að bflstjórinn sem sveigði fyrir drenginn, gefi sig fram til að bæta fyrir yfirsjón sína, en bæði er, að drengurinn er meiddur og hjól hans skemmt. Drengurinn sá ekki númerið á bíln um, en er fullviss um að þekkja hann, ef hann sér hann aftur. T f M I N N, föstudagurinn 13. júlí 1962 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.