Tíminn - 25.07.1962, Síða 6
Biskup með blaðamenn í boði sínu að Skálhoiti.
Skóli skal rísa
í Skálholti
Nú hafa Gascoignes verksmiðjurnar endurbætt og
fullkomnað sogskiptana á mjaltavélunum. Sam-
kvæmt nýlokinni prófun á vélunum hjá verkfæra-
nefnd ríkisins, Hvanneyri, er þessi nýi sogskiptir
18% hraðvirkari en eldri gerðir og hreytur hafa
minnkað mikið. Nú má einmg fá með vélunum
nýja gerð af spenahylkjum og spenagúmmíum,
sem eru aðeins þrengri og styttri en sú gerð, sem
fylgt hefir vélunum undanfarið.
Við eigum Gascoignes mjaltavélarnar oft fyrir-
liggjandi eða útvegum þær með stuttum fyrirvara.
Þær má fá annaðhvort með raímagns- eða benzín-
mótorum. Fullkominn leiðarvísir á íslenzku fylg-
ir hverri vél. Varahlutir alltaf fyrirliggjandi.
Gascoignes mjaltavélarnar eru notaðar á hundruð
um íslenzkra sveitaheimila og 20 ára reynsla hér-
lendis sannar gæðin.
^^ARNI GE6TSSON
Vatnsstíg 3 — Sími 17930
tf
~ sagði biskup, er þjóðkirkjan bauð
blaðamönnum til Skálhoftsstaðar
Til þessa mannfundar kjöri
biskupinn, herra Sigurbjöm Ein-
arsson, Þorláksmessu á sumar,
sem nú bar upp á föátudag 20.
júlí. Auk blaðamanna voru þarna
einnig ráðuneytisstjóri kirkjumála
ráðuneytisins Baldur Mölier, og
Steindór Gunnlaugsson, fy'rrv.
stjórnarráðsfulltrúi, en hann sat
Skálholtsstað, þegar hann komst
að nýju í þjóðareigu.
Veðrig skartaðj sínu fegursta,
enda þetta bjartast yfir Skálholts-
stað um langa tíð, en staðurinn
nú að rísa til hlutfalls fornrar
frægðar og nýrra dáða í íslenzku
þjóðlífi.
Skálholtskirkja er að rísa að
nýju, og verður tvímælalaust veg-
legasta guðshús á fslandi. Stend-
ur nú fokheld og fagnar gestum
sínum með fögrum klukknahljóm,
en klukknahljómurinn og hinar
fögru og frumlegu helgimyndir,
sem skreyta sérhvern glugga
þessa mikla musteris, setja þegar
tignar- og helgiblæ á staðinn.
Hlýjar það þá enn um hjartaræt-
ur að hinar glæsilegu umgetnu
helgimyndir eru verk íslenzkrar
listakonu, Gerðar Helgadóttur.
Þegar kirkjuklukkumar hljóðn-
uðu var gengið \ kirkju, en bisk-
upinn Sigurbjörn Einarsson í kór
dyr og bauð gesti velkomna og
þakkaði þeim þegin boð.
Minntist biskup fornrar helgi
dagsins, stiklaði á stóru um sögu
staðarins, minntist þeirra feðga
Gissurar hvíta og ísleifs, en Giss-
ur sonur hans lagði land til Skál-
holtskirkju. Einnig' Þorláks helga
og Brynjólfs Sveinssonar, sem báð
ir hefðu verig bænarinnar menn.
Lýsti sígan að nokkru skipulagi
hinnar fornu dómkjrkju, gat um
hvar í hinum fornu dómkirkjum
Maríustúkan var, en hún var helg
ur bænarstaður biskupa til forna.
Hér hefðu prédikað Jón Vídalín
og Hallgrímur Pétursson. Hér
værj eins og horfzt í augu við
liðnar kynslóðir þessa lands.
Staður aldrei gleymzt, en af-
ræktur!
En nú er hér að rísa kirkja,
veglegust á landinu! Vanti aðeins
milljón króna til þess að kirkjan
sé vígslufær! En komnar væru
3V2 milljón í bygginguna. Þetta
væri ekki há fjárhæð, þegar litið
væri á skyldurnar vig staðinn!
f bændabýli staðarins með hús-
um og ræktun væru komnar rúm-
ar 10 milljónir.
Síðan vék biskup að hinu, hvað
við tæki eftir kirkjuvígslu. Þetta
ætti ekki að verða minnisvarðinn
einn. Það vekti ekki fyrir.
Hitt vilji allrar þjóðarinnar, að
hér verði lífrænt verkefni af hendi
leyst, er sæmi þessum stað.
Uppástungur eru margar — og
eins og kenni óþolinmæði, hvað
eigi að gera við Skálholt — og
er þetta ekki óeðlilegt, mæltj
biskup.
Nú á þessari stundu, er íslenzka
þjóðkirkjan áhugasöm og einhuga
um, að hér rísi kirkjuleg mennta-
stofnun, eins ko.nar lýðháskóli!
Kirkjunnar menn og skólamenn
telja þjóðina vanta slíka stofnun
Það er lýðháskólafólkið danska,
sem alltaf hefur stutt okkar máls-
stað i frelsisbaráttu okkar, og
þá ejnnig hvað handritamálið.
ahrærir.
Og hver er ekki þjóðhollustan
og manndómurinn fyrir eigin
þjóð, þegar svona er að staðið
gagnvart nágrannanum, mælti
biskup með nokkrum þunga f
rómi?
Þetta — þessi hugmynd, er að
verða að veruleika!
Hún á miklu fylgi að fagna á
Norðurlöndum.
Enda yrði hún samnorræn stofn
un, menningarleg og kirkjúleg,
og mundu fleiri en ísland til
hennar kosta, mælti biskup.
Síðan gat biskup um gjafir,
sem iSkálholtskirkju þeirri, er nú
værj að rísa, hefðu borizt frá
frændþjóðunum, sem vissulega-
eru hinar veglegustu. ,
Loks lýsti biskup þeirri skoðun
sinni, að vígslubiskup ætti að
sitja í Skálholti.
Eftir að hafa notið góðgerða í
boði biskups svipuðust menn um
á staðnum, j einhverri hinni feg-
urstu hásumarbirtu. sem yfir
landi okkar skín.
Þá slóst sá, er þetta ritar, í
fylgd með fólki, sem lagði f jarð-
göng þau hin fornu, sem lágu
milli skóla og kirkju, en þau eru
nú rýmri fyrir það, að fjarlægðar!
hafa verið j gólfi þeirra tvennar:
hellulagnir ofan af hinum upp-!
runalegu eiztu hellum, sem í göng j
in voru lögð
Loks va -afnazt saman á hlaði.:
en þar er afgirtur reitur grasi:
g'óinn en tnnan girðingarjnnar;
er hvnn fornfrægi „Staupásteinn“. j
Og svona er sannleikurinn og
sagan einatt svifasein, að sá, sem
þessar línur ritar, var nú í fyrsta
sinn fræddur um þennan sögu-j
fræga stein — og varð af fagn-|
aðarfundur! |
Sigurbjörn biskup úti fyrir Skálholtskirkju.
3
T f M I N N’, ikudasurin? 25 júJ’ 1962.