Tíminn - 18.08.1962, Síða 1
MEÐ BÓLUSÓTT
NTB-LUNDÚNUM, 17. ágúst. — Frá þvf var skýrt í dag, aS þriggja ára gamall Indverskur dreng-
ur, sem kom tll Bretlands I byrjun mánaðarins, gangi með bólusótt og hefur hann nú verlð eln-
angraður á sjúkrahús! I Lundúnum. — Móðir litla drengsins kom með honum til Bretlands og
hefur hún einnig verið sett í sóttkví.
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir
augu vandlátra folaSa-
iesenda um allt land.
Tekið er á móti
auglýsingum frá
kl. 9—5 í Banka-
stræti 7, sími 19523
187 tbl. — Laugardagur 18. ágúst 1962 — 46. árg.
FAGUR
SJÚRÆN-
INGI!
Á MYNDINNI sézt vélstjórinn á
danska „ræningjasklpinu" Mer-
cur, sem haldið hefur uppi út-
varpssendingum í óleyfi danskra
yfirvalda. Vélamaðurinn er með
logsuðuhjálminn fyrlr andlitlnu
tll að dyljast, en eftir að dönsk
yfirvöld bönnuðu starfseml Rad-
io Mercur fyrir þrem vikum,
fluttu „sjóræningjarnir" sig yf-
ir i Öresund og héldu þar starf-
semi sinni áfram, grímuklæddir
og vopnaðir, Má segja, að þá
fyrst hafl verið hægt að tala um
reglulega sjóræningja.
Samkvæmt tilskipun, sem gef-
in var út fyrir þrem vikum, var
öllum dönskum þegnum bönnuð
samskipti eða aðstoð við Mercur-
menn, að viðlagðrl refsingu, All-
ar vistir hafa skipverjar þvi orð-
ið að fá frá Þýzkalandl.
En nú vlrðast dagar Radio
Mercur vera taldir, því að aðfara
nótt fimmtudags létu danskir lög
reglumenn tll skarar skriða gegn
; „sjóræningjunum".
Sigldu þeir á varðbátum að „sjó
ræningjaskipinu", afvopnuðu
sktpverja og handtóku þá.
Enn hefur ekkert verlð látið
uppi um það, hverrar þjóðar
„sjóræningjarnir" eru né hverjlr
staðið hafl á bak við starfseml
útvarpsstöðvarinnar.
Getum er að því leitt, að
þýzkt auglýsingafirma hafl rek-
ið útvarpsstöðina, sem, eins og
kunnugt er, útvarpaði léttri tón-
Framhald á 15 síðu
I gapastokknum
14 tíma daglega
NTB-Vientiane, 17. ágúst.
Fimm Bandaríkjamenn og
einn Filipseyingur voru í
dag afhentir bandarískum
yfirvöldum í Vientiane, en
menn þessir hafa verið fang
ar Pathet-Lao-manna í Laos
í 15—20 mánuði. Þeir voru
allir í góðu skapi, er þeir
losnuðu úr prísundinni, en
mjög horaðir og fölir.
Þrír Bandaríkjamannanna
sögðu við blaðamenn í Vienti-
ane í dag, að þeir félagarnir
hefðu orðið fyrir ómannúðlegri
meðferð í fangeisum Pathet-
Lao-manna, t. d. hefðu þeir oft
!
verið settir í gapastokka og !
stundum látnir vera i þeim i
fjórtán tíma á degi hverjum. |
Ljósmyndari bandariska út- |
varps- og sjónvarpsstöðvarinnar
NBC, Grant Wofkill, sagði að
hann og félagar hans tveir
hefðu ekki fengið annað að
Framhald á 15 siðu
SKOTNIRÁ
MURNUM
NTB-BERLÍN, 17. ágúst.
AUSTUR-þýzkir lögreglu-
menn skutu í dag á tvo sam-
landa sína, sem gerðu tilraun
til flótta vestur yfir borgar-
mörkin, með því að klífa upp
á múrinn.
Annar flóttamannanna féll
fyrir byssukúlum lögreglu-
mannanna, en hinn datt hel-
særður ofan af. múrnum og
kom til jarðar austan megin.
Hinn særði lá við múrinn í
nokkrar mínútur, að sögn vest-
ur-þýzkra varða, en síðan kom
sjúkrabfll og flutti hann brott.
Telja varðmennlrnir vestan
megin við múrinn, að þá hafi
flóttamaðurinn verið látinn.
Strax og kunnugt var um at-
burðinn, komu vestur-þýzkar
sjúkrabifreiðar á vettvang. Sett
ir voru upp brunastigar, ef tak
ast mætti að ná hinum særða
yfir múrinn.
En sjúkrabflarnir komu of
seint, maðurinn var horfinn.
í Austur-Berlín var í dag
gerð útför Rudi Arnstadts, höf-
uðsmanns, sem féll í átökum,
sem urðu milli austur-þýzkra
varða og vestur-þýzkra þann 13.
ágúst.
Athöfninni var útvarpað í
gegnum hátalara, sem komið
var fyrir víðs vegar um í borg-
inni.
í dag barst stjórninni í Bonn
harðorð mótmælaorðsending
frá austur-þýzku stjórninni
vegna þessa atbui'ðar, sem
austur-þýzk yfirvöld segja Vest
ur-Þjóðverja bera alla ábyrgð á.
MA EYDA
FÓSTRINU
Sænsk yfirvöld ákváöu í
dag að veita bandarísku kon-
unni Sherri Finkbine leyfi til
að láta eyða fóstri sínu í Sví-
þjóð, en frú Finkbine fór fram
á slíka læknisaðgerð, vegna
þess, að hún óttaðist, að svéfn-
lyfið Thalidomide, sem hún
tók inn í byrjun meðgöngu-
tímans, kunni að valda van-
skapnaði á barni því, sem h.ún
nú gengur með.
NTB — Stokkhólmi, 17. ágúst.
Frú Finkbine hafði farið fram á
það við bandarísk yfirvöld, að þau
gæfu leyfi til þess að fóstri henn-
ar yrði eytt, 'eftir að upp komst
um hinar skaðlegu verkanir svefn-
lyfsins Thalidomide. Eins og kunn
ugt er var beiðni hennar hafnað í
heimalgndi hennar og lagði þá frú-
in land undir fót ásamt eiginmanni
sínum, staðráðin i að koma fyrirætl
un sinni í framkvæmd, og varö
Svíþjóð fyrir valinu.
Aðgerðin í næstu viku
Frú Finkbine er nú komin á
fjórða mánuð meðgöngutímans og
er talið sennilegt, að fóstureyðing-
in verði framkvæmd í byrjun
næstu viku á Karolinska sjúkrahús
inu í Stokkhólmi. í umsókn sinni
til sænskra yfirvalda um leyfi til
þess að láta framkvæma aðgerðina
sagði Finkbine m.a., að andlegu
heilbrigði hennar væri stefnt í
voða, ef hún yrði ekki losuð við
hinar miklu áhyggjur og ótta, sem
hún nú æli'með sér, vegna fregn-
anna um hinar skaðlegu verkanir
svefnlyfsins á fóstur. Að vísu væri
Framhald á 15 síðu
SHERRl EINKBINE
i