Tíminn - 18.08.1962, Side 6
JVIitinÍBigarorð:
óhann Jónsson frá Hvammi
Hann lézt að heimili sínu á Þórs
höfn 31. júlí s.l., 74 ára að aldri,
og var jarð'sunginn frá Svalbarðs-
kirkju í Þistilfirði 7. þ.m. að við-
stöddu margmenni.
Jóhann Ólafur hét hann fullu
nafni og var fæddur á Hávarðs-
stöðum í Hvammsheiði 20. júní
1888, en sá bær er nú í eyði. Þar
bjuggu þá foreldrar hans, Ólöf
Arngrímsdóttir og Jón Samsonar-
son, sem var skáldmæltur vel og
kunnur af því í héraði. Um Jón og
skáldskap hans ritaði Þóroddur
Guðmundsson frá Sandi í Eimreið
ina nýlega. Af bræðrum Jóhanns,
er á fullorðinsaldur komust, eru
tveir á lífi: Kristinn á Sólvangi í
Hafnarfirði útgerðarmaður í
Vestmannaeyjum, síðar í Rvík, og
Friðrik bóndi á Flautafelii. Lájtn-
ir eru Sigfús. kunnur formaður
og aflamaður, e.r fórst með bát og
áhöfn á Skálamiðum fyrir nálega
40 árum, Arngrímur þóndi í
Hvammi, smiður góður og hugvits-
maður, Samson bóndi í Steintúni
og Lárus, er lézt ungur í Hvammi.
Jóhann ólst upp með foreldrum
sínum á Hávarðsstöðum og dvald-
ist með þeim meðan þau lifðu. Þeg
ar bærinn á Hávarðsstöðum brann
og jörðin fór í eyði 1911, fluttist
hann með þeim að Hvammi. Tók
þar viff búi þeirra árið eftir og átti
þar heima lengst af síðan. Hann
kvæntist árið 1922 Kristínu Sig-
fúsdóttur bónda þar, Vigfússonar
og bjuggu þau hjón í Hvammi
"til ársins 1958, er þau fluttust,
ásamt yngsta syni sínum, til Þórs-
hafnar. Börn þeirra á lífi eru:
Ragnheiður húsfreyja í Sætúni,
Jón og Lárus bifreiðastjórar á
Þórshöfn, Sigfús Aðalbergur bóndi
á Gunnarsstöðum, Ólöf húsfreyja
á Þórshöfn og María húsfreyja á
Syðra Álandi. Elzta son sinn, Jón,
Bíla- og
búvélasalan
Hefi kaupendur að litlum
dráttarvélum
Farmal Cup
Hanomac
eða Deauts
og flestum öðrum
búvélum.
Bíla- & bíivélasaian
Eskihlíð B við Miklatorg
Sími 23136
misstu þau á barnsaldri. Þau ólu
upp dótturson sinn, sem nú er ný-
lega fermdur, og tveir drengir aðr
ir voru á þeirra vegum um nokkurt
árabil.
Jóhann í Hvammi var í æsku
einn af vöskustu mönnum sinna
jafnaldra. Hann var meðalmaður á
hæð, en þrekvaxinn, rammur að
afli og góður liðsmaður til allra
verka, fjármaður ágætur Qg fjár-
glöggur, ratvís og öruggur í veðr-
um. Oft reyndi á hann í fjallgöng-
um, v\ft heysókn um langan veg á
vetrum o.s.frv. Hann var lengi
gangnaforingi í Hvammsheiði,
enda var þar víst enginn kunnugri
en hann, sem fæddur var og upp-
alinn í heiðirini. — En hraust
mennið mátti, um það, er lauk,
muna tíma tvenna. Þegar hann var
36 ára gamall, kehndi hann meins
er þjáði hann hann ætíð síðan og
lamaði svo líkamsþrek hans, að
hann mátti lengst af heita lítt eða
ekki vinnufær. Var hann timum
saman rúmfastur og stundum tví-
sýnt um líf hans. En bónda með
vaxandi barnahóp var ekki til setu
boðið, enda var uppi staðið, þeg-
ar stætt var.
Á heimili þeirra Jóhanns og
Kristínar var um langan tíma var-
izt í vök. Jóhann sýndi það 'þá,
Rafvlrkjar - Bifvélavirklar
Okkur vantar rafvirkja og bifvélavirkja, eSa menn
vana vélaviðgerðum nú þegar.
Upplýsingar hjá Ólafi Sverrissyni, Blöndosi.
Vélsmiðja Húnvetninga.
Félag íslenzkra
myndlistamanna
heldur hina árlegu samsýningu sína í byrjun
september. Félagsmenn og aðrir þeir, er áhuga
hafa á að sýna, sendi verk sín til dómnefndar
félagsins í Listamannaskálnum mánudaginn 27.
ágúst kl. 5 til 7 s.d.
Félag íslenzkra myndlistamanna.
að hann átti líka þrek, sem til
þess þurfti að standast þá sjúk-
dómsraun er á hann var lögð. Hann
var glettinn og gamansamur, að
eðlis-fari, og glaðlyndi hans og
kjarkur reyndist óbilandi. Þó að
hann væri löngum vanheill og
stundum sárþjáður, var hann oft-
ast með gamanyrði og hvatningar-
crð á vörum og þess umkominn að
gera öðrum létt í lund. Bjartsýn-
in brást honum ekki. Sálarstyrk
sinn og afkomu heimilisins átti
hann þó sjálfsagt ekki að litlu leyti
konu sinni að þakka. Hún hjúkr-
aði honum með óþreytandi um-
hyggju, vakti yfir honum um næt-
ur, þegar hann átti erfiðast og var
forsjé heimilisins útj sem inni, er
hans naut ekki við. í sambúð
þeirra hjóna ríkti ástúð og einhug-
ur, þótt á móti blési. Oft sýndu
sambýlismenn og nágrannar góðan
hug í verki. enda létu þau hjónin
heldur ekki á sér standa, ef þau
máttu að liði verða.
Svo liðu árin með reynslu sína
og umbun. Börnin komust á legg
og byrjuðu að vinna undir umsjá
foreldranna, eða utan heimilis,
undir eins og þau höfðu krafta
til, gerðust síðan fyrirvinnur
heimilisins eða studdu það á ann-
an hátt.
Jóhann byggði sér bæjarhús í
Hvammi og ræktaði tún, þótt eigi
væri hann þar jarðeigandi. Hann
unni landinu, þar sem hann fædd-
ist og ól aldur sinn. Þar dvaldi
hugur hans, og' þaðan voru um-
talsefni hans íöngum eftir að hann
fluttist þaðan, og í sveitinni sinni
er hann nú lagztur til hvíldar
eftir langan dag en sigursælan. —
G. G.
OASCOIGNES
GASCOIGNES mjaltavélin
með nýja endurbætta sog-
skiptinum er 18% fljótari
að mjólka en eldri gerðin
samkvæmt prófun Verk-
færanefndar ríkisins. Einn-
ig verða hreytur minni. Ný
gerð af spenahylkjum og
gúmmíum.
GASCOIGNES mjaltavélar
eru í notkun hjá hundruð
íslenzkra bænda.
GASCOIGNES mjaltavélar
oft fyririiggjandi með raf-
magns- eða benzínmótor-
um.
Varahlutir í GASCOIGNES
alltaf fyrirliggjandi.
ARNI GESTSSON
Vatnsstíg 3 ; Sími 17930
íbúð
Óska eftir 1 til 2 herbergj-
' um og eldhúsi, sem fyrst.
Góð leiga, erum 3 í heimili.
Tilboð sendist blaðinu
fyrir 25. þ.m. merkt ,,íbúð“
GUÐMUNDAR
Bergþónigötu 3. Sfmar 13032, 20070
Heíur avfciit ttl sölu allai teg
undii oilreiða
l'ökum onreiðir í dmboðssölu
Öruggasta bjónustan
Bergþórugötu 3. Símar 19032, 20070.
Trúlofunar-
hrlngar
afgreiddir
samdægurs
Sendum um allt land.
HAllDðR
Skólavörðustíg 2.
Fasteignasala
Sátasala
Skipasala
Verðbréfasala
Jón Ó. Hjörleifsson
viðskiptafræðingur
Fasteignasala - UmboSss-’
Viðtalstiml frá kl 11—12 f.h.
og kl. 5—fc e.h.
Sími 2061(1. tieimasimi 32869
Guðlaugur Einarsson
mAlflutningse>tofa
Freviugötu 37 sfmi 19740
Trúlotunarhrmgar -
Fllót afgreiðsla
GUÐM PORSTEINSSON
gullsmiður
Bankastræti 12.
Sími 14007
Sendum gegn póstkröfu.
íbúð
Ung hjón, sem bæði
vinna úti, óska eftir 2ja
herb. íbúð sem fyrst.
f
Upplýsingar í síma 36732.
Kópavogur
Til sölu
Nýtt einbýlishús 5 herb.,
ræktuð lóð, bílskúrsréttindi.
Tvö fokheld parhús 1
Hvömmunum.
4ra herb. hæð _ við Kópa-
vogsbraut, bíískúr, ræktuð
16$.
3ja og 4ra herb. fbúðir
Fasteignasala Kópavogs
Skjólbraut 2. Opin 5,30—
7 laugárdaga 2 til 4, sími
24647.
VARMA
PLAST
EINANGRUN
P. Porgrímsson & Co.
Borgartúni 7 Sími 22235
! Ibúðir óskast
Höfum kaupendur að 2ja,
j 3ja og 4ra herb. íbúðum i
| Reykjavík Kópavogi eða
I Hafnarfirði.
Höfum til sölu fokheldar og
! fullgerðar íbúðir og einbýl-
! ishús.
Hermann G. Jónsson, hdl,
Lögfræðiskrifstofa
Fasteígnasala
Skjólbraut 1. Kópavogi
Sími 10031, heima 51245.
T í M I N N, Iaugardaguiinn 18. ágúst 1962.
6