Tíminn - 31.07.1962, Blaðsíða 13
Framhalr' af f-) siðu
ið keppir við annað með eitthvað
nýtt. í stórum dráttum má segja,
að að því sé keppt aS framleiða úr
léttum efnum og byggja úr ein-
ingum, sem framleiddar eru á verk
slæðum eða í verksmiðjum.
Létt efni úr steini eru notuð í
vaxandi mæli og nokkur önnur
hráefni, aðallega timbur og hálm-
ur, eru steind til þess að gera
þau varin. Og svo eru
léttmálmar — einkum alúmínium
teknir í notkun, þegar reisa skal
sveitabyggingar, bæði peningshús
og hlöður.
Um innréttingu bygginga má í
stórum dráttum segja, að þar er
að því stefnt að gera allt sem fá-
brotnast, létt í hirðingu og auð-1
velt í umgengni og starfi. Því er
nú túlkað, að jötur séu óþarfar
eða þær skuli vera sem einfaldast-
ar, nokkuð, sem við íslendingar J
höfum verið á undan öðrum'með.
Og svo er lagt kapp á, að auðvelt1
sé að losna við mykjuna úr fjós-j
inu og annan úrgang úr penings-
húsum yfirleitt. Til þess eru ýms-
ar aðferðir, sem fyrirmyndir voiu
sýndar að, en torvelt er að meta
gildi þeirra, nema í reynd um
r.okkurn tíma, því að sérlegum
þægindum geta fylgt slæmir ann-
markar. Mið-Evrópu-fyrirkomulag-
ið, með járnrist yfir flór, eins og
á Hofi í Vatnsdal, er nú prófað
um Norðurlönd og af sumum for-
dæmt í framkvæmd af því að kýrn-
ar slíti klaufunum á ristinni alveg
inn í kviku og verði svo ekki gang-
færar. Þetta er dæmi eitt af mörg-
um sem sýna, að allt nýtt þarf að
prófa og virðist reynast misjafn-
lega hjá mönnum.
Loftræstingin er þó atriði, sem
allir eru sammála um, en það er
í því efni að miklu betur þurfi
að sjá fyrir þeim lið en venja
hefur verið.
Sýnt var með dæmum, hvernig
hús'fyrnast allt of fljótt vegna
ónógrar loftræstingar og hvernig
skepnur sýna allt of lítið gagn af
sömu ástáðum. Ýmiss konar ráð
eru þar til úrbóta og voru auð-
vitað ýmis fyrirta'ki hvert með
sina aðferð, sérstaka glugga, sér-
staka strompa og sérstakan viftu-
búnað. En flestir munu sammála
um, að rafknúnar rellur, sem stýrt
er af sjálfvirkum hitastilli, sé
bezta fyrirkomulagið til þess að
skapa öryggi í góðri loftræstingu
peningshúsa. En þá má ekki
gleyma að taka hreina loftið inn
á allmörgum stöðum í hverri bygg
ingu, svo að hvergi myndist
súgur.
Önnur atriði
Það yrði mjög langt mál, ef
telja skyldi öll þau atriði, sem
sýningarnar túlkuðu, og ógerlegt
hér. í auglýsingaskyni er sumt
sýnt og því hagrætt með tilliti til
þess.
„Grís á gaffalinn" er slagorð,
sem nú er notað til þess að hvetja
fólk til að borða meira flesk og
í fjölbreyttara formi. Heilir veit-
ingaskálar voru starfandi undir
slagorði þessu.
Með myndum og tölum og línu-
ritum var túlkað eitt og annað úr
heimi starfsins og af véttvangi
hlutverka landbúnaðarins, auk
þess sem heilir sýnisreitir höfðu
verið undirbúnir, og í sýningar-
skálum að sjálfsögðu upp sett og
túlkað það, sem viðeigandi þykir
að mæla með eða þá hitt, sem forð-
ast ber í daglegu starfi og í at-
höfn allri.
Má í þessu sambandi nefna, að
í Herning voru glögg dæmi sýnd
um hvernig skjólbelti eiga að i
vera og hvernig þau eiga ekki að
vera.
Þar voru og sýndir allir þeirj
runnar og tré, sem í almennri j
skjólbeltarækt er notað, svo og
var túlkað hvernig nota skyldi til
þess að árangur svaraði til erfiðisj
og kostnaðar.
Þá má drepa á eftirtektarvert J
atriði úr athöfn hvers heimilis og
TÍMINN, þriðjudaginn 31. jú
: DANA
hvers einstaklings, þar sem upp
var raðað fæðutegundum þeim,
hinum helztu, sem maður borðar
á heilu ári, og tilgreint var verð-
gildi þess.
Um það atriði sögðu margir
sína meiningu. Sumum fannst öl-.
flöskurnar lygilega margar. Öðrum !
þótti mjólkurflöskurnar ótrúlega
margar. Stafli rúgbrauða þótti
sumum stór o. s. frv. En hafa marg-
ir gert sér grein fyrir magni þess
sem neytt er? Naumas-t, ef dæma
skal af viðbrögðum fólksins, er
það stóð andspænis vistum, er
nægja skyldi sem ársforði. Eða
kjötið: hálfur grís, fjórðungur úr
kálfi og vænt stykki úr kýrskrokk
og svo nokkrar hænur og kjúkling-
ar að auki. Ekkert smáræði, þeg-
ar árskjötið er á einum stað. Og
með því tveir pokar af kartöflum,
smjör og smjörlíki í stómm hlaða
og allt eftir því.
Jú, það er margt, sem hægt er
að sýna, en á sýningu, þar sem
margt er að sjá og skoða, þurfa
hlutirnir að vera túlkaðir, svo að
auðskildir séu og ekki þurfi að
eyða miklum tíma á hverjum stað.
Þetta lærist meðal þeirra, sem
að sýningum standa á hverju ári.
Þá vita menn nákvæmlega hvern-
ig allt skal framreitt, svo að þeir, ■
sem sýningarnar sækja, fari heim
þaðan fróðari og minnugir þess,
sem séð var og skoðað á sýningu
hverri, hvort sem vera skyldi til
gamans eða fróðleiks, eða þá til
gagns, eða máske allt í senn.
Sýningarnar eru dýrar í umbún-
aði og framkvæmd, en fjöldi
manns heimsækir þær og hjá Dön-i
um eru þær svo fastur liður í ár- j
legum atburðum, að þar orkar
ekki tvímælis hvort til þeirra skuli
efnt eða ekki.
Sé farið yfir Eyrarsund til Sví-
þjóðar, er annað viðhorf ráðandi í
þessum efnum Þar, eins og í
grannlandi sunnar, eru sýningar I
skoðaðar sem mikilvægur liður í
athöfnum almennra viðskipta.
En Danir eru nokkuð sérstæðir
um að útbreiða almenna þekkingu
á hlutum og fyrirbærum með því
að sýna, hvernig þetta er allt og
hvernig það skal notað og hagnýtt. j
Þetta á sennilega nána 'samleið
með hinni frábæru alþýðumennt-j
un, sem ríkjandi er með danskri I
þjóð.
Gaitskell og Spaak
Framhaid af 7 síðu
deildina á fyrir fáum vikum,
þá komu meðlimaríki EFTA sér
saman um að standa sarnan í'
samningaumleitunum, unz sam-1
komulagi væri náð, sem gerði
þeim öllum kleift að taka þátt
í bandalaginu frá sama tíma.
Þau tóku fram, að þau gætu
ekki gengið að „hálfkveðinni
lausn, sem ylli nýjum efna-
hagslegum klofningi Vesiur-
Evrópu". Nú verður Gaitske'.l
að halda þessu loforði að
Maudling. Þar sem lýðræðis-
ríki Skandinavíu eru, — undir i
stjórn jafnaðarmanna, — sér
hann réttilega eðlilega banda-
menn stjórnar verkamanna-
flokksins. Sem leiðtogi slíkrar
stjórnar þyrfti hann að eiga
vísan stuðning norskra og
danskra atkvæða á ráðherra-
fundum bandalagsins. En skoð-
anabræður hans í stjórnmálum
á meginlandinu hafa einnig
hrellt hann í þessu efni. Á
Briissel-ráðstefnunni var Spaak
mjög grófur í ummælum sín-
um um hina hlutlausu meðlimi
EFTA — Svíþjóð, Austurríki
og Sviss, — og hafði sýnilega
meirihlutann með sér þegar
hann sagði, að ekki væri hægt
að leyfa þeim að velja aukaað-
ild í stað fullrar þátttöku. Og
ræður fulltrúa Norðmanna og
Dana voru honum ekki fremur
að skapi. Hann kvartaði undan
því á eftir, að „þeir kæmu með
óskir um að breyta kerfi okk-
ar og öllum vinnuaðferðum“.
Tlm
Það liggur ljóst fyrir, að allt,
sem stefnir að því að hindra þró
un Efnahagsbandalagsins til
fullrar, pólitískrar einingar,
með sameiginlega utanríkis- og
hermálastefnu, er óalandi og
óferjandi í augum þeirra jafn-
aðarmanna, sem þegar eru í
bandalaginu.
LOKAÁFALLIÐ hlaut Gait-
skell þegar hann komst að
því, að meðal sexveldanna á
hann hvergi vísan stuðning í
tilraunum sinum til að tryggja
stjórn verkamannaflokksins
frelsi til að skipuleggja efna-
hagslíf Bretlands eftir leiðum
sósíalismans. í augum þeirra,
sem aðhyllast ríkjasamsteyp-
una, verður öll skipulagning
að vera á evrópskan mæli-
kvarða og hugsjónir innlendra
flokka verða að vera undirgefn-
ar við markmið samsteypunn-
ar. Brezka verkalýðssamband-
ið hefur nýlega rekið sig á svip-
aðan vegg. f einkaviðræðum
við verkalýðssamtök Evrópu-
bandalagsríkjanna — á nýaf-
stöðnu móti Alþjóðasambands
frjálsra verkalýðssamtaka í
Berlín — fengu þau lítinn
hljómgrunn fjTir þau skilyrði,
sem þau höfðu sett fram í ný-
legri orðsendingu til ríkisstjórn
arinnar. Verkalýðssamtök sex-
veldanna, sem krefjast forrétt-
inda fyrir meðlimi sína — fram
yfir þegna samveldisins — til
þess að fylla lausar stöður í
Bretlandi, snérust einnig gegn
öllum tilraunum til að skuld-
binda meðlimaríki Evrópu-
bandalagsins til að halda uppi
fullri atvinnu.
Walter Schevenels, frá
ICFTU, varð á undan Spaak
þegar hann sagði, „Bretar
heimta allt of mikið og við er:
um alls ekki reiðubúnir að
veita þeim það“
Briissel-ráðstefnan hefur því
fremur breikkað en mjókkað
bilið milli verkalýðshrcyfing-
arinnar í Bretlandi og samtaka
stéttarbræðranna á meginland-
inu. Gaitskell verður nú að
bæta því við þær áhyggjur. sem
hann lýsti opinskátt fyrir
skömmu, að stjónnmálamenn
meginlandsins hyggjast alls
ekki breyta stefnu sinni til
þess að þóknast honum. Senni-
lega hefur þessi staðreynd
meiri áhrif á hann en mjúklát
fullyrðing Heaths um, að sex-
veldin hafi samúð með Bretum
í þeim vanda, sem þeir eigi við
að etja.
VIÐAVANGUR
Framhald af 2. síðu.
landbúnaðarins, og hélt þannig
fé fyrir þeim stéttum, sem það
áttu inni hjá ríkinu, fram yfir
áramótin.
Þessa milljónatugi kallar
Gunnar hins vegar ekki lausa
skuldir.
Það liggur hins vegar á borð-
inu, að hefði gengishagnaður-
inn ekki verið hafður með í
uppgjörinu, ríkið tekið á sig
venjulegar ríkisábyrgðagreiðsl
og staðið i skilum með niður-
greiðslufé tii atvinnuveganna,
hefði orðið stórfelldur greiðslu
halli á uppgjöri ríkissjóðs. —
Greiðsluafgangur Gunnars er
því aðeins laglega blásin sápu-
kúla, sem springur, þegar kom
ið er við hana, þótt á hana slái
svolitlu litbliki sem snöggvast.
--------1----------------------
2. síðan
ustuna: — Þetta er allt í lagi,
ljúfan. Ég skila mér í kirkjuna.
Jafnvel þótt brúðkaupið verði
eki fyrr en í september.
Hún. — Hann skilar sér. A
kvöldin skreppum ýið út saman
og fáum okkur í glasi. Hann get-
ur vel gengið beint eftir sextán
bjóra.
Þau hafa ekki nema einu
sinni átt í stríði. Það var þegar
samfarþegi einn í járnbrautar-
lest gaf konuefni Wills blóm. Það
var sem sagt einhver maður sem
reyndi að daðra við unnustuna.
— Will tók hann í gegn, seg-
ir konuefnið. — Ég hélt hann
ætlaði að fleygja manninum út
úr lestinni. Hann hvæsti framan
í hann. En auðvitað á maður von
á hetjudáðum hjá manni, sem
var svona lengi í hernum.
Úrvalsliðið sigraði
Framhald af 12. síðu.
leiknum sýndi það nokkuð af
styrkleika sínum og sex marka
munur í þeim hálfleik var góður.
Hins vegar átti það ekki að vera
í erfiðleikum í þessum leik, því
Þjóðverjarnir eru langt frá því
það sterkir, að þeir eigi að geta
ógnað íslenzku landsliði. Til þess
er Esslingen alltof ójafnt. Fyrir-
liði þess, Simmendinger, var bezti
leikmaðurinn á vellinum — en læt-
ur þó skapið ráða alltof mikið gerð
um sínum. Þar var markvörður-
inn einnig ágætur Nokkrir aðrir
leikmenn eru liprir — en ekkert
framyfir það -*■ og Esslingen virt-
ist ekki hafa varamenn til skipta.
j í úrvalsliðinu voru það einkum
hinir yngstu, sem áttu góðan leik.
Markvörðurinn Logi Kristjánsson
lék síðari hálfleikinn og stóð sig
mjög vel, varð'i oft glæsilega og
tók virkan þátt í leiknum. Hjalti
var í mar’ki fyrri hálfleikinn og
eftir slappa byrjun sótti hann mjög
á. Þá áttu Kristján og Rósmundur
ágætan leik og voru ásamt Einari
beztir úti á vellinum. Hinir ,,st;óru“
í liðinu, Ragnar, Birgir og Karl
Jó. voru ekki í essinu sínit og hafði
það sín áhrif. Þá vantaði illa hina
smitandi leikgleði Gunnlaugs
Hjálmarssonar, ÍR, sem gat ekki
leikið — og það hefur víst aldrei
komið fyrir í leik landsliðsins áð-
ur, að öll vítaköstin eru misnot-
uð. Þar er Gunnlaugur hinn mikli
sérfræðingur. Karl Benediktsson
kom í s-tað Reynis Ólafssonar og
var traustur í vörninni og Örn
Hallsteinsson átti lipran leik, Berg-
þór er varla í landsliðsklassanum
lengur.
Og tveimur atriðum er varla
liægt að sleppa. Birgir tók jfjöl-
mörg aukaköst í leiknum og skaut
nær alltaf beint í vnraarvegg
Þjóðverjanna. sem síðan náðu
knettinum. Þá reyndu nokkrir
leikmenn, einkum þó Ragnar að
kasta á markið úr nær vonlaus-
um stöðum í hornunum, sem und-
antekningarlaust gaf enga upp-
skeru. Þessi tvö neikvæðu atriði
höfðu í för með sér, að Þjóð-
verjarnir höfðu yfir og héldu allt
of lengi jöfnu í leiknum.
Mörk úrvalsliðsins skoruðu
Birgir, Kristján, Ragnar og Rós-
mundur 3 hver, Karl og Örn 2
hvor og Einar eitt.
Landsleikurinn
Framhald af 12. síðu.
úr 1. deildar liðunum fjórum, B 36,
Þórshöfn, sem er Færeyjarmeistari
1962, KI Klakksvík, sem sigraði í
1. deild í fyrra, HB Þórshöfn, sem
sigraði 1960. Fjórða liðið í 1. deild
er TB, Þvereyri og ent tveir vara-
menn úr því félagi. Allir leikmenn
irnir úr HB og B 36 hafa áður
heimsótt ísland, og sex þeiria
leikmanna sem nú eru í liðinu,
léku gegn íslandi 1959.
Varamenn íslenzka liðsins verða
Einar Helgason Akureyri, Halldór
Lúðvíksson Fram, Högni Gunn-
laugsson Keflavík, Grétar Sigurðs-
son Fram og Guðmundur Óskars-
son Fram. — Fjórir leikmenn Jiðs-
ins hafa leikið í A-liðinu, þeir
Hreiðar, Ellert, Þórður og Ingvar,
of einn varamannanna, Guðmuhd-
ur. Dómari í leiknum verður Hauk
ur Óskarsson, Víkingi, en línu-
verðir Magnús Pétursson og Grét-
ar Norðfjörð, Þrótti,
Forsala á aðgöngumiðum fyrir
landsleikinn hefst við Utvegsbank
ann á fimmtudag. Verð aðgöngu-
miða er kr. 50 í stúku, 35 kr.
í stæði, og 10 kr. fyrir börn.
Leika fjóra aðra leiki
Færeyska landsiiðið mun leika
hér fjóra leiki í förinni. — Hinn
fyrsti verður á ísafirði á sunnu-
daginn, og þar verður dvalið á
mánudag. Á þriðjudag fer liðið til
Akureyrar og leikur þar daginn
eftir. Dvalið verður I Akureyri
á fimmtudag, en síðan haldið til
Reykjavíkur og á sunnudag mun
liðið leika á Akranesi. Síðan verð
ur frí þar til á miðvikudag, en þá
verður leikið í Keflavík. Daginn
eftir fer liðið í boði ríkisstjórnar-
innar til Þingvalla og Hveragerð-
is, en á föstudaginn, 17. ágúst,
heldur það til Færeyja með Drottn
ingunni.
Aðalfararstjóri liðsins hingað
verður Martin Holm, formaður
íþróttasambands Færeyja, en með
honum í fararstjórr. er Arnold
Hansen, formaður B-36 í Þórs-
höfn.
VerSi*r hann tekinn
af lífi?
Framhald af^! siðu.'
Vitnisburðir þessir eru ræki-
lega raktir í náðunarbeiðninni,
sem tekur yfir, hvorki meira né
minna en 200 blaðsíður.
1 ÖSIazt mikla þekkingu
Paul Crump, hefur í fangels-
inu, lesið „eins og óður mað-
;J.ur“, lögfræði, þjóðfélagsfræði
'?og guðfræði og er talinn hafa
aflað sér undraverðrar þekk-
ingar i þessum greinum.
Einu sinni bjargaði hann
fangaverði frá dauða, sem orð-
ið hafði fyrir árás flogaveiks
fanga, og nú er Crump farinn
að stunda ritstörf af miklu
kappi.
Maður hlýtur að skammast
sín fyrir að deyja, ef miaður
hefur ekki látið eitthvað eftir
sig, sem réttlætir líf manns,
sagði Crurnp einu siuni.
ÞÓRSMÖRK
xr Farið í Þórsmörk um verzlunarmannaheig ina. 'X
o Frá Reykjavík á laugardag kl. 2, oc
70 tS baka á mánudag. *o
</> Tryggið yður sæti tímanlega. s
s Ferðaskrifstofan <A
o= i öyn o i rmm tt
70 LOND & LEIÐIR o
7K Tjarnargötu 4 — Sími 20800 XL
ÞÓRSMÖRK
1?