Tíminn - 18.08.1962, Síða 14

Tíminn - 18.08.1962, Síða 14
Hótel. Gestirnir, sem enn voru } borðsalnum, sátu sem styttur. í forsalnum stóð gestgjafinn og hreyfði hvorki legg né lið, uppi á lofti skældi Anna María, og hinar stúlkurna, af ótta, og í myrkrinu fyrir utan, leið Mario burt eins og skuggi meg sinn hvorn benzín- brúsa í hönd. Einhver sneri húninum, og síð- an var sparkað í hana. — Opnið dyrnar, í nafni for- setans, sagði djúp rödd. — Forsetinn! Elenor náfölnaði og hún leit á Jeffrey, sem sat við hlið hennar. — Hvers vegna kem- ur hann hingað? Jeffrey hristi höfuðið og leit ruglaður á hana. Hann þurfti ekki að óttast forsetann, en það mátti auðvitað ekki koma fram. Þess vegna varð hann ag hverfa. En áð- ur en hann hafði áttað sig, var það Elenor, sem tók forystuna. — Jeffrey, viltu gera svo vel og sækja handtöskuna mína upp á herberginu mínu. Hún liggur á rúminu mínu. — Sjálfsagt. Hann þaut burtu og hún varp önd léttar. Rose og Terry höfðu heldur ekk ert að óttast þó að forsetinn kæmi, og þau virtu hann fyrir sér af ó- duldum áhuga þegar hann struns- aði inn um hóteldyrnar og gest- gjafinn hneigði sig niður í gólf. — Verð ég líka að hneigja mig, ef hann talar við mig?, spurði Rose, en Terry hristi ákaft höf- uðið. Don Manuel sigldi inn í setu- stofuna, og á eftir kom lögreglu- stjóri hans og sex menn i einkenn- isbúningum með óteljandi orður. Þeir horfðu njósnarlega í kringum sig, en virtust róast þegar þeir sáu sálirnar þrjár. Elenor vonaði að Jeffrey hefði vit á að vera kyrr í herbergi hennar. — Ó, senorita, Penny! Forset- inn hneigði sig. — Við sjáumst þá aftur. Eg er himinlifandi að sjá að ekkert er að yður. — Þökk yðar hátign. --- Leyfist mér að kynna vini mína, hr. og frú Clarence? — Hans hátign, forsetinn á Santa Felice. Rose brosti. Terry reis á fætur og hneigði sig lítillega, en leit um leið undrandi á Elenor. — Eg er á eftirlitsferð, sagði Don Manuel, — og þegar við kom- um ag hótelinu taldi ég hyggileg- ast að líta inn og ganga úr skugga um að óeirðirnar í borginni hefðu ekki skelft yður. — Það var mjög elskulegt af yður, sagði Elenor og braut hejl- ann um, hvað þessi heimsókn ætti eiginlega að þýða. — Eg vona að óeirðirnar séu á enda. — Því miður ekki. Ofstopamenn fáeinir hafa æst upp múginn. En eg vona að kyrrð komist á, eftir nokkra daga, sagði hann við Terry. — Eftir nokkra daga? hrópaö'i Rose skelfd. — Já senora. Yður geðjast ekkj að óeirðum, eða hvað. Rose hristi höfuðið. — Nej, ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt fyrr. Það er ekki svona í Englandi, yðar hátign. Það kom kynlegur glampi í augu hans. — Eg hef heyrt það. Og þið eruð heppin. Það er þess vegna sem ég er hingað kominn til að bjóða ykkur vernd í höll minni. Þrenningin við borðið leit for- viða hvert á annað og Don Manuel fyigdist gaumgæfilega með svip- brigðum þeirra. Hann kærði sig kollóttan um senor og senora Clarence, þau voru venjulegt ferða fólk, sem myndu snúa aftur til Englands á ákveðnum degi. Þau voru ekki eins og senorjta Penny með Ijósa, mikla hárið og sakleys- isleg augu. Hún hafði komið til Santa Felice til að ljúka verki, sem skipti hann öllu, því að ef he'nni heppnaðist að fullkomna það, myndi það hafa þær afleið- ingar að hann missti núverandi völd sín. Hún hafði þýðingarmikil skjöl í fórum sínum, sem hann var ákveðinn í að komast yfir, og með- an hann hvarfaði augum yfir hana, braut hann heilann um, hvar í ósköpunum hún hefði íalið skjöl- in. Hann tók eftir því að senora Clarence hristi lítillega höfuðið og Terry ræskti sig. — Vig erum mjög þakklát yðar hátign fyrir boðið, en ég harma að verða að afþakka það. — Svo? Ykkur mun líða mjög vel í mi'nni glæstu höll! — En við erum á förum — sann leikurinn er sá að við förum með næstu bátsferð til Kingston Elenor leit fljótt á hann Hún gat ekki ásakað vini sina fyrir það að þeir vildu komast héðan sem skjótast, en ef þau færu, yrði hún alejn á Santa Felice með Jeffrey. sem henni líkaði alls ekki við. Og svo auðvitað Mario, hann myndi vera hjá henni svo lengi sem hún dveldi á eyrmi. — Nú, nú, sagði forsetinn dap- urlega, — það getur liðig tíma- korn þangað til þið komizt til Kingston, senor Clarence. Terry starði á hann og reis upp til hálfs, — Hvað eigið þé- við? — Því miður, sagði forsetinn rólega, —■ verð ég að segja ykkur það, að næst þegar báturinn kem- ur til Santa Felice. vergur hann kyrrsettur hér meðan óeirðirnar standa. Það er varúðarráðstöfun. skiljið þér. Ef ég leyfði honum að sjgla sinn sjó, myndu margir óæskilegir farþegar fara með hon- um, og snúa síðan aft.ur til Santa Felice síðar til að he'fja enn upþ- reisn — En ef hann kemur ekki til Kingsíon á ákveðnum degi, hróp- aði Terry utan við sig, — verða þeir ekki undrandi þar ... — Alls ekfy', þeir munu þvert á móti skilja það ofurvel! Vig feng- um aðvörun um, að fellibylur er á leið hingað áður en langt um líður. Enginn myndi senda bát burtu undir slíkum kringumstæð- um, senor. Ef Mario hefði ekki minnzt á þetta um daginn, hefði Elenor haldið að þetta væri bara yfir- skinsástæða. Terry settist þreytu- lega og Don Manuel sneri sér að Elenor. — Senorita Penny. Föður yðar myndi ekki falla sú tilhugsun, að ■nokkug kæmi fyrir yður á meðan á óeirðunum stendur. Eg er viss um að hann myndi óska þess að þér gætuð verið í öruggum og góð- um höndum í höll minni. Ef vjnir yðar viljh ekki þiggja gestrisni mína, býð ég yður samt sem áður að gera það. — Þökk fyrir sagði hún hjk- laust. — en ég gæti ekki verið þar ein — Ó„ þér eigið við að ég er ókvam'ur maður? Hann sleikti út- um. — En ég er sannfærður um, að senora Clarence skiptir um skoð- irn ef hún skilur að þér viljið gjarnan þiggja boð mitt, en getjð ekki af skiljanl.egum ástæðum ver- ig eini kvenmaðurinn. — Þökk fyrir, en ég kýs að dvelja hér með vinum mínum. Þessir einþykku Englendingar, hugsaði hann gramur. — Það er kannske ekki öruggt að vera hér í gistihúsinu, senorita, ef múgurinn skvldi leggja eld í það. Elenor leit á hann, og hún sá reiðina. sem brann í augum hans, og hún fann ag hún titraði, Hann var vís til að leiða múginn hingað ef það gat fært hann nær tak- marki sínu. Og ef slíkt gerðist, myndi hann geta sagt, að bann hefði reynt af fremsta megni að koma henni á öruggan stað. En hún hristi en höfuðið. — Nei, yðar hátign. Leyfið mér 135 Yfirhershöfðinginn í stríðinu gegn Þýzkalandi mun verða að ráðfæra sig við bæði stjórn Bret- lands og Bandaríkjanna viðvíkj- andi næstum hverju mikilvægu atriði. Hann mun aðeins geta tekig ákvörðun án tilvísunar til yfir- sljórnar í tiltölulega smávægileg- um og algerlega hernaðarlegum málum. . . . Hann yrði þannig auka- og ónaugsynlegur hlekkur í herstjórnarkeðjunni . . . Ef aðal- atriðið í þessu nýja fyrirkomulagi er það að tryggja skjótar ákvarð- anir, þá er svo að sjá sem ofan- greind skilyrði muni leiða til hörmulegra afleiðinga. Þau tilfelli munu koma fyrir, þegar yfirstjórn in hefur gefið út fyrirskipanir og herinn hefur breytt samkvæmt þeim, einungis til þess að fá svo breyttar eða algerlega 'andstæðar skipanir frá hinu Sameinaða her- ráði, þannig, að afleiðingin verður alger ringulreið. Einnig getur það komið íyrir, að brezku herráðs- foringjarnir samþykki ákvörðun yfir-herstjórans, en bandarísku herráðsforingjarnir verði þar á algerlega öndverðum meiði. Hvað skeður þá? Líka getur svo farið að Sameinaða herráðið styðji einhuga ákvörðun yfir-herstjórans, en upp- götvi þá, að önnur hlutaðeigandi ríkisstjórnin sé þess ekki reiðu- búin að staðfesta hana. Hvað skeð- ur þá? Af því, sem hér hefur verið sagt, má draga þá ályktun, að yfirher- stjóri f stríðinu gegn Þýzkalandi muni aldrei öðlast, undir því stjórnarkerfi, sem nú er ríkjandi í Bretlandi og Bandaríkjunum, vald til að fást við annað en alger- lega hemaðarleg og tiltölulega smávægileg viðfangsefni. Blöðin og almenningsálitið mun hefja hann til skýjanna, sem ejtthvert ofurmenni, er leiða muni þessar tvær þjóðir fram til sigurs. Slikt er alger blekking. í mikilvægum málum verður hann ekki fær um að gera neitt meira en hershöfð- ingjar takmarkaðra orrustustöðva. Ef hið þaulreyndá stjórnarkerfi, sem hefur borgið okkur síðustu tvö árin hefur brugðizt í hinum smærri viðfangsefnum, þá væri betra að endurskoða þetta kerfi og vita hvernig hægt væri að end- urbæta það og aðlaða, fremur en hætta sér út í nýja tilraun, sem einungis skapar óhentugan og ó- nauðsynlegan hlekk í herstjórnar- keðjunni og sem mun áreiðanlega leiða til vonbrigða og blekkinga. ENDA ÞÓTT Ameríkumenn hefðu fallið frá þeirri áætlun •sinni, ag fela alla stjórn stríðsins við Þjóðverja, einum yfirher- stjóra, — með öðrum orðum, Mar- sháll hershöfðingja, voru Brooke og starfsbræður hans fjarri því að Vera ánægðir með hina væntan- legu ráðstefnu með Rússunum. í stag þess að fara til fundar við Stalín meg samþykkta áætlun, fóru þeir til Teheran még óá- kveðnar fyrirætlanir. Það hafði verið nógu erfitt að komast að samkomulagi um raunsæja hern- aðarstefnu við Bandaríkjamenn, en erfiðara yrði það með Rússana við samningaborðið. Enda þótt Bretland hefði enn meira herlið í stríðinu við Þýzkaland, en Banda- ríkin, þá var þó varaljð þess nú eftir fjögur stríðsár, að þrotum komið Hér eftir hlaut það að verða smátt og smátt veikara en Banda- ríkin og Rússland. Viku áður hafði bandarískur land- og sjóher gengið á land á Makin og''Tarawa, meðan Rússar höfðu í síðastliðnum mánuði sótt svo ákaft fram, að þeir áttu að- eins eftir tæpar hundrað mílur til pólsku landamæranna. Ef þessir tveir risar — Austrið og Vestrið, — sameinuðust um hernaðar- stefnu, sem Bretland var andvígt, þá yrði nánast ómögulegt að hindra það. Og það var einmitt þetta, sem bandaríski forsetinn og hernaðarlegir ráðunautar hans vonuðust eftir að gera. „27. nóvember. Teheran. 1300 mílur. Við fórum snemma á fætur; vorum vaktir klukkan 4,30 e.m. Klukkan 5,45 e.m. héldum við af stað frá sveitasetri okkar í myrkri og mistri, til flugvallarins. Þegar við komum þangað, var okkur sagt að mistrið myndi tefja fyrir brott- förinni. Klukkan 7 e.m. rann flug- vélin samt eftir flugbrautinni, al- búin til flugtaks. Ferðafélagarnir voru: Dill, Cunningham, Portal „Pug“ Ismay Boyle og skrifarar. Við ferðuðumst í hinni nýju York- flugvél, sem ætluð var herráðs- foringjunum. Mjög þægileg. Við fórum yfir Sundið nálægt Súez og sáum ítölsk herskip fyrir neðan okkur. Þvínæst var flogið yfir Sín- aískagann og til Beersheba, en þaðan áfram yfir Dauðahafið, og þar sem skyggni var gott, gátum við séð Jerúsalem, Betlehem, Hebron og Jeríkó. Svo stefndum við til Habbaniýa- flugvallarins nálægt Bagdad, þar sem við stönzuðum og lituðumst um í klukkustund og heyrðum sög una um árásina á flugvöllinn í byrjun stríðsins. Er við vorum aft- ur komnir á loft, -var okkur veitt- úr hinn ágætasti hádegisverður og þeir fengu súrefni, sem þess þurftu. Við urðum að fljúga í 14000 feta hæð langan hluta leið- arinnar, en þajl varð mér ekki til neinna óþæginda, og ég þurfti enga súrefnisgjöf. Við komum til; Teheran nokkrum mínútum á eftir forsætisráðherranum, sem lagt hafði af stað klukkustund seinna, en flogið beint. Við erum ekki vissir um það, hvort Stalín sé kominn, en sam- kvæmt orðrómi, er hann hér. Eg hlakka ekki til nokkurra næstu daga, Ráðstefnan verður erfið og enginn veit hvernig henni kann að l.vkta. Öryggisráðstafanirnar voru ekki sem bcztar, og þar sem bandariska sendiráðsbyggingin var nokkurn spöl frá miðju borgarinnar, var á- kveðig að hýsa forsetann í rúss- neska sendiráðinu og halda jafn- framt ráðstefnur okkar þar í bygg- ingunni. Sunnudagur, 28. nóvember. Te- heran. Svaf vært í alla nótt og fór seint á fætur i morgun. Forsætisráðherrann er með háls bólgu, og hefur bókstaflega misst röddina. Ekki heldur j sem beztu skapi. Klukkan 4 e.h. héldum við til rússneska sendiráðsins. Þar voru viðstaddir: Stalín, Roosevelt, Win- ston, Anthony Eden, Harry HoP- kins, Molotov, Voroshilov, Dill, Portal, Cunningham, Leatry og King, „Pug“ Ismay, Boyle, Dea.n og þrír túlkar. Stalín var í ein- kennisbúningi marskálks en að mínum dómi á engan hátt við- felldnari eða fremur aðlaðandi en síðnst þegar ég sá hann. Við sátum allir umhverfis stórt kringlón borð Forsetinn bvrjaði með undirbúningsskýrslu, sem hann fylgdi eftir með stuttu yfir- 14 T í M I N N, laugardagurínn 18. ágúst 19S2.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.