Tíminn - 25.07.1962, Page 16

Tíminn - 25.07.1962, Page 16
 Miðvikudagur 25. júlí 1962 167. tbl. 46. árg. Vegastríði Húsavíkur er nú iokið í fyrradag lauk vinnustöðv- un við vegalagninguna í Aðal- dalshrauni. Hófu 5 bílar frá Húsavík malarflufning í veg- inn, en enginn bíll úr Suður- Þingeyjarsýslu ufan Húsavík- ur tók þátt í vinnunni. Dcilan hófst, þegar yegamála- stjórnin réði þrjá bílstjóra með vörubíla frá Húsavík til malar- flutninga, en að'eins einn úr sveit-! inni utan Húsavíkur. Vörubílstjóra- félag Suður-Þingeyjarsýslu utan Húsavíkur telur hins vegar, að það eigi að hafa einkarétt á allri vinnu í sveitinni. Á fimmtudaginn stöðvuðu síðan 5 bílar úr sveitinni vinnu við mal- arnámuná utan í Laxamýrarleiti, og sama sagan endurtók sig á föstu daginn. í gær komu 5 bílar frá Húsavík að námunni, og gátu þeir óáreittir hafið vinnu við að flytja möl í veginn, en sveitarbílarnir tóku ekki þátt í vinnunni. Vegamálastjórnin bar á föstu- daginn fram kæru við sýslumann- inn í Suður-Þingeyjarsýslu, þar eð hún taldi sig hafa rétt til að ráða hvern þann bíl í sýslunni til vegar gerðarinnar. Að sögn formanns Vörubilstjórafélags Suður-Þingeyj- arsýslu hefur stjóin félagsins ekki leitað eftir lögfræðilegri aðstoð, eins og sagt var, að það’ hefði gert Útsvör á Akureyri Niðurjöfnun útsvara er nú lok- ið á Akureyri. Jafnað var niður að þessu sinni 24,925 milljón krónum á 2798 gjaldendur. Til samanburðar var jafnag niður í fyrry 24.591.300 krónum á 2760 gjaldendur. Gjaldendurnir skiptust í ár niður í 2714 einstaklinga og 84 félög. Hæstu útsvör greiddu Slipp stöðin 282.500 krónur, KEA 202,- Framhald a 15 siðu NÝJA OG GAMLA BLÚNDU- BRÚIN Vinnan við Blöndubrúna nýju var komin þetta langt í fyrra- dag er blaðamenn Tímans flugu yfir hana. Hún er alveg við hliðina á gömlu Blöndubrúnni, sem er elzta stórbrú landsins, sem enn er í notkun. Gamla Blöndubrúin hefur þjónað hlut verki sínu lengi eða í 65 ár, og hefur lengst af verið eina brú in á Blöndu. Hún var reist 1897 af þáverandi landsverkfræð- ingi, Sigurði Thoroddsen, en var smíðuð í Noregi. Hún Var mjó járngrindabitabrú, 37 metra löng og 3,6 metrar að innanmáli, og ein af tæplega 20 brúm þeirrar gerðar. Sum- ar þessara járngrindabitabrúa þjóna enn, svo sem brýrnar á Norðurá í Borgarfirði, Laxá í Dölum og Jökulsá á Sólheima- sandi. Nýja brúin verður meira en helmingi breiðari en hin gamla, 7 metra breið akbraut og tvær metra breiðar gang- stéttir. Eins og sjá má á mynd inni verður aðeins helmingur hennar reistur í sumar, en sá hluti verður opnaður fýrir um- ferð í október. í haust verður síðan gamla þrúin rifin, og fer járnið’ úr henni í brota- járn, enda er það orðið of gam alt til þess að nýta það í nýjar brýr. Næsta sumar verður svo seinni helmingur brúarinnar reistur á sama stag og gamla brúin er núna. Nýja Blöndubrúin með tvö faldri akbraut verður mikil samgöngubót á þjóðleiðinni norður og austur á land. Gamla brúin var orðin allt of mjó fyrir hina breiðu bíla nútím ans. Einnig er að nýju brúnni mikig öryggi fyrir íbúa Blöndu óss, en bærinn er báðum meg in árinnar, og brúin notuð mik ið af gangandi fólki, og koma gangstéttirnar þá í góðar þarf M ir. Hermann Jónasson Laugardaginn 28. júlí n.k. kl. 9 s.d. halda Framsóknarmenn hér- aðsmót á Hólmavík. Ræður flytja Hermann Jónasson fyriv. forsætisráðherra og Sigur- vin Einarsson alþm. Veiðihorfur góðar bæði fyrir norðan og austan Sigurvln Einarsson Skemmtiatriði: Einsöngur Erl- ingur Vigfússon, undirleik annast Ragnar Björnsson. Karl Guðmunds son gamanleikari skemmtir. A eft- ir verður dansað. í gær virtist síldveiðin afturj vera að aukast fyrir Austur-j landi, nokkur síldveiði var þá. á Vestursvæðinu. Jakob Jakobsson um borð í Ægi kvað veiðihorfur yfirleitt vera góð- ar á báðum svæðunum og! hefðu þeir lóðað á ágætar síldartorfur út af Héraðsflóa. Vestan kaldi var fyrir norðan í gær, og voru því mörg skip á leiðinni austur, en þar var norðaustan hægur andvari og ; ágætis veiðiveður. i í gærmorgun var vitað um 82 skip, sem fengið höfðu 60.100 mál I og tunnur, þá voru aðalveiðisvæð in út af Siglufirði, Rifsbanka og á austursvæðinu út af Dalatanga og Bjarnarey. Leitarskipið Ægir var á leið austur fyrir land, en Fanney, sem hefur verið fyrir austan að undan förnu, var farin norður. Ægir fann í gær ágætar síldartorfur út af Héraðsflóa og voru mörg skip á leið þangað að norðan. Síldin óð nokkuð grunnt, og voru sums staðar aðeins um 10 fet niður á hana. Er það óvenjulegt því að venjulega kemur hún aðeins upp að nóttu til. Síldin var hins vegar nokkuð djúpt úti, og því erfitt að eiga við hana. Hún var mjög feit, t.d. var síldin, sem veiddist út af Bjarnarey frá 20 upp í 24,5% feit. Var hér um ágætis söltunarsíld að ræða, en þar eð langt var í land vildi síldin merj- ast, og fó.r því ekki eins mikið af henni í söltun og annars hefði verið. Nokkrir bátar komust í stórar smásíldartorfur út af Austfjörð- um í gær. Síldin var bæði lítil og horuð og allt niður í kræðu. Miklum erfiðleikum er bundið að ná þessari síld inn, og rífur hún oft net. Jakob Jakobsson kvað síldina hafa komið á Austfjarðamiðin 10 dögum fvrr í ár heldur en í fyrra sumar. Hann taldi þetta þó ekki þurfa að þýða, að hún væri nú á förum. Taldi\ hann horfur á áframhaldandi síldveiðum bæði fyrir austan og norðan mjög góð- ar, en betra væri, ef síldin veidd- ist nær landi, sérstaWelga svo ekki þyrfti að flytja hana eins langt og verig hefur. Á Siglufirði var saltað á flest- um söltunarstöðvum í gær. Þang að barst síldin mestmegnis af Sporðagrunni. Síldin var mjög feit, 23—25%. Hún var þó nokkuð misjöfn, og sums staðar varð að kasta allt að helmingi hennar. Svíar hafa stöðugt 3 til 4 menn á Siglufirði, sem ganga á milli söltunarstöðvanna og velja þá síld, sem þeir vilja kaupa. Ejnnig sjá Svíar stöðvunum bæði fyrir tunnum, salti og kryddi, þannig að síldin er meðhöndluð á þann hátt sem þeir helzt vilja. Er að þessu mikið öryggi fyrir saltend- ur, því að ekki þarf að hræðast, að Svíarnir né aðrar þjóðir. sem Framhald á 15 síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.