Tíminn - 25.07.1962, Síða 14

Tíminn - 25.07.1962, Síða 14
— Hvaða penjngar? sagði pó-st- ég get fært móður minni og systr- um. — Aha! Senorita' á stóra fjöl- skyldu? — Eg á tvær systur, sagði hún og sneri sér aftur að glugganum. Eg held að ég kaupi nokkur póst- kort hérna. Hún keypti eitt með litmynd af hótelinu og ströndinni, það átti að vera til Jönu. Handa Veru valdi hún eitt af fjöllunum. Svo skrifaði hún nokkur orð á hvort, bara að hún hefði það yndislegt og hugsaði sér að dveljast eina eða tvær vikur á Santa Felice. Ekkert leyndardómsfullt, hugsaði hún og brosíi. Don Manuel mátti svei mér sveitast við að reyna að finna einhverja dulda merkingu í kortunum, sem hún sendi heim til fjölskyldu sinnar. Mario vísaði henni síðan á póst húsið, 'sem hafði áreiðanlegá verið glæsilegt einbýlishús fyrir langa löngu. Með öllum innganginum voru súlur og í einum endanum hár turn með klukku efst. Þegar inn var komið, var húsið dimmt og drungalegt. Hún varð að bíða meðan maðurinn hinum megin við borðið afgreiddi annan. Síðan hóf hann að spyrja, hvernig senoritan væri til heilsunnar og dáðist að hinum hrifandi fagra hári hennar. Það vakti nokkurn þyt, þegar hún ætlaði að borga með enskum Pen- ingum, kalla varð póstmeistarann á vettvang, sem hóf þegar að ausa hana hóli á spænskri tungu. Elen- or starði skilningsvana á hann. — Ó, hin unga enska dama skil ur ekki tungu okkar? spurði hann á ensku og hún kinkaði kolli. — Er nokkrum vandkvæðum bundið að fá skipt enskum pen- ingum? spurði hún. — Eg var ekki að ræða um enksa peninga, útskýrði póstmeist- arinn með klókindalegu brosi, — heldur um hig undurfagra andlit senoritu. Elenor vissi það fullvel, en áleit það ’enga gullhamra. Henni gazt ekki að manninum og var sann- færð um, að hann væri í þjón- usíu hjá hans hátign forsetanum. Og áður en varði, bunaði Mario út úr sér æsilegum orðaflaumi á spænsku og meðan hún hlýddj á hann, átti hún bágt með að verj- ast brosi. Leiðsögumaður hennar kvaðst segja það í fullri meiningu, ag hefði ekki póstmeistarinn ver- ið gamai.1 skröggur, hefði hann Mario í eigin persónu tekig hann í karphúsið fyrir að tala svona til senoritunnar hans. Og hann íeyfði sér að spyrja, hvort hin aldraða eiginkona póstmeistarans vissi, að hann hefði fyrir sig að slá öllum ungum konum, sem inn á pósthús- ið komu, gullhamra, þær kæmu sannarlega ekki af fúsum vilja inn í þennan skítakassa, aðeins vegna þess að þetta væri eina pósthúsið á eynni. Vissi hann ekki, að hvítar konur kærðu sig ekki um, að minnzt væri á útlit þeirra? Ef póst meistarinn sýndi slíka ósvífni, gæti hann, Mario, það líka og hann skyldi byrja meg því að minna póstmeistarann á sinn nauðasköllótta haus. Síðan skyldi hann taka andlit hans fyrir og hann vonaði, að fólk myndi ekki flýja út af einskærri hræðslu. Hann vissi auðvitað, hvers vegna hann hafði slíkt andlit . . . Og þegar hér var komið sögu, var hann stöðvaður af reiðiöskri póst- meistarans. Elenor áleit heppilegast að stöðva þetta áður en hún færi annaðhvort að hlæja og kæmi þar með upp um, að hún skildi spönsku, eða áður en kæmi til enn harðari átaka. Allir, sem næstir voru, stóðu grafkyrrir og hlýddu á. Mario æsti sig meira og meira, hárið féll niður á ennið, og hann pataði ofsalega með höndunum. Hún snart arm hans varlega. — Getur hann ekki skipt pen- ingunum mínum? spurði hún sak- leysislega. — Ef ekki, hvers vegna segir hann það ekki hreint út í stag þess ag reiðast svona? Það sló á algerri þögn. — Peningar? sagði leiðsögumað ur hennar. meistarinn. — Ensku peningarnir. Hún sperrti upp augun. — Fyrir frí- merkjum. Mennirnir tveir litu hvor á ann- an. Mario brosti, póstmeistarinn brosti, svo hrópuðu þeir í kór: — Ó, FRÍMERKIN! Að lokum hafði tekizt ag frí- merkja póstkortin og setja þau í þar til gerðan kassa og Elenor var fylgt út á götuna aftur með miklum hneigingum og handapati. Mario rölti við hlið hennar. Hann strauk hárið frá enninu og brosti alsæll. — Hvert vill senorita ’fara? spurði hann, og þegar hún hikaði, leyfði hann sér ag koma með til- lögu. — Báturinn fer aftur í kvöld. Hann lítur betur út í dálítilli fjar lægð, senorita, og þá finnur mað- ur heldur ekki lyktina. Hún hló. Það hafði raunar verið kynleg l,ykt um borð í bátnum, lykt, sem minnti á myglað græn- meti. — Já, ég held, að mig langi til ag sjá hann úr dálítilli fjarlægð. Hann fylgdi hennj um mjóar götur, og fljótlega var Elenor stödd á hvítri sandströnd og horfði út á hafið. Langt burtu sá hún möstrin á fiskibátunum og skor- steininn á bátnum, sem flutt hafði hana hingað frá Kingston. Um- hverfis hana var undur kyrrt. Hún settist niður í mjúkan, hlýj- an sandinn og liorfði á, meðan báturinn lagði frá og tók stefnu út á opið haf. Mario stóg virðuleg ur nokkuð að bakj hennar, hann sagði ekkert og hún var honum þakklát fyrir það. Þessi litli bát- ur var eini tengiliður hennar við fjölskyldu hennar. Áður en hann fór, hafðj hún engan möguleika til ag komast frá eyjunni. Satt var að vísu, að hann kom þrisvar í viku, en þegar hann var hér ekki, var engin önnur leið að komast burt. Hún sat lengi kyrr og starði á bátinn, þar til hann var orðinn eins og örlííill depill. Þá reis hún á fætur og leit á armbandsúr sitt. Hún hafði enn nokkra stund t,il að skoða sig um, áður en hún færi aftur heim á gistihúsið. •— Eru margar strendur eins og þessi? spurði hún Mario og hann kinkaði kolli. — Kringum alla eyju, senorita. Þær eru fallegar, ha? — Óskaplega fallegar. Eg verð að skoða þær allar. — Eg þekki þær allar, raupaði hann. — Bara segja til, þegar senorita vill sjá þær. Vatnig var tært og kyrrt, það var forsæla undir pálmatrjánum, hún gat legið í leti og gert hvað sem hana lysti, þar til John Gra- ham kæmi og þau yrðu að hugsa fyrir hinu raunverulega erindi hennar til Santa Felice. Þegar þau komu til gistihúss- ins, sendi hún Mario burt og sagð ist ekki mundu fara út aftur. Hann hneigði sig á þann hátt, sem hún fór nú smám saman að venjast. Svo hvarf hann í mann- hafið á götunnj og hún hugleiddi andartak, hvar hann byggi og meg hverjum. Eftir miðdegisverðinn kom ferðamaðurinn, sem kynnt hafði sig fyrir henni í tollskúrnum, og spurði, hvort hún vildi drekka kaffi með þeim. Elenor þá boðið og ,var einnig kynnt fyrir ungu hjónunum Rose og Terry Clar- ence, sem sögðust hafa komið fyr ir nokkrum dögum og vera í brúð kaupsferð. Nafnið Santa Felice hefði þeim þótt svo rómantískt, og það var eina ástæðan fyrir því, 115 til óblandinnar áhyggju, af stað til að dvelja tvo daga hjá Roose- velt í Hyde Park. En liðsforingjar Roosevelts voru staðráðnir í því að hindra alla eftirgjöf af hálfu forsetans í þetta skiptið. Daginn, sem forsætisráðherrann kom til Quebec, lagði Stimson ráðherra fram fyrir forsetann minnisgreinar er hann hafði ritað um þær álykt- anir sínar, er hann hafði komizt að á hinu nýafstaðna ferðalagi síu til Englands. Þessi atriði, fulL yrti hann, að hefðu orðig fullkom lega augljós á ráðstefnunum með Bretunum: „í fyrsta lagi: Við getum nú ekki vonazt til þess að verða fær- ir um að gera árásir yfir sundið og leggja til atlögu við hina þýzku óvini okkar undir stjórn brezks hershöfðingja. Bæði brezki forsæt isráðherrann og yfirmaður brezka herforingjaráðsins eru algerlega andvígiL slíkri tillögu. Skuggarn- ir af Passchendaele og Dunquer- que grúfa enn of þunglega yfir hugum og ímyndunarafli þessara brezku leiðtoga. Enda þótt þeir hafi í orði kveðnu látizt vera fylgj andi þessum aðgerðum, þá hafa þeir þó hugsað annað í hjarta sínu og til þeirra þarf meira sjálf stæði, meiri trú, meira þrek en hægt er með nokkurri skynsemi að búast við að finna hjá brezkum hershöfðingja . . . f öðru lagi: Ágreiningur okkar er mjög djúpstæður. Ameríska herforingjaráðið hefur þá skoðun, að aðeins með því að draga sam- an hinn afarmikla herstyrk brezku og bandarísku þjóðanna verði raunverulega hægt að sigra Þýzka land og vinna endanlegan sigur í stríðinu. Á hinn bóginn er kenn- ing Breta (sem kom hvað eftir annað í ljós í óvarkárum setn- ingum brezku leiðtoganna, er ég hef nýlega rætt við) sú, að hægt verði ag sigra Þjóðverja með hern aðaraðgerðum í Norður-Ítalíu, ■ á austanverðu Miðjarðarhafi, í Grikklandi, á Balkanskaga, í Rúm eníu og öðrum fylgiríkjum . . . í mínum augum virðist þessi af- ■staða mjög hættuleg, svo að ekki sé meira sagt. Við erum, eigi síð- ur en Bretar, skuldbundnir til að stofna nýjar vígstöðvar í Evrópu og það er fráleitt, að hægt verði með slíkum smáskæruhernaði víðs vegar í heiminum, að telja Stalin trú um að við höfum efnt þá skuld bindingu. í þriðja lagi: Eg álít því, ag tími sé kominn til þess fyrir yður, að taka þá ákvörðun, að stjórn yðar verði að taka á sig þá ábyrgð að stjórna þessum síðasta mikla þætti Evrópustríðsins, sem nú blasir við okkur. Við getum ekki byrjað þessar hættulegustu aðgerðir styrj aldarinnar undir hálf-volgri for- ystu, sem myndi valda misheppn- an eða a. m. k. mjög neikvæðum úrslitum. Fyrir næstum tveimur árum buðu Bretar okkur þessa herstjórn. Eg held að við ættum nú að þiggja hana, eða — ef þess gerist þörf — krefjast hennar“. Vopnaður þessu plaggi átti gamli hermálaráðherrann „mjög ánægjulegar og árangursríkar við- ræður“ við yfirboðara sinn í ná- vist bandaríska herforingjaráðs- ins. „Forsetinn var ákveðnari og skarpari í hugsun en ég hafði nokkru sinni fyrr vitað hann vera frá því í stríðsbyrjun og hann sam þykkti fullkomlega og athuga- 'Semdalaust þá stefnu, sem banda- ríska herforingjaráðið hefur allt- af beitt sér fyrir. Hann vildi ekki láta halda lengra inn í Ítalíu en til Rómar. Hann vildi láta eins fljótt og augig yrði draga saman meiri her í Stóra-Bretlandi, svo að við hefðum þar, þegar tími hinnar raunverulegu innrásar kæmi, rneiri her en Bretar sjálf- ir. Og hann vildi ag yfirstjórnin yrði í höndum amerísks hershöfð- ingja. Eg gat séð, að amerísku Fyrri hluti: UndanhaU, eítir Arthur Bryant. Heimiidir eru herforingjaráðsmennirnir voru bæði undrandi og ánægðir yfir ákveðni hans“. Þegar forsætisráðherrann kom til Hyde Park þann 12. ágúst, var forsetinn búinn að taka fasta ákvörðun. Ákvörðun Roosevelts var sú, að allir hermenn [ Bret- landi skyldu vera sérstaklega bún ir undir að gera árás yfir sundið á árinu 1944 og hætt skyldi jafn- framt við allar frekari hernaðar- aðgerðir á Miðjarðarhafi. Hann hafði einnig ákveðið, ag Marshall — ekki Brooke — skyldi stjórna leiðangursliðinu. Gestur hans reyndist furðulega samþykkur þessum ákvörðunum forsetans. Hann var fús til að láta amerískan hershöfðingja stjórna aðgerðun- um yfir sundið gegn því að Bret- um yrði falin yfirherstjórn á Mið- jarðarhafi og í Suðaustur-Asíu. Hann fagnaði auðvjtag þeirri ósk forsetans að draga saman öfiugan amerískan her í Bretlandi og Evrópu Meðan þeir Roosevelt og Chur- chill sátu á rökstólum, hélt hið sameinaða herforingjaráð beggja ríkjanna aðra ráðs'tefnu í Fra-r- tenac gistihússins í Quebec. Þar fóru fram heitar umræður um áform þríveldanna um innrás í Frakkland, stríðið við Japani og hernaðaraðgerðirnar á Miðjarðar- hafssvæðinu. Amerísku herfor- ingjaráðsmennirnir komu síðdegis þann 13. ágúst og fyrstu umræður vig hina brezku bandamenn þeirra hófust morguninn eftir. Og enda þótt þeir væru hinir vinsamleg- ustu, þá voru þeir samt óvenjulega ósveigjanlegir Að einu leyti varð árangur ráð- stefnunnar annar og meiri en Ameríkumennirnir höfðu búizt við f stað þess að Bretarnir sner- ust gegn árás yfir sundið, eins og ■árið 1943. virtist nú eina áhuga- mái þeirra vera, ekki að hindra eða fresta henni, heldur tryggja það að hún yrði framkvæmd með nægiiega miklum herafla og að tekin vrðu skip og flugvélar frá öðrum stöðum til þess að taka þátt j henni. Það v.ar út af þessu atriði, sem ákafar deilur spunnust. King hélt því skilyrðislaust fram, að Banda- ríkin hefðu of miklum skyldum að gegna á Kyrrahafinu til þess að geta kallag þaðan árásarskip, án þess ag það hefði alvarlegar af- leiðingar. Dagbók Brooks segir frá því, hvernig hann og starfsbræður hans glímdu vig þessa ósveigjan- legu ákvörðun. „13. ágúst 1943. Quebec . . . . Ilitti Dill eftir morgunverð og varð að segja honum hvar við stæðum Reyndj því næst ag lesa tveggja daga póst, aðallega bréf, á þrjátíu mínútum. Að þvj loknu herforingjaráðsfundur frá klukk- an 10,30 til 1 e. h. meg fulltrúun- um frá Washington. Eftir hádegis- verð þriggja klukkustunda sleitu- laus lestur til klukkan 5,30 e. h. þegar annar herforingjaráðsfund- ur hófst, sem stóð yfir til klukkan 7,30 e h Borðaði miðdegisverð með Marshall, Arnold og Somer- well, en sat því næst á fundi með Mackcnzie King og forsætisráð- herranum til miðnættis. T f M I N N, miðvikuilagurum 25. júlí 1962. 14

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.