Tíminn - 18.08.1962, Qupperneq 3

Tíminn - 18.08.1962, Qupperneq 3
ÞESSIR DRENGIR eru frá þorpinu Lance-aux-Meadows á Nýfundnalandi, og þessi lækur rennur rétt hjá þorþinu. Einn hefur gripiS vænan silung í læknum, sem heitir rcyndar Svartandarlækur. Á bökkum hans hafa fundizt rústir, sem þykja benda til vistar norrænna manna á þess- um slóK'um. Kristján Eldjám var í hópi þriggja íslendinga, sem þarna voru vfö rannsóknir í sumar. Ilann tók þessa mynd af drengjunum. — Fleiri myndir frá þessum slóSum munu verða sýndar í gluggum blaðsins í Bankastræti nú um heigina. 90 HROSS SELD ÚR LANDIÍÁR íslenzkir hestar eru ekki a8- eins vinsælir á íslandi. Út- Enn engin Mynd! Enn hefur dregizt að nýja dag- blaðið Mynd kæmi út. Eitthvert ólag var á brotvélinni 1 vél þeirri, sem keypt hefur verið til að prenta blaðið, og þess vegna var hætt við. að láta blaðið í dreif- ingu. Eitthvað var prentað af því og brotvélin mun seint og síðar meir hafa komizt í lag, en þar sem blaðifl á að koma út klukkan tvö að deginum og ekki mínútu síðar, var útkomu þess frestað um einn dag. lendingar sækjast einnig eft- ir þeim, einkum Þjóðverjar, og síðastliðin fjögur ár hefur fyrirtæki í Reykjavík flutt út 892 íslenzka hesta. Það er Sigurður Hannesson & Co, umboðs- og heildverzlun, sem hefur annazt þessa hrossaútflutn- inga síðan 1958, að því er einn af framkvæmdamönnum fyrirtækis- ins, Ásgeir Hjörleifsson, tjáði blað inu í gær. Hefur það flutt út hesta aðallega til Þýzkalands, en einnig til Kanada. Hrossin eru aðallega keypt í Skagafirði og í Rangárvallasýslu, og hefur Páli Sigurðsson á Hólum verið ráðunautur kaupenda fyrir norðan, en kaup hesta í Rangár- vallasýslu hafa farið fram í gegn- um kaupfélagið Þór. Annars hefur fyrirtækið sérstakan hrossakaup- mann, sem sér um, að varan sé svikalaus. Til Kanada hefur verið seldur einn hópur, 40 hr-yssur og 3 grað- hestar, og voru hrossin flutt flug- leiðis. Flutningarnir gengu vel, hrossin voru tamin fyrir vestan og seld Bandaríkjamönnum, sem kaupa vildu. Hinir 849 hafa hafnað í Þýzka- landi. Hrossin eni flutt á þilför- um skipa í þar til gerðum köss-; um, og á fyrirtækið 60 slíka kassa. j í sumar verða alls 90 hross flutt j út til Þýzkalands, og verður síð-; asta ferð'in með þau farin í septem ber, en á þilfari er ekki hægt að ; flytja hross nema á tímabilinu frá : 15. júní til septemberloka. Fyrirtæki í Þýzkalandi, sem j heildverzlun Sigurðar hefur við- j skipti við, annast sölu hestanna og dreifingu, þegar þeir enr komri- ir á þýzka grund. Eftirspurn eftir ; íslenzkum hestum er alltaf tölu- verð. Margir hestanna hafa verið seldir á hótelin, sem leigja þau síðan gestum Einkum þykja ís- lenzku hestarnir góðir fyrir börn, af því að þeir eru smávaxnir mið- að við aðra hesta. Annars þykja Framh á 15 siðu Unun að leið- beina íslenzk- um leikurum segir Baliing í Poiitiken í Politiken birtist nýleg^ viðtal við Erik Balling, leik- stjóra, sem stjórnaði kvik- myndun „79 af stöðinni", eins og kunnugt er. Segir blað- ið, að Balling hafi gert „kú- vendingu" frá Kaupmanna- höfn til hinnar „ameríkaniser- uðu" sögueyju, íslands. í viðtalinu segir Balling m. a.: — Ég hafði mjög gaman af að fást við þetta verkefni. Þetta var eins og brautryðjendastarf, og það var mjög uppörvandi og nýstárlegt að fást við það. Öll kvikmyndun- in fór fram við mjög erfiðar að- stæður. Það er jú ekkert kvik- myndaver á íslandi, og öll mynda- takan varð að fara fram þar, sem sagan gerist, á götum Reykjavík- ur, í íbúðum, eða hvar hún nú ger- ist. — Það var hressandi að komast frá kvikmyndaverinu og vinna með leikurum, sem maður þekkli alls ekki. Við lcntum ekki í nein- um vandræðum með málið. Flest- ir kunnu dönsku, annars björguð- umst við við enskuna. íslenzkan er dásamlegt mál, þegar maður fer að skilja það. — Mér finnst stórkostlegt, að í Reykjavík, sem er á stærð við Esbjerg, eru þrjú leikhús, Þjóð- leikhúsið og tvö önnur. Gógó og Ragnar, aðalpersónur myndarinn- ar, eru leikin af tveimur þekktum leikur.um við Þjóðleikhúsið, Krist- björgu Kjeld og Gunnari Eyjólfs- syni. íslenzku leikararnir komu mér algerlega á óvart. Ég viður- kenni hreinskilnislega, að ég bjóst við gamaldags leikstíl hjá þeim, en svo kom í Ijós, að flestir þeirra höfðu numið leiklist í London eða New York — og margir voru gamlir nemendur Elia Kazan. Þeir leika á léttan, hispurslausan hátt, sem við þekkjum alls ekkj. Það var hreinasta unun að leiðbeina þeim í kvikmynd. — Við tókum myndina á aðeins fimm vikum, en við lögðum líka svo að segja saman nótt og dag. Á íslandi er miðnætursól og bjart ar nætur, og yfirleitt sváfum við ekki meira en fjóra tíma á sólar- hring. Samvinnan gekk mjög vel, Vilhjálmi líður betur Eins og skýrt var frá i blaðinu i gær siasaðist Vilhjálmur Hjálm- arsson á Brekku í Mjóafirði á þriðjudagskvöldið. Hann var flutt- ur á sjúkrahúsið f Neskaupstað og liggur nú þar. í gærkveldi leið Vilhjálmi held- ur betur. Læknar á sjúkrahúsinu sögðu, að hann hefði litjnn hita, og við rannsókn hefði komið fram. að ekki væri um nein innvortis meiðsli að ræða. en brotnað hefðu 3—4 rifbejn. Vilhjálmur varð undir dráttarvél, sem valt, er ver- ið var að flytja inn hey á Brekku. það ríkti svo mikill samhugur og starfsgleði, að mér fannst þetta eins og sumarfrí. — Efnið, sem við tókum til meðferðar, er líka alveg nýtt fyrir mig, ekki gamanleikur, heldur „hátragísk“ saga, efni, sem ég hef ekki áður fengið að fást við. Það er holl reynsla að starfa við eitt- hvað nýtt og við alveg nýjar að- stæður. MIKBL SÍLD EYSTRA Neskaupstað, 17. ágúst. Síldarflotinn hefur verið að veiðum í allan dag út af Aust- fjörðum, aðallega í Héraðsflóa- dýpi og Norðfjarðardýpi og út af Hvalbak Mikið er af síld á þess- um slóðum. Mörg skip hafa fengið ágætis afla í dag, og fjöldi skipa, sem verifj hefur fyrir norðan, er nú á leið austur fyrir land. Skipin hafa fundið síldartorfur, sem engin smásíld er í. Þó er sildin nokkuð blönduð úti á Héraðsflóa- dýpi. Þar er mjög stór síld, en smásíld innan um. Síldin, sem veiðzt hefur út af Hvalbak er ágætis söitunarsíld. Veiðiveður er afbragðs gott, logn, og skilyrði fyrir áframhald- andi veiði. Síldin hefur gengið fyrir austan land miklu leqgur en undanfarin ár, og um þetta leyti í fyrra var hún búin. MARILYN ÁTTI21 MILLJÚN NTB-New York, 17. ágúst. I dag var Iögð fram í skipta- réttinum í New York, erfða- skrá leikkonunnar Marilyn Monroe, sem réði sér bana fyrir skömmu, eins og skýrt hefur verið frá í fréttum. Samkvæmt henni hefur Ieikko.nan látig eftir sig fjármuni að upphæð rúm leg.a 21 milljón íslenzkra króna. í erfðaskránni, sem dag- sett er 14. janúar 1961, cr getið nokkurra erfingja, aðallega vinkvenna Icikkon. unnar, og er peningunum g skipt á milli þeirra. ff 9 T í M I N N, '-iJigardagurinn 18. ágúst 1962.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.